Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 1
64 SIÐUR B/LESBOK
16. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Geimferjan í met-
flugi vegna veðurs
Houston. Reuter.
FYRIRHUGAÐRI lendingu
geimferjunnar Kólumbíu var
frestað í gær vegna veðurs og
var gert ráð fyrir að hún lenti
í morgun kl. 8.01 að íslenskum
tíma. Þar með lengist ferð henn-
Borgarstjóri
Washington
handtekinn
Washington. Reuter.
MARION Barry, hinn umdeildi
borgarstjóri Washington, höf-
uðborgar Bandaríkjanna, hef-
ur verið handtekinn, grunaður
um fíkniefnamisferli. Hann
hefiir margoft verið sakaður
um fíkniefíianeyslu á undan-
förnum árum og verið bendl-
aður við eitursala en áreiðan-
legar sannanir hafa ekki verið
lagðar fram gegn honum.
Starfs-
menn banda-
rísku alríkis-
lögreglunnar,
FBI, hand-
tóku Marion
Barry á hóteli
í vafasömu _
hverfi í Wash- Marion Barry.
ington seint á fimmtudagskvöld
að staðartíma. Hermdu óstað-
festar fréttir að hann hefði haft
kókaín í fórum sínum og að FBI
hefði tekið af honum myndir er
hann reykti eiturlyfið „krakk“.
Talið er að FBI hafi fylgst
varidlega með ferðum Marions
Barry. Ásökunum um fíkniefna-
misferli hefur hann jafnan neitað
og sagt að andstæðingar sínir í
röðum hvítra hafi beitt sér fyrir
skipulegri rógsherferð á hendur
honum vegna hörundslitar hans.
Sjá „Hefur margoft verið
sakaður um...“ á bls. 20.
ar í 11 daga, en engin bandarísk
geimferja hefur verið svo lengi
í geimnum.
Áætlað var í gærkvöldi að Kól-
umbía lenti klukkan 3:01 að stað-
artíma í nótt í Edwards-herstöðinni
í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu.
Hætt var við lendingu þar í gær
vegna þoku. Lending þótti ekki
heldur ráðleg á varavöllunum
tveimur vegna veðurs, Kennedy-
geimferðamiðstöðinni á Flórída eða
White Sands í Nýju Mexíkó. Var
geimferðín því framlengd. Lengsta
ferð geimfeiju til þessa var árið
1983 er sama ferja, Kólumbía, var
10 sólarhringa og 7 klukkustundum
lengur á lofti.
Ferð geimfeijunnar hefur verið
mjög vel heppnuð þrátt fyrir smá-
vægilegar bilanir um borð. Kom hún
fjarskiptahnetti á braut og bjargaði
síðan biluðu gervitungli sem var
nokkurs konar fljúgandi rannsókn-
arstofa. Talið er að það muni stór-
auka þekkingu manna á hvernig
best sé að hanna og útbúa geimför
framtíðarinnar.
Reuter
Gottwald felldur af stalli
Risastór stytta af Klement Gottwald, leiðtoga Tékkóslóvakíu á Stalínstímanum, var felld af stalli við
höfuðstöðvar tékkneska kommúnistaflokksins í Prag í gær. Hún var sett þar upp árið 1971. Gottwald lést
í mars 1953, aðeins nokkrum dögum eftir að Stalín lést. Myndin var tekin er styttan var hífð upp á vörubíl.
Kremlverjar segja Azera ætla að stofha sjálfstætt ríki:
Sovéski herinn ræðst gegn
þjóðemissinnum í Bakú
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKI herinn lét til skarar
skríða gegn þjóðernissinnum í
Bakú í Azerbajdzhan skömmu eft-
ir miðnætti að staðartíma í gær-
kvöldi. Hermdu fregnir að honum
hefði verið veitt öflug mótspyrna
og harðir bardagar stæðu yfír í
borginni þegar Morgunblaðið fór
í prentun. Réðust skriðdrekar á
götuvirki þjóðernissinna og óku
yfír þau. Sagt var að mannfall
hefði orðið mikið. Sovétsljórnin
sagði í gærkvöldi að þjóðernis-
sinnar í Azerbajdzhan krefðust
úrsagnar lýðveldisins úr Sov-
étríkjunum og væri ætlun þeirra
að sameina það Suður-Azerbajdz-
han, sem væri innan Irans, og
Málþing herforingja í Vínarborg:
Formaður soyéska herráðsins
gerir tillögu Islands að sinni
ZUrich. Frá Önnu Bjnrnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
FORMAÐUR sovéska herráðsins, M.A. Moisjev herforingi, tók í gær
undir tillögu fulltrúa íslands, Arnórs Sigurjónssonar, varnarmála-
ráðunautar varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuncytisins, um að full-
trúar aðildarríkja Helsinki-sáttmála fundi reglulega um hernaðar-
og varnarstefnu ríkjanna innan ramma viðræðnanna um öryggi og
traustvekjandi aðgerðir í Evróp. Arnór lagði þetta til í ræðu sem
hann flutti fyrir hönd íslands á fyrsta málþingi herráðsforingja 35
rikja um varnarstefhu og öryggismál í Evrópu. Þingið hófst í Vínar-
borg á þriðjudag og er þáttur í Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu
í Evrópu (RÖSE). Það mun standa í þrjár vikur.
