Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VtDSKZPTI/AlVINN'UlÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Hlutabréf Ríkisskattstjóri viður- kennir 41 almenn- ingshlutafélag Á SÍÐASTA ári fengu 41 hlutafélag viðurkenningu ríkisskattstjóra um að einstaklingum sem kaupa hlutabréf í þeim sé heimilt að draga kaup- verð þeirra frá tekju- og útsvarsstofni upp á vissu marki. Alls fengu 17 hlutafélög slíka viðurkenningu að uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Hlutafé sé hærra en 12 millj. kr. b) Fjöldi hluthafa sé a.m.k. 25. c) Engar hömlur séu á viðskiptum með hlutafé félagsins. d) Ársreikningar séu aðgengilegir öllum hluthöfum. Eftirtalin félög hlutu staðfestingu: Nafo Staður Afurðastöðin í Búðardal hf. Búðard. Almenna bókafélagið hf. Rvík Almennartryggingarhf. Rvík Æðardúnn ínáðinni LAUSN er fúndin á æðardúns- deilu Islendinga og V-Þjóðverja, og hafa innflytjendur íslensks æðadúns þegar fengið undanþág- ur til að flytja inn dún héðan frá landi. í frétt frá utanríkisráðuneytinu kem- ur fram að því hafi borist þær upp- lýsingar frá utanríkisráðuneyti V- Þýskalands að framkvæmdastjóm EB sé ekki andvíg undanþágu fyrir íslenskan æðardún frá innflutnings- banni á æðardúni. Ákvörðun þessa efnis var tekin að undangengnu samráði milli v-þýska umhverfís- málaráðuneytisins og framkvæmda- stjómar EB. í fyrsta sinn en til þess þurfa félög Alpan hf. Eyrarb. Alþýðubankinn hf. Rvík Árlax hf. Kelduneshr. Amarflughf. Rvík Bærhf., hótel Kirkjub.kl. Drofn hf., skipasmíðast. Hafnarf. Hf. Eimskipafélagíslands Rvík Ferðaskrifstofa íslands hf. Rvík Fiskeldifélagið Strönd hf. Akranesi Fjárfestingarfélagíslands hf. Rvík Flugleiðir hf. Rvík Fróði hf. Rvík Grandi hf. Rvík Hampiðijan hf. Rvík Heilsugarðurinn hf. Rvík Hlutabréfasjóðurinn hf. Rvík Hraðfr.hús Grundarfjarðar hf. Gmndarf. Iðnaðarbanki íslands hf. Rvík ísfellhf. Hafnarf. íslenska úthafsútgerðarfél. hf. Bíldudalshr. íslenska útvarpsfélagið hf. Rvík Límtré hf. Flúðum Miklilax hf. Fljótahr. Olíufélagið hf. Rvík Pólstækni hf. ísaf. Samvinnubanki íslands hf. Rvík Siglunes hf. Sigluf. Sjóefnavinnslan hf. Hafnahr. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Rvík Skagstrendingurhf. Skagastr. Tollvörugeymslan hf. Rvík Útgerðarfélag Akureyringa hf. Akureyri Útgerðarfélagið Samstaða hf. Höfo, Homaf. Útgerðarfélagið Þórdís hf. Blönduósi Verslunarbanki íslands hf. Rvik Yleining hf. Biskupst.hr. Þróunarfélag íslands hf. Rvík Þörungaverksmiðjan hf. Reykhólum Raunávöxtun hlutabréfa 1987 % 1988 % 1989 % Meðaltal 1987-1989 % Eimskip 101,9 70,0 11,3 61,1 Flugleiöir 175,5 41,8 -3,5 71,3 Hampiöjan 31,4 19,4 -2,2 16,2 Hlutabréfasjóðurinn 16,6 13,6 10,1 13,4 Iðnaðarbankinn 17,5 23,0 4,7 15,1 Skagstrendingur 24,2 60,8 42,5* Tollvörugeymslan 33,6 -4,4 14,6* Verslunarbankinn 15,6 14,8 11,8 14,1 *Meðaltal 1988-1989 Hlutabréfamarkaður Gengi hlutabréfa á hraðri uppleið það sem af er árinu V — hjá Eimskip, Sjóvá—Almennum og Olíufélaginu FRÁ áramótum hefúr orðið talsverð hækkun á gengi hlutabréfa í sumum þeirra fyrirtækja sem eru skráð hjá Hlutabréfamarkaðnum HMARKI eins og fram kom í auglýsingu í blaðinu á fímmtudag. Mest er hækkunin 6% á hlutabréfum Eimskips og Sjóvá—Almennra og 5% á bréfúm Olíufélagsins. HMARKS vísitalan hefúr hækkað um 3,9% frá áramótum. Fyrir áramót var því spáð að gengi hlutabréfa kynni í einhveijum tilvik- um að lækka vegna mikils framboðs á markaðnum eftir áramót. Þróunin hefur á hinn bóginn orðið sú að lítið hefur verið um endursölu hlutabréfa og framboð virðist takmarkað um þessar mundir. Skráð gengi hjá HMARKI hefur því ýmist staðið í stað eða hækkað. í nýju fréttabréfi frá Verðbréfa- markaði íslandsbanka er greint frá raunávöxtun hlutabréfa í nokkrum hlutafélögum á síðustu þremur árum. Eins og sést á meðfylgjandi töflu hefur raunávöxtun hlutabréfa verið mjög hagstæð á síðastliðnum þremur árum þó kjörin hafí verið sveiflukennd milli ára. Eigendur hlutabréfa í Fiugleiðum virðast hafa borið mest úr bítum því þeirra bréf hafa fært þeim 71,3% raunávöxtun að meðaltali undanfar- in 3 ár. Ávöxtunin dreifist hins veg- ar afar ójafnt á þessi ár þannig að bréfm rýrnuðu að raunvirði í