Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 2

Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 Lögregiumaður klippir númeraplötur af bifreið fyrir utan Hótel Sögu í gær. Morgunblaðið/Sverrir Hert innheimta þungaskatts og bifireiðagjalda: 590 gjaldendur greiddu 9,6 milljónir hjá tollstjóra í gær Númeraplötur klipptar af 20 bílum í Reykjavík UM 590 manns greiddu rúmlega 9,6 milljónir króna í gjaldfallinn þungaskatt og bifreiðagjald á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík í gær en þá hafði verið boðað að hertar innheimtuaðgerðir hæfúst veg^na þessara gjalda. í vanskilum voru um 260 milljónir króna hjá um fjögur þúsund gjaldendum, að sögn Grétars Guðmundssonar deildarstjóra þjá tollstjóra. í Reykjavik klipptu tveir lögreglumenn og tveir starfsmenn íjármálaráðuneytisins númeraplötur af 20 bif- reiðum sem þessi gjöld höfðu ekki verið greidd af. Mikil örtröð var í afgreiðslu toll- stjóra í kjölfar frétta af innheimtu- aðgerðunum, að sögn Grétars Guð- mundssonar, en einnig er vitað að fjölmargir greiddu þessi gjöld, þungaskatt samkvæmt föstu gjaldi eða ökumæli og bifreiðagjöld, með gíróseðlum í bönkum í gær. Upp- lýsingar um þær fjárhæðir munu berast tollstjóra í dag. Algengast mun að skuldir manna nemi nokkur þúsund krónum, nokkuð mun vera um óverulegar fjárhæðir en einnig eru sögð dæmi þess að menn skuldi hundruð þúsunda. Flestar skuldim- ar eru frá síðasta ári en dæmi eru um nokkurra ára skuldir. Tveir lögreglumenn í Reykjavík ásamt tveimur starfsmönnum fjár- málaráðuneytisins, eftirlitsmönn- um með ökumælum, fóru um borg- ina milli klukkan hálfellefu og fjög- ur í gær og klipptu númer af 20 bflum, sem voru á hinum langa lista yfir skulduga. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðalvarðstjóra í lög- reglunni í Reykjavík, verður að- gerðunum fram haldið í dag og næstu daga og þá af auknum þunga. Morgunblaðið hafði samband við fimm lögregluembætti utan Reykjavíkur í gær. Hvergi voru aðgerðir hafnar en menn sögðust vita að Iistar frá ráðuneytinu væru á leiðinni og að látið yrði til skarar skríða á næstunni. Víða hafði verið annríki á sýsluskrifstofum, þar sem þessi gjöld eru innheimt utan Reykjavíkur. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Tillaga um sam- eiginlegt framboð felld á félagsfundi Alþýðubandalagið í Reykjavík felldi í nótt á félagsfundi tillögu um að gengið yrði til viðræðna um sameiginlegt opið framboð á vegum Alþýðuflokksins fyrir borgarstjómarkosningar í vor. Tillagan, sem var lögð fram af Kristínu Olafsdóttur borgarfúlltrúa, var felld með 125 at- kvæðum gegn 96. Fundurinn stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Önnur tillaga lá frammi frá stjóm ABR um að hefja þegar undirbúning að framboði G-lista, sem valið yrði á að undangenginni almennri at- kvæðagreiðslu flokksmanna. Sú til- laga hafði ekki verið afgreidd þegar blaðið fór í prentun. Skoðanir ræðumanna á fundinum skiptust í tvö horn. Svavar Gestsson menntamálaráðherra var einn þeirra sem hvöttu til að hafna viðræðum um sameiginlegt framboð en bjóða þess í stað fram G-lista. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings var meðal þeirra sem voru á önd- verðri skoðun. Á fundinum las Stefanía Trausta- dóttir, formaður ABR, upp bréf frá Birgi Dýrfjörð, formanni fulltrúaráðs Alþýðuflokksins, þar sem tekið var fram, að málefnalistinn, sem Al- þýðuflokkurinn kynnti á mánudag sem grundvöll sameiginlegs fram- boðs, væru aðeins hugmyndir Al- þýðuflokksins. Flokkurinn væri til viðræðu um breytingar á málefna- grundvelli, verkefnaskrá og nafni listans. Á fundinum í gærkvöldi voru mun fleiri en á félagsfundi ABR fyrir þremur vikum, þegar ákvöðrun um þetta mál var frestað. Um 150 manns sátu þann fund. íkveikja við bensínstöð SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út í gærkvöldi og tilkynnt um eld í bensínstöð Esso við Stóragerði. Þegar á staðinn var komið var enginn eldur, en merki um íkveikju undir skyggni stöðvarinnar. Á sjálf- sala sást að síðast höfðu verið tekn- ir af honum tveir