Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 40

Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 40
iO MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 Heiðajarlar og hrokakarlar eftirlngimar Sveinsson Á landsþingi Landssambands hestamanna í október sl. var kynning á bók Jónasar Kristjánssonar „Heiða- jörlum“ einn dagskrárliðurinn. Greinilegt var að um stórviðburð var að ræða því að um hádegi fyrsta þingdaginn, áður en kynningin fór fram, var slegið upp stórfrétt af at- burðinum með viðtali við Jónas í útvarpi. í erindi Jónasar á fundinum jós hann úr viskubrunni sínum af mikilli mælsku, og fór ekki á milli mála að fram á sjónarsviðið var stiginn nýr spámaður í málefnum hrossaræktar á íslandi, með nýjum tölvuforritum og aðferðum sem hvergi eiga sinn líka (að mati ræðumanns) og jafn- framt fordæmingu á öllu því starfi sem fram að þeim tíma hafði verið unnið af Búnaðarfélagi íslands og —^-ráðunautum þess í hrossarækt, og á því brautryðjendastarfi í arfgengis- rannsóknum og kynbótaspám sem dr. Þorvaldur Árnason hefir unnið að í samvinnu við þá. Ekki skil ég hvað kom til að þessi bókakynning var sérstakur dag- skrárliður á landsþinginu frekar en kynning á öðrum bókum varðandi hrossarækt sem út komu um svipað leyti, svo sem „Hestaheilsu“ Helga Sigurðssonar dýralæknis, sem þó er síst ómerkara rit og skrifuð af manni sem hefur menntun og þekkingu á ' viðfangsefninu. Var formáli „Heiða- jarla“ ef til vill í samræmi við skoðan- ir stjórnar LH á hrossarækt og kyn- bótamálum? Eg sá bókina Heiðajarla er ég kom sem áheymarfulltrúi á landsþingið. Ég fletti í gegnum hana og í fljótu bragði fannst mér hún að mörgu leyti forvitnileg og áhugaverð, og upp- setning ættartalsins og súluritanna yfir einkunnir hestanna með tölustöf- um við enda súlnanna leit vel út við fyrstu skoðun. Seinna, er ég fór að lesa formála og skoða bókina nánar, datt mér í hug eftirfarandi saga af meistara Kjarval. Meistari Kjarval var eitt sinn staddur í Kaupmanna- höfn og bjó þar á hóteli. Einn morg- uninn víkur sér að honum íslending- ur, sem sló mikið um sig, heilsar honum og segir „Það er heppni að hitta þig hér, meistari Kjarval. Get- urðu ekki málað af mér mynd fyrst við erum staddir hér á sama hóteli.“ Sjálfsagt, svaraði Kjarval, og byrj- aði fljótt á verkinu. Eftir nokkra daga leit svo stórmennið á málverkið og leist harla vel á. Næst er hann kom að skoða það var hann ekki eins ánægður, og hafði orð á því við Kjarval. „Mér finnst það ekki eins gott núna og síðast er ég sá það, hvað hefur eiginlega breyst?" „Það hefir ekkert breyst," svaraði Kjarv- al, „ég bætti heldur meiru af bláu í myndina eftir því sem ég kynntist yður meira." Það fór líkt fyrir mér við lestur bókarinnar Heiðajarla. Mér virtist hún blárri og blárri eftir því sem ég las hana betur. Hroki höfundar og þekkingarleysi hans á viðfangsefninu varð augljósari og augljósari svo stóryrðin stóðu strípuð eftir. Ég vil nú í fáum orðum skýra þessa skoðun mína á bókinni. A. Forspjall bókarinnar eða formáli, sem ber yfírskriftina Heiða- jarlar, er hin furðulegasta samsetn- ing. Þar lætur höfundur gamminn geisa og dæmir óspart bæði menn og málefni. Er þeim dómum best lýst með hans eigin orðum, þ.e. að „þeir séu aðeins léttgeggjað rugl, sem standist hvorki dóm nútíðar, fortíðar né framtíðar“. I. Umdeildar ættir í þessum kafla lýsir höfundur því að ættfræðin sé þungamiðja bókar- innar. Þar telur hann upplýsingarnar í stórum dráttum tæmandi, en biður þó sér fróðari menn að fylla í eyðum- ar og segja sér frá villum, sem óhjá- kvæmilega hljóti að vera margar (sem þær og eru). Því sendi höfund- ur ekki eigendum hestanna ættar- töflurnar til umsagnar og