fyrra um 3,5%. Þá vekur athygli há raun- ávöxtun hlutabréfa í Skagstrendingi í fyrra. í fréttabréfí VÍB segir að ástæður lægri ávöxtunar á árinu 1989, en árin á undan, megi rekja til þess að hlutabréfamarkaður hér á landi sé afar ungur. Ákveðinn tími líði þar til jafnvægi komist á og ekki sé óeðlilegt að á fyrstu árum markaðar- ins séu verðhækkanir miklar, en síðan hægi á þeim eftir nokkur ár. Einnig beri að geta þess að afkoma fyrirtækja árið 1989 hafi almennt verið lakari en á árunum á undan og endurspeglist það óhjákvæmilega í verði hlutabréfa. IISTI x> m- 0:<£3 O: Á MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Skyggnstinn íframtíðina ÞAÐ ER yfirleitt að kasta pen- ingum á glæ að auglýsa í sérút- gáfúm dagblaða um tiltekin efiii. Ástæðan er sú, að sérútgáfúrnar eiga sér ekki fasta lesendahópa með ákveðnar lestrarvenjur. Þessar útgáfúr eru oftast einfald- ar efnisumbúðir um auglýsingar. Efiiið höfðar ekki til hins rétta markhóps, allra síst þegar þar er að finna greinar, eins og í tölvublaði DV á dögunum, undir fyrirsögninni: „Hvað er hug- búnaður?" Sá sem veit það ekki HLJÓÐKÚTAR 0G PÚSTRÖR frá viöurkenndum framleiðendum i Ameríku og Evrópu í flestar gerðir bíla, t.d.: * TOYOTA * FORD SIERRA * MAZDA * FIAT * MITSUBISHI * SUBARU * O.FL. O.FL. GÆÐAVARA - GOTT VERÐ PÓSTSENDUM Oplð laugardaga kl. 10—13 Bílavörubóðin FJÖÐRIN Skeifan 2 sími 82944 les ekki þetta blað. Sá sem veit það leggur blaðið strax frá sér. J>róun í átt til sérhæfingar Þróun í auglýsingabirtingum hef- ur á undanförnum áratug öll verið í þá átt að ná til sérhæfðs mark- hóps. Sérritin voru þróun áttunda áratugarins. Fréttabréfin sérkenni níunda árartugarins. Gagnabankar gætu orðið fróðleikslind síðasta ára- tugar þessarar aldar. Beint sam- band við viðskiptavin eða lesanda er ákjósanlegasta form auglýs- ingar. Beint samband, sem á ensku nefnist „Direct Marketing“ heldur án efa áfram að þróast með nýrri tækni og betri greiningu á þörfum neytenda eftir búsetu, starfi og lífsstíl. í Bandaríkjunum er háu hlutfalli auglýsingafjár varið til að mæla árangur. Hér á landi er sú grein enn á bernskuskeiði. Hlustenda- mælingar útvarps- og sjónvarps- stöðva eru vísir að slíkum mæling- um, en eru samt ófullkomnar. Þær mæla til dæmis aðeins magn en ekki gæði hlustunar. Þær segja aðeins til um það á hvaða stöð sé stillt, ekkert um það hvort boðskap- urinn komist til skila. Sú tækni sem næst kemst í gagn- ið hér á landi verður eflaust tengd skráningu og flokkun greiðslu- kortaviðskipta og tölvutengingu birgða og búðakassa. Innlend spá (án ábyrgðar) Eftir að sagan tók sprett í Aust- ur-Evrópu í haust hafa menn orðið djarfari við spádóma um hraða framvindu heimsmála, og einnig gætir þess líka í ýmsum spádómum á öðrum sviðum. Það verður því að teljast í lagi að leyfa sér hér í lokin að spá líka örlítið um þróun fjöl- miðla (les: auglýsingamiðla) hér á landi við upphaf nýs áratugar. Rýn- um í kúluna: „Beint sam- band við við- skiptavin eða lesanda er ákjósanleg- asta form aug- lýsingar“ 1. Sjónvarpsstöðvum mun fjölga, en fækka að nýju með samruna. 2. Mikil uppstokkun verður á dag- blaðamarkaði. Öldruð flokksblöð verða lögð niður. Síðar verður ráð- ist í stofnun nýs dagblaðs og hér verða á markaði þijú dagblöð í stað fimm. 3. Póstur og sími skilgreinir mark- mið sín að nýju og gerist frumheiji um nýja tækni í miðlun upplýsinga og auglýsinga. Hættir að versla með símtól og myndsenda en gerist framfarasinnað fyrirtæki á upplýs- ingaöld. Tilraunum til einkavæðing- ar Pósts og síma verður frestað þar sem ekki fmnast nógu öflugir kaup- endur innanlands. Tímaritum fækkar 4. Auglýsingastofum mun halda áfram að fækka með samruna, en síðan fjölgar þeim að nýju, vegna nýrra tæknimöguleika. Hér verða einkum stórar stofur, sem starfa í alþjóðlegri samvinnu, og smáar ein- staklingsstofur. Meðalstóru stof- umar lifa ekki af hræringar næstu ára. 5. Tímarit munu eiga erfitt upp- dráttar á næstu tveimur árum en ný tegund sérhæfðra tímarita, eins konar fréttabréfa, nýtur vaxandi vinsælda. 6. Spádómar um þróun auglýsinga- markaðar munu reynast haldlitlir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.