Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 31
MQRSUNBtAÐiEf ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1900 Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Ur dagbók lögregl- unnar í Reykjavík 2.-5. febrúar 1990 Brotist var inn í Regnhlífabúðina í Reykjavík og þaðan stolið tölu- verðu magni af snyrtivörum. Karlmaður var staðinn að því að reyna að hnupla pela í verslun ÁTVR í Kringlunni. Nokkrir voru staðnir að hnupli í Hagkaupum í Kringlunni. Verðmætum var stolið úr bifreið við Fornhaga. Brotist var inn í verslun við Hjarðarhaga og þaðan stolið 30 pökkum af vindlingum og ýmiss konar sælgæti. Ungur maður var handtekinn í miðborginni eftir að hafa veitt öðr- um áverka, að því er virtist að til- efnislausu. Eldur kom upp í þurrkara í síldarverksmiðju Kletts. Fjórir unglingar voru handteknir eftir að hafa brotið rúðu í Vogue í Mjódd. Líkamsmeiðingar áttu sér stað á skemmtistað við Gerðuberg. Karl- maður var fluttur á slysadeild. Maður var handtekinn eftir inn- brot í Pósthússtræti 13. Rúða var brotin i Hótel Borg. Maður var handtekinn. Kona datt af hesti á Suðurlands- vegi við Baldurshaga. Hún meidd- ist eitthvað og var flutt á slysa- deildina. Fimm menn í fangageymslu eft- ir rúðubrot í verslun í miðborginni. Slagsmál urðu á skemmtistað við Ármúla. Einn fluttur á slysa- deild og tveir í fangageymslu. Tilkynnt var um eld í húsi við Austurbrún. Reyndist vera reykur frá útigrilli á svölum. Karlmaður var færður á lög- reglustöðina eftir að hafa verið staðinn að því að veita bömum áfengi. Lögreglan hafði 103 afskipti af ölvuðu fólki, sem ekki kunni fótum sínum fo'rráð, ólíkt fólk í mjög mis- munandi ástandi við allmisjafnar aðstæður. 38 árekstrar voru tilkynntir til lögreglu. Allflestir þeirra voru síðan afgreiddir með tjónstilkynn- ingareyðublöðum tryggingarfélag- anna, án frekari afskipta lögreglu. Þá voru tvö umferðarslys tilkynnt til iögreglu; gangandi vegfarandi varð fyrir bifreið á Gunnarsbraut við Flókagötu um miðjan dag á föstudag og ökumaður slasaðist í árekstri þriggja bifreiða á Tryggvagötu við Kalkofnsveg um hádegisbil á laugardag. Bifreið valt á Suðurlandsvegi við Litlu- kaffistofuna, en meiðsli urðu ekki. 27 sinnum var fólk aðstoðað við að komast inn eftir að hafa læst sig úti. Tilkynnt var um 7 innbrot, 12 þjófnaði og 6 búðarhnupl. Flestir voru staðnir að verki við hnupl í Kringlunni, en þar er m.a. virkt eftiriit vegna hugsanlegra búðar- þjófnaða. 27 voru kærðir fýrir að aka of hratt, 8 vegna gruns um öivun við akstur, 2 fyrir að aka réttindalaus- ir, 17 fyrir akstur gegn rauðu ljósi á gatnamótum og 7 vegna van- rækslu á að færa ökutæki sín til aðalskoðunar. Þá vora 14 ökumenn sektaðir fyrir að leggja ökutækjum sínum ólöglega og 11 ökutæki að auki voru fjarlægð með kranabif- reið vegna hættu, sem kynni að skapast af stöðu þeirra. Skemmdarverk voru framin á þremur stöðum í borginni og á öðrum 10 vora rúður brotnar. 10 líkamsmeiðsl voru tilkynnt og voru flest þeirra afleiðingar ryskinga og slagsmála fullorðins ölvaðs fólks á „skemmtistöðum“ borgarinnar. 62 einstaklingum var boðin gist- ing í fangageymslum um helgina vegna ýmissa uppákoma, s.s. ölv- unaróláta, innbrota og þjófnaða. Þeir 14 sem þegið höfðu gistingu vegna ölvunaróláta voru færðir fyrir dómara og voru leystir út með 4.000-15.000 kr. sáttargreiðslum. 