Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 17 Kristján Ulfars- son-Minning Fæddur 17. október 1921 Dáinn 3. nóvember 1989 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. • í dag verður jarðsunginn afi okk- ar, Kristján Úlfarsson. Okkur systkinunum þykir sárt að horfa á eftir Stjána afa sem hvarf frá okk- ur svo snögglega. Það er skrítið til þess að hugsa að við munum aldrei aftur sjá afa. Við viljum að lokum þakka elsku afa allar þær stundir sem hann gaf okkur. Guð blessi minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. '(V. Briem) Bjarni Kristján, Erla Margrét. Hann afi er dáinn. Já við skiljum þetta ekki alveg ennþá. Það verður svo skrítið að koma á Bjarnhólastíg- inn til ömmu þar sem við erum svo oft og eiga ekki eftir að heyra afa spila á orgel eða harmonikkuna sína meir. Hann spilaði svo oft fyrir okkur, núna síðast í afmælinu hans 17. október. Þá sungum við af- mælissönginn fyrir hann og afi spil- aði undir. Aldrei var kvartað yfir hávaðan- um sem fylgir okkur svona yfirleitt og það er sko meira en mamma og pabbi geta skilið. Við viljum þakka afa okkar fyrir alla þolinmæðina við okkur og allar næturgistingarnar. Þær eru orðnar æði margar. Við biðjum Guð að gæta ömmu okkar núna þegar afi er farinn til himna. Margrét Hlín, Einar Sverrir og Svanhvít Ég vil með nokkrum orðum kveðja samstarfsmann og vin, Kristján Úlfarsson, Bjarnhólastíg 24, Kópavogi. Hann fæddist 17. október 1921 í Fljótsdal undir Eyjaijöllum. Ungur að árum missti hann föður sinn og fluttist með móður sinni og systkin- um til Reykjavíkur. Hann tók að nema gullsmíði og gekk í Iðnskól- ann. Hann var mikill tónlistarunn- andi og lék á harmoniku og fleiri hljóðfæri. Kristján var maður fjölhæfur. Hagur bæði á tré og járn og marg- ir leituðu til hans með verkefni. Hann hóf því störf við trésmíði og seinna við bílaviðgerðir. Einnig starfaði hann um tíma við hreinsun í efnalaugum. Hann réðst svo til tengdaföður míns sem þá hafði stofnsett fyrir- tæki sitt Fjöðrina hf. og hefur það notið starfskrafta hans óslitið síðan eða í 27 ár. Ungur giftist hann ágætri konu, Margréti Sigurðardóttur og eignuð- ust þau 4 börn, sem öll eru uppkom- in og hafa stofnað heimili. Ég vil þakka honum fyrir öll árin sem við störfuðum saman og bið honum og ástvinum hans guðs blessunar. Ragnar Leví Jónsson Himnaföðurnum þóknaðist að kalla hann Kristján okkar til sín fyrirvaralaust að kvöldi föstudags- ins 3. nóvember sl. Ekki grunaði mig að hann bæri feigðina í fartesk- inu, er ég rétti honum launaumslag- ið hans í hádeginu þann sama dag. Hann var meðal elstu og reynd- ustu starfsmanna okkar í Fjöðrinni hf. Kom til starfa hjá fyrirtækinu fyrir 27 árum og hlaut það verk- efni að beygja púströr og við beygjuvélina stóð hann samvisku- samlega öll árin og þar til örfáum klukkustundum áður en kallið kom. Hann lagði það ekki í vana sinn að verma bólið heima fyrir þó að einhveijir kveisustingir hlypu í hann, enda var hann ekki oft frá vinnu. Aðeins einu sinni man ég hann veikan um tíma og fylgdi því sjúkrahúsvist. Eitt kvað hann víst eftir þá legu. Á spítala ætlaði hann ekki aftur. Honum varð að þeirri ósk sinni. Þó að púströrasmíði væri hans aðalstarf átti hann mörg handtökin við ólíklegustu verk innan fyrirtæk- isins. Hann var þúsundþjalasmiður- inn okkar og oft kallaður til þegar eitthvað fór úrskeiðis. Allt var það sjálfsagt frá hans hendi. Ein símhringing yfir á verkstæðið og stuttu seinna kom Kristján gang- andi og bar í hendl sér .hamar, hef- il, sög, rörtöng, pensil eða eitthvert það verkfæri er hæfði verkinu sem beið hans. Fyrir allt þetta og svo ótal margt fleira er mér bæði ljúft og skylt að þakka nú er leiðir skilja er ég kveð minn vin og samstarfsmann sem verður jarðsettur í dag. Ég bið honum góðrar heimkomu í guðsríki og sendi eiginkonu hans, börnum og öðrum þeim er eiga um sárt að binda við fráfall hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristjáns Úlfarssonar. Sigríður Sigurbergsdóttir FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS Framkvæmdasjóður íslands óskar eftir kauptilboðum í eftirgreindar fasteignir: 1) Vesturgötu 2, Reykjavík, með tilheyrandi eignarlóð. Húsið er tvær hæðir, ris og kjallari, alls um 1280 fm. Gagnger endurnýjun hefur farið fram á húsinu. Húsið selst í einu lagi eða hver hæð fyrir sig. 2) Laufásveg 7, Reykjavík, öðru nafni Þrúðvangur. Gagngerar endurbætur hafa farið fram á húsinu að utan. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, sími 624070. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. í Þú átt skilið að fá áheym og öruggan sess Sparisjóður vélstjóra er traustur og áreiðanlegur, með mikið eigið fé. Þar er áhersla lögðápersónulegaþjónustu. Allir fá áheyrn, öruggan sess, leiðsögn og greið svör. En Sparisjóður vélstjóra er ekki aðeins traustur og óreiðanlegur, heldur er óhersla lögð þar ó persónulega þjónustu. Sparisjóður vélstjóra veitir öllum óheyrn, öruggan sess, leiðsögn og greið svör. Það er enginn stofnanabragur ó Sparisióði vélstjóra. Fljót lónafyrirgreiðsla er einn meginkosta þjónustu Sparisjóðs vélstjóra. Þetta laðar einstaklinga og lítil fyrirtæki í viðskipti. Lægri lónabeiðnir eru afgreiddar samdægurs eða með eins dags fyrirvara, beiðnir um stór lón eru einnig afgreidd- ar ó skömmum tíma. Símabankinn sparar viðskiptavinum sporin. Með einu sím- tali fær reikningseigandi upplýsingar um viðskipti sín. símabankinn svarar hvenær sem er sólarhringsins. Hann veitir upplýsingar um stöðu reiknings og um sfðustu hreyfingar, tekur við beiðnum um millifænslu og veitir ýmsar upplýsingar. Það er rétt að kynna sér símabankann. Góð bílastæði eru við bóðar afgreiðslur Sparisjóðs vél- stjóra, við Borgartún og í Síðumúla. Fótt er viðskiptavinum banka og sparisjóða kærara en greiður aðgangur að viðskipta- stofnun og næg bílastæði. Það er auðvelt að komast að bóðum afgreiðslustöðum okkar, sem eru í alfaraleið. | lll;.-, Það er enginn stofnanabragur á Sparisjóði vélstjóra SPARISJÓDUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18 SÍMI 28577 - SÍOUMÚLA 1 SÍMI 685244 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.