Morgunblaðið - 20.01.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ IA'UG'ARD'AGUR 20: JANÚAR 1990
Bolungarvík:
Lögregla bæjarins
sett undir Isafjörð
Bolungarvík.
PÉTUR Kr. Hafstein, sýslumaður á ísafirði, sem settur hefur verið
bæjarfógeti hér í Bolungarvík tímabundið, hefur sameinað Iögregluna
í Bolungarvík og á ísafirði. Sameiningin á samkvæmt skipun aðeins
að vera til 1. júní nk. en það er sá tími sem Pétur gegnir embætti
fógeta hér í Bolungarvík í stað Adolf Adolfssonar sem skipaður hefúr
verið héraðsdómari.
Mikil óánægja er meðal íbúa
bæjarins með þessa skyndilegu
ákvörðun. Þá una þeir tveir lög-
reglumenn, sem hér starfa, illa
þessari skipun og eru þeir ekki til-
búnir að sækja vaktir á ísafjörð.
Þeir segjast hins vegar hafa boðist
til þess að fara í frí meðan þetta
ástand varir.
Þessari sameiningarhugmynd
skaut upp sl. haust en þá var bæjar-
yfirvöldum lofað því af dómsmála-
ráðherra að við þessum embættum
yrði ekki hróflað nema að undan-
gengnu samráði við bæjaryfirvöld
og með fullri vitneskju þeirra.
Ákvörðun Péturs er tekin að fengnu
samþykki dómsmálaráðherra en án
samráðs við bæjaryfirvöld.
Á fundi bæjarstjórnar á fimmtu-
dagskvöld var þetta mál á dagskrá
og í yfirlýsingu vekur bæjarstjórn
athygli á því að breytingar hafi
veirð ákveðnar og framkvæmdar
án samráðs og vitneskju bæjaryfir-
valda þrátt fyrir yfirlýsingar um
hið gagnstæða. Þá hyggst bæjar-
stjórn efna til fundar með nýsettum
bæjarfógeta hið fyrsta og kynna
sjónarmið sín svo og heyra hans
röksemdir sem hníga að þessari
ákvörðun hans.
Á föstudag hófst undirskrifta-
söfnun meðal bæjarbúa þar sem
ákvörðun þessari er mótmælt harð-
lega en efast er um að þessi breyt-
ing verði tímabundin og talið að
hún gæti orðið skref í þá átt að
leggja niður fleiri embætti á staðn-
um sem þjónustað hafa Bolvíkinga
um áratuga skeið.
- Gunnar
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Rætt um öldrunarmál
Öldrunarráð íslands efndi til ráðstefnunnar Við-
horf til aldraðra í Ársal Hótels Sögu í gær, föstudag-
inn 19. janúar, kl. 13-17. Leitast var við að varpa
ljósi á viðhorf til elli og öldrunar eins og þau koma
fram hjá ýmsum hópum þjóðfélagsins. Ráðstefnu-
stjóri var Hrafn Pálsson deildarstjóri en framsögu-
menn voru dr. Sigurbjöm Einarsson, Lýður Bjöms-
son, Sigurður Líndal, Sigurgeir Jónsson, Valborg
Bentsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Ráðstefnan var
fjölsótt.
VEÐUR
#■ *
* *
* * *
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veöurstofa islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFUR í DAG, 20. JANÚAR.
YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á I, V, VI, IX, Vestur-
djúpi, Norðurdjúpi, Suð-Austurdjúpi, Suðurdjúpi og Suð-Vestur-
djúpi. Skammt austur af Austfjörðum er 956 mb. lægö sem grynn-
ist og þokast austur. Um 700 km suð-suð-vestur af Hvarfi er vax-
andi 970 mb. lægð sem þokast norð-norð-austur. Veður fer kóln-
andi í bili en hlýnar aftur síðdegis á morgun.
SPÁ: Framan af degi verður hæg norð-austlæg átt og víðast úr-
komulaust og talsvert frost einkum Norðanlands en undir kvöld fer
að snjóa suð-vestanlands með hvassri austanátt og minnkandi
frosti.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Nokkuð hvöss suðlæg átt með rigningu
og 2-5 stiga hita suðaustan til á landinu en austanátt og slydda
eða snjókoma og hiti nálægt frostmarki norð-vestanlands.
HORFUR Á MÁNUDAG: Stíf^suð-vestanátt með éljum um sunnan-
og vestanvert landið en bjart veður norð-austanlands. Kólnandi
veður.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri 1 slydda
Reykjavík 0 snjóél
Bergen 4 alskýjað
Helsinkl •f11 snjókoma
Kaupmannah. 1 skýjað
Narssarssuaq 17 heiðskírt
Nuuk +11 skýjað
Osló +3 léttskýjað
Stokkhólmur +2 lieiðskírt
Þórshöfn 4 skúr
Algarve 6 heiðskírt
Amsterdam 5 þokumóða
Barcelona 3 lieiðskírt
Berlín 4 rigning
Chlcago +3 heiðskírt
Feneyjar 2 heiðskfrt
Frankfurt 0 þokumóða
Glasgow 7 rigning
Hamborg 3 þokumóða
Las Palmas vantar
London 8 skýjað
Los Angeles 11 heiðskírt
Lúxemborg +1 hrímþoka
Madríd +2 heiðskírt
Malaga 5 heiðskírt
Mallorca 1 þokumóða
Montreal +2 snjóél
New York 7 skýjað
Orlando 17 heiðskírt
París 0 léttskýjað
Róm 3 þokumóða
Vín 2 léttskýjað
Washington 8 skýjað
Winnlpeg +8 alskýjað
Fjölgað í starfsliði EFTA:
Hörð samkeppni 527 um-
sækjenda um 19 stöður
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
MAGNÚS Thoroddsen, fyrrverandi hæstaréttardómari, er einn af 527
umsækjendum um 19 stöður hjá Fríverslunarbandalagi Evrópu (EFTA)
sem hefúr þegar verið boðið starf. Hann var valinn af bandalaginu úr
hópi 50 til 60 umsækjenda um 7 störf í lagadeildinni. Hann mun fá
starfstitilinn „Senior OfTicer" og starfa með vinnuhópi um lög og stofn-
anir í samningaviðræðum EFTA við Evrópubandalagið (EB) sem eiga
að hefjast í vor.
