Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 10

Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 10
10 MW JfA'Jflfl'T? .!) HUDAamŒSM fJlOAJHMUDSÍOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Mannfólk og fiskar Myndlist Bragi Ásgeirsson Það má til sanns vegar færa að sumum liggur á í listinni og hafa tilfinningu fyrir markaðs- setningu listar sinnar. Það höfðu popplistamennirnir öðrum betur með Andy Warhol f fararbroddi og það höfðu einnig frumkvöðl- amir í nýja málverkinu svo og ýmsir sporgöngumenn þeirra og einn af þeim verður að telja Þorlák Kristinsson, er hefur tekið sér listamannsnafnið Tolli. Öll ber sýning Tolla í vestari sal Kjarvalsstaða það með sér að hér sé á ferð maður sem veit hvert hann er að fara og ekki þurfa listrýnar blaðanna að kvarta undan því að þeir hafi of lítið á milli handanna á sýningum hans. Tolli kynnir sig og list sína með veglegum sýningarskrám, þar sem listsagnfræðingar og rit- höfundar skrifa um listamanninn, kryfja Iist hans og tengja goðsög- um eða segja frá kviku mannlífs- ins. Að sjálfsögðu er það rétta stefnan, a.m.k. að vissu marki, enda í anda tímanna og áhættu að eiga myndlistarmenn að þora að taka — verða satt að segja að gera það ef þeir eiga að lifa af í samkeppni nútímans. Sagan segir okkur að það eru iðulega ágætir myndlistarmenn sem fara þannig að og hvorki bætir þetta né grómar list viðkom- andi og sama er að segja með þá sem láta sér nægja að hengja einungis upp myndir sínar, setjast Þorlákur Kristinsson listmál- ari. svo niður og bíða svo í stóiskri ró og af stakri þolinmæði eftir sýningargestum, slíkir verða ei heldur betri né verri fyrir vikið. Tolli er hressilegur málari sem fer geyst í listsköpun sinni, virðist mála myndir sínar eina af annarri líkt og á færibandi. Þær eru inn- byrðis ákaflega keimlíkar í lit og útfærslu og efnisföngin eru ákaf- lega svipuð — líkast stefi í ymsum tilbrigðum. Slík vinnubrögð einkenna og marga nýbylgjumálarana ásamt óheftri málaragleði og sjálfur segir hann „að þetta sé ekki vits- munalegt ferðalag heldur eins konar leikur sem hann tekur hann heljartökum um leið og hann vinnur úr þeim áhrifum sem safn- ast hafa innra með honum“. Þannig má segja að Tolli sé samkvæmur sjálfum sér og sé ekki með nein merkilegheit né tvíræðar yfirlýsingar — kemur sem sagt til dyranna eins og hann er klæddur og það er mikill ávinn- ingur hveijum listamanni. Og eins og fulltrúar nýja málverksins þá leitar hann hiklaust í smiðju sér eldri málara og þannig minna vinnubrögðin í sjálfu sér, svo og liturinn, ekki svo lítið á Veturliða Gunnarsson, eins og hann var er hann kom fyrst fram, en aðföngin á Svein Björnsson. Skyldleikinn við þessa tvo málara er auðsær svo og einu og öðru úr myndheimi nýbylgjumálaranna en hins vegar verður því alls ekki neitað að við þetta bætir Tolli heilmiklu af sjálf- um sér og það er fyrir mestu. Það voru einkum þijár myndir er höfðuðu sérstaklega til mín á sýningunni fyrir myndræna út- geislan og tjákraft og ber fyrst að nefna hina ábúðarmiklu mynd á vinstri endavegg „Fjalladrottn- ingin“ (33), því næst hina listilega útfærðu mynd „Spádómur" (39), sem sker sig úr á sýningunni og það gerir og einnig hin formsterka mynd „Hvalstöðin“ (40). Þessar þijár myndir eru eitthvað svo óþvingaðar, hreinar og beinar í útfærslu, en það eru ekki ýmsar aðrar þar sem formin eins og rífa hvert í annað og byltast um í óskipulögðum og krampakennd- um leik