Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
ííteööur
á moruun
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma kl. 11 árdegis. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organleikari Jón
Mýrdal. Fyrirbænastund miðviku-
dag kl. 16.30. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi
eftir messu. Munið kirkjubílinn.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Daníel Jón-
asson. Kaffisala kirkjukórsins að
guðsþjónustu lokinni. Bænaguðs-
þjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr.
Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11, Guðrún Ebba Ól-
afsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Þorvaldur Björnsson. Sr. Pálmi
Matthíasson.
DIGRANESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón-
usta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
DÓMKIRKJAN: Laugardag, í dag:
Barnasamkoma kl. 10.30. Sr. Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson. Messa kl.
11 sunnudag. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Samkirkjuleg guðs-
þjónusta kl. 14. Hafliði Kristinsson
forstöðumaður Hvítasunnusafn-
aðarins prédikar. Ritningalestur
annast: Ingibjörg Jónsdóttir frá
Hjálpræðishernum, Jóna Bjarna-
dóttir frá Aðventkirkjunni og sr.
Jakob Rolland frá kaþólsku kirkj-
unni. Dómkirkjuprestarnir þjóna
fyrir altari. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn Hunger
Friðriksson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Umsjón
Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Organ-
isti Guðný M. Magnúsdóttir. Mið-
vikudag kl. 20: Guðsþjónusta með
léttum söng sem Þorvaldur Hall-
dórsson stjórnar. Sóknarprestar.
GRAFARVOGSPRESTAKALL.
Messuheimilið Félagsmiðstöðinni
Fjörgyn við Foldaskóla. Barna-
messa kl. 11, Sunnudagspóstur-
söngvar. Aðstoðarfólk: Guðrún,
Valgerður og Hjörtur. Skólabíll fer
frá Hamrahverfi kl. 10.45. Almenn
guðsþjónusta kl. 14. Fermingar-
börn og foreldrar þeirra hvött til
þátttöku. Kirkjukór Grafarvogs-
sóknar syngur. Organisti Sigríður
Jónsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Eldri börnin uppi í
kirkjunni, yngri börnin niðri.
Messa með altarisgöngu kl. 14.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Helgistund með öldruðum mið-
vikudag kl. 11. Biblíulestur og
bænastund laugardag kl. 10.
Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: í dag, laug-
ardag: Samvera fermingarbarna
kl. 10. Sunnudag: Messa og
barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Kvöldmessa kl.
17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þeir sem vilja bílfar hringi í Hall-
grímskirkju í síma 10745 eða
621475. Þriðjudag 16. jan.: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Guðspjall dagsins:
Matt. 8.:
Jesús gekk ofan
af fjallinu.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa
kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Kirkjubíllinn fer um Hlíðarnar fyrir
og eftir barnaguðsþjónustuna.
Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins-
son. Kvöldbænir og fyrirbænir eru
í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18.
Prestarnir.
HJALLAPRESTAKALL: Messu-
salur Hjallasóknar í Digranes-
skóla. Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11. Sr. Kristján Einar Þorvarðar-
son.
KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
Kór Kársnesskólans syngur.
Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Óskastund barn-
anna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Þórhallur Heimisson.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Barnastarf á sama
tíma. Fermingarbörn aðstoða.
Foreldrar og forráðamenn ferm-
ingarbarna hvattir til að koma.
Kaffisopi í safnaðarheimilinu að
guðsþjónustunni lokinni. Helgi-
stund þriðjudagskvöld kl. 22.
Kyrrðarstund í hádeginu fimmtu-
dag. Orgelleikur, fyrirbænir, altar-
isganga. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: í dag, laugardag:
Samverustund aldraðra kl. 15 í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Sunnudag 21. jan.: Barnasam-
koma kl. 11. Umsjón Sigríður Óla-
dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson. Mu-
nið kirkjubílinn. Orgel- og kór-
stjórn Reynir Jónasson. Miðviku-
dag: Fyrirbænamessa kl. 18.20.
Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson,
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Messa kl. 14. Organ-
isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Org-
anisti Gyða Halldórsdóttir. Prest-
ur sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir. Barnastarf á sama tíma.
