Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 1
64 SIÐUR B tvgnnMjiMfe STOFNAÐ 1913 30. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Míkhaíl S. Gorbatsjov á miðstjórnarfundi sovéska kommúnistaflokksins; Höfiium öllu því sem ein- angrað hefiir sósíalísk ríki Míkhaíl S. Gorbatsjov á fundi með fulltrúum námamanna í Moskvu.. Að sögn Pravda, mál- gagns sovéska kommúnista- flokksins, gaf Gorbatsjov til kynna á fundinum að sovéskir kommúnistar væru reiðubúnir til að afsala sér alræðisvaldi í sov- ésku samfélagi, sem flokknum er tryggt samkvæmt sjöttu grein stjórnarskrár ríkisins. Segir fjölflokkakerfi hugsanlegt og hvetur til þess að úreltum kennisetning- um um heimsbyltinguna verði haftiað Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph, dpa. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, sagði í ræðu er hann flutti í Moskvu í gær að hugsanlegt væri að lýðræðis- þróunin í Sovétríkjunum leiddi til þess að starfsemi stjórnmála- flokka, annarra en samtaka kommúnista, yrði leyfð. Gorbatsjov lét þessi orð ialla við upphaf tveggja daga fundar miðsljórnar kommún- istaflokksins og fullyrti ennfremur að fjölflokkakerfl væri í raun þegar við lýði í Sovétríkjunum. Hvatti hann flokksmenn til að hafna úreltri hugmyndafræði og kennisetningum stalínismans, hugmynd- inni um heimsbyltinguna og stöðnuðu viðhorfl til þróunar mannlegs samfélags. Að sögn TASS-fréttastofunnar lýsti Gorbatsjov yfir því að það væri í andstöðu við umbótastefnuna að tryggja forystuhlut- verk kommúnista í sovésku samfélagi í stjórnarskrá landsins likt og nú er gert. Flokkurinn gæti aðeins gegnt hlutverki sínu væri hann viðurkenndur sem lýðræðislegt afl. Vestrænir sendimenn í Moskvu sögðu ræðu Gorbatsjovs í gær djörf- ustu tilraun hans til þessa til að treysta umbótastefnuna, perstrojk- una, í sessi og kváðu ummæli hans byltingarkennd. Töldu þeir að skýr- ingarinnar væri að að leita í hruni kommúnismans í A-Evrópu. Gorb- atsjov gerði sér ljóst að umbóta- stefnan hefði enn engum árangri skilað og þörf væri á róttækari aðferðum ætti honum að takast að fá hjól efnahagslífsins til að snúast í Sovétríkjunum. Bent var á að Gorbatsjov hefði sagt í ræðu sinni að sósíalísk ríki hefðu einangrast og að hafna bæri öllu því sem kall- að hefði það hlutskipti yfir þau. Fréttamenn höfðu leitt getum að því að Gorbatsjov kynni að boða að slakað yrði á valdaeinokun kommúnista og raunar hafði því verið slegið föstu í fréttabréfi Moskvu-útvarpsins að slík tillaga yrði rædd á miðstjórnarfundinum. Þá skýrði dagblaðið Pravda frá því að Gorbatsjov hefði lýst því yfir á fundi með námamönnum á föstudag að sovéskir kommúnistar gerðu ekki skilyrðislaust tilkall til valda og að nauðsynlegt væri að endur- nýja forystusveit flokksins. Þykir sýnt að hreinsana sé að vænta í flokknum. Heimildarmaður Reuters-frétta- stofunnar sagði að Gorbatsjov hefði ekki kynnt sérstakar tillögur um afnám valdaeinokunar kommúnista í Sovétríkjunum. Hann hefði á hinn bóginn hvatt fundarmenn til að horfast í augu við staðreyndir; fjöl- flokkakerfi væri þegar við lýði í Sovétríkjunum. Virðist Gorbatsjov með þessu hafa haft í huga samtök stjórnarandstæðinga í Eystrasalts- ríkjunum og víðar, sem sprottið hafa upp á undanförnum tveimur árum og hafa þegar haft umtals- verð pólitísk áhrif. Þá hermdu heim- ildir að Gorbatsjov hefði lagt til að flokksþingi sem halda átti í haust yrði fiýtt. Síðar um daginn skýrði TASS- fréttastofan frá þeim ummælum Sovétleiðtogans að hugsanlegt væri að starfsemi stjórnmálaflokka yrði leyfð í iandinu. Hefði Gorbatsjov sagt ráðamenn reiðubúna til við- ræðna við leiðtoga hinna ýmsu stjórnmálasamtaka svo framarlega sem starfsemi þeirra færi saman við stjórnarskrá ríkisins. Fréttinni fylgdi að Sovétleiðtoginn hefði lagt til ýmsar breytingar á skipulagi flokksins m.a. að miðstjórnarmönn- um yrði fækkað og flokksformaður kjörinn í stað aðalritara en því embætti gegnir Gorbatsjov sjálfur. Sagði fréttastofan að nokkrir mið- stjórnarfulltrúar hefðu lýst sig andvíga hugmyndum Gorbatsjovs og sagt umbótastefnu hans hafa getið af sér upplausn og stjórn- leysi. Aðrir hefðu hvatt til þess að stjórnarskrá landsins yrði breytt og krafist aukins lýðræðis. Á sunnudag komu rúmlega 200.000 manns saman í miðborg