Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 38
Úr kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, „Hraftúnn flýgatr".
Þann 26. janúar síðastliðinn voru
liðin tíu ár frá upphafi hins „íslenska
kvikmyndavors" eða frá því samfelld
'ívikmyndagerð hófst í landinu og
;r þá miðað við frumsýningu kvik-
rnyndar Ágústs Guðmundssonar,
,Land og synir“. Mikið vatn hefur.
runnið til sjávar síðan þá og hafa
menn m.a. komist að því að innlend-
ur markaður muni aldrei bera uppi
íslenskan kvikmyndaiðnað (þótt ein-
staka mynd kunni að spjara sig).
Á.rið 1984 voru sett ný lög um Kvik-
myndasjóð íslands. Samkvæmt þeim
ikyldu tekjur sjóðsins vera sem svar-
aði söluskatti af seldum bíómiðum á
landinu. Við þau lög var staðið að-
eins einu sinni og hefur hver kvik-
myndagerðarmaður á fætur öðrum
misst aleigu sína og meira til í þess-
um hættulega leik. Aukning varð á
framlagi í sjóðinn 1986 en sú upphæð
hefur farið stiglækkandi síðan. Nu
er svo komið að íslensk kvikmynda-
frð gæti lagst af með öllu nema
thvað verði að gert.
Þegar síðasti áratugur er skoðaður
SNJÓ
BLÁSARAR
Baleus
ÞÓR^
SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11
í heild sinni kemur ýmislegt forvitni-
legt í ljós. T.a.m. sáu um 2,6 milljón-
ir íslendinga íslenskar kvikmyndir
(þar af rúmur helmingur í kvik-
myndahúsum). Til samanburðar má
nefna að um 2 milljónir íslendinga
sáu leiksýningar á sama tíma. Um
25 kvikmyndum var dreift erlendis
og hlaut þriðja hver mynd verðlaun
eða viðurkenningu á alþjóðlegum
kvikmyndahátíðum. Mjög fáum var
dreift í kvikmyndahús en flestar voru
sýndar í sjónvarpi. Sjónvarp hefur
þann undraverða eiginleika að ná til
milljóna manna á einni kvöldstund
og því fengu íslenskar kvikmyndir
talsvert fleiri áhorfendur erlendis
heldur en hér heima. Vegna þess hve
auglýsingatímar hjá erlendum sjón-
varpsstöðvum eru dýrir, liggja oft
fyrir mjög nákvæmar tölur um horf-
un á einstaka myndir. Þannig fékk
„Utlaginn" um 12 millj. áhorfendur
í Frakklandi, 1984. „Land og synir"
fékk 6 milljónir í Bretlandi 1983,
„Dalalíf" fékk 12 milljónir í Þýska-
landi 1987 o.s.frv. Margar myndir
voru sýndar í fleiri en einu landi og
ber þar hæst „Hrafninn flýgur" sem
var sýndur i um 20 þjóðlöndum.
Samtals sáu rúmlega 260 milljónir
Vesturlandabúa íslenskar kvikmynd-
ir á síðasta áratug eða að meðaltali
26 milljónir á ári. Þar sem sumar
myndir eru sýndar mörg ár í röð fer
þessi tala hækkandi þótt fjöldi kvik-
mynda standi í stað og er áætluð
meðaltalshorfun fyrir árin ’88, ’89
og ’90 um 39 milljónir á ári.
Ýmsir spekingar hafa leitt getum
að því að lítil þjóð eins og íslending-
ar hafi ekki ráð á því að leggja stund
á jafndýra listgrein og kvikmynda-
gerð er. Þetta er ákaflega hæpin
fullyrðing með tilliti til þess hvað
kvikmyndir og sjónvarp spila stórt
hlutverk í okkar daglega lífi og
menningu. Út frá hreinu efnahags-
legu tilliti er þessi fullyrðing ekki
aðeins hæpin heldur hreinasta stað-
leysa. Það væri nær að spytja hvort
íslendingar hafi ráð á því að leggja
ekki stund á kvikmyndagerð. Eftir-
farandi umfjöllun ætti að gefa ein-
hver svör við þeirri spumingu.
Um tekjur af íslenskri
kvikmyndagerð
Gjaldeyristekjur af kvikmynda-
gerð eru tvenns konar:
1) Beinar tekjur.
2) Óbeinar tekjur.
Beinar telgur
Beinar tekjur af sölu íslenskra
kvikmynda hafa allar farið í það að
greiða upp framleiðslukostnað mynd-
anna. Umframtekjur hafa engar ver-
ið til þessa dags. Þá er ekki þar með
sagt að engin íslensk kvikmynd hafí
skilað hagnaði. „Hrafninn flýgur“
t.a.m. skilaði verulegum hagnaði. En
þar sem hún var fjármögnuð að stór-
um hluta af erlendum aðilum var
erlendi dreifmgarrétturinn ekki í
höndum íslendinga. (Eins og áður
sagði var „Hrafninn flýgur" sýnd í
um 20 þjóðlöndum en hagnaður
vegna þeirra sýninga rann til sænsku
kvikmyndastofnuninnar). Vel rekinn
kvikmyndaiðnaður, eins og íslensk
kvikmyndagerð hefur alla burði til
að verða, mundi ná inn langstærstum
hluta af framleiðslukostnaði mynd-
anna, einungis með erlendri sölu.
Óbeinar tekjur
Með „óbeinum tekjum“ er átt við
það fjármagn sem kemur inn í landið
vegna þess að hér þrífst kvikmynda-
iðnaður, en rennur ekki endilega til
kvikmyndaframleiðenda. Þessar
tekjur eru þrenns konar:
a) Fjármagn sem kemur inn í landið
vegna erlendra „co-próduksjóna“
og erlendrar kvikmyndastarfsemi
hér á landi.
b) Auknar ferðamannatekjur vegna
landkynningar. j
c) Auknar útflutningstekjur vegna
landkynningar.