Umsjón Adda Steina, Sigríður og
Hannes.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Orgelleikari Pavel
Smid. Cecil Haraldsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Barna-
messa kl. 11. Hreyfisöngvar, sög-
ur, föndur, léttar veitingar. Hver
á afmæli? Biblíusögur og bænir.
Safnaðarprestur.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág-
messa kl. 8. Stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18 nema á laugar-
dögum, þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam-
koma kl. 20. Foringjarnir stjórna
og tala. Samkirkjuleg guðsþjón-
usta verður í Dómkirkjunni kl. 14.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila-
delfía: Útvarpsguðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Einar J. Gíslason.
Almenn guðsþjónusta kl. 20.
KFUM & KFUK: Samkoma kl.
20.30, Amtmannsstíg 2B. Sönn
og rétt guðsdýrkun (Róm 12).
Vitnisburðir; Guðrún J. Sigurðar-
dóttir, Sveinbjörg Arnmundsdótt-
ir og Helgi Elíasson. Ræðumaður
sr. Kjartan Jónsson.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr.
Birgir Ásgeirsson.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Þröstur Eiríksson.
Sr. Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta
í Hrafnistu kl. 11. Barnaguðs-
þjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11.
Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl.
14. Kór Víðistaðakirkju syngur.
Organisti Kristín Jóhannesdóttir.
Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Fermingarbörn aðstoða. Sr. Þór-
hildur Olafsdóttir.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Kristjana Þórdís
Ásgeirsdóttir. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
KAPELLAN, St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga
daga lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
INNRI-Njarðvíkurkirkja: Barna-
starf kl. 11 í safnaðarheimilinu í
umsjá Helgu Óskarsdóttur og
Láru Guðmundsdóttur. Sóknar-
prestur.
YTRI-Njarðvíkurkirkja. Barna-
starf kl. 11. Sóknarprestur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar
Jóhannsdóttur og Ragnars Karls-
sonar. Munið skólabílinn. Guðs-
þjónusta kl. 14. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur. Organisti Örn
Falkner.
HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Börn verða borin til
skírnar. Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta
á Garðvangi, dvalarheimili aldr-
aðra í Garði, kl. 14. Barn verður
borið til skírnar. Sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Sóknar-
prestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11 í umsjá
Kristínar Sigfúsdóttur. Sr. Tómas
Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli
yngstu barnanna í dag, laugar-
dag, kl. 13 í safnaðarheimilinu.
Barnaguðsþjónusta sunnudag kl.
11. Messa á dvalarheimilinu
Höfða kl. 15.15. Organisti Einar
Örn Einarsson. Mánudag: Fyrir-
bænamessa kl. 18.30. Beðið fyrir
sjúkum. Sr. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Barna-
guðsþjónusta í Borgarneskirkju
kl. 10. Messa í Borgarneskirkju
kl. 11. Guðsþjónusta á dvalar-
heimili aldraðra kl. 14. Messa í
Borgarkirkju kl. 16. Sóknarprest-
ur.
Jóhann Jónsson, írá
Ytrí-Múla - Miiuiing
Fæddur 1. apríl 1905
Dáinn 14. janúar 1990
Þú ljúfi gjafarinn gæða,
þú gætir vor fjær og nær,
og stigann til himinhæða
þú hveiju barni ljær.
Þetta vers orti hinn mikli skáld-
jöfur Matthías Jochumsson, og þeg-
ar ég vissi að faðir minn var geng-
inn yfir móðuna miklu, komu svipað-
ar óskir fram í huga mér. Hann sem
hafði verið mér svo góður og allt
fyrir mig gert átti nú það skilið að
gjafari himinhæða rétti honum sína
hjálparhönd og það sem hann þyrfti
með þarna megin móðunnar miklu.
Jóhann Jónsson fæddist á Ytri-
Múla á Barðaströnd 1. apríl 1905,
en dó núna 14. janúar 1990 tæplega
85 ára gamall.
Hann var einn hlekkurinn í hinni
stóru bamakeðju þeirra heiðurs-
hjónanna Guðbjargar Ólafsdóttur og
Jóns Magnússonar, þeirra sæmdar-
hjóna sem bjuggu á Ytri-Múla í ára-
tuga raðir. ..