um myndflötinn. í stuttu máli þá kemst Tolli vel frá þessari sýningu að því leyti að hún er allt í senn lífleg, umbúðalaus og heildarsvipurinn skilvirkur. Tónagjöf Bækur Egill Friðleifsson Skömmu fyirr jól sendi Fjölvaút- gáfan frá sér bókina „Tónagjöf", sem er myndskreytt handbók um fremstu tónskáld og tónverk heims- ins. Fjölvaútgáfan er þama í sam- vinnu við Salamander-útgáfuna í London, en ristjórar og höfundar eru þau Marita Westberg og Þor- steinn Thorarensen ásamt ráðu- nautinum Peter Gammond. Sá háttur er hafður í þessari bók að tónskáldum er raðað í starfrófs- röð en ekki í tímaröð og er það í sjálfu sér allt í lagi. Hafi ég talið rétt koma þarna við sögu 124 tón- smiðir og spannar saga þeirra yfir um fimm aldir. En hver eru mestu tónskáid heimsins? Það er auðséð að bókin er samin af Englendingi (eða Eng- lendingum) og e.t.v. fyrst og fremst fyrir Englendinga. Að sönnu em þama allir stórmeistaramir í röðum tónskálda til kvaddir, en þegar kemur að minni spámönnum orkar valið tvímælis. Þarna eru týnd til ýmis ensk tónskáld, sem lítil áhrif hafa haft utan síns heimalands, en önnur sem þó hafa öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, er að engu getið. Þannig er ekki minnst á menn eins og t.d. Katsjatúrían en hins vegar gerð ágæt grein fyrir einhveijum Lennox Berkeley, enda fæddist hann í Englandi en ekki í Rússlandi. Þetta lýrir gildi bókar- innar. Það segir sig sjálft að þegar ijallað er um svo marga höfunda á aðeins 240 síðum, þar sem myndir taka dijúgan hluta, er ekki hægt að ijalla ítarlega um hvem og einn. Þó em frásagnir með ævisöguívafí og helstu tónverka getið. En ein- mitt vegna þess hve textinn er knappur er ástæða til að vanda vel til verka. Það fínnst mér höf- undi bregðast bogalistin. í örfáum setningum er bmgðið upp mynd af viðkomandi, skapgerð hans og lífsstíl eða lífshlaupi lýst, og þar fá menn ákaflega misjafna einkunn. Þannig er Amold Bax (Englending- ur) sagður hafa verið skarpur hugsuður, skemmtinn í viðræðum og frábær píanóleikari. Wagner var hins vegar „siðskertur", losta- fullur, vanþakklátur og óheiðarleg- ur. ■Enska tónskáldið Michael Tippet er ákaflega viðkvæmur fyrir félags- vandamálum, andlegu gildi og manneskjulegum hugsjónum. Hann er gagnrýninn og róttækur og oft kallaður „samviska" enskra tón- skálda. Rachmaninov er hins vegar lýst sem hrokagikki og tónlist hans er ijómasæt og væmin. Oft er ein- kennilega til orða tekið í bókinni. T.d. er sagt að á síðari hluta ævi sinnar hafí Scriabin tekið upp „van- skapaðan", margflókinn og fram- andlegan stíl. Og þegar talið berst að verkum Bruckners koma fyrir orð eins og draumsæjumóða og hugleiðslusammni. Þýðingin kemur oft ankannalega fyrir. í stað orðsins kammermúsík er stundum notað orðið stofulög, sem er beinlínis vill- andi, og sumstaðar er verið að óþörfu að þýða erlend staðarheiti. Þannig er sagt frá því að Thomas Augustine Arne hafí hlotið doktors- nafnbót í Öxnafurðu (Oxford). Kannski á þetta bara að vera fynd- ið? Þrátt fyrir þessa ágalla bókarinn- ar hafði ég á ýmsan hátt gaman af að glugga í hana, en vil benda lesendum á að taka skoðunum og fullyrðingum höfundar, sem stund- um em dálítið hæpnar, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, með hæfíleg- um fyrirvara. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI EINAR ÞÓRISSON LONG, SÖlumaður KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasau Til sölu er að koma meðal annarra eigna: Glæsilegt einbýlishús við Látraströnd Steinhús ein hæð um 185 fm.' Nýr sólskáli um 15 fm og góður bílsk. um 25 fm. Eignarlóð 850 fm. Útsýni. Teikningar og nánari uppl. á skrifst. Glæsileg eign næstum fullgerð Nýtt raðh. á vinsælum stað á Ártúnsholti á tveim hæðum um 160 fm. 3-4 svefnherb. Góður bílsk. Góð langtimalán. Endaíbúð - sérþvottahús 4ra herb. á 3. hæð 109,5 fm nettó á vinsælum stað í Seljahverfi. Sólsvalir. Ágæt sameign. Stæði í bílhýsi. Mikið útsýni. í smíðum - sérþvottah. - bílskúr Eigum óselda eina 4ra herb. íbúð mjög rúmgóða við Sporhamra nú fullb. undirtréverk. Sameign verðurfullgerð. Frábær greiðslukjör. Kynn- ið ykkur teikn. og nánari uppl. Hentar smið eða lagtækum Efri hæð 5 herb. í reisulegu þríbhúsi á útsýnisstað við Digranesveg, Kóp. Allt sér. Bilskréttur. Þarfnast nokkurra endurbóta. Laus 1. mars nk. Einbýlishús — raðhús eða sérhæð óskast miðsvæðis í borginni. Æskileg stærð 150-220 fm. Miklar og góðar greiðslur. 3ja herb. og 4ra-5 herb. góðar fbúðir í vesturborgínni. ALMENNA FASTEIGNASAl AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 GIMLIGIMLI Þorsgata 26 2 hæð Simi 25099 ^ Þorsgata 26 2 hæd Simi 25099 ^ VANTAR EINBYLISHÚS Höfum fjölmarga kaupendur að góöum einbýlishúsum á Reykjavikursvæö- inu. Vlö mætum á staðlnn og verðmetum samdægurs. © 2S099 Einbýli og raðhús HVERAFOLD Fallegt einbhús á einni hæð ca 150 fm ásamt 34 fm bílsk. Fallegur frág. garður. 4 góð svefnherb. Skemmtil. skipul. Góð nýting. Áhv. hagst. lán. Skipti mögul. á 4ra herb. íb. í Flraunbæ. GRAFARVOGUR - PARH. Glæsil. fullb. timburparh. hæö og ris ásamt sökklum af ca 28 fm bílsk. Fullb. vönduð eign. Áhv. 2,2 millj. við veðd. ÁSLAND - MOS. PARHÚS + BÍLSK. Falleg ca 110 fm parh. á elnni- hæöásamt 25 fm bflsk. Glæsil. eldh. Parket. Ákv. sala. Hagkv. lán. KÓPAVOGUR Ca 195 fm parh. á tveimur hæðum með innb. bílsk. Fallegt útsýni. Arinn. Skipti mögul. á ódýrari eign. Verð 10,5-10,8 m. HVASSALEITI Fallegt 256,6 fm nettó raðhús með innb. bflsk. Stórar stofur, 6 svefn- herb., nýl. parket. Ágætur garöur. Ákv. sala. Verð 13,8 míllj. I smíðum GRAFAR VOGUR - PARH. AFH. STRAX Glæsil. 180 fm parh. á tveimur hæðum. Innb. bílsk. Húsin afh. fullb. að utan fokh. að innan. Afh. strax. Teikn. á skrifst. VEGHÚS - 2JA - HAGSTÆTT VERÐ Glæsil. ca 71 fm íbúðir á 1. hæð sem afh. tilb. u. trév. Verð 4,8 millj. SALTHAMRAR - EINB. HÚS Á EINNI HÆÐ Glæsil. 188 fm einbhús á einni hæð með góðum innb. bílsk. Skilast fullfrág. að utan og tilb. u. trév. að innan. Garðstofa. Teikn. á skrifst. Verð 9,5 m. VEGHÚS - 4RA-5 - NÝTT HÚSNLÁN Vorum að fá í endursölu ca 113,5 fm nettó 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum í nýju glæsil. fjölbhúsi. íb. veröur afh. tilb. u. trév. að innan í mars með frág. sam- eign. Áhv. nýtt lán við hússtj. ca 4,2 millj. Teikn. á skrifst. Verð 6980 þús. 5-7 herb. íbúðir ÁLFHÓLSVEGUR Falleg 5 herb. hæð í þríbhúsi. Sérþvottah. Sökklar aö bílsk. HúsiÖ allt nýmálað að utan. Verð 7,8 mlllj. LAUGARNESVEGUR Ca 126 fm neðri sérh. í þríb. Mjög ákv. sala. Verð 7 millj. VANTAR SÉRHÆÐIR Höfum fjársterka kaupendur að góðum sérhæðum. Mikil eftir- spurn. AUSTURBERG - BÍLSK. Falleg 4ra herb. endaíb. á 3. hæð ásamt ca 20 fm fullfrág. bílsk. 3 góð svefnherb. Suðursv. Verð 6,2-6,3 mlllj. ENGJASEL - GLÆSIL. ÚTSÝNI Falleg 102,4 fm nettó endaíb. á 3. hæð ásamt stæði í góðu bílskýli. Suðursv. 3 svefnherb. Sérþvhús. Glæsil. útsýni. Verð 6,4-6,5 millj. KAPLASKJÓLSVEGUR Glæsil. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Beyki- parket. Gufubað. Áhv. hagst. lán. HRAUNBÆR Falleg 112,5 fm nettó íb. á 2. hæð. Sér- þvottah. Stór stofa. Óvenju rúmg. og vel skipulögð eign. Ákv. sala. SUNDLAUGAVEGUR Mjög falleg 4ra herb. risíb. lítið undir súð í góðu steinh. Verð 5,5 millj. 3ja herb. íbúðir VESTURGATA - 3JA Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð með sérinng. Nýl. ofnalagnir o.fl. Verð 4,5 millj. HRÍSMÓAR Stórglæsil. 3ja herb. fullb. íb. ca 97 fm í vönduðu lyftuh. Tvennar svalir. Glæsil. útsýni. Áhv. 2,6 millj. Verð 6,9 millj. MIÐSTRÆTI - BILSK. 99,4 fm íb. á 2. hæð í steinh. ásamt 28 þús. hagst. lán. Verð 5,2-5,3 millj. KLEPPSVEGUR Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu lyftuh. Laus fljótl. Lítið áhv. Verð 5 millj. NJÁLSGATA Falleg mikið endurn. 3ja herb. risíb. Sér- inng. Verð 4,4 millj. MARÍUBAKKI Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð. Rúmg. þvottah. og búr. Sameign öll endurn. Verð 5,2 miHj. BRÆÐRABORGARST. Falleg 3ja herb. 91,5 fm ib. í lyftuhúsi. Fallegt útsýni. Nýl. standsett íb. Mjög ákv. sala. Lítið áhv. Verð 6,9 mlllj. VANTAR 3JA HERB. M/ NÝJUM HÚSNL. - STAÐGR. f BOÐI 4ra herb. íbúðir INN VIÐ SUND Falleg 101,8 fm nettó 4ra herb. íb. á 3. hæð. Endaíb. Sérþvottah. Rúmg. stofur, 2 svefnherb. ENGIHJALLI Falleg rúmg. 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð í lyftuh. Áhv. 1,5-2 millj. langtl. Verð 6,t m. EYJABAKKI - ÚTSÝNI Glæsil. 4ra herb. íb. á 3. hæð. Suðursv. Lítið áhv. Verð 6 millj. ENGJASEL Falleg 4ra herb. íb. á tveimur hæðum ásamt stæði bílskýli. Nýtt parket. Suð- ursv. Verð 5,950 millj. KRUMMAHÓLAR Falleg 4ra herb. endaíb. á 6. hæð. Suö- ursv. Verð 5,4 millj. FURUGRUND Falleg 4ra herb. íb. á 1. hæð. 3 svefnherb. Parket. Suðursv. Bilskýli.Verð 6,5 m. HRAUNBÆR Rúmg. 3ja herb. íb. á 3. hæð ásamt 12 fm' aukaherb. í kj. Útsýni. Verð 5,2-5,4 millj. NJÁLSGATA - ÓDÝR Ca 85 fm nettó íb. á jarðh. í steinh. Ákv. sala. Verð 4 millj. 2ja herb. íbúðir KÁRASTÍGUR Glæsil. 2ja herb. íb. í kj. í fallegu virðulegu timburh. Eignin er öll ný standsett. Eign í sérflokki. Verð 3,9 millj. BRÆÐRABORGARSTÍGUR Mjög falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð. VINDÁS - BÍLSK. Falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Suöursv. Bílskýli. Áhv. 1600 þús. veðd. Mjög ákv. sala. Verð 4,5-4,6 mlllj. VALLARÁS Glæsil. 2ja herb. íb. á 2. hæð.. Áhv. ca 1950 þús. veðd. Verð 4,5 millj. HÁALEITISBRAUT Gullfalleg 2ja herb. endaíb. á 4. hæð. Parket. Gott gler. Verð 4,5 millj. GRETTISGATA - RIS - HAGST. LÁN Falleg nýstandsett 2ja herb. íb. 58,3 fm nettó. Nýjar rafmagns og ofnalagnir. Áhv. 1600 þús. hagst. lán. Verð 3,7 millj. ENGIHJALLI Falleg rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð. Góð- ar innr. Hagst. lán. Áhv. 2,2 millj. ÞVERBREKKA Falleg 63 fm nettó íb. á 1. hæð með sér- inng. í 2ja hæða fjölbhúsi. Suðurgarður. STANGARHOLT Glæsil. 2ja herb. íb. á 3. hæð í nýju fjölbhúsi. Áhv. 1800 þús.v/veödeiid. Verð 4950 þúe. AUSTURBERG Falleg 2ja herb. íb. á 4. hæð. Glæsil. út- sýni. Verð 4,150 millj. BRAGAGATA Falleg 2ja herb. íb. ó 3. hæð í steyptu þríbhúsi. Lítið áhv. Verð 3 millj. SPÓAHÓLAR Falleg, rúmg. 2ja herb. íb. á 1. hæð m/suð- urgarði. Parket. Verð 4350 þús. ÓÐINSGATA Góð 50 fm íb. 2ja herb. á 1. hæð. Góður garður. Ákv. sala. Verð 3,1 millj. Árni Stefánsson, viðskiptafr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.