Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 27

Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 27 Púðurtunnur í Austur-Evrópu NÚ þegar Járntjaldið svokallaða rís koma í ljós gömul vandamál í Austur-Evrópu - deilur um landamæri og ólga þjóðarbrota. Þessi vandamál má rekja til hruns Tyrkjaveldisins og Austurríkis-Ung- veijalands, Versala-samningsins eftir heimsstyrjöldina fyrri, griða- sáttmála Sovétmanna og Þjóðveija árið 1939 og Jöltu-samningsins eftir heimsstyrjöldina síðari árið 1945. Grikkir eru í Albaníu, Júgó- slavíu og Búlgaríu; Albanir í Júgó- slavíu; TYrkir í Búlgaríu; Ungverj- ar í Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Sovét-Úkraínu; Þjóðveijar í Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Ungveija- landi og Rúmeníu; Rúmenar í Sov- étlýðveldunum Moldavíu og Úkr- aínu; og Pólveijar í Tékkóslóvakíu og Sovétlýðveldunum Úkraínu, Hvíta-Russlandj og Litháen. JÚGÓSLAVÍA - Eijur milli serbneska minnihlutans og alb- anska meirihlutans í Kosovo-héraði hafa valdið hættu á borgarastyij- öld. Slóvenar eiga einnig í illdeilum við Serba og krefjast aukinnar sjálf- stjórnar. Kommúnistaflokkur Slóv- eníu hefur sagt skilið við móður- flokkinn í Belgrað. BÚLGARÍA - Samskipti Búlg- ara og Tyrkja, sem eru um 8,5% landsmanna, eru mjög slæm. Þótt flöldaflótti Tyrkja úr landinu hafi valdið vöruskorti og efnahags- þrengingum halda þjóðemissinnaðir Búlgarar áfram að mótmæla aukn- um réttindum Tyrkja. Við landa- mærin að Júgóslavíu eru einnig margir Makedoníu-menn. RUMENÍA - Ungverska þjóð- arbrotið var beitt kúgunum á valda- tíma Nicolae Ceausescus, fyirum einræðisherra, en hefur nú snúið vörn í sókn. í ráði er að stofna háskóla og fleiri menntastofnanir, þar sem töluð verður ungverska, og talið er að þau áform mæti harðri andstöðu Rúmena. Einnig er líklegt að rúmensk stjómvöld krefjist þess að Sovétlýðveldið Moldavía verði sameinað Rúmeníu. Moldavar em nátengdir Rúmenum. UNGVERJALAND - Flestir nýju stjórnmálaflokkanna í landinu, sem taka þátt í kosningunum í ár, em hlynntir því að ungversk stjóm- völd taki málstað fimm milljóna Ungveija sem búa í nágranna- löndunum. Þetta gæti valdið milliríkjadeilum. TÉKKÓSLÓVAKÍA - Sam- skipti Tékka og Slóvaka gætu versnað ef komið yrði á umbótum í átt til fijáls markaðsbúskapar. Búast má við harðri andstöðu Slóv- aka ef dregið verður úr fjárstreym- inu til Slóvakíu, þar sem um þriðj- ungur íbúa landsins býr. Tékkar kvarta þegar yfír því að of miklir fjármunir komi í hlut Slóvaka. Einn- ig er hætta á erjum milli Slóvaka og ungverska þjóðarbrotsins í Slóvakíu. PÓLLAND - Líkur em á mik- illi þjóðaólgu í landinu hafni pólsk stjórnvöld kröfum úkraínskra, hvítrússneskra og þýskra íbúa landsins um eigin skóla og stofnan- ir. Ef Þýskaland yrði sameinað gæti svo farið að Þjóðveijar gerðu tilkall til vesturhluta Póllands. Pól- veijar gætu aftur á móti krafíst landsvæðis, sem nú er innan Sov- étríkjanna, þar á meðal Vilnius, höfuðborgar Litháens. SOVÉTRÍKIN - Eystrasalts- þjóðirnar feta sig áfram í átt til sjálfstæðis, Moldavar vilja samein- ast Rúmenum og aðskilnaðarsinnar láta æ meir á sér bera í Iöndunum við rætur Kákasusfjalla - Georgíu, Armeníu og Azerbajdzhan. Hljóti ofangreind lýðveldi sjálfstæði má búast við hörðum viðbrögðum Rússa, sem þar búa. Til að mynda em Rússar í meirihluta í Riga, höf- uðborg Eystrasaltslýðveldisins Lettlands. Öll vandamálin verða því ekki leyst með því einu að veita þessum lýðveldum sjálfstæði eða aukið sjálfræði. Heimild: International Herald Tribune. SIEMENS Öflug rvksuga! VS91153 • Stillanlegur sogkraftur (250- 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld sýklasía í útblæstri. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði. • Verð kr. 16.500,- SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Fmnskir bankar lokað- aðir vegna verkbanns Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. VERKBANN hefur lokað öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum í Finnlandi. Aðeins Póstbankinn starfar eins og venjulega en 7.000 starfsmenn hans geta varla annað öllum bankaviðskiptum lands- manna þegar 50.000 bankamenn eru útilokaðir frá vinnustöðum sinum. Almenningur hefur tekið vinnudeilunni fremur rólega hingað til og hún hefiir haft lítil áhrif á viðskiptalífið. Flest fyrirtæki bor^ guðu laun fyrirfram til þess að menn gætu tekið út peningana áður en bankarnir lokuðu á miðvikudaginn. Mörg atvinnufyrirtæki hafa einnig fært viðskipti sín yfír í Póstbankann, sem er ríkisbanki en starfar áfram eins og venjulega. Vinnudeila bankamanna annars vegar og vinnuveitenda, þ.e. einka- bankanna og sparisjóða landsins, hins vegar hefur staðið í nokkrar vikur. Bankamenn hafa neitað að framkvæma ýmsar aðgerðir, t.d. gírófærslur milli banka. Einnig til- kynntu bankamenn um verkfall frá miðjum febrúar en vinnuveitendur náðu að hefja vinnubann þegar í stað. Bankamenn segjast vera óánægðir með þau kjör sem samið var um í allsheijarsamningum er voru undirritaðir um miðjan janúar. Flest öll stéttarfélög samþykktu litl- ar launahækkanir til þess að koma í veg fyrir verðbólgu á næstunni. Bankastarfsmenn eru aðallega kon- ur og teljast launakjör þeirra mun lakari en gengur og gerist í öðrum stéttum. Þess vegna hafa þeir farið fram á 10% launahækkun sem er 4-5 sinnum meira en í allsheijar- samningunum. Vinnuveitendur og ríkisvald hafa þar af leiðandi ekki sýnt óskum bankamanna samúð. Nota reiðufé á ný Tvísýnt er um hvað samfélagið þoli langt verkbann eða verkfall í öllum helstu bönkum. Finnar eru vanir því að láta banka sjá um allar greiðslur. Mikið hefur dregið úr notkun reiðufjár á síðastliðnum árum. Menn nota gíró eða ýmiss konar greiðslukort. Mjög algeng eru bankakort, þ.e. „debetkort" sem eru notuð til að borga með í búðum og á veitingastöðum, beint af banka- reikningi viðskiptavinarins. Nú hafa Finnar orðið að venjast reiðufé aftur og hafa bankar borgað út of fjár á síðustu vikum fyrir verkbannið. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af fjölgun afbrota. Bæði er búist við að þijótar bijótist inn hjá mönnum til þess að ná í pen- inga en líka verður hætta á mis- notkun greiðslukorta þegar erfitt verður að fylgjast með innstæðu á reikningi. Hingað til hafa flestir kaupmenn tekið við greiðslukortum en staðan getur breyst ef vinnudeil- an dregst á langinn. ■ PARÍS - Óveðrið sem gekk yfir Frakkland og hluta Þýskalands á laugardag kostaði 30 manns lífið, 23 í Frakklandi og 7 í Þýská- landi. Tugir slösuðust og um 60 þúsund heimili voru rafmagnslaus fram á sunnudagskvöld. Veður- hamurinn fór að ganga niður á sunnudag. ■ KAUPMANNAHÖFN - SAS- flugfélagið hefur gengið frá fimm ára áætlun um flug til Austur- Evrópulanda og er gert ráð fyrir að flytja þangað 150.000 norræna farþega á þessu ári. Á síðustu fimm mánuðuni liðins árs flutti SAS 63.000 farþega til Austur-Evrópu en fram til 1995 á að bæta við fímm nýjum áfangastöðum. Næturkrem Dagkrem BIO REPAIR er andlitskrem í sérflokki. BIO REPAIRfrá^/odro^y hjálpar húðinni að öðlast fyrri mýkt, stinnleika og raka, svo er Bio Repair Complex fyrir að þakka. Komdu með auglýsinguna til okkar og fáðu 10% afslátt út á hana. Þetta tilboð okkar gildir til 20. febrúar 1990. Bankastræti 3. S. 13635. Útsölustaðir: Brá, Laugav. 74, Ingólfsapótek, Kringlunni, Stella, Bankastræti 3, Lilja Högnadóttir, snyrtistofa, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirðinga, Húsavíkurapó- tek, Vestmannaeyjaapótek, Snyrtist., Rauðarárstíg 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.