Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 42
MORÓUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) ** Þér gengur erfiðlega að lynda við valdamikinn aðila í dag. Forð- astu að taka skyndiákvarðanir. Þér getur orðið sundurorða við vin þinn út af Qármálum. Naut (20. apríl - 20. maí) Óþolinmæði þín og undanbrögð einhvers samferðamanns þíns geta leitt til uppgjörs. Ummæli kunna að verða ranglega túlkuð og óvæntir atburðir gætu leitt til breytingar á áætlunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú getur ient í deilum á vinnu- stað og karpi út af peningum. Farðu varlega á fjármálasviðinu. Krabbi (21. júní - 22. júií) Þér sinnast við maka þinn. Leggðu þig fram um að sýna samstarfsvilja. Þeir sem eru ein- hleypir taka margir hveijir af- drifaríka ákvörðun um ástarsam- band sitt. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Þú hefur engan tíma aflögu fyr- ir sjálfan þig í dag sökum annrfk- is. Hafðu stjórn á skapi þínu og sýndu öðru fólki þolinmæði. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú tekur ákvðrðun um hvort þú heldur áfram með ákveðið verk- efni eða hættir við það. Ástvinur þinn krefst athygli og þú verður ef til vill að breyta fyrirætlunum þínum í einhvetju. Vog (23. sept. - 22. október) Taktu enga fjárhagsiega áhættu í dag. Dokaðu við áður en þú hendir meiri peningum f vonlaust fyrirtæki. Vandamál heima fyrir getur sett tímaáætlun þína úr skorðum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9K(S Það er stutt f gremjuna þjá þér núna og þú getur lent í deilum. Eitthvað sem þú ætlaðir að gera heima fyrir kann að koma þér í vandræði. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú skalt forðast að taka áhættu í fjármálum f dag og varast hæpin viðskiptaáform. Vandræð- in fyrirfínnast á hinum ólíkle- gustu stöðum. Láttu sanngirnina ráða ferðinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Peningar valda ósætti milli þín og vinar þó að afbrýðisemi komi þar einnig við sögU. Forðastu að sýna þínum nánustu yfirgang. Nýttu sjálfstæði þitt á skapandi hátt. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Deiia við samstarfsmann kann að tefja fyrir framgangi mála. Vertu ekki með ýtni. Reyndu að hafa stjóm á atburðarásinni til að koma f veg fyrir afturkipp. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Afhjúpun leyndarmáls veldur þér óþægindum og gefur þér nýja sýn á lífið í kringum þig. Af- skiptaleysi kemur engu áleiðis. Láttu skapið ekki leiða þig í gön- ur. AFMÆLISBARNIÐ er metnað- argjam einstaklingur, en á auð- velt með að vinna með öðrum. Þvf hlotnast oftlega leiðtogahlut- verk i krafti þessara eiginleika sinna. Það er dýrmætur starfs- kraftur í opinberu lífi og hyllist oft til þátttöku í stjómmáium. Það er áköf hugsjónavera og er tilbúið til að leggja mikið á sig til að vinna að framgangi áhuga- mála sinna. Leikiistargyðjan er því ákaflega mikils virði, en heimilið og fjölskylcian standa því næst hjarta. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Arangur í sögnum ræðst af tvennu: Annars vegar vel út- færðu kerfí, sem fyrst og fremst snýr að „tveggja-manna-talinu“ milli samspilaranna, og hins veg- ar skilningi á virkni spilanna í baráttustöðum, þar sem allir við borðið hafa eitthvað til málanna að leggja. Spilamat er lykilorðið þegar rætt er um baráttustöður. Það kemur með reynslunni, en það er fróðlegt að sjá hvað margfaldir meistarar geta verið ósammála í algengum sagnstöð- um. Næstu daga skulum við líta á nokkur sagndæmi, sem Ter- ence Reese hefur valið úr tíma- ritinu The Bridge World og gef- ið sjálfstætt út á bók með eigin þurru athugasemdum. Austur gefur; NS á hættu. Sveitakeppni. Þú átt í suður: Norður ♦ 753 VD1087 ♦ 2 ♦ Á10973 Vestur Norður Austur Suður — — 1 tígull Pass 1 spaði 2 þjörtu 2 spaðar ? Hvað skal segja? Kerfí mót- heijanna er eðlilegt. Frumgreining: Makker hlýtur að eiga allgóð spil þegar hann stingur sér inn á hættunni. Auk þess á hann í mesta lagi tvo spaða, svo ijögur hjörtu ættu að hafa góða möguleika. Um þetta voru allir speking- amir sammála og þar með að spilin séu nógu góð til að segja íjögur hjörtu. En vandinn er af taktískum toga. Andstæðing- amir gætu nefnilega hæglega farið í fjóra spaða, sem er leið- indamál. Margir vildu því læðupokast og segja þijú hjörtu, láta ýta sér í geimið. Aðrir stungu upp á þremur laufum eða jafnvel þremur tíglum. Tilgangurinn með þremur laufum er að gefa makker færi á að meta samleg- una, og þrír tíglar áttu að und- irbúa stungu í vörninni gegn fjórum spöðum. Reese fussar við þessum sögnum, segir þær gefa andstæðingunum of mikið svig- rúm og vill stökkva í geimið og láta makker um framhaldið. Það kom á óvart að enginn skyldi nefna fjögur lauf. Við blasir að sú sögn lofar hjarta- stuðningi og hefur tvennt fram yfír flögur hjörtu: (1) Makker getur betur metið hvort rétt sé að beijast í fímm hjörtu yfír fjór- um spöðum, og (2) ef hann kýs að veijast, veit hann hvar best er að koma út. P.S. í rauninni er fráleitt að benda á tígulútspil með þremur tíglum, því makker á hugsanlega DlOx í litnum eða jafngildi þess sem fer þá fyrir lítið. Auk þess er tími til að skipta yfír í tígul í öðrum slag ef út kemur lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Skákþingi Norðurlands í fyrra, sem fram fór á Skaga- strönd, kom þessi staða upp í skák Akureyringanna Rúnars Sigur- pálssonar (2.140), sem hafði hvítt og átti leik, og Reimars Péturs- sonar (1.830). þá 24. Hxf7! - Hxf7, 25. Dd8+ — Hf8, 26. Bd5+ og mátar) 24. Bfl og svartur gafst upp, því eft- ir 24. - b5, 25. Bxb5 - Db6, 26. Hb7 tapar hann manni. Þór Val- týsson, Akureyri, varð Skákmeist- ari Norðlendinga 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.