leiðrétting- ar fyrst hann var svo viss um að þar væru margar villur að finna? Höfund- ur telur sig búinn að leiðrétta mikið af villum í eldri ættfærslum, og hefði því ekki átt að láta það sama henda sig og vanda sig betur. Lá honum svona mikið á? Var hann ef til vill hræddur um að missa ,jólanammið“ sitt, svo hans eigin orð séu notuð. II. Brokkgengar tölur Höfundur vænir dómnefndir kyn- bótadóma um skort á sjálfsvirðingu og vísvitandi fölsun dóma, og orðrétt segir hann: „Styðja má með rökum og enn traustari reynslu, að einkunn- ir dómnefnda standist ekki dóm framtíðarinnar, segi of lítið um hest- inn sem stóðhest og kynbótamat Búnaðarfélagsins sé aðeins léttg- eggjað rugl sem standist ekki einu sinni dóm fortíðarinnar." Rök höfundar eru heldur léleg og fánýt þótt hann nefni máli sínu til stuðnings dæmi af tveimur stóð- hestum með einstaklingsdóma. Ein- staklingsdómur er aðeins svipfars- dómur viðkomandi einstaklings, en ekki kynbótaspá hans. Það er ekkert óeðlilegt við það þótt einn og einn hestur skili ekki dómi sínum til af- komenda sinna, slíkt getur alltaf komið fyrir. Það sem hinsvegar skiptir höfuðmáli er, að í stórum dráttum og í langflestum tilfellum eru þessir dómar vel undirbyggðir og standast dóm framtíðarinnar, sem sést best á því að framfarirnar í hrossarækt á undanfömum áratug- um hafa verið augljósar og óumdeil- anlegar. Það er besti mælikvarði á hvort dómarar hafa staðið I stykkinu og haft næga sjálfsvirðingu. Ef skoðaðar eru mótaskrár stór- móta undanfarinna ára, sést greini- lega að í stöðugt vaxandi mæli eru þátttöku- og vinningshross í öllum keppnisgreinum út af ættbókarfærð- um (dæmdum) foreldrum, sem er besta sönnun þess að vel hefir verið að kynbótadómum staðið. Þótt hægt sé að tína til og gera mikið úr einu og einu dæmi um hið gagnstæða sannar það ekki neitt, nema þá helst fáfræði viðkomandi á kynbótum og ef til vill sannleiksgildi orða skáldsins sem kvað: Lastaranum líkar ei neitt lætur hann ganga róginn finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn. Sem dæmi um hámark sjálfsvirð- ingarleysis kynbótadómara segir Jónas orðrétt: „Lökust sjálfsvirðing var þó hjá dómnefndinni sem árið 1989 gaf Fáki 1128 (Jónas gaf hon- um þetta númer) frá Svignaskarði ættbókareinkunn í aðaleinkunn en hirti ekki einu sinni um að falsa verk- ið áfram niður í undireinkunnir svo að verkið liti snyrtilega út.“ Þama er ekkert verið að falsa og það veit Jónas vel, ef sjálfsvirðing hans er í lagi. Hann kýs þó heldur að hampa bráðabirgðatölum frá hér- aðsmóti, þar sem svo illa hafði til tekist að einkunn fyrir eitt dómsat- riði hafði verið margfölduð með röng- um margföldunarstuðli og gaf því ranga meðaleinkunn. Strax þegar Ingimar Sveinsson „Það er skoðun mín að með dylgjum og stór- yrðum í formála bókar- innar og ofanrituðu hringli með númera- færslur og naftigiftir hefðbundinna dómsat- riða hafí höfundi tekist að stórspilla annars eigulegri og fallegri bók.“ dómarnir voru yfirfarnir (sem alltaf er gert) kom villan í ljós og að sjálf- sögðu rétt reiknuð aðaleinkunn, sem ekki dugði viðkomandi hesti til ætt- bókarfærslu. Ekki tekst þó betur til hjá Jónasi en það að ættbókarnúmerið 1128 sem hann gefur þessum hesti er alls ekki rétt skráð í bók hans, eins og allir geta séð sem bókinni fletta. I bókinni er Orion frá Litlabergi skráð- ur nr. 1128 en ekki Fákur frá Svig- naskarði. Er þetta ef til vill merki um sjálfsvirðingu höfundar? Um kynbótamatið fer höfundur nokkrum vel völdum orðum, þar seg- ir hann: „Um kynbótamatið er fátt hægt að segja, annað en undrast trúgirni þeirra hrossaræktenda sem úða því í sig eins og hestar sem komast í ómældan fóðurbæti“ og ennfremur: „um spár