Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 52

Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 w Heildsala — smásala SKRUFUR, allar geröir. Boddýskrúfur, rafgalvaniseraöar og ryðfríar. Tréskrúfur, sjálfborandi skrúfur, spónaplötuskrúfur. Oplö frá 8 — 18 Laugardaga9-13 STRANDGATA 75 HAFNARFJÖRÐUR Tt 91-652965 a guaranlee lor quallly VMaSÍers Kork'O'Plast Sœnsk gœðavara í 25 ár. KORK O PtAST ci meC slitstertca vmylhúð og notað á gólf sem mikiö mjeðtr á. svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum KORK O PIAST er auðvett aö pr/fa og þaegilegt er að ganga á því. Séflega hentugt fyhr vinnustaöi. banka og opinberar sknfstofur KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mUoö notaö f töfvuherberg|um KORK O PLAST f*st I 13 rmsmunandi korkmynstrum Geansæ. slitsterk og auöbrifanleg vinyl-filma EF ÞÚ BYRÐ ÚT1 A LANDI ÞÁ SENOUM VK) ÞÉR ÓKEYPIS _____________SÝNISHORN OG RCKLING. Þ ÞORGRÍMSSON &C0 Armula 29 Reykjavik simi 38640 V^terkur og k»/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Undirstaða... ...árangursríks og ánægjulegs lestrar er að lesa hratt. Þú getur aukið lestur og gert hann ánægjulegri með því að margfalda lestrarhraða þinn á hraðlestrarnámskeiði. Þaðereinnig stað- reynd að ekkert dregur jafn mikið úr árangri. skólafólks og lítill lestrarhraði. Hver er þinn lestrarhraði? Er hann einungis 150 til 180 orð á mínútu? Langar þig að lesa 600 orð á mínútu, jafnvel enn meir? Það skiptir ekki máli hver lestrarharði þinn er nú, þú getur margfaldað hann á námskeiði í hraðlestri. Lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans und- anfarin 10 ár hefur þrefaldast til jafnaðar, hvort- heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Viijir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig strax á næsta nám- skeið, sem hefst miðvikudaginn 7. febrúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. Ath.: Flest stéttarfélög styrkja meðlimi sína til þátttöku á námskeiðinu. HRAÐLESTRARSKÓUNN P Tölvunám Tölvuþekking er ekkert einkamál sérfræðinganna. Allir geta nýtt sér tölvutæknina á einhvern hátt. Tölvunámið er vandað 60 tíma nám sem veitir þér staðgóða þekkingu á notkun fölva við lausn algengra verkefna. Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18 til 22^ Tölvuskóli íslands ^■sími: 67 14 66, opið til kl 22j| Landið okkar hefur upp á margt að bjóða Til Velvakanda. í Morgunblaðinu sunnudaginn 26. nóvember er ágæt grein um hvað sé heppilegt fyrir atvinnuupp- byggingu á íslandi og kemur þar margt til greina á hinu óþekkta og dularfulla landi okkar eins og segir í greininni, einstakt land. Fengnir hafa verið sérfræðingar frá öðrum löndum til að segja okkur hvað landið hafi upp á að bjóða. Nú síðustu árin hafa ráðamenn gert mikil heimskupör með allskon- ar nýjungar í atvinnumálum lands- manna sem hafa kostað landsmenn milljarða króna og enn er haldið áfram og öll þessi glæstu fyrirtæki verða gjaldþrota hvert á fætur öðru og stórfellt atvinnuleysi blasir við og dýrtíðin vex og útlendar skuldir hækka og enginn veit hvar þetta endar. Við þurfum enga útlendinga til að segja okkur fyrir verkum og allir ættu að sjá hvað okkur er fyrir bestu, ef fólk er ekki hætt að hugsa. Land okkar hefir svo margt upp á að bjóða ef við horfum bara í kringum okkur, því náttúru- undrið er svo mikið, já jafnvel okkar grót, hraunið og okkar nöktu fjöll, allt er þetta náttúruundur sem fá lönd geta státað af. Við eigum eitt elsta og fegursta tal- og ritmál í heimi hvað hreinleika varðar, við eigum hreint loft, enn- þá, hreint og ómengað vatn eða þangað til við verðum svo vitlausir að setja