Morgunblaðið - 06.02.1990, Side 55
til vegna samninganna gæti því
verið rúmlega 500 milljónir króna.
Þá tölu verður hins vegar að skoða
annars vegar með hliðsjón af niður-
stöðutölu fjárlaga sem er hátt í 100
milljarðar og hins vegar í ljósi þess
hagræðis sem ríkissjóður hefur af
samningunum.
Litlar kauphækkanir og minni
verðbólga lækka bæði ríkisútgjöld
og tekjur frá því sem áætlað hafði
verið. Nafnvaxtalækkun og aukinn
stöðugleiki skipta miklu máli hjá
fyrirtækjum og stofnunum hins
opinbera eins og fyrirtækjum í at-
vinnulífinu.
Samningurinn mun því að öllum
líkindum verða til að treysta ríkis-
fjármálin og engar forsendur eru
til að halda því fram að hann setji
ríkissjóð í aukinn vanda eða grípa
þurfi til niðurskurðar í ríkisfjármál-
unum sérstaklega hans vegna.
Hvað um kj arasamninga
annarra?
Allt launafólk nýtur þeirra ávinn-
inga af samningum ASÍ og BSRB.
Því er eðlilegt að allt launafólk fylgi
í kjarasamningum sínum þeirri línu
sem lögð hefur verið af stærstu
heildarsamtökum á vinnumarkaðin-
um.
Allir njóta lækkunar vaxta,
óbreytts gengis, óbreytts búvöru-
verðs, minni opinberra verðhækk-
ana og aðhalds í verðhækkunum
fyrirtækja.
Eru þeir sem ekki vilja sætta sig
við launahækkanirnar í samningun-
um reiðubúnir til að borga áfram
30% vexti, greiða meira fyrir mjólk
og kjöt, taka á sig meiri hækkanir
í verðlagi opinberrar þjónustu og
greiða hækkandi verð vegna geng-
isfellinga frá degi til dags? Skiptir
verðtrygging launa þetta fólk engu
máli?
Svarið við þessum spumingum
er aðeins eitt. Það er rökrétt að
allt launafólk fylgi samningnum og
taki þátt í að tryggja að markmiðum
hans verði náð.
Varð hækkun á frítekjumarki
almannatrygginga?
Samkomulag varð við ríkisstjórn-
ina um að frítekjumark gagnvart
tekjutryggingu lífeyrisþega hækki
úr tæplega 13 þús. kr. í 19 þús.
kr. 1. júlí nk. og 1. janúar 1991 í
21.500 kr. Með því er dregið veru-
Iega úr þeirri skerðingu sem nú er
vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Hveiju breytir ákvæðið í
kjarasamningum um
fæðingarorlof?
Nú er í fyrsta sinn í heildarkjara-
samningum samið um réttarstöðu
fólks í fæðingarorlofi. Hingað til
hefur verið litið svo á að fæðingar-
orlof sé eins og hvert annað launa-
laust leyfi, þannig að öll ávinnsla
réttinda falli niður þótt ráðningar-
sambandið haldist. Með lengingu
fæðingarorlofs hefur þetta orðið
alvarlegt vandamál. í samningnum
er samið um að fjarvistir vegna
fæðingarorlofs teljist til starfstíma
við mat á veikindarétti, uppsagnar-
rétti, starfsaldurshækkunum og
rétti til greiðslu orlofs- og desem-
beruppbótar.
Þetta má skýra nánar með dæmi.
Við getum hugsað okkur tvær kon-
ur, A og B, sem hófu störf á sama
tíma þann 1. nóvember 1986. A fór
í 6 mánaða fæðingarorlof í ágúst
og kom til starfa á ný þann 1. febrú-
ar sl. Samkvæmt eldri túlkun mun-
ar einum mánuði á veikindarétti og
uppsagnarrétti þeirra, þar sem B
hefur unnið í full þijú ár, en A ein-
ungis í 2 ár og 9 mánuði. Með nýju
ákvæði er þeim báðum tryggður
sami réttur. í samningsákvæðinu
er einnig kveðið á um að fæðingar-
orlof skerði ekki rétt til oríofs.