af tagi kyn- bótamatsins má segja að ekki sé unnt að ætlast til, að þær spái rétt um framtíðina en krefjast megi að þær spái rétt um fortíðina". Spá er ætlað að virka til framtíðar en ekki vera dómur á fortíðina, því þá er hún ekki spá. Þótt umrædd kynbótaspá geti í einstökum tilfellum brugðist, eins og allar spár, er hún samt verð- mæt aðferð til aukinna kynbótafram- fara, byggð á áratugarannsóknum í erfðafræði og þróun í búíjárkyn- bótum. Einhveijar efasemdir hefur Jónas samt um fullyrðingar sínar Steftiir hrossarækt- in í blindgötu? eftir Grím Gíslason Á aðalfundi Félags hrossabænda sem haldinn var í Bændahöllinni í Reykjavík 17. nóvember sl. varð nokkurt orðskak á milli fram- kvæmdastjóra félagsins sr. Halldórs Gunnarssonar í Holti annarsvegar og hinsvegar ritstjóra Hestsins okkar Jens Einarssonar og Sigurðar Sig- mundssonar blaðamanns Eiðfaxa hinsvegar. Deildi sr. Halldór á forr- áðamenn hestablaðanna að hafa ekki viljað birta í heild erindi er Einar E. Gíslason, bóndi á Syðra-Skörðugil flutti á ráðunautafundi Búnaðarfé- lags íslands í febrúarmánuði á síðasta ári. Blaðamennimir svöruðu fyrir sig. Jens með því að segja að erindið hefði verið of langt til þess að birta það í heild, en Sigurður með því að skýra frá því að Eiðfaxi fjallaði ekki um afsláttarhross, en um þann þátt hrossabúskapar fjallaði erindi Ein- ars, að hluta. Féllu umræður um málið síðan niður, án ályktunar á fundinum. Skaði er að því að boðskapurinn í erindi Einars komist ekki út á meðal þess fólks, sem lætur sig hrossarækt varða, því til glöggvunar um málefni hrossabúskaparins í landinu. Blaðamennirnir höfðu þó, hvort á sinn hátt, rök að mæla. Hefði Einar, að skaðlausu, getað stytt er- indi sitt, án þess að það tapaði nokkru málefnalega, en hann kýs jafnan að hafa enga tæpitungu í málflutningi og fer ekki með veggj- um á málþingum. Virðist því horfa þannig með erindið að það komi ekki fyrir almenningssjónir. Sá hluti erindis Einars er fjallar um hrossarækt og kynbótadóma er mjög gagnrýninn á ríkjandi stefnu og þó einkum framkvæmd hrossa- ræktarinnar. Hann bendir á hversu lágt hlutfall dæmdra hrossa nái fyrstu verðlaunum, þrátt fyrir að almælt sé að hrossin hafi stórbatnað á undanfömum árum við aukna ræktun þeirra. Að alger undantekn- ing sé að dómstiginn sé notaður upp að 9 eða þar fyrir ofan og hann spyr hvort mögulegt sé að ekkert hross sé svo æskilega gert, í einstökum atriðum, að ekki sé hægt að gefa því nema á bilinu 8—8,5. Einar spyr hvernig hið fullkomna hross eigi að vera til þess að hægt sé að gefa því allt að hæstu einkunn eða 10 fyrir einhveija hluta byggingarinnar og svo framvegis. Þá bendir Einar á hvernig brugðist hafi verið við um hæfileikadóma hrossanna að varla eigi sér stað að hross komist upp I fyrstu verðlaun fyrir hæfileika nema með tveggja til þriggja ára tamningu færustu atvinnumanna. Sé tamning hrossanna þá orðin svo kostnaðar- söm að hún éti upp aukið verðmæti þeirra. Hann spyr líka hvers virði slíkir hæfileikadómar séu að erfða- gildi. Einar bendir á hvernig farið Grímur Gíslason sé með vægi töltsins. Auknum áhrif- um þess sé nánast eytt með strang- ari krðfum þótt allir viti að það sé sú gangtegundin sem flestir sækjast eftir, a.m.k. útlendingar. Því beri að hafa töltið í fullum heiðri við hliðina á skeiðinu. Margir telji líka að fjar- stæða sé að kreíja ung hross um mikil skeiðafrek. Nægilegt eigi að vera með fjögurra til fimm vetra sem vitnað var til hér að ofan því seinna segir hann orðrétt: „í sjálfu sér er hugmyndin að baki kynbóta- matsins þess virði að reynt verði að þróa málið áfram í ljósi reynslunnar." Þetta er einmitt það sem verið er að gera. Öllum upplýsingum um dæmd