Moskvu og kröfðust stjórnmálaum- bóta og afsagnar harðlínukommún- ista. Að sögn erlendra fréttaritara í borginni voru mótmælin þaul- skipulögð og þótti greinilegt að stjórnvöld hefðu lagt blessun sína yfir þau. Sjá frétt á bls. 26. Reuter Ný bráðabirgðasljórn í Austur-Þýskalandi: Kommúnistar í minni- hluta í fyrsta skipti í 40 ár V-Þjóðverjum bannað að taka þátt í kosningabaráttunni Austur-Berlín. Reuter, dpa, The Daily Telegraph. ÞING Austur-Þýskalands sam- þykkti í gær með miklum meiri- hlutra atkvæða skipan nýrrar bráðabirgðastjórnar sem ætlað er að tryggja pólitískan stöðug- leika í landinu þar til frjálsar kosningar hafa farið fram þann Rúmenía: Alnæmisfarald- ur meðal barna Búkarest. Reuter. Forseti læknasamtakanna „Medicins du Monde“ sagði á blaða- mannafundi í Búkarest í gær að alnæmisfaraldur geisaði meðal barna í rúmenskum sjúkrahúsum og á munaðarleysingjahælum. Forseti samtakanna, Jaques Lebas, sagði að í ijós hefði komið að 367 af 1.025 börnum sem rann- sökuð hefðu verið væru sýkt af alnæmisveirunni. Bætti hann við að einkenni sjúkdómsins hefðu þegar gert vart við sig í-sex af hveijum tíu tilfellum og væri eng- in von til þess að unnt yrði að bjarga lífi barnanna sökum þess hve ónæmiskerfi þeirra væri lítt þroskað. Börnin sem rannsökuð voru eru öll þriggja ára. Lebas, sem er virtur alnæmissérfræðingur, sagðist aldrei á ferli sínum hafa staðið frammi fyrir svo hrikalegu ástandi og hvatti þjóðir heims til að skipuleggja hjálparstarf hið fyrsta. Kvaðst hann telja að börnin hefðu fengið sýkta blóðskammta auk þess sem sömu sprauturnar hefðu greinilega verið notaðar „mörg hundruð sinnum". Stjórn Nicolae Ceausescus, fyrr- um einræðisherra í Rúmeníu, við- urkenndi ekki að alnæmissjúklinga væri að finna þar í landi og var sjúkdómurinn sagður merki um siðferðislega hnignun kapítalískra ríkja. 18. mars. Konnnúnistar eru í minnihluta í nýju stjórninni í fyrsta skipti í 40 ára sögu ríkis- ins. Þá samþykktu þingmenn einnig að vestur-þýskum stjórn- málamönnum skyldi ekki heimilt að taka þátt í kosningabaráttunni og fordæmdu stjórnvöld í V- Þýskalandi þessa ákvörðun í gær- kvöldi. Fulltrúar átta stjórnmálasamtaka tóku sæti í ríkisstjórninni í gær en þeir eru allir ráðherrar án ráðu- neyta. Fyrir voru í stjóminni 26 ráðherrar og eru kommúnistar þar með komnir í minnihluta en auk þeirra eru í stjórninni fulltrúar þriggja jafnaðarmannaflokka og Bændaflokksins. Flokkur kommún- ista hefur skipt um nafn og nefnist nú „Flokkur hins lýðræðislega sósí- alisma." Stjórnmálaskýrendur segja að Hans Modrow forsætisráðherra hafi neyðst til að leita eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna sökum þess að allsherjar upplausnarástand hafí blasað við í A-Þýskalandi. Um 2.000 manns yfirgefa landið á degi hveij- um og hefur það leitt til þess að áhrifamenn í V- og A-Þýskalandi hafa hvatt til þess að efnahagsleg- um samruna ríkjanna verði hraðað svo sem kostur er. Yfirmaður gjald- eyrismála í Austur-Þýskalandi hafn- aði í gær tillögum sem fram hafa komið um að ríkin taki upp sameig- inlegan gjaldmiðil. A-þýski Jafnað- armannaflokkurinn, sem almennt er talinn standa best að vígi í kosn- ingabaráttunni, hafði fyrr um dag- inn hvatt til þess að vestur-þýskt mark yrði tekið upp í stað þess austur-þýska í landinu og að fullum efnahagslegum samruna ríkjanna yrði lokið fyrir lok þessa árs. Áætlanir í þá veru sem og sam- einingu ríkjanna liggja þegar fyrir. Athygli vakti að Hans Modrow lýsti yfir því á laugardag að tillaga aust- ur-þýskra ráðamanna um sameinað og hlutlaust Þýskaland væri aðeins hugmynd sem lögð hefði verið fram í umræðu þessari en ekki ófrávíkjan- legt skilyrði. Áður höfðu vestur- þýskir ráðamenn hafnað hlutleysis- kröfunni eins og hún var skilin er Modrow lagði sameiningaráætlun sína fram í síðustu viku. Tugþúsundir manna komu saman í Leipzig í gær og gagnrýndu ráða- menn kirkju mótmælenda fyrir að hafa skotið skjólshúsi ýfir Erich Honecker, fyrrum leiðtoga austur- þýskra kommúnista, og eiginkonu hans. Slagsmál brutust út er hægri öfgamenn úr flokki repúblikana, sem heimilt er að starfa í V-Þýska- landi, höfðu afskipti af mótmælun- um en flokkurinn hefur nýverið tek- ið til starfa austanmegin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.