Erlendar „co-pródúksjónir“ og
erlend kvikmyndastarfsemi á
Islandi
Vegna fjármögnunarerfiðleika
hefur það færst f vöxt á undanföm-
um árum að íslenskir kvikmynda-
framleiðendur hafi stofnað til sam-
vinnu við erlenda framleiðendur um
fjármögnun á kvikmyndum sínum.
Þannig hefur stór hluti af fram-
leiðslukostnaði þeirra mynda komið
utanfrá og runnið beint út í íslenskt
atvinnulíf. Eins og áður sagði, hefur
þetta í för með sér að gróði af þess-
um myndum rennur til hinna erlendu
framleiðenda (sem eignast jafnan
dreifingarrétt erlendis) en óbeinar
gjaldeyristekjur koma að einhveiju
Vinningstölur iaugardaginn
3. feb. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 5.768.571
2.4 TM 2 302.076
3. 4af 5 159 6.554
4. 3af5 4.919 494
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
9.844.795 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990
leyti í staðinn fýrir beinar tekjur af
sölu.
Þá hefur einnig borið nokkuð á
því að erlendir framleiðendur hafi
komið til íslands til að taka upp ein-
stök atriði í myndir sínar. Þeir hafa
jafnan nýtt sér þá aðstöðu og sér-
þekkingu sem hér er fyrir hendi í
kvikmyndaiðnaði en einnig húsnæði,
bílakost o.fl. og þannig hafa umtals-
verðar fjárhæðir komið inn í landið.
Á síðasta áratug komu um kr. 370
milljónir inn í landið með þessu móti.
Auknar ferðamannatekjur
vegna landkynningar
Á síðasta áratug sáu 260 milljónir
Vesturlandabúa íslenskar kvikmynd-
ir.
Á sama tíma fjölgaði ferðamönn-
um til Islands um helming, eða úr
65.000 í 130.000 á ári.
Ástæður fyrir þessari fjölgun
ferðamanna eru fjölmargar og eru
þar tveir flokkar sem skipta megin-
máli.
a) Fleiri og öflugri söluskrifstofur
með Islandsferðum erlendis og
betri aðstaða fyrir ferðamenn á
íslandi.
b) íslandskynning af ýmsu tagi,
umtal þeirra sem hafa komið áður
og óbein auglýsingaáhrif af völd-
um frétta, fréttatengdra þátta og
kvikmynda.
Það er ljóst að þessir tveir flokkar
vinna saman og því erfitt að ein-
angra einn einstakan þátt. Þó er
margt sem bendir til að þáttur
íslenskra kvikmynda sé mjög mikil-
vægur og skal hér drepið á nokkrar
staðreyndir í því sambandi:
— Eins og áður segir sáu 260
milljónir Vesturlandabúa íslenskar
kvikmyndir á síðasta áratug. íslensk-
ar kvikmyndir hafa fengið (og munu
fá) margfalt fieiri áhorfendur en
nokkuð annað sem frá ísiandi kemur.
— Þessi dreifing hefur átt sér stað
einkum í gegnum sjónvarp. Sjónvarp
hefur ekki aðeins þann kost að ná
til flestra áhorfenda heldur einnig
að ná til þeirra á áhrifaríkari hátt
en nokkur annar miðill. í kvikmynd
kemst aragrúi af upplýsingum til
skila á meðvitaðan og ómeðvitaðan
hátt. Kvikmyndin er áhrifaríkasti
miðill sem vitað er um.
Ef þeir bara vissu...
0
Islensk kvikmyndagerð og umheimurinn
eftirEirík
Thorsteinsson
Úr kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, „Land og synir“.
Úr kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, „Útlaginn".
Eiríkur Thorsteinsson
— Engin skoðanakönnun hefur
verið gerð sem tekur beinlínis til
kvikmyndahorfunar og áhrifa hennar
(aðallega vegna þess hve slík könnun
væri kostnaðarsöm ef vel ætti að
vera). Slík könnun var þó óþörf á
síðasta vori í Þýskalandi þegar mikil
aukning varð á sölu íslandsferða.
Þessi kippur í sölu varð óvenju-
snemma á árinu og vakti hann for-
vitni þarlendra markaðsstjóra. Yfir-
gnæfandi meirihluti aðspurðra gáfu ’
einróma útskýringu á þessum
skyndilega íslandsáhuga: „Nonni og
Manni“.
Við athugun á tölum erlendra
ferðamanna til íslands á árinu 1989
kemur í ljós, að í samanburði við
önnur lönd, þar sem Nonni og Manni
var ekki sýndur, var að meðaltali 4-5
sinnum meiri fjölgun á ferðamönn-
um frá Þýskalandi, Austurríki og
Sviss, þar sem þáttaröðin var vel
auglýst og sýnd á besta sýning-
artíma. (I þessum samanburði er
einnig reiknað með Ítalíu, þar sem
þáttaröðin fékk ekki eins góðan sýn-
ingartíma og í áðumefndum löndum
en sýndi samt fjölgun. Samanburður-
inn verður hagstæðari ef aðeins eru
talin með Vesturlönd.)
(Heildaráhorfendafjöldi í Þýska-
landi: 36 milljónir.)
Vísbendingar af þessu tagi eru
fjölmargar enda er mikilvægi
íslenskra kvikmynda í landkynningu
viðurkennt af öllum þeim sem á ann-
að borð hafa einhvem skilning á
auglýsinga- og markaðsmálum. Hér