hross frá upphafi er safnað saman á sérstakt tölvuforrit. Stöðugt bætast við á hveiju ári nýjar og nýj- ar upplýsingar til að byggja á, og verið er að aðlaga forsendur dóma í ljósi reynslu og rannsókna arfgengis eiginleika til að styrkja þennan grunn. Með hveiju ári sem líður verð- ur kynbótamatið öruggari og betri grunnur til úrvals í hrossaræktinni. Það er því mun þýðingarmeira að hrossaræktendum séu kynntar for- sendur þess og notkun (sem verið er að gera með námskeiðum og fund- um) heldur en að gera það tortryggi- legt og reyna að bijóta það niður með rakalausum stóryrðum og fáví- sum hroka, sem á engan hátt þjónar hagsmunum hrossaræktenda. Jónas kvartar sáran yfir því að hann hafi ekki fengið að prófa og sannreyna tölur Búnaðarfélagsins í sinni tölvu, og að það beri að fá óháða stærðfræðinga til að fara yfir formúlur kynbótaspárinnar og notk- un þeirra áður en kynbótaspáin sé notuð. Ekki skortir hann sjálfstraus- tið. Við höfum daglega reynslu af ýmsum spám, t.d. veðurspám, sem við vildum engan veginn vera án, þótt komið geti fyrir að þær bregð- ist. Fáum mundi detta í hug að kalla þær Jéttgeggjað rugl“ þótt þeir ekki skildu formúlurnar fyrir þeim, og ekki hef ég heyrt að Jónas Kristjáns- son hafi verið fenginn til að sann- reyna þær I sinni tölvu fyrir notkun. Hámark hroka og sjálfbirgings- háttar höfundar kemur þó fram þeg- ar hann afgreiðir doktorsritgerð Þor- valdar Árnasonar sem: „samtíning tímaritsgreina með almennu spjalli höfundarins". Hefir ritstjórinn nokk- urntíma lesið eða kynnt sér þessa doktorsritgerð, eða þær erfðafræði- legu og tölfræðilegu forsendur sem hún byggir á? Telur hann sig færan um að lýsa einn virtasta búnaðar- háskóla í norðurálfu (sem veitti dr. Þorvaldi doktorsgráðu út á þetta verk) ómerka og einskisverða stofn- un, sem hún að sjálfsögðu væri ef þessi staðhæfing höfundar hefði við einhver rök að styðjast? Telur Jónas Kristánsson að dóm- nefndin við þessa doktorsvöm, en í henni sat m.a. dr. Stefán Aðalsteins- son og andmælandinn dr. Dale Van Vleck prófessor við Cornell-háskóla sem báðir eru heimsþekktir fyrir rannsóknir í kynbóta- og erfðafræð- um, hefði lagt blessun sína yfir þessa doktorsvörn ef hún væri byggð á þeim forsendum sem Jónas slær fram? Nei, Jónas Kristjánsson, svona málflutningur ber ekki vott um mikla sjálfsvirðingu, því síður um mikinn skilning á viðfangsefninu. hross að þau sýni hrein skeiðgrip á stuttum sprettum. í erindi sínu bendir Einar á það, sem virðist nokkuð vera að koma í ljósi að fleiri og fleiri leggi árar í bát við það að koma hrossum sínum til verðlauna af þeirri einföldu ástæðu að það sé alltof kostnaðar- samt, nema þeir getí tamið þau sjálf- ir. Afleiðingin verði því sú að hin skráða og viðurkennda hrossarækt færist á fárra manna hendur og þá gjarnan þeirra sem hafa fjármagn annars staðar frá því til þess að kosta hrossaræktina og það sé í fæstum tilfellum bændur. Fleiri menn en Einar á Skörðugili bera mál á það að varast beri að gera hrossaræktina of einhæfa, bæði um hæfileika og lit, en á því sé hætta, eins og nú horfi. Ekki megi glata litafjölbreytni íslenska hestsins þannig að ræktuðu hrossin verði í síauknum mæli t.d. brún, jörp eða rauð. Það hlýtur að vera ósk flestra hrossabænda, sem þá ekki eiga hross aðeins til kjötframleiðslu, að fá hryssur sínar dæmdar og skráðar út frá hóflegum kröfum um tilkostn- að í tamningu og þjálfun. Hafi hryss- urnar gallalitla byggingu, séu lund- góðar, hafi fjölbreyttan gang og sýni þægilegan vilja hljóti að vera vinn- ingur að koma þeim í ættbók og við- urkenndar þess virði að til þeirra sé leiddur úrvals kynbótahestur, ef eig-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.