Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 9

Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 9
^ORGjUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20, JANÚAR 1990 9 Leikfimi fyrir konnr á ðllum aldri Engjateigi 1 Hanna Ólafsdóttir er þekkt fyrir leikfimiþætti sína í sjónvarpi víða um Bandaríkin og einnig fyrir myndbönd, sem selst hafa í milljóna- tali. Hanna er að byrja með 6 vikna námskeið sem hefst 22. janúar. Hringið og veljið ykkur tíma í símum 687701 og 687801. MARÁS auglýsir í Síðumúla 21 lýkur bútasölunni í dag. Þar sem aðeins eru eftir 1-3 fm af hverri tegund, seljum við fermeterinn ekki aðeins með 50% afslætti, heldur 50% afsláttur ofaná það. Einnig seljum við sturtuklefa frá kr. 16.553,-, hreinlætis- tæki, hreinsiefni til að þrífa fúa á milli flísa og hreinsibón til að bóna hreinlætistækin, flísar, ál og stál. Komdu og gerðu góð kaup á flísum. Opið laugardag frákl. 10-17, Sími 39140. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR 44144 - 44733 TOYOTI LOODCOOISEO II '17 Grór. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 41 þús/km. Verð kr. 1.390 þús. Bensínbíll. MMC LANCER 4X4 ’88 Blór. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 53 þús/km. Verð kr. 920 þús. TOYQTA HI-LUX X-LAB '89 Rauður. 5 gíra. 2ja dyra. Ekinn 14 þús/km. Verð kr. 1.490 þús. Bensínbíll. 44 1 44 TOYOTA LANDCRUISER II '86 Grðr/brúnn. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 140 )ús/km. Verð kr. 1.140 þús. Dieselbíll. TOYOTA CAMRY XL 87 Blár. 5 gíra. 4ra dyra. Ekinn 44 þús/km. Verð kr. 820 DAIHATSU ROCKY '85 Blár/grár. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 78 þús/km. Verð kr. l,l millj. Diesel Turbo. TOYOTA NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144 Alþýðubandalagið við stjórnvölinn hjá bæ og ríki Alþýðubandalagið er öxullinn í ríkisstjórninni. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness. Fróðlegt er að sjá hvern veg málgagn Al- þýðubandalagsins á Vesturlandi les ávexti af valdatré flokksins í bæjarstjórn og ríkis- stjórn. Staksteinar staldra við þann lestur. Rétturinn til vinnu og afkomu Leiðari Vesturlands- blaðsins hefet á þessum orðum: „Réttur fólks til að haía atvinnu og geta séð sér farborða með henni verður að teljast nánast heilagur. Miðað við aðrar þjóðir hafa íslendingar ekki þurft að berjast harkalega fyrir þessum rétti á undanfbrnum ára- tugum. Nú er hinsvegar svo ástatt að óvei\ju stór hóp- ur fólks nýtur ekki þessa réttar. Kaupmáttur fer jafhframt minnkandi og því erfiðara fyrir þá sem þó hafa vinnu að sjá sér ferboðra með henni. ís- lendingar eru ýmsu vanir i sveiflum á kaupmætti, en atvinnu hafa þeir yfir- leitt haft og stundum allt of mikla. Atvinnuieysisdraugur- inn hefur fiklega hvergi gert jafn óþyrmilega vart við sig og á Akranesi á undanfomum tveimur ámm. Nær allt síðasta ár var tala atvinnulausra á Akranesi á annað hundrað og vom konur i miklum meirihluta. Þetta samsvarar því að um finun afhundraði at- vinnubærra manna sé atvinnulaus, en atvinnu- leysi á íslandi hefúr löng- um verið innan við einn af hundraði." Ráðþrota yfirvöld Síðar í leiðaranum seg- ir: „Bæjaryfirvöld munu varfa megna að ieysa þetta ástand. Fyrir- greiðsfa úr atviimutrygg- ingarsjóði hefiu- heldur ekki dugað til annars en halda lífi í þeim fyrir- tækjum sem fyrir em. Það er vitaskuld ekki nóg þegar ijöldaatvinnuleysi blasir við. Ráðherramir Jón Sig- urðsson og Júlíus Sólnes héldu fund með Vestfend- ingum um atvimiumál fyrir jól, en það var ekki á þeim félögum að heyra að þeir hefðu lausnir sem duga fyrir Akumesinga. Iðnaðarráðherranum varð tiðrætt um nýtt ál- ver, helst í Straumsvík. Það er auðvitað engin fausn fyrir Akumesinga, síst allar þær konur sem hér ganga atvinnulausar og hafe sumar verið svo lengi án atvinnu að þær hafe misst réttinn til at- vinnuleysisbóta. Yfirvöld virðast standa nokkurn veginn ráðþrota gagnvart þessum vanda, enda liggur Iausn hans ekki í augum uppi. Þó er (jóst að eitthvað verð- ur að gera til þess að halda hér uppi atvinnu handa þeim sem geta unnið og viTja vinna. Það hlýtur að verða forgangs- verkefiú bæjarstjómar, þingmanna kjördæmisins og ekki síst bæjarbúa sjálfra á nýju ári að stuðla að uppbyggingu lífvænlegs atvinnulife á staðmnn“. „Hefur hvergi brotið biað“ „Eg var á móti mynd- un ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar liaustið 1988 og er að mörgu leyti óánægður með störf núverandi stjóriuir. Hún hefiir hvergi brotið blað með störfiun sínum.