Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 23

Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 23 Tónlistarhópurinn Snerta leikur á Háskólatónleikum nk. miðviku- dag. Frá vinstri eru Pétur Grétarsson, Maarten van der Valk, Arni Askelsson og Eggert Pálsson. Söfriun íyrir SEM samtökin: 9,3 milljónir hafa skilað sér Bílstjórar Nýju sendibílastöðvarinnar gefa dagslaun sín ÁHUGAHÓPUR um bætta umferðarmenningu hefur tekið við um 9,3 milljónum króna til styrktar Samtökum endurhæfðra mæn- uskaddaðra, SEM samtökunum, vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar þeirra. Áhugahópurinn gekkst fyrir fjársöfnun í tengslum við sjón- varpsdagskrá á Stöð 2 í september s.l. Markmið dagskrárinnar var að vekja athygli á hörmungum um- ferðarslysa og hins vegar íjársöfn- un. Þá fengust loforð fyrir 12,8 milljónum króna og auk þess vinnuframlag og gjafir í bygging- una, sem metið hefur verið á um 11 milljónir. Staðfesting hefur fengist á vinnuframlagi og gjafa- loforðum frá flestum aðilum og í dag munu allir bílstjórar Nýju sendibílastöðvarinnar gefa dags- laun sín til SEM samtakanna. Undirbúningsvinna vegna vænt- anlegrar byggingar er hafin. 20 íbúða bygging fyrir félagsmenn verður reist sunnan Kringlumýrar- brautar vestan við Borgarspítalann og heíjast byggingarframkvæmdir 11. maí n.k. Már Viðar Másson er formaður bygginganefndar og Magnús Bjarnason er bygginga- stjóri. Húsnæðsifélag hefur verið stofnað, „SEM-Sólhlíð“, og mun það sjá um bygginguna, en sjóð- stjóm, sem fulltrúar frá Áhuga- hópi um bætta umferðarmenningu og SEM samtökunum skipa, heldur utan um söfnunarféð. ■ SEINNA misseri háskólatón- leika hefst 7. febrúar nk. Tónleik- arnir fara að venju fram í Norræna húsinu á miðvikudögum kl. 12.30- 13.00. Samtals verða tónleikarnir 12, fluttir á tímabilinu 7. febrúar til 16. maí. Fyrstu tónleikarnir verða með óvenjulegu sniði. Þá kemur fram íslenski slagverks- hópurinn Snerta. í hópnum eru tónlistarmennimir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Maarten M. van der Valk og Pétur Grétarsson. Markmið Snertu er að kynna sem mest af þeirri tónlist, sem samin hefur verið fyrir slagverkshljóðfæri og einnig að stuðla að nýsköpun á því sviði. Að þessu sinni ætlar hóp- urinn að flytja verk eftir Steve Reich, J.S. Bach og Áskel Másson. Samgöngu- ráðuneyti svarar um- boðsmanni Samgönguráðuneytið hefur nú gefið umboðsmanni Alþingis svör um það hvernig ráðuneytið hagi svörum við erindum, sem því ber- ast. I Morgunblaðinu á föstudag kom fram að samgönguráðuneytið hefði eitt ráðuneyta ekki svarað umboðsmanni. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segir að fyrir mis- skilning hafi ráðuneyti hans svarað forsætisráðuneytinu, þar sem for- sætisráðherra hafi framsent erindi umboðsmanns. Nú hafi hins vegar verið gengið frá svörum í snatri. „Ég held að ég geti fullyrt að það sé góð reiða á skjalavörzlu og með- ferð erinda í samgönguráðuneytinu," sagði Steingrímur í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að hins vegar væri aðhald umboðsmanns Alþingis með stjórnsýslunni af hinu góða. HIGH-DESERT BLÓMAFRJÓKORN HlGH-DESERT SKIUÐ SKATTFRAMTAU ÍTÆKATÍÐ Skattframtali 1990 vegna tekna 1989 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar. Fylgiblöð meðskattframtali liggja frammi hjá skattstjómm sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launurri smi SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ERIOFEBRÚAR. RSK - RÍKISSKATTSTJÓRI i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.