Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 21

Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990 21 Borís Jeltsín: ■ SAO PAULO - Brasilískur dómstóll hefur í reynd lokað tveim- ur stærstu tinnámum heims vegna náttúruverndarsjónarmiða. Dóm- stóllinn úrskurðaði að loka bæri þeirri stærstu, Bom Futuro, í að minnsta kosti þrjá mánuði eða þar til reistar hafa verið þrjár stíflur, sem uppfylla skilyrði er sett hafa verið til að stemma stigu við meng- un fljóts í nágrenninu. í síðustu viku úrskurðaði dómstóllinn að loka bæri veg, sem notaður hefur verið til að flytja tin frá annarri verk- smiðju í bænum Pitinga. Brasilíu- menn er mestu tinframleiðendur heims, í fyrra framleiddu þeir 29.545 tonn af málminum. ■ LOS ANGELES - Sovéskir útvarpshlustendur geta hlustað á bandaríska tónlist, svo sem djasslög Louis Armstrongs og dægurlög Billys Joels frá 2. febrúar. West- wood One, fyrirtæki í Los Angeles sem dreifir útvarpsefni, hyggst framleiða þrjá útvarpsþætti sem fluttir verða í sovésku útvarpi í að minnsta kosti ár, samkvæmt samn- ingi við sovéska ríkisútvarpið Gosteleradio. Skotið verður inn auglýsingum í þáttunum. Gorbatsjov hefiir al- gjörlega mistekist FERÐAMALARAÐSTEFNA 1990 Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs íslands verður haldin á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 16. og 17. febrúar n.k. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. Þátttaka tilkynnist til Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, hótelstjóra, Hótel Valaskjálf, sími (97) 11500, fyrir 10. febrúar. Feróamálaráóislands ■ TÓKÍÓ - Skrifstofa japanska forsætisráðherrans sendi í síðustu viku frá sér árlega skýrslu sína um ástand mála hjá ungu kynslóðinni og segir þar að hraðvaxandi efnaleg gæði séu farin að spilla ungmennum landsins. Varað er við því að unga fólkið skorti aga og það beri ekki virðingu fyrir viðurkenndum gildum og hefðum þjóðfélagsins. Sagt er að hagsældin, sem Japanar hafa öðlast frá stríðslokum, geti haft í för með sér „andfélagslega og af- brigðilega“ hegðun. ■ BRUSSEL - Belgískur læknir tók rangan fót af 76 ára manni vegna misskilnings, að því er fram kom við réttarhöld á þriðjudag. Hafði yfirlæknir beðið hann að taka „kaldari“ fótinn af gamla mannin- um og byggðust mistökin á því. Komið hefur á daginn að kaldari fótur sjúklingsins, þ.e. sá sem taka átti af, hafði volgnað þegar ígerð í honum minnkaði óvænt rétt fyrir aðgerðina. Ruglaði það aðstoðar- lækninn í ríminu og tók hann því heilbrigða fótinn af. Dómstóll í bænum Brugge dæmdi yfirlækninn 1 þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en aðstoðarlæknirinn var sýknaður af öllum sakaratriðum. Það er af sjúklingnum að segja að hann varð góður af fótarmeininu, þ.e. sýkingin hvarf, en hann lést nokkrum mánuðum síðar af öðrum orsökum. ■ BONN - Tékkóslóvakía verður fyrsta Austur-Evrópuríkið sem sækir um aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), að því er helsti talsmaður stofnunar- innar, Jean-Claude Paye, sagði á fimmtudag. Pólverjar og Ungverjar hafa óskað eftir að fá áheyrnarfull- trúa á fundum stofnunarinnar, að sögn talsmannsins. Paye var í Bonn til að undirbúa ráðherrafund OECD í París í maí, en þar verður rætt um breytta efnahagsstefnu Aust- ur-Evrópuríkja. Haag. Reuter. SOVÉSKI stjórnmálamaðurinn Borís Jeltsín segir, að Míkhaíl Gorb- atsjov forseti hafi engu fengið áorkað með umbótastefhu sinni og spáir blóðugri byltingu í Sovétríkjunum verði ekki komið þar á rót- tækum breytingum. Kemur þetta fram í viðtali við hollenska dag- blaðið Elsevier. Jeltsín sagði, að „perestrojkan“ hefði misheppnast vegna þess, að Gorbatsjov hefði ekki þorað að ganga nógu langt í endurskipulagn- ingu efnahagslífsins, ekki þorað að gefa einkaframtakinu nógu lausan tauminn. Þá sagði hann, að gera yrði grundvallarbreytingar á sam- skiptum lýðveldanna til að koma í veg fyrir byltingu. Jeltsín sagði, að Vesturlanda- menn fengju glýju í augun þegar minnst væri á Gorbatsjov, sem þó hefði ekki tekist að bæta lífskjör sovésks almennings hið minnsta. „Gorbatsjov hefur komið ýmsu í verk utan landamæranna en heima- fyrir liggur ekkert eftir hann. Við erum búin að fá nóg af honum og það á bráðum við um ykkur líka,“ sagði Jeltsín. Borís Jeltsín sagði, að nauðsyn- legt væri að nema burt úr stjórnar- skránni ákvæði um forystuhlutverk kommúnistaflokksins og kvaðst hann ætla að gera það að baráttu- máli sínu á 28. flokksþinginu, sem haldið verður í lok þessa mánaðar. FRUMSÝNING helgina 20. til 21. jan. kl. 13-17 Okkur er mikil ánægja að geta nú loks frum- sýnt einn markverðasta fólksbíl síðari tíma. OPEL VECTRA er tímamótabifreið, þar sem Opel verksmiájumar hafa stigið stórkostlegt skref í tæknilegri hönnun bifreiða. OPEL VECTRA hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir frábæra útlitshönnun, rými, aksturseiginleika og tækninýjungar. OPEL VECTRA er afgerandi leiðtogi í bíla- hönnun. Kynning á ROYAL CROWN" COL A BILVANGUR s/F HÖFÐABAKKA 9 I24 R6YKJAVÍK SÍMI 687300 OFEL Innbyggð hátækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.