Nú eru þau öll systkinin dáin og
var hann síðastur þar á ferð, þótt
ekki væri hann yngstur.
Pabbi var yfirleitt heilsuhraustur
maður.
Oll voru þessi systkin vel látin,
myndar- og dugnaðarfólk, sem ekki
mátti vamm sitt vita í neinu, enda
uppalin í guðrækni og góðum siðum
hjá sínum traustu og trúverðugu
foreldram. Það má nærri geta að
oft hefur þurft að taka til hendinni
á svona mannmörgu heimili og
stjómsemin að vera í lagi svo allt
færi vel.
Við þessar aðstæður ólst pabbi
minn upp, í faðmi hinna fögra hlíða
Barðastrandar og útvarðarins í
suðri, Snæfellsjökuls. Enda var hann
mikill náttúruunnandi og heimakær.
Kunni vel að meta allt sem fagurt
var. Stolt hans var að víkja ekki af
verðinum frá því sem honum hafði
verið til trúað.
Ég er viss um að það er sannleiks-
gildi í orðunum að hver beri sín
heimalandsmót. Þetta fagra um-
hverfí sem hann ólst upp í hefur
mótað hans hugarfar gagnvart allri
hans umgengni og snyrtimennsku
sem var svo fáguð og vönduð.
Ungur fór hann til sjós og var á
hinum ýmsu skipum, kom hann sér
allstaðar vel með sínu góða skapi
og léttu lund. Síðan sneri hann sér
aftur að fegurð lands og fénaðar,
fór í vinnumennsku að Haga á
Barðaströnd og kynntist þar móður
minni, Björgu Sæmundsdóttur, hinni
ágætustu konu og móður, sem kom
þar með mig á fyrstu æviáram
mínum.
Pabbi var mér strax svo elskuleg-
ur og góður og þegar ég stækkaði
taldi ég að enginn pabbi væri eins
góður í öllum heiminum. Ég mun
aldrei geta fullþakkað honum það,
og hitt líka hvað hann var góður við
okkur mömmu báðar. Pabbi og
mamma giftu sig fljótlega eftir
þeirra fyrstu kynni eða 1936 og
fluttu þá að Ytri-Múla og hófu þar
búskap ásamt Ólafí bróður pabba,
hinum mætasta manni. Tóku þeir
við búi af foreldrum sínum sem þá
voru orðin háöldrað, gömlu hjónin
urðu samt áfram á jörðinni. Mun
þeim ekki hafa verið í kot vísað hjá
þeim bræðrum og mömmu sem vildi
öllum svo vel.
Pabbi var mikill dýravinur og fór
vel með aliar skepnur, svo að af
bar. Snyrtimennskan var svo rík í
fari hans að hvergi mátti sjá hlut
þar sem hann átti ekki að vera og
hvergi rusl eða ónýt áhöld. Nágrann-
amir fullyrtu að Ytri-Múli bæri af í
allri snyrtimennsku.
Pabbi var mjög léttur í lund og
stundum spaugsamur, þótt aldrei
mætti neitt ganga úr hófí fram.
Hann var leikfullur, og hafa sagt
mér drengir sem voru hjá honum í
sveit að hann hafi oft leikið við þá
að loknu dagsverki. Ekki gátu þeir
hugsað sér betri húsbónda.
Hann var sérstaklega bamgóður
maður og þá var sama hver átti í
hlut. Ég var svo oft búin að njóta
þeirrar elsku hans að því verður
ekki með orðum lýst.
Mamma og pabbi eignuðust tvo
syni á Ytri-Múla, Kristján og Sæ-
mund, og eru þeir báðir kvæntir.
Þeir minnast ekki síður en ég elsku
föður síns og hinnar miklu glaðværð-
ar sem honum fylgdi.
Foreldrar mínir voru ákaflega
samhent fólk og heimilisbragur á
Ytri-Múla var frá þeim báðum kom-
inn. Vona ég að góður Guð gefí að
móður minni verði ekki ofraun að
stíga yfir þennan þröskuld, að vera
nú allt í einu orðin ein, búin að missa
þennan glaðværa og góða mann.