í sambandi við EB-samningaviðræð-
urnar. - Gífurlegur hávaði var í
skrifstofu Berglins. Hann sagði að
það væri verið að flytja til veggi til
að koma nýju starfsliði EFTA fyrir
í höfuðstöðvunum í Genf.
Alls 54 íslendingar sóttu um stöð-
umar 19, 77 Austurríkismenn, 91
Finni, 98 Norðmenn, 142 Svíar, 51
Svisslendingur og 14 aðrir. Menntun,
reynsla og hæfni ráða úrslitum og
ekkert tillit á að vera tekið til hvað-
an umsóknirnar berast. Fram-
kvæmdastjóri EFTA tekur endanlega
ákvörðun um ráðningu í samráði við
deildarstjóra hinna ýmsu deilda. Við-
skiptafræðingar, hagfræðingar og
lögfræðingar sóttu aðallega um frá
íslandi. Það er helst sagt há þeim
að þeir hafi enga starfsreynslu í sam-
bandi við EFTA eða á alþjóðavett-
vangi. Margir umsækjenda eru sér-
fræðingar í málefnum EFTA og hafa
fengist við þau heimafyrir eða eru
með reynslu úr fjölþjóðastofnunum.
Magnús Thoroddsen starfaði á sínum
tíma að lögfræðilegum málum á veg-
um Evrópuráðsins í Strassborg.
Aðeins einn íslendingur, Anna
Hauksdóttir, ritari, starfar hjá
Fríverslunarbandalaginu. Lilja
Ólafsdóttir, lögfræðingur, var til
skamms tíma fulltrúi (Officer) í laga-
deildinni. Ráðið er í nýju stöðurnar
til tveggja ára í senn. Launin eru
skattfrjáls og sögð góð á íslenskan
mælikvarða eða yfir 300 þúsund
krónur á mánuði, þá njóta starfs-
menn fríðinda eins og tíðkast hjá
starfsliði alþjóðastofnana.
N óbels verðlaunin:
Stungið upp á Salman Rushdie
Rithöfúndasamband íslands hefúr stungið upp á við sænsku akade-
míuna að Salman Rushdie rithöfundur hljóti Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum. Ein bóka Rushdies, Söngvar Satans, hefur verið þýdd á
íslensku.
Einar Kárason formaður Rithöf-
undasámbands Islands sagði að
sænska akademían sendi á hveiju
ári bréf til ýmissa aðila, bæði ein-
staklinga og samtaka um allan heim,
og bæði viðkomandi að nefna nafn
höfundar sem talinn er verður Nób-
elsverðlauna. Rithöfundasamband
íslands hefur orðið við þessari ósk
í áratugi. í þetta sinn nefndi stjóm
Rithöfundasambandsins nafn Sal-
mans Rushdie. Einar sagði að hún
teldi hann verðugan Nóbelsverð-
launa þar sem hann hefði skrifað
margar ágætar bækur. Rushdie
væri einn af frægustu rithöfundum
nútímans frá því hann skrifaði bók-
ina Midnight Children, sem varð
metsölubók víða um heim.
Tveir starfsmenn EFTA og Svíi
sem hefur starfað hjá Einkaleyfis-
stofnun Evrópu í Múnchen og Finni
sem hefur starfað hjá Evrópsku efna-
hagsnefndinni hjá Sameinuðu þjóð-
unum í Genf hafa einnig verið ráðnir
í lagadeildina. Ákvörðun hefur enn
ekki verið tekin um hin embættin
tvö. Hákan Berglin, starfsmaður
deildarinnar, sagði í gær að það
ætti eftir að koma í ljós hvemig lög-
fræðingarnir skiptu með sér verkum
en þeir eru allir ráðnir til að starfa
Viðskiptaráð-
herra til EB
JÓN Sigurðsson, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, fer í opinbera
heimsókn til framkvæmdaráðs EB
í Brussel 22.-23. janúar í boði
Henning Christophersen varafor-
seta framkvæmdaráðsins. Munu
þeir ræða um samningaviðræður
EFTA-ríkjanna og Evrópubanda-
lagsins, sem nú standa yfir, og
sérmál íslands í því sambandi.
Viðskiptaráðherra mun ræða við
fleiri forystumenn bandalagsins.
Á sl. sumri kom Henning
Christophersen í heimsókn hingað
til lands og átti viðræður við Jón
Sigurðsson um þær breytingar sem
em að verða á viðskipta- og efna-
hagssamstarfi í Evrópu og sérstak-
lega um samskipti íslands og Evr-
ópubandalagsins.