Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989 HANDBOLTI Brynjar gaf ekki kost á sér Var boðið að fara með lands- liðinu til Tékkóslóvakíu Brynjari Harðarsyni, Vals- manni og markahæsta leik- manni íslandsmótsins í handbolta, var boðið að koma inn í landsliðs- hópinn sem tekur þátt í mótinu í Tékkóslóvakíu í næstu viku. Hann gaf þins vegar ekki kost á sér. „Eg var ekki boðaður fyrr en í gær og ég hafði þá ráðstaf tíma mínum í annað. Hins vegar get ég sagt það að á meðan mér er ekki ætlað neitt hlutverk í liðinu sé ég ekki ástæðu til að fara til Tékkóslóvakíu,“ sagði Brynjar. Hann fór sem kunnugt er rrieð íslenska landsliðinu til Sviss í síðasta mánuði og fékk þá ekkert að spreyta sig. Landsliðið heldur utan á sunnu- dag en Valsmennirnir, Jakob Sig- urðsson, Valdimar Grímsson og Einar Þorvarðarson, komast ekki út fyrr en á mánudag því Vals- Brynjar Harðarson er lang markahæsti leikmaður 1. deildar. Hann hefur gert 49 mörk í 5 leikjum. menn leika síðari leik sinn í Evr- ópukeppninni gegn ungverska lið- inu Raba Eto í Laugardalshöll á sunnudagskvöld ki. 20.30. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Töfaldur fögnuð- ur hjá leikmönn- um Stuttgart „VIÐ vorum betri og unnum verðskuldað," sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart, eftir að 68 þúsund áhorfendur höfðu séð heimamenn slá Bayern Munchen út úr bikarkeppninni með3:0sigri. Elsti leikmaðurinn á veilinum, Ásgeir Sigurvinsson, fékk á sig yfirfrakka um leið og dómarinn flautaði leikinn á. Ronald Gra- hammer hljóp að FráJóni Ásgeiri og límdi sig Halldóri hreiniega á hann. Garðarssyni Ásgeir fékk þó / V-Þyskalandi fyrsta tækifæri leiksins - þrumufleygur hans af 25 m færi strauk þverslá marks Bayern á 16. mín. Bayern fékk fyrsta marktæki- færi sitt á 38. mín., en það var svo á 43. mín. sem Fritz Walter kom Stuttgart yfir með glæsilegu skalla- marki. Bayern sótti meira í seinni hálfleik, en skyndisóknir Stuttgart voru hættulegar. Hartmann skor- aði, 2:0, eftir samleik hans og Ás- geirs á 64. mín. og síðan innsiglaði Walter sigurinn, 3:0, á 77. mín. Rétt á eftir var hann tekinn af leikvelli. Áhorfendur fögnuðu hon- um geysilega. Ástæðan fyrir því að hann var tekinn af velli var að Haan vildi gefa Olaf Schmáler tæki- færi til að leika við hliðina á tvíbura- bróður sínum, Niels, en þeir eru 20 ára í dag. „Leikmenn Stuttgart eiga eftir að fagna í kvöld - sigrinum og afmæli bræðranna,“ sagði sjón- varpsþulur, sem lýsti leiknum. Það er til siðs í V-Þýskalandi að menn fagni inn í afmælisdag sinn. Það var því tvöfaldur fögnuður hjá leik- mönnum Stuttgart í gærkvöldi. Kaiserslauter sló Köln óvænt út úr bikarkeppninni, 2:0. GETRAUNIR Spámaðurvikunnar Guðni Bergsson Guðni Bergsson, knatt- spyrnumaður hjá Totten- ham, tók vel í það að spá í leiki helgarinnar. „Þetta er lúmskur seðill,“ sagði Guðni og bætti við að hann ætlaði sér að gera betur en Sigurður Jónsson sem hafði aðeins fimm leiki rétta í þessum getrauna- leik fyrir skömmu. 1 2 Guðni sagðist reikna með að verða í byijunarliðinu hjá 1 Tottenham gegn Wimbledon. ..... „Ég er bjartsýnn á að við náum 1x góðum úrslitum á heimavelli, X2 enda set ég einn á þann leik. 1 Ég geri allt sem í mínu valdi . stendur til að sá leikur skemmi 2 ekki tólfuna hjá mér,“ sagði 1X Guðni. 1 Phil Thompson, þjálfari . varaliðs Liverpool og spámað- X2 ur síðustu viku hjá Morgun- 1 blaðinu, var með átta leiki 1 x rétta. f.tÉa.rji.'ui tíllj Leikir 11. nóv. Coventry — Southampton Crystal Palace — Luton Derby — Man. City Everton — Chelsea Millwall — Arsenai Norwich — Aston Villa Q.P.R. — Liverpool Sheff. Wednesday — Charlton Tottenham — Wimbledon Boumemouth — Sheff. United Sunderland — Wolves West Ham — Newcastle

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.