Pabbi var dugnaðarmaður, eftir-
sóttur til allra verka, bæði til sjós
og lands og traustur í hvívetna.
Hann hafði sérstaklega gaman
af kindum og er sagt að fáir hafí
fóðrað skepnur sínar betur en hann.
Þegar hann flutti til Patreksfjarð-
ar árið 1961 hafði hann með sér
nokkrar kindur, sem hann og bræð-
ur mínir höfðu mjög gaman af.
Hann kunni mjög vel við sig á
Patreksfirði og eignaðist þar góða
vini, sem sakna hans áreiðanlega.
Gestrisni var foreldrum mínum í
blóð borin og held ég að enginn
hafí gengið svangur frá þeirra borð-
um.
Móðir mín, bræður og bömin mín,
ásamt barnabörnum og barnabarna-
bömum biðja fyrir ástarþakkir fyrir
umhyggju og velvild þeim auðsýnda.
Voru börnin sérlega hænd að afa
sínum. Ég bið líka góðan Guð að
launa honum alla þá ástúð og um-
hyggju sem ég naut hjá honum. Það
gleymast seint stundimar, þegar
hann sat með mig, söng og sagði
mér sögur og vermdi stundum kalda
hönd eða strauk tár af vanga.
Alltaf kemur það manni til að
hugsa, þegar einhver hverfur af
sjónarsviðinu og sár söknuður fyllir
hugann. En eitt er það sem deyfir
sárasta söknuðinn, minningin. Hún
lifir lengi og verður ekki afmáð um
þann mann sem hélt vöku sinni,
gleymdi ekki starfi sínu, brást aldr-
ei, var góður drengur. Ég veit að í
vonarlandinu verður hann sami góði
pabbinn og hann var hér og vegnar
vel.
Blessuð sé minning elsku pabba
míns.
Fríða
Sá sem eftir lifír
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna...
(Hannes Pétursson)
Þannig mun verða með föðurbróð-
ur minn og vin, Jóhann Jónsson, sem
lést í Borgarspítalanum hinn 14.
þ.m. eftir skamma legu. Hans mun
verða sárt saknað af fjölmörgum
vinum og vandamönnum. En minn-
ingin um góðan dreng mun lifa
áfram í hjörtum og minni þeirra er
hans sakna.
Jóhann Jónsson fæddist að Ytri-
Múla á Barðaströnd 1. apríl 1905,
sonur hjónanna Guðbjargar Ólafs-
dóttur og Jóns Péturs Magnússonar
sem þar bjuggu. Hann var einn af
tíu bömum þeirra hjóna og sá síðasti
af systkinunum sem kveður þennan
heim.
Jóhann kvæntist Björgu Sæ-
mundsdóttur frá Litlu-Hlíð á Barða-
strönd og hófu þau búskað á Ytri-
Múla og bjuggu þar til ársins 1961
er þau fluttu til Patreksfjarðar.
Hann hóf þá störf hjá Hraðfrysti-
húsi Patreksfjarðar og starfaði þar
til ársins 1982. Jóhann undi hag
sínum vel á Patreksfirði, og eftir að
hann lét af störfum hjá Hraðfrysti-
húsinu stundaði hann mikið göngu-
ferðir um plássið og heilsaði upp á
gamla sveitunga og vini sem búsett-
ir eru á Patreksfirði. Einnig stund-
aði hann kartöflurækt og reykti
bæði kjöt og fisk og mun ég seint
gleyma hangikjötinu sem ég fékk
hjá þeim hjónum er ég heimsótti þau
á liðnu sumri. Mjög gestkvæmt hef-
ur alltaf verið hjá þeim hjónum enda
rausnarskapur og gestrisni þeirra
slík að með eindæmum má telja.
Jóhann var alla tíð mjög léttur
og glaður í lund, söngelskur og ákaf-
lega bamgóður.
Að leiðarlokum vil ég þakka Jó-
hanni frænda mínum fyrir allt það
sem hann hefur verið mér og fjöl-
skyldu minni í gegnum tíðina og
ekki síst fyrir ferðina sem hann
„lóðsaði" mig um landið.
Kæra Björg, megi góður Guð veita
þér og fjölskyldu þinni styrk í sorg-
inni.
Jónas