Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 44

Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 44
FLÓRÍDAi® einmitt núna Ópera mánaðarins HOLLENDINGURINN FUUGANDI Kl. 16:30 P ÚTVARPIÐ RÁS 10 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Stolið Úr bílum við bamaheimili 'LÖGREGLU hefur undanfarna daga borist nokkrar kærur vegna þess að stolið hefur verið verðmætum úr ólæstum bílum. Margir þjófnaðanna hafa verið framdir fyrir utan barnaheimili, þar sem algengt mun að foreldr- ar skilji bíla sína eftir ólæsta og jafiivel í gangi meðan þeir hlaupa inn með börn sín. Virðist svo sem einhverjir sitji þá um að komast inn í bílana. í fyrradag barst lögreglunni kæra vegna þess að stolið hefði verið skjalatösku úr bíl við barna- heimilið Nóaborg við Stangarholt og fleiri kærur hafa borist vegna v. svipaðra þjófnaða. Algengast er að stolið sé veskjum og töskum en einnig hvers konar öðrum verðmæt- um. Nýlega var farsíma stolið úr bíl sem eigandi hafði skilið eftir ólæstan í skamma stund. Skipverji á Dranga- vík ST slasast: Urgur í skip- "verjum vegna öryggismála Rækjutogarinn Drangavík kom • inn til Siglufjarðar á fimmtudags- morgun með skipverja sem hafði handlegsbrotnað í vinnuslysi. Að sög^n Hafþórs Rósmundssonar for- manns Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði er þetta er þriðja slysið á rúmu ári sem talið er að rekja megi til þess að grandaraspil er ekki um borð í skipinu. Hafþór segir að við aðalskoðun í byrjun síðasta árs hafí verið gerð athuga- semd um þetta atriði í bækur ' skipsins. Högni Halldórsson fram- kvæmdastjóri Drangavíkur stað- festi við Morgunblaðið að skip- veijar hefðu rætt við sig vegna slyssins en sagði engan ágreining vera milli útgerðar og skipverja. Drangavík var enn á Siglufirði í gærkvöldi. Að sögn Hafþórs Rós- mundssonar höfðu nokkrir skipveija á orði að fara ekki út eða segja upp fengjust ekki svör um hvenær grandaraspili, sem varð skyldubún- aður með reglugerð 1988, verði komið fyrir í skipinu. Skipveijinn sem slasaðist var að vinna við stjórntæki skutrennuloka þegar slaki kom á togkeðjuna við það að hlerinn, sem hífður var inn á aðalspili, kipptist til. Grandaraspil eykur stöðugleika toghlera. Maður- inn var fluttur með flugvél til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi. Yfirdráttur ríkisins 7,9 milljarðar KRÖFUR Seðlabanka á ríkissjóð og ríkisstofiianir námu tæpum 7,9 milljörðum króna í árslok. Höfðu kröfúrnar þá lækkað um milljarð á árinu. Eiríkur Guðnason aðstoðarseðla- bankastjóri sagði við Morgunblaðið að þessi upphæð væri samkvæmt bráðabirgðayfirliti en von væri á ítarlegra peningamálayfirliti frá Seðlabankanum síðar í mánuðinum. Morgunblaðið/RAX Gólfíð byrjað að snúast HITAVEITA Reykjavíkur ætlar að veija 296 milljónum króna til byggingar útsýnishússins Perlunnar í Öskjuhlíð á þessu ári. Framkvæmdir ganga vel og nú er búið að koma fyrir gólfi veitingahússins í húsinu, en það mun snúast í einn hring á hverri klukkustund. Hefur þessi búnaður þegar verið reyndur. Bráðlega verður byijað að innrétta veitingastaðinn en hann á að verða hinn glæsilegasti. Stefnt er að því að opna Perluna á næsta ári. • • Okuleyfissviptingar; Yngstu öku- mennirnir aka