Nokkuð hefur borið á því, sérstak-
lega eftir lengingu fæðingarorlofs,
að atvinnurekendur hafa neitað
starfsmönnum um fullt sumarfrí
eftir að þeir hafa verið í iöngu fæð-
ingarorlofi. Þegar kona hefur kom-
ið úr 5 mánaða fæðingarorlofi og
hefur viljað fá sitt 24 daga orlof
hefur vinnuveitandi sagt að hún sé
búin að vera svo lengi í burtu að
hann leyfi ekki lengra orlof en það
sem hún á rétt á launum, eða 14
daga. Með þessu samningsákvæði
er öllum vafa um túlkun eytt.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990
KAUPMATTUR GREIDDS TIMAKAUPS MIÐAÐ VIÐ
VÍSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNADAR
ASÍ ALLS
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991
1980=100
Hvernig nýtast breytt ákvæði
um uppsagnarfrest þeim sem
komnir eru á miðjan aldur?
Nokkuð hefur borið á því að fólki
sem komið er yfir miðjan aldur sé
sagt upp störfum, jafnvel eftir ára-
tuga starf hjá sama vinnuveitanda.
Oft er erfiðleikum bundið fyrir þetta
fólk að finna sér önnur störf, sér-
staklega á stöðum þar sem atvinnu-
ástand er ótryggt. Með lengingu
uppsagnarfrests þeirra sem hafa
verið a.m.k. 10 ár í samfelldu starfi
um einn mánuð við 55 ára aldur,
tvo mánuði við 60 ára aldur og
þijá mánuði við 63 ára aldur er
reynt að tryggja atvinnuöryggi
þessa fólks. Þetta er sama regla
og notuð hefur verið í Noregi. Þótt
atvinnurekandi verði að lengja upp-
sagnarfrestinn, getur launamaður
eftir sem áður sagt starfi sínu lausu
með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti.
Verður erfiðara fyrir eldra fólk
að ráða sig til starfa?
Þrátt fyrir lengdan uppsagnar-
frest fólks á miðjum aldri á reglan
ekki að verða til þess að hindra
ráðningu þessa hóps hjá nýjum at-
vinnurekendum, því reglan er bund-
in við þá sem hafa verið samfellt í
10 ár í starfi hjá sama vinnuveit-
anda.
Er komið til móts við óskir
eldra fólks um að draga úr
vinnu?
í yfirlýsingu með samningnum
segir að VSI og VMS muni beina
þeim tilmælum til félagsmanna
sinna að þeir leggi sig fram um að
koma til móts við óskir starfsmanna
um að fá að minnka starfshlutfall
sitt á síðustu árum fyrir eftirlauna-
aldur. Þetta er að vísu aðeins vilja-
yfirlýsing, og ekki á nokkurn hátt
bindandi, en er engu að síður undir-
tekt við það sjónarmið ASÍ að reynt
skuli að milda starfslok fólks eftir
því sem kostur er.-
Hvernig breyttist
desemberuppbótin frá
siðastgildandi samningum?
Með nýju samningsákvæði um
desemberuppbót er reynt að sam-
ræma reglur milli kjarasamninga
og eyða þeim ágreiningi sem uppi
hefur verið um framkvæmd.
1. Desemberuppbót hækkar í kr.
10.000. Tekið er fram að sú
tala er fost og tekur ekki breyt-
ingum skv. öðrum ákvæðum.
2. Desemberuppbót greiðist þeim
sem voru í starfi í fyrirtækinu
síðustu viku nóvembermánaðar
eða fyrstu viku desembermánað-
ar. Þetta er þó ekki alltaf skil-
yrði. Eftirtaldir eiga rétt á upp-
bótinni þótt þeir séu ekki í starfi
í nóvember eða desember: a.
þeir sem láta af störfum á árinu
vegna aldurs, b. þeir sem láta
af störfum eftir 20 vikna sam-
fellt starf á árinu hjá sama
vinnuveitanda, c. þeir sem eru í
fæðingarorlofi, d. þeir sem eru
frá störfum vegna veikinda eftir
að greiðsluskyldu vinnuveitanda
lýkur.
3. Tekið er fram að uppgjörstíma-
bilið sé almanaksárið.
4. Fullt ársstarf telst í þessu sam-
bandi 45 unnar vikur eða meira
fyrir utan orlof. Starfsfólk með
skemmri starfstíma fær greitt
hlutfallslega miðað við starfs-
tíma sinn.
Hvernig breyttust
samningsákvæði um
orlofsuppbót?
1. Orlofsuppbót verður kr. 7.000
sumarið 1990, og kr. 7.500
sumarið 1991. Uppbótin er föst
tala og tekur ekki launabreyt-
ingum skv. öðrum ákvæðum.