6 óskuðu sjálfir sérstaklega eftir að fá afnot af aðstöðu fanga- geymslunnar þar sem þeir áttu ekki í önnur hús að venda. FISKVERÐ A UPPBOÐSMÖRKUÐUM 5. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í 1 Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 95,00 69,00 91,14 33,549 3.057.593 Þorskur(óst) 89,00 80,00 87,65 10,351 907.248 Ýsa 111,00 76,00 106,76 6,199 661.738 Ýsa(óst) 106,00 90,00 95,81 6,294 603.046 Karfi 60,00 35,00 50,67 0,393 19.914 Ufsi 46,00 46,00 46,00 0,195 8.970 Steinbítur 60,00 57,00 59,12 5,564 328.964 Samtals 83,05 78,846 6.547.836 í dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 90,00 60,00 84,58 12,389 1.047.814 Þorskur(óst) 87,00 59,00 77,94 35,769 2.787.914 Ýsa 115,00 76,00 100,63 2,938 295.657 Ýsa(óst) 105,00 76,00 94,91 15,367 1.459.487 Ufsi 57,00 57,00 57,00 3,320 189.240 Hlýri+steinb. 71,00 59,00 61,09 4,561 278.624 Lúða 590,00 305,00 420,12 0,387 162.585 Samtals 81,09 79,724 6.464.724 í dag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski, ýsu og ufsa úr Jóni Baldvinssyni RE og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 95,00 80,00 91,25 47,848 4.366.018 Þorskur(óst) 92,00 36,00 77,01 123,671 9.524.073 Ýsa 100,00 49,00 93,75 3,961 371.325 Ýsa(óst) 106,00 36,00 88,67 23,108 2.048.831 Karfi 49,00 39,00 45,74 1,890 86.445 Ufsi 45,50 35,00 37,70 1,664 62.731 Steinbítur 67,00 57,00 61,87 2,625 162.421 Steinbítur(óst) 59,00 15,00 52,34 13,907 727.836 Samtals 78,17 228,204 17.838.791 í dag verða meðal annars seld 80 tonn af karfa úr Hauki GK. SKIPASÖLUR í Bretlandi 29. janúar til 2. febrúar. Þorskur 136,56 137,520 18.779.295 Samtals 136,53 139,515 19.048.250 Selt var úr Sólbergi ÓF í Grimsby 1. febrúar. GÁMASÖLUR í Bretlandi 29. janúar til 2. febrúar. Þorskur 146,31 414,949 60.712.034 Ýsa 190,36 100.084 19.051.928 Ufsi 91,32 16,676 1.522.930 Karfi 81,80 14,334 1.172.461 Koli 193,49 36,108 6.986.612 Grálúða 116,50 11,850 1.380.573 Samtals 152,39 642,806 97.955.477 Morgunblaðið/Silli Bæjarstjórn Húsavíkur. Frá vinstri: Kristján Ásgeirsson, Orn Jóhannsson, Guðmundur Níelsson bæjarrit- ari, Pálmi Pálmason, Valgerður Gunnarsdóttir, Þorvaldur Vestmann, forseti bæjarstjórnar, Guðrún K. - Jóhannsdóttir, Hjördís Árnadóttir, Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri, Jón Ásberg Salomonsson og Tryggvi Finnson. Húsavíkurbær 40 ára Húsavfk. BÆJARSTJÓRN Húsavikur hélt hátiðarfúnd miðvikudaginn 31. janúar í tilefni af 40 ára kaup- staðarréttindum Húsavíkur. Fundurinn samþykkti svohljóð- andi tillögu: „Bæjarstjórn Húsavík- ur samþykkir í tilefni 40 ára kaup- staðarréttinda bæjarins, að stofna sjóð til kaupa á listaverkum. Stofnfé sjóðsins er 500.000 krónur. Tekjur sjóðsins skulu vera árlegt framlag úr bæjarsjóði, sem nánar verði kveðið á um í skipulagsskrá fyrir sjóðinn. Tilgangur sjóðsins er að afla listaverka til að prýða stofnanir bæjarins og umhverfi á Húsavík. Bæjarstjórn skal setja sjóðnum skipulagsskrá.“ Einnig var á fundinum ákveðið að minnast afmælisins með hátíð hinn 28. apríl næstkomandi og þann dag mun forsetinn frú Vigdís Finn- bogadóttir heimsækja Húsavík. Að loknum hátíðarfundinum bauð bæjarstjórnin þeim mönnum, sem setið hafa í bæjarstjórn Húsavíkur og eru nú búsettir þar, til kvöldverðar á Hótel Húsavík. - Fréttaritari •>.