Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 35
MORGliIN'BkAÐIÐ LAUGAR;PAGUR|20.| JANÚAR 19,90
fclk í
fréttum
FESTA OG STÖÐUGLEIKI
Kommúnisminn ekki
dauður í Bandaríkjunum
Líkt og menn hafa vafalítið orðið
varir við í fréttum þykir nú
fullsýnt að alþýða manna í Austur-
Evrópu haf i hafnað hugmyndafræði
kommúnismans. Raunar fullyrða
margir að kommúnisminn hafi
ávallt og ævinlega verið gjaldþrota
en nú sé hann dauður og upprisa
hans útilokuð. Menn kunna að hafa
ýmsar skoðanir á þessu en formað-
ur bandaríska kommúnistaflokks-
ins, Gus Hall, er ekki í neinum vafa
um að fréttir frá Austur-Evrópu séu
að mestu tilbúningur málaliða auð-
valdsins í blaðamannastétt og að
kenningar þeirra Marx, Engels og
Vladímírs Leníns séu enn í fullu
gildi.
Gus Hall, sem er 79 ára gamall,
hefur verið formaður bandaríska
kommúnistaflokksins í rúma þijá
áratugi. Á skrifstofu hans í New
York er að finna myndir af Lenín
og styttur af Marx og Engels.
Stoltastur er hann þó af mynd af
sér við hlið Míkhaíls S. Gorbatsjov,
leiðtoga sovéskra kommúnista, sem
hangir á vegg rétt hjá þrekhjólinu
þannig að Gus getur virt hana
fyrir sér á meðan hann stundar
líkamsræktina.
Gus man ekki nákvæmlega hve-
nær hann tók við embætti leiðtoga
bandarískra kommúnista. „Það
hlýtur aða hafa verið tveimur eða
þremur árum eftir að mér var
sleppt úr fangelsi. Mér hefur verið
sagt að enginn leiðtogi kommúnista
hafi ríkt lengur en ég,“ segir hann
en félagar í flokknum eru um
20.000. Flokkurinn hefur löngum
Reuter
Gus Hall, leiðtogi bandaríska
kommúnistaflokksins.
átt erfitt uppdráttar. Stefna Sovét-
stjórninarinnar, einkum á árum
áður, var síst til þess fallin að auka
vinsældir kommúnista i Banda-
ríkjunum, efnahagur manna þar
hefur almennt farið batnandi auk
þess sem bandaríska alríkislögregl-
an, FBI, hefur fylgst með félögum
í flokknum.
Gus Hall hefur hins vegar ekki
áhyggjur af framtíð kommúnis-
mans. Hann kveðst hafa barist
fyrir málstaðinn alla sína ævi og
minnir á að hann hafi eytt átta
árum ævi sinnar á bak við lás og
slá en hann var fangelsaður fyrir
að boða byltingu gegn stjómvöldum
í Bandaríkjunum.
Þá fullyrðingu að kommúnisminn
sé dauður nefnir Gus „stóru
iygina". „Ríkisstjórn George Bush
boðar að kommúnisminn og sósíal-
isminn sé endanlega liðinn undir
lok. Það er vegna þess að enginn
leggur lengur trúnað á að Sovétrík-
in séu keisaradæmi hin illa,“ segir
Gus en Ronald Reagan fyrrum
Bandaríkjaforseti lýsti Sovétríkjun-
um þannig í ræðu er hann flutti
árið 1982. Gus Hall telur að mót-
mæli alþýðu manna í ríkjum Aust-
ur-Evrópu sem leiddu til þess að
kommúnistar þar hrökkluðust frá
völdum séu aðeins tímabundin fyrir-
brigði. Leiðtogar flokkanna hafi að
vísu glatað trúnaði öreigastéttar-
innar en það þýði ekki að sósíalism-
inn hafi glatað gildi sínu. Breyting-
amar í Austur-Evrópu muni á
endanum verða sósíalismanum til
framdráttar.
Flokkur Gus Halls hefur oftlega
verið gagnrýndur fyrir að vera
hallur undir kenningar ráðamanna
í Moskvu. Gus segir þessa gagnrýni
ósanngjama. Flokkurinn hafi marg-
sinnis gagnrýnt valdhafa í Austur-
Evrópu og rifjar upp er honum
lenti einu sinni saman við Nicolae
Ceausescu, sem rúmenskir hermenn
tóku af lífi á jóladag. Ceausescu
reiddist svo heiftarlega að Gus var
ekki leystur út með gjöfum þeim
sem Rúmeníustjórn hugðist færa
honum. „Ceausescu var ekki leið-
togi kommúnista. Hann leit á sjálf-
an sig sem konung“.
Gus Hall er ekki fyllilega sáttur
við uppgjör Sovétmanna við stalín-
ismann. „Hversu oft geta menn
grafið bein Jósefs gamla upp. Menn
ættu að líta í eigin barm,“ segir
hann og kveðst telja að í Sovétríkj-
unum hafi menn tilhneigingu til að
kenna Stalín um allt það sem miður
hafi farið í 70 ára sögu kommúnis-
mans þar eystra. Gus segist hins
vegar styðja Míkhaíl Gorbatsjov.
Hann telur að umbótastefna Sovét-
leiðtogans hafi verið óumflýjanleg,
sögulegt lögmál líkt og hrun kapít-
alismans á Vesturlöndum. Gus hef-
ur engin áform uppi um að láta af
embætti flokksleiðtoga. „Við lifum
á áhugaverðum tímum, einkum þeir
sem aðhyllast kommúnisma.“ Hann
er sannfærður um að einn góðan
veðurdag muni kommúnistar kom-
ast til valda í Bandaríkjunum en
telur hæpið að hann lifi þann merk-
isatburð í mannkynssögunni. „Ég
er sennilega orðinn of gamall til
þess að verða vitni að því“.
COSPER
--Ég vil breyta um nafii, fá sama nafii og maðurinn sem
týndi þessu VISA-korti.
M
HETJUR
Fágætt j aftitefli
Ymislegt fer öðru vísi en
ætlað er í fyrstu og
sannarlega er ekki reiknað
með þeim endalokum á
nautaati sem hér má sjá og
ólíklegt að mattadorarnir
hafi knúsað hjörtu blóðheitra
ungmeyja á öllum aldri á
áhorfendasvæðunum með
frammistöðu sinni. Sigurvilji
virðist vera af skornum
skammti og fregnir herma
að þessu ati hafi Iyktað með
jafntef li sem mun fátítt vera,
því yf irleitt bíður tuddi lægri
hlut, en í stöku tilvikum
nær hann hins vegar krók á
móti bragði og ýmist drepur
andstæðinga sína ellegar
limlestir þá með hornum
sínum, klaufum og heljar-
* þunga.
■BHHniM