2. Uppbótin greiðist þeim sem voru
í starfi síðustu viku apríl eða
fyrstu viku maí. Þetta er þó
ekki skilyrði í eftirfarandi tilvik-
um: a. láti starfsmaður af störf-
um á orlofsárinu vegna aldurs,
b. sé starfsmaður frá störfum
vegna fæðingaroriofs, c. sé
starfsmaður frá störfum vegna
veikinda eftir að greiðsluskyldu
vinnuveitanda lýkur.
Er fjallað um vandamál
gerviverktaka?
Samtök atvinnurekenda lýstu því
yfir að þau teldu það skaðlega þró-
un að launafólk sé ráðið sem verk-
takar. Þeir lýstu vilja sínum til að
vinna gegn henni með því að setja
á samningstímanum skýrar reglur
og skilgreina stöðu launþega ann-
ars vegar og verktaka og atvinnu-
rekenda hins vegar.
Hvaða breytingar verða á
ríkisábyrgð á launum?
Áform voru uppi af hálfu stjórn-
valda um stórfellda skerðingu á
ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot.
Til stóð að breyta lögunum þannig
að tímabil ábyrgðar á launum auk
uppsagnarfrests yrði skert um
helming, að ríkisábyrgðin gæti aldr-
ei numið hærri fjárhæð en 240 þ.kr.
yfir allt tímabilið samanlagt og að
ábyrgðin næði ekki til iðgjalda
lífeyrissjóðanna. Þessum áformum
hafði verið mótmælt _af hálfu aðila
vinnumarkaðarins. í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar er nú staðfest að
ríkisábyrgðin skuli ná til sama laun-
atímabils og áður og til iðgjalda-
greiðslu í lífeyrissjóði. Þak verður
þó sett á fjárhæð ríkisábyrgðar á
laun þannig að hún verði aldrei
fyrir hvern mánuð meira en þrefald-
ar atvinnuleysisbætur, þ.e. um 120
þ.kr. á mánuði.
Eiga þeir sem eru í starfsnámi
rétt á atvinnuleysisbótum?
Nu stendur yfir endurskoðun á
lögum um atvinnuleysistryggingar.
____________________________55
Ennfremur eru uppi áform um laga-
setningu um starfsmenntun í at-
vinnulífinu. Mörgum þykir æskilegt
að tengja þetta tvennt saman og
gera fólki á vinnumarkaði kleift að
stunda nám án þess að vera tekju-
laust á meðan. í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar er loforð um það aðf'
kannað verði með hvaða hætti
greiðslur úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði geti nýst til starfsnáms.
Eiga atvinnulausir rétt á
sérstökum launabótum?
í yfirlýsingu ríkisstjómar segir
að hún muni beita sér fyrir því að
einstaklingar sem verið hafa at-
vinnulausir í samtals fjóra mánuði
eða lengur á tólf mánaða tímabili
fái uppbót hliðstæða þeirri sem
greidd verður til láglaunafólks skv.
kjarasamningnum.
Var fjallað um húsnæðismál í
tengslum við
kjarasamningana?
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
og bréfi félagsmálaráðherra sem
fylgir kjarasamningnum em áform
um áætlun um hvernig auka megi
framboð á félagslegu húsnæði til
að félagslega húsnæðiskerfið geti
leyst úr brýnustu þörfum.
Kaupmáttarspá fyrir ASI -
meðaltal m.v. samninga 1.
febrúar 1990
Forsendur eru eftirfarandi:
Launabætur og hækkun desember-
og orlofsuppbótar eru metin á sam-
tals 0,3% á árinu 1990.
Gengi verður fast á samnings-
tímabilinu.
Kaupmáttur í des. 1989 var 0,4%
hærri en í jan. 1990, eða 100,4.
Samningurinn nær til 15. sept.
1991, en ekki er tekið tillit til nýrra
samninga á þeim tíma.
Gæta kann ónákvæmni í verð-
bólguspá á milli einstakra mánaða.
Launahækkun 1. feb. ’90 1,5%
Launahækkun 1. júní ’90 1,5%
Launahækkun 1. des. ’90 2,0% '
Launahækkun 1. mars ’91 2,5%
Launahækkun 1. júní ’91 2,0%
Árið 1990 Árið 1991
Kaup- Kaup-
Kaup- Verð- máttar- Kaup- Verð- máttar-
vísit. vísit. vísit. vísit. vísit. vísit.