upp stóriðju út um allar trissur. Ég tala nú ekki um ef eyðileggja á Eyjaijörð með álveri. Mér er spurn, elska Eyfirðingar ekki landið í kringum sig? Ég held ekki. Hugsa þeir eingöngu í pening- um en ekki um hreina loftið og dýrmæta vatnið og hið gjöfula haf í þröngum firðinum? Hugsið um fegurð Eyjafjarðar og plantið þúsunum tijáa fyrir komandi kynslóðir og ykkur mun líða miklu betur, nóg er landrýmið og gott til ræktunar. Byggið heilsu- hæli fyrir innlenda og erlenda, ríka túrista sem hafa næga peninga og eru að ferðast út um allan heim í leit að heilsuhælum. Ef það er nægilega myndarlegt þá er enginn vafi á að aðsóknin verður mikil. Hópur fólks fengi mikla vinnu við þetta og nóg er af sérfræðingum hér á landi, og heilsuhæli vantar allsstaðar eins og dæmin sýna um þau heilsuhæli um alian heim að færri komast að en vildu og engin mengun fylgir þessu. Það eru orðin meira en 25 ár síðan ég byrjaði að skrifa um þessi mál í Morgunblaðið og finnst mér kominn tími til þess að ráðamenn fari að vakna til meðvitundar um að til er fleira en stóriðjuver sem menga okkar land. Ég hafði alla tíð fyrst og fremst haft í huga dalinn fyrir innan Hveragerði, sem ég tel einn besta stað hér á landi, en enginn hefir haft áhuga fyrir þessu máli og finnst mér það afar undarlegt. Að vísu hefir forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson aðeins minnst á þetta en ekkert gerist ennþá. Hveragerðisbær hefir nú eignast allt þetta land og innst í dalnum eru svo margar heitar vatnsborholur að nægja myndi stórborg. Ég sá fyrir nokkru að sá mæti maður Arni Johnsen alþingismaður vildi láta hita upp veginn í Skíða- skálabrekku, en þar er hann ekki nægilega framsýnn, ég skrifaði fyrir nokkrum árum og vildi nota eina af borholum í landi Hveragerð- is neðst í Henglinum til að hita upp allan þjóðveginn, frá Hvera- gerði yfir Hellisheiði ogíram allar aðalgötur í Reykjavík. Ég veit að þetta kostar mikla peninga en hvað kostar að ryðja snjó af Hellisheiði eða hafa heiðina lokaða mánuðum saman eins og var á síðasta vetri og þurfa að fara Þrengslaveginn? Góðir landsmenn. Farið nú að hugsa af viti og hafið ekki of margar stóriðjuhugmyndir og notið heita vatnið fyrir heilsuhæli, því þar felast miklir peningar og ríkir, erlendir gestir myndu streyma til landsins ef vel væri vandað til þess. Reykjakotsdalur innan Hveragerðis, hefir allt upp á að bjóða, er mjög vel staðsettur og hefir margt sér til ágætis, svo sem besta blómabæ landsins, góð hótel, Hótel Örk, sem er í betri klassa, Hótel Ljósbrá, Tívolí, og hinn glæsi- legu bíóma- og gjafavöruverslun ásamt mat og kaffihúsi, ásamt málverkasýningum Eden, sem er orðin fræg út um heim, því annar eins staður er varla til í heiminum. Ekki má gleyma Garðyrkjuskólan- um sem er mjög til fyrirmyndar á margan hátt. Fleira væri hægt að telja upp af ágæti þessa staðar, svo sem hina myndarlegu sundlaug í Laugarskarði og Heilsuhæli NLFÍ, sem er orðið alltof lítið og færri komast þangað en vildu, bæði landsmenn og erlendir gestir, sem alltaf fá neitun vegna þrengsla. Við megum heldur ekki gleyma Bláa lóninu sem frægt er orðið víða og margir útlendingar sækjast eftir að synda þar og margir eru sagðir hafa læknast þar af sínum sjúkdómum. Mér finnst það afar einkennilegt að fólk skuli ekki sjá það sem næst þeim er en einblína alltaf á það sem út- lent er. Við höfum svo ótal margt upp á að bjóða sem hvergi er til annars staðar. Þingvelli, orkustöðvarnar, heita vatnið, fegurð hraunsins, já 1 líka rigninguna, snjóinn, skíðafæri nær allt árið, Höfðahúsið sem allir vilja sjá ásamt draug sem á að fylgja húsinu og er það ekki lítils