-iJ&L -T Q' ; ■Mtlil ÉÍlÉÖflÉffil Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Eitt af þeim verkefrium sem núverandi bæjarstjórn tók ákvörðun um var bygging vatnstanks. Hafiiardeild Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu: Kjörnefiid leggi firam tillögu að firam- boðslista vegna bæjarslj órnarkosninga Á FUNDI Hafnardeildar Sjálf- stæðisfélags Austur-Skaftfell- inga 30. janúar sl. var ákveðin tilhögun að skipan framboðslista vegna komandi bæjarstjórnar- kosninga á Höfii. Samþykkt var að fela stjórn fé- lagsins að skipa kjömefnd „sem sjái um skoðanakönnun meðal fé- lagsmanna og stuðningsmanna vegna kosninga að vori. Kjörnefnd þessi mun ljúka störfum fyrir febrú- arlok. Fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar fór fram prófkjör á veg- um félagsins og munu yfir 200 manns hafa tekið þátt í því. í vor verður í fyrsta sinn kosið til bæjarstjórnar á Höfn en Höfn varð bær fyrir rúmu ári. - JGG Morgunblaðið/Þorkell Gunnar G. Gunnarsson sýnir 15 monotypur á Mokkakaffi. ■ GUNNAR G. Gunnarsson sýn- ir 15 monotypur á Mokkakaffi, Skólavörðustíg 3a. Verkin eru unn- in á síðasta ári. Sýningin opnaði 30. janúar síðastliðin. Þijú nöfii féllu niður í frétt í Morgunblaðinu 1. febrú- ar síðastliðinn, um úthlutun lista- mannalauna, féllu niður eftirfarandi nöfn: Gísli Sigurðsson, Jóhannes Helgi og Óskar Aðalsteinn Guðjóns- son. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Hj ónanámskeið í Laugarneskirkju A nokkrum undanförnum misserum hafa Sr. Þorvaldur Karl Helgason, Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og Sr. Birgir Ás- geirsson staðið fyrir hjónanám- skeiðum. Hafa þau verið vel sótt ♦ ♦ ♦------ ■ AÐALFUNDUR AFS á ís- landi verður haldinn á Flúðum í Hrunamannahreppi helgina 9.—11. febrúar nk. Rúta fer frá skrifstofu félagsins, Skúlagötu 61, kl. 19.00 og frá Flúðum á sunnudag kl. 15.00., Á föstudagskvöld fer fram kynning á félaginu og þeim samtök- um innlendum og erlendum sem það er aðili að. Á laugardag verður stefna félagsins næstu þrjú ár mót- uð og á sunnudag fara fram hefð- bundin aðalfundarstörf. ■ ITC-DEILDIN Björkin heldur kynningarfund miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi kl. 20.30 í Lækjarbrekku, (Kornhlöðunni), Bankastræti. Gestur fundarins verður Kristín Kvaran, dagskrár- gerðarmaður hjá Ríkissjónvarpi. Hún mun reifa neytendamál á Is- landi og svarar síðan fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn til kynn- ingar á ITC-samtökunum. og hafa nú yfir tvö hundruð mánns tekið þátt í þeim. Hér er um að ræða samveru- stundir með hjónum á öllum aldri, sem vilja fá tækifæri til þess að ræða hjónaband og sambúð, fræð- ast um eðli og tilgang hjúskapar og skoða ýmis dagleg viðfangsefni.. bæði gleðileg og sorgleg, sem fyrir kunna að koma í svo nánu sam- félagi karls og konu, sem hjónaband er. Námskeiðið er ætlað fólki, sem hyggst ganga í hjónaband, er i sam- búð eða hefur verið gift í skemmri eða lengri tíma. Með námskeiðinu er stefnt að því að auðga samskipt- in í milli hinna tveggja einstakl- inga, styrkja sambandið milli þeirra og efla sjálfsvitund og stöðu gagn- vart makanum. Nú hefur verið ákveðið að halda næsta námskeið í Laugarneskirkju, nánar til tekið í safnaðarheimili kirkjunnar og verður það haidið næstkomandi laugardag, 10. febr- úar. Það hefst kl. 13 og því lýkur kl. 19. Upplýsingar og skráningu annast Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson milli kl. 15 og 17, þriðjudag til föstudags. Athygli skal vakin á því að fólki hvaðanæva að er heimil þátttaka. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.