Janúar 100,0 139,3 100,0 105,5 148,0 99,3
Febrúar 101,5 141,4 100,0 105,5 148,6 98,9
Mars 101,5 142,9 98,9 108,1 149,1 101,0
Apríl 101,6 143,7 98,5 108,1 150,3 100,2
Maí 101,6 144,4 98,0 108,6 151,0 100,2
Júní 103,2 144,8 99,2 110,8 151,7 101,8
Júlí 103,2 145,4 98,8 110,8 152,9 101,0
Ágúst 103,2 145,8 98,6 110,8 153,5 100,5
Sept. 103,2 146,1 98,3 110,8 154,2 100,1
Október 103,3 146,6 98,1 110,8 154,8 99,7
Nóv. 103,3 146,9 97,9 110,8 155,2 99,4
Desember 105,5 147,2 99,8 110,8 155,5 99,2
Meðaltal 102,6 144,6 98,8 109,3 152,1 100,1
1. ársfj. 101,0 141,2 99,6 106,3 148,6 99,7
2. ársfj. 102,1 144,3 98,6 109,2 151,0 100,7
3. ársfj. 103,2 145,8 98,6 110,8 153,5 100,5
4. ársfj. 104,0 146,9 98,6 110,8 155,2 99,5
Dæmi 1. Lán tekið 1/1 1990 að upphæð kr. 1.000.000
með breytilegum vöxtum.
Leiðl: Leið2: Mismunur:
Hækkun launa 5,3% 20%
Hækkun verðlags 6,2% 21%
Staða 31/12 1990 1.147.500 1.292.000 144.500
Dæmi 2. Lán tekið 1/1 1990 að upphæð kr. 1.000.000
með lánskjaravísitölu.
Leið 1: Leið 2: Mismunur:
Hækkunlauna 5,3% 20%
Hækkun verðlags 6,2% 21%
Staða 31/12 1990 1.143.529 1.308.960 165.431
Dæmi 3. Ráðstöfunartekjur miðað við kr. 700.000
heildartekjur á verðlagi janúar 1990 og gert er ráð
fyrir því að neysla í janúar 1990 kosti 80% af ráð-
stöfunartekjum.
Greiðslubyrðiafláni
miðað við 12 afb.:
lánskjaravísitala
Sparnaður - vextir
og verðb.
103.557 169.951 66.394
19.387 -48.194 -67.581
Dæmi 4. Ráðstöfúnartekjur miðað við kr. 1.000.000
heildartekjur á ári á verðlagi janúar 1990 og gert
er ráð fyrir því að neysla í janúar 1990 kosti 80%
af ráðstöfúnartekjum.
Leið 1: Leið 2: Mismunur:
Hækkun launa 5,3% 20%
Hækkun verðlags 6,2% 21%
Kaupmáttur -1,0% -1,0%
Heildartekjur 717.964 768.012 50.048
- skatturo.fi. -66.497 -84.285 -17.788
Ráðstöfúnartekjur 651.467 683.727 32.260
- neysla (matur, o.fl.) -528.523 -561.970 -33.447
Sparnaður 122.944 121.757 -1.187
Greiðslubyrði af láni
miðað við 12 af-
borgarnir: nafnvextir 93.847 158.166 64.319
Sparnaður - vextir 29.097 -36.409 -65.506
Leið 1: Leið 2: Mismunur:
Hækkun launa 5,3% 20%
Hækkgn verðlags 6,2% 21%
Kaupmáttur -1,0% -1,0%
Heildartekjur 1.025.659 1.097.160 71.501
- skattur o.fl. -204.314 -231.710 27.396
Ráðstöfúnartekjur 821.345 865.450 44.105
- neysla (matur, o.fl.) -666.191 -708.337 -42.146
Sparnaður 155.154 157.113 1.959
Greiðslubyrði af láni miðað Við 12 afb.: nafnvextir 93.847 158.166 64.319
Sparnaður - vextir 61.307 -1.053 -62.360
Greiðslubyrði af Iáni miðað við 12 afb.: lánskjaravísitala 103.557 169.951 66.394
Sparnaður - vextir og verðb. 51.597 -12.838 -64.435
Frá undirritun samninganna. Fulltrúar Alþýðu-
sambandsins og fúlltrúi Stéttasambands bænda.