Arnór Siguijónsson gerði grein
fyrir sögulegum forsendum varnar-
stefnu Islands í ræðu sinni og sagði
hana mótast af þeim markmiðum
að auka stöðugleika í næsta ná-
grenni Islands og draga úr spennu
í kringum landið. Hann sagði að
íslensk stjórnvöld fögnuðu áherslu-
breytingum sem hefðu orðið á
hernaðarstefnu Sovétríkjanna og
sagði að það yrði kærkomið ef
aukin áhersla á varnarstefnu myndi
endurspeglast í umsvifum sovéska
flotans á Norður-Atlantshafi.
Sovéski herforinginn tók til máls
á eftir Arnóri og gerði tillögu hans
um að málþing sem þetta yrði að
föstum þætti innan ROSE að sinni.
Hann lagði einnig til að fulltrúar
ríkjanna myndu hittast fyrir næsta
málþing til að skilgreina ákveðin
hugtök svo að allir myndu leggja
sama skilning í orðin sem þeir nota
í viðræðum sínum.
Fulltrúar 32ja ríkja af 35 aðild-
arríkjum Helsinki-sáttmála hafa
þegar gert grein fyrir hugmyndun-
um sem liggja að baki hernaðar-
stefnu ríkja þeirra á vettvangi
varnarmála í Evrópu og kvað Arn-
ór fundinn afar gagnlegan og fróð-
legan.
stofha sjálfstætt íslamskt ríki. Sov-
étstjórnin tilkynnti í gærkvöldi að
sent hefði verið viðbótar herlið til
Azerbajdzhans og Armeníu vegna
aukinnar skálmaldar í Kákasus-
lýðveldunum tveimur. Áður hafði
TASS-fréttastofan skýrt firá því að
þangað hefðu verið sendir 24.000
hermenn, en svo virtist sem þeir
hefðu lítt fengið að gert og liðs-
auki því verið sendur. Mikhail
Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, sagði
að ástandið í Kákasuslýðveldunum
færi versnandi og skellti skuldinni
á ógnaröldinni þar á islamska
strangtrúarmenn í Azerbajdzhan.
Sovéskir og vestrænir stjórn-
málaskýrendur sögðust vantrúað-
ir á að ástandið í Kákasuslýðveld-
unum hefði áhrif á pólitíska stöðu
Gorbatsjovs.
Talsmaður Þjóðvarnarráðs Az-
erbajdzhans lýsti yfir því í gær að
uppreisnarmenn hefðu tekið öll völd
í lýðveldinu í sínar hendur. Komm-
únistaflokkurinn og aðrar sovéskar
stofnanir hefðu verið sviptar áhrif-
um. Embættismaður í Moskvu viður-
kenndi að þjóðernissinnar hefðu í
raun náð völdum í Azerbajdzhan.
Sovéski herinn gaf bardagasveit-
um Azera frest þar til í gærkvöldi
að yfirgefa miðborg Bakú sem þær
höfðu haft á valdi sínu, ellegar yrði
látið sverfa til stáls. Þúsundir Azera
höfðu lokað stjórnarherinn inni í
skálum sínum í borginni og varnað
því að hermenn kæmust út af flug-
velli borgarinnar. Höfðu þjóðernis-
sinnar neitað að verða við kröfum
um að aflétta umsátrinu og því var
hervaldi beitt gegn þeim í nótt.
Átök blossuðu á landamærum
Armeníu og Azerbajdzhans í gær er
um 300 vopnaðir Azerar réðust inn
í Armeníu. Fóru fregnir af hörðum
átökum og mannfalli í landamæra-
borginni Jeratsk. Sjálfskipaðar sveit-
ir vopnaðra Armena hótuðu að koma
fram hefndum gegn Azerum sem
byggju í Armeníu. Að sögn Gor-
batsjovs voru 500 hermenn sendir
til þess að stilla til friðar í hinu
umdeilda héraði Nagorno-Karabak í
Azerbajdzhan í gær. Embættismaður
í Moskvu sagði að þjóðernissinnaðir
Azerar hefðu verið með mikinn liðs-
safnað umhverfis héraðið og væri
óttast að þeir ætluðu að láta til skar-
ar skríða gegn íbúum þess, sem eru
að meirihluta Armenar, en þeir vilja
að héraðið verði sameinað Armeníu.
Gorbatsjov sagði í gær að einskis
yrði látið ófreistað til þess að koma
á röð og reglu íjAzerbajdzhan. Var
það túlkað sem hernum yrði sigað á
þjóðernissinna. Tókst hersveitum að
sprengja rafstöð sjónvarpsins í Bakú
í loft upp í gær og koma þannig í
veg fyrir að þjóðernissinnar gætu
notað það uppreisn sinni til fram-
dráttar.
íranir vöruðu við hörðum aðgerð-
um gegn Azerum og sögðu að í
ríkjum múslima yrði litið á þær sem
árás á íslamska trúbræður. Málgagn
sovésku stjórnarinnar, Izvestía, sagði
í gær að Azerum bærist stöðugui-
straumur vopna yfir Araksána frá
íran.