hraðast ÁRIÐ 1989 voru 123 ökumenn sviptir ökuréttindum fyrir of hraðan akstur og 17 ára öku- menn voru þeirra fjölmennastir, eða 24 menn. Stærsti hluti þeirra sem sviptur var ökuréttindum fyrir of hraðan akstur var á aldr- inum 17-20 ára, eða 66 manns. í fyrra voru 19 ökumenn átján ára gamlir sviptir ökuréttindum fyrir of hraðan akstur, 13 ökumenn nítján ára gamlir og 10 ökumenn sem náð höfðu tvítugsaldri. Ökuleyfissviptingum fyrir of hraðan akstur 1989 fækkaði frá fyrra ári um níu. Þá voru alls 132 ökumenn sviptir ökuréttindum, þar af 70 ökumenn á aldrinum 17-20 ára. j Stöð 2: " Trygginga.- miðstöðin í hóp hluthafa Tryggingamiðstöðin hf. hefur bæst í hóp hluthafa Stöðvar 2 sem aðili að sameignarfélaginu Fjöl- miðlun sf. Hluthafafundur í Islenska sjón- varpsfélaginu hf., sem rekur Stöð 2, hefst á Hótel Holt í dag kl. 10 og verður þar kosin ný stjórn félags- ins í samræmi við breytta eignarað- ild. Að sögn Jóhanns J. Olafssonar, eins nýrra hluthafa í Stöð 2, hefur ekki verið gengið endanlega frá því hveijir skipa stjórnina, en þrír full- trúar koma frá Fjölmiðlun sf., sem á 250 milljóna króna hlut, einn frá Eignarhaldsfélagi Verslunarbank- ans, sem á hundrað milljónir, og væntanlega einn frá fyrri aðaleig- endum, sem hafa skrifað sig fyrir 150 milljónum. Jóhann J. Ólafsson er einn fjög- urra aðila sem skrifuðu sig fyrst fyrir 150 milljóna króna hlut í Stöð 2 og stofnuðu síðan um hann Fjöl- miðlun sf. Fjórmenningarnir skrif- uðu sig á miðvikudag fyrir 100 millj- ónum króna í viðbót sem mun vænt- anlega skiptast á milli félaga í Fjöl- miðlun. Sölutölur ÁTVR: Áfengisneysla íslendinga jókst um 23% á síðasta ári Sjö milljón lítrar seldust af bjór-Samdráttur í sölu vindlinga þrír af hundraði ÁFENGISNEYSLA hér á landi jókst á síðasta ári um 23% miðað við árið 1988 samkvæmt sölutölum ÁTVR. Er þá miðað við hrein- an vínanda. Sala á léttum og sterkum vínum dróst saman. Hins vegar seldust 6.947.000 lítrar af áfengum bjór, en bjórsala hófst 1. mars á síðasta ári. Einnig varð samdráttur í sölu á tóbaki á síðasta ári. Heildarsala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins nam á síðasta ári 6464 milljónum króna. Reiknað út frá sölutölum ÁTVR fæst sú niðurstaða að hver fslend- ingur 15 ára og eldri hafi neytt 5,51 lítra af hreinum vínanda á síðasta ári, þar af 36,6 lítra af áfengum bjór, 6,1 lítra af léttu víni, sem er samdráttur upp á 24,39% frá fyrra ári, og 7,3 lítra af sterku víni (yfir 22%), sem er samdráttur upp á 19,87%. Árið 1988 nam neysla á hrein- um vínanda 4,48 lítrum á mann og jókst neyslan á síðasta ári því um 23%. Alls seldust 1.383.000 lítrar af sterkum vínum og 1.169.000 lítrar af léttum vínum á síðasta ári. Mestur samdráttur varð í sölu léttra vína en heildarsöluaukning- una má rekja til sölu á áfengum bjór sem hófst 1. mars á síðasta ári. Alls seldust 3.483.000 vindling- ar á síðasta ári og dróst vindlinga- salan saman um 3%. Þá varð rúmlega 4% samdráttur í sölu vindla en alls seldust 13 milljónir vindla hjá ÁTVR á síðasta ári. 16 tonn seldust af reyktóbaki sem er samdráttur upp á 5,8%. 11,5 tonn seldust af neftóbaki og dróst salan saman um 5% frá fyrra ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.