Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 26

Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 26
26 oeex JiAUflaEra .a }TJDAauu3ia<í GiGtAjffwuojiOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 HITA BLÁSARAR POmA-HEAT SIMI: 681500 - ARMULA 11 Færeyjar: Smíði Heygadrangs kost- ar landssjóð tæpan milljarð Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞVERHNÍPTUR og tignarlegur stendur Heygadrangur í nág’renni Vestmannabyggðar á Straumey. Ekki stafar jafh miklum ljóma af skip- inu sem nefnt hefur verið í höfuðið á drangnum. Bílalyftur 2ja og 4ra pósta Verð frá kr. 208.700,- án vsk. n Olíufélagið hf 681100 Allt saman byijaði með því að nokkrir hugsjónamenn í Vestmanna tóku sig til og ákváðu fyrir nokkrum árum að smíða venjulegan togara. Síðan var áætlunum breytt á þann veg að togarinn ætti að nýtast við kolmunnavinnslu. Smíði togarans í skipasmíðastöðinni í Skálum dróst á hins vegar mjög á langinn. Fyrir ári, um það bil sem henni var að ljúka, varð skipasmíðastöðin gjald- þrota. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að togarinn kostaði sem svarar 450 milljónum íslenskra króna en nú var kostnaður farinn að nálg- ast 1.350 miiljónir. Landsstjórnin skipaði nefnd til að athuga málið. Hún lagði til að gerð yrði opinber rannsókn á smíði togarans. Ýmislegt í tengslum við hana virtist undarlegt og var talað um ábyrgðarleysi stjóm- mála- og embættismanna. Samtök launþega hafa krafíst þess að lands- stjómin láti stjómskipaða nefnd yfír- heyra opinberlega þá sem málið snertir. Ein af þeim spumingum sem ekki hefur verið svarað er sú hvað hafí orðið af því fé sem útgerðin þarf að leggja fram til tryggingar í upphafí og ætti að vera 10% af kostnaði. Sumir hafa getið sér þess til að féð hafí verið lagt inn á banka, kvittun fengist fyrir því til að framvísa hjá hinu opinbera og peningarnir síðan teknir strax út aftur. Nú stefna þrotabússtjórarnir að því að selja Heygadrang og gera menn sér vonir um að fá fyrir hann 450 milljónir króna. Þegar hafa Norðmenn sýnt skipinu áhuga en ekki er búið að setja í það sérút- búnað vegna kolmunnavinnslu svo nokkm nemi. Það þýðir að hið opin- bera þarf að taka á sig umframkostn- aðinn sem nú hvílir á skipinu, sam- tals 900 milljónir króna. Slíkt er illa séð nú þegar brýnt er fyrir öllum Færeyingum og ekki síst landsstjórn- inni að herða sultarólina. Reuter Hundruð þúsunda Sovétmanna á útifúndi við Kremlarmúra á sunnu- ___________ dag þar sem krafíst var umbóta og afnáms einræðis kommúnista. Mestu mótmæli í Sovétríkjunum á síðari tímum: Hundruð þúsunda kröfðust afiiáms ein- ræðis kommúnista NÁMSKEIÐ jyrvr nemendur • grunnskóla • framhaldsskóla • háskóla NemaidapjónusUmsf. Þangbakka 10. Mjódd. Moskvu. Reuter. TALIÐ er að allt að 300.000 manns hafí tekið þátt í mótmælagöngu í Moskvu á sunnudag þar sem krafíst var umbóta og lýðræðis. Sagt er að þetta séu fjölmennustu mótmæli gegn stjórnvöldum í landinu frá því á þriðja og áratugnum. Fólkið heimtaði m.a. að afnumið yrði sjötta ákvæði sljórnarskrárinnar sem kveður á um forystuhlut- verk kommúnistaflokksins. Samsvarandi ákvæði hafa þegar verið numin úr stjórnarskrám nokkurra A-Evrópuríkja og Sovétlýðveld- anna Litháens og um helgina einnig í Georgíu. Umbótasinninn Bor- is Jeltsín, sem situr í miðstjórn kommúnistaflokksins, sagði að fiind- ur, sem nú stendur yfír í miðstjórninni, væri síðasta tækifæri flokks- ins til að breyta um stefnu, ella myndi hann glata öllum áhrifum. Moskvuútvarpið ræddi við nokkra þátttakendur og líktu sumir þeirra stemmningunni meðal göngumanna við fögnuðinn í Berlín er múrinn var úr sögunni. Mið- stjórnarmaður í kommúnistaflokkn- FRAMTIÐ LIFEYRISMALA Á ÍSLANDI Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn halda sameiginlegan fund um lífeyrismál, miðvikudaginn 7. febrúar, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl. 18.00. Framsögumenn: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og verkalýðsráðs. Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri V.S.Í. Kl. 19.30 léttur kvöldverður. Umræður, fyrirspurnir. Fundarstjóri: Kristján Guðmundsson, formaður Óðins. Fundarritari: Guðrún Zöega, formaður Hvatar. Allt sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Verkolýðsráð Sjálfstæðisf lokksins Málf undarfélagið Óðinn um, Nikolaj Shíslín, sagði í samtali við bandaríska sjónvarpsstöð að hann teldi fjölflokkakerfi verða komið á í landinu innan skamms. Þeir sovésku fjölmiðlar, sem stutt hafa umbótastefnu Gorbatsjovs af mestum krafti, hafa að undanförnu hert mjög árásir sínar á harðlínu- seggi. Sovéska sjónvarpið sýndi myndir frá útifundinum á sunnudag og sagði fréttamaðurinn að umbóta- stefnan tvíefldist nú í flokknum og „gömlu harðlínuöflin" yrðu fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. TASS-fréttastofan fordæmdi á hinn 15% afsláttur út febrúar Myndatökur frá kr. 6.500.- Ljósmyndastofumar: Myndarfólk Keflavík, sími: 92-14290 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Barna og Fjölskylduljósmyndir, sími: 12644 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. bóginn aðgerðimar og sagði að þar væru að verki „niðurrifsöfl“ og „æsingaseggir." „Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Jeltsín sem var meðal þeirra er fluttu ræður á hinu risastóra Manezh-torgi fyrir utan Kreml. „Það verður að endurskipuleggja kommúnistaflokkinn. Flokksein- ræðinu verður að linna.“ Jeltsín hét því að verða málsvari alþýðunnar á fundi miðstjórnarinnar. Sagnfræð- ingurinn Júríj Afanasajev hyllti „friðsamlega byltingu allra lands- manna“ og hvatti til þess að um- bótasinnar í Sovétríkjunum öllum héldu áfram mótmælum næstu vik- urnar. Minnst var með stuttri þögn þeirra sem týnt hafa lífi í þjóðernisr- óstum í Kákasuslöndum Sovétríkj- anna. Mikið bar á fánum Eystra- saltsríkjanna þriggja og fleiri Sov- étlýðvelda meðal göngumanna. Einnig báru menn borða og spjöld með slagorðum eins og „Niður með KGB! [öryggislögregluna]“ og „Niður með grein sex! [stjórnar- skrárákvæðið um flokkseinræðið]. Einnig var minnt á baráttu Andrejs Sakharovs fyrir mannréttindum og afnámi einræðis kommúnista. „Kommúnismi og lýðræði fara ekki saman,“ stóð á einu spjaldinu. Víða var krafíst sjálfstæðis til handa Eystrasaltslöndunum og mótmælt „fasisma“ í Sovétríkjunum. Sjá mátti hvatningar til sovéska hersins um að snúast ekki gegn almenningi og kröfur um afsögn Jegors Lígatsjovs, sem situr í æðstu valdastofnun landsins, stjórnmála- ráðinu, og er talinn forystumaður afturhaldsafla í kommúnistafiokkn- um. Vikublaðið Moskvufréttir, er styður Gorbatsjov í einu og öllu, birti í síðustu viku harkalega árás á Lígatsjov og sagði hann vera einn þeirra sem stæðu gegn umbóta- stefnunni þrátt fyrir yfirlýsingar um stuðning við hana. Meðal þeirra hreyfínga er efndu til mótmælanna var Lýðræðisvett- vangur, umbótahópur innan komm- únistaflokksins, Samtök kjósenda í Moskvu og fleiri hópar. Margir her- menn tóku þátt í mótmælunum. Lögregla reyndi ekki að stöðva gönguna eða dreifa útifundinum en lagði þó strætisvögnum og vörubíl- um við nokkur gatnamót til að hindra aðstreymi. Einnig var mið- stöðvum neðanjarðarlestanna lok- að. Málgagn Sovétstjórnarinnar, íz- vestíja, sagði á sunnudag að komm- únistaflokkurinn ætti nú fyrir hönd- um erfiða tíma, e.t.v. sína mestu eldraun frá upphafí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.