“ Það er Skúli Alexand- ersson, þmgmaður Al- þýðubandalagsins, sem þannig kemst að orði í viðtali við Vesturlands- blaðið. Hér fera á eftir nokkrar umsagnir hans um Alþýðubandalagið og ríkisstjómina: 1) „Mér finnst flokkur- inn ekki hafe tekið upp neina markvissa pólitiska stefiiu og mér finnst hann skilja frekar lítið eftir sig fram að þessu . . 2) „Þetta er í fyrsta sinn sem Alþýðubanda- lagið fer í ríkisstjóm án þess að stuðla beinlinis að atvhmuuppbyggingu á landsbyggðinni eða uppbyggingu félagslegr- ar þjónustu." 3) „Nú minnkar kaup- máttur á sama tíma og atvinnuleysi eykst . . . Þetta gerist nú, enda þótt núverandi ríkis- stjóm hafi ekki orðið fyr- ir neinu stóráfalli, hvorki aflabresti né verðhruni á mörkuðum erlendis." 4) „Eg er andvigur kvóta á botnfiski . . .“ 5) „Eg er sömuleiðis andvigur stefim stjómar- innar í végamálum og tel algerlega óraunhæft að . draga úr vegafram- kvæmdum. Þegar illa árar á einmitt að þyngja á slíkum framkvæmd- nm . . .“ Bókmenntir - fræðirit og skáldverk Pétur Gunnarsson hef- ur birt í Þjóðvi\janum athugasemd við grein Gunnars Karlssonar i sama blaði um bók- menntaverðlaun. Stak- steinar vitnuðu til grein- ar Gunnars í vikunni. Þessvegna er rétt að viðra athugasemd Péturs litillega, en hann mót- mæjir þeirri túlkun á við- horfiim sínum, að hann skipi sagnfræðiverkum skör lægra en skáldverk- um til bókmenntaverð- launa. „Svar mitt var á þá lund,“ segir Pétur, „að það væri alltaf snúið að gera upp á milli bóka, jafhvel skáldverka inn- byrðis, og klykki út með því að varðandi bók- menntaverðlaunin hlyti bókmenntalegt gildi ver- kanna að skera úr. — Hvernig í dauðanum Gunnar les út úr þessu svari að hér sneiði ég að fræðiritum er mér hulið. Telur hann þá að fræðirit og bókmenntalegt gildi geti ekki ferið saman?“ Samkirkjuleg guðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík SUNNUDAGINN 21. janúar kl. 14 verður samkirkjuleg guðs- þjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík á vegum Samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga á JÓHANNI Sigurðssyni leikara hefúr verið boðið til Oslóar í jún- ímánuði að leika Ósvald í Aftur- göngunum eftir Ibsen og til að lesa upp úr Islendingasögunum. Tilefnið er að stofnuð hefur verið menningarmiðstöð í Akerhus-virk- inu, sem Hákon V. Noregskonungur lét reisa um 1300. Jóhann mun lesa upp úr íslendingasögunum á íslensku og norsku á hátíðardag- skrá undir berum himni þar sem ýmsir norrænir listamenn koma fram. Einnig verður leikritið „Aftur- göngur“ eftir Henrik Ibsen flutt í miðaldarsalnum Olavshallen í Akershus. Sam Besekow leikstýrir. Jóhann fer með hlutverk listmálar- ans Ósvalds Alving, Lasse Pöisti Ieikur séra Manders, Sam Besekow leikur Engstrand smið. íslandi. Hafliði Kristinsson, for- stöðumaður í Hvítasunnukirkj- unni, predikar. Sóknarprestar þjóna fyrir altari. Fulltrúar að- ventista, Hjálpræðishersins og Jóhann Sigurðsson sem Fuhr- mann amtmaður í Haustbrúði. kaþólsku kirkjunnar fara með ritningarorð. Dómkórinn syng- ur. Sljórnandi er Marteinn Frið- riksson. Samkirkjuleg bænavika hefur um alllangt skeið farið fram í jan- úarmánuði. Þessu sinni verður bænavikan flutt um set, og mun nú efnt til hennar síðla marz- mánaðar. Vikan hefst með út- varpsguðsþjónustu frá Hallgríms- kirkju 3. sunnudag í föstu, 18. marz, en þar predikar biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason. Bænavikunni lýkur á boðunardag Maríu, 25. marz, með messu í Breiðholtskirkju. Séra Jakob Ro- land predikar. Nánar verður skýrt frá samkirkjulegu bænavikunni í fjölmiðlum síðar. Samstarfsnefnd kristinna trúfé- laga hefur með sér reglubundna fundi í mánuði hveijum að vetri til. Nefndina skipa séra Heimir Steinsson og séra Hjalti Guð- mundsson af hálfu Þjóðkirkjunnar, séra Jakob Roland í umboði ka- þólsku kirkjunnar, Hafliði Krist- insson fyrir hönd Hvítasunnusafn- aðarins, Harold Reinholdtsen flokksstjóri vegna Hjálpræðishers- ins og Eric Guðmundsson forstöðu- maður sem fulltrúi aðventista. (Fréttatílkynning) Jóhanni Sigurðssyni boðið Ibsen-hlutverk í Noregi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.