virði, laxveiðiárnar, Élliðaárnar og fegurð Heiðmerkur og svo kemur ráðhúsið og fegrun Tjarnarinnar með öllum fuglunum og bráðum kemur útsýnisperlan á Öskju- hlíðinni. Það vantar bara spilavíti fyrir útlendinga. Það er svo ótal margt hægt að gera hér á landi þó mörgum finnist hér hijóstrugt. Þá felst svo mikil fegurð í þessu öllu, þó landsmenn kunni ekki að meta það og sjá ekki fegurðina sem felst alls staðar í okkar ónumda landi og óþekkta. Miðbærinn gamli þarf mikillar hressingar við ef hann á ekki að deyja út, mörg af gömlu húsunum verður að taka burt og lagfæra önnur og byggja falleg hús með fallegum verslunum á götuhæð og efri hæðir fyrir fólk svo bærinn lifni við og burtu með járngrindurn- ar í Austurstræti og í stað þeirra komi fallegir vagnar á torgið við Útvegsbankann, meira af bekkjum og stórum tijám svo fólk geti notið þess að koma í miðbæinn. Allir landsmenn vilja hafa falleg- an og aðgengilegan miðbæ, en eins og hann er nú er útlitið ekki gott og miklar líkur á að margir forðist að koma þangað, því það er orðið svo margt annað gott og fallegt í öðrum bæjarhlutum sem gott er að komast að eins og Kringlan og fleiri staðir sem fólk er farið að notfæra sér. Bjargið Miðbænum áður en það er orðið of seint. Látið Alþingi aldrei fá að kaupa Hótel Borg, fækkið heldur þingmönnum. Paul V. Michelsen Víkveiji skrifar Sum lönd búa við sérstaka teg- und af meng un. Það eru auglýs inga skilti, sem sett eru úpp við þjóðvegi. Ferðamenn, sem aka um erlendis hafa áreiðanlega tekið eftir þessum skiltum, sem eru t.d. mjög áberandi í Banda- ríkjunum. Það er hægt að segja með sanni, að þau mengi umhverf- ið. Þau spilla náttúrufegurð og skapa hættu í umferð með því að draga til sín athygli ökumanna. Að þessu er vikið hér vegna þess, að vísbending er um, að þessi ósiður sé að hefja innreið sína hér á landi. Þegar ekið er eftir Kringlumýrarbraut til Reykjavíkur er hús í byggingu á vinstri hönd. Þar er búið að koma upp stóru auglýsingaskilti. Þetta skilti er ábending um, að mengun af þessu tagi sé á næsta leiti. Það þarf að koma í veg fyrir það strax að svo verði. Borgaryfirvöld eiga að sjálf- sögðu að taka í taumana. Hvernig halda menn, að umhverfi Kringlu- mýrarbrautar verði, ef þar rís skilti við skilti? Ef borgaryfirvöld stöðva þennan ósið ekki í upphafi er hætta á, að hann breiðist út. Umhverfisverndarfólk þarf að láta til sín heyra út af þessu. XXX Yíkveija finnst rík ástæða til að halda fast í gamlar hefð ir. Það er alltof lítið af þeim hér í okkar landi. Þess vegna er Víkveiji ekki hrifinn af þeirri ákvörðun Eimskipafélags íslands hf. að hætta að nota Þórshamar- inn, sem einkenni félagsins. Eimskipafélagið er merkt félag og á sér mikla sögu. Það á að leggja rækt við þá sögu og fortíð sína en ekki að skera á þau tengsl, enda getur það oft verið fyrirtækjum hættulegt. Röksemd- ir Eimskipafélagsins fyrir því að hætta að nota þetta ágæta merki eru ekki sannfærandi. Úr því að félagið lifði heimsstyrjöldina síðari af með þetta merki á það ekki að skapa því nokkra erfið- leika í hinni nýju Evrópu. xxx Víkverji vék að því á dögunum, að þeir sem ritdæma bækur í blöðum kæmust yfir að lesa ótrú- lega margar bækur á skömmum tíma. Einn af viðmælendum Víkverja taldi fráleitt að alhæfa eins og þarna hefði verið gert. Hið rétta væri, að það heyrði til undantekninga, að ritdómarar teldu sér fært að lesa nokkra tugi bóka síðustu vikurnar fyrir jól og skrifa um þær ritdóma. Þetta væri ósiður, sem ástæðulaust væri að saka aðra um en þá, sem það gerðu. Þessu sjónarmiði er hér með komið á framfæri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.