lítrar af bensíni og ummerki bentu til þess, að það hefði verið látið í dollu og kveikt í. Sót sást á skyggni stöðvarinnar og svo virtist sem dollunni hefði verið sparkað um koll áður en bens- • ínið var allt brunnið, þar sem rák var í snjónum eins og eftir eld og þar hjá sviðið ílát. Guðrún Helgadóttir seg- ir Þjóðviljann gjaldþrota Oftúlkun Guðrúnar segir Svavar GUÐRÚN Helgadóttir alþingis- maður sagði á félagsfúndi Al- þýðubandalagsins í Reykjavík í gærkvöldi að ekki væri víst að Þjóðviljinn kæmi út eftir helgina Fjögur skip þurftu að aðstoða 4,5 tonna bát fyrir austan land Tveir menn um borð grunaðir um ölvun - Farið með bátinn til Borgarfjarðar eystri FJÖGUR skip þurftu tvívegis i gær að beiðni Slysavarnafélags íslands að hafa afskipti af og aðstoða 4,5 tonna bát, sem hafði lagt upp firá Seyðisfirði og lent í hafvillum, enda voru ekki sjókort um borð né kunnátta til að nota lórantæki í bátnum. Bátnum var fylgt til hafnar á Borgarfirði eystra í gærkveldi. Tveir menn voru um borð og leikur grunur á að þeir hafí verið ölvaðir. kunni ekki að fara með siglinga- tæki og skuli tvisvar sinnum sama daginn villast í hafi að ástæðulausu svo kalla þurfi til fjöldann allan af skipum og mönnum,“ sagði Hálf- dán. þar sem hann væri gjaldþrota. Blaðið vantaði 50 milljónir króna til að ná endum saman. Hallur Páll Jónsson fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans lét lesa upp yfírlýsingu á fundinum, þar sem hann sagðist mótmæla rang- færslum Guðrúnar. Þjóðviljinn væri ekki gjaldþrota. Guðrún Helgadóttir sagði að þessar upplýsingar hefði Svavar Gestsson komið með inn á þing- flokksfund Alþýðubandalagsins á mánudag. Svavar sagði við Morg- unblaðið, að þetta væri oftúlkun Guðrúnar. Fyrir lægi, að Blaða- prent, sem er í eigú Þjóðviljans, Tímans og Alþýðuflokksins, væri í verulegum erfíðleikum, sem lentu nú á blöðunum. Ekki lægi ljóst fyr- ir, með hvaða hætti þessi vandi yrði leystur en hann yrði leystur. Það var klukkan rúmlega þijú í gær sem Nesradíó hafði samband við Slysavarnafélagið vegna báts sem væri í hafvillum, en hjá honum væri blindbylur og þungur sjór. Mennirnir um borð gáfu upp tölur, sem þeir sögðust hafa fengið úr lórantæki um borð, en vissu ekki hvað væru. Við athugun reyndust þær vera lengdar- og breiddargráð- ur, sem sýndu að báturinn væri í mynni Seyðisfjarðar. Slysavamafélagið hafði samband við norska skipið Tananger, sem er í leigu hjá Ríkisskip, og var á leið fyrir Glettinganes. Það var beðið að litast um eftir bátnum sem og loðnubáturinn Grindvíkingur, sem var á leið út Seyðisfjörð. Bæði skip- in komu á svipuðum tíma að bátnum í mynni Seyðisfjarðar og reyndu að fá hann til snúa við, þar sem ljóst þótti að ekki væri allt eins og það ætti að vera um borð, að sögn Háifdáns Heniýssonar hjá Slysa- vamafélaginu. Mehnimir sögðust hins vegar vera á leið til Akureyrar og báðu um lórankort, sem ekki voru til um borð í-Tananger. Þegar það var ljóst setti báturinn stefnuna í norður fyrir Glettinganes. Hálfdán sagði að þeim hjá Slysa- varnafélaginu hefði ekki litist á blikuna og því beðið slysavarna- sveitina Sveinunga að sjósetja björgunarbát og litast um eftir bátnum. Þá var hann kallaður upp og kom í ljós að hann var villtur aftur. Haft var samband við loðnu- bátinn Albert sem var á leið til Raufarhafnar með loðnu og eftir um klukkutíma leit fundu þeir bát- inn um sex sjómflur norður af Kögri. Þegar þeir komu að bátnum sigldi hann í hringi og þá var vax- andi vindur, 6-7 af norðvestri. Skömmu síðar kom björgunarbátur- inn að bátnum og fór einn björgun- arsveitarmaður um borð og var haldið með bátinn til Borgarfjarðar. Var lögregla jafnframt beðin að vera til staðar til að taka skýrslur af skipveijum þegar komið væri að landi með bátinn. „Það er mjög slæmt að menn Viðskipti íslendinga og Sovétmanna: Undirbúningnr hafínn að næsta fímm ára samningi Rúmlega milljarðs halli á sovétviðskiptunum í fyrra UNDIRBÚNINGUR er nú hafínn að samningaviðræðum við Sovét- menn um endumýjun fímm ára viðskiptabókunar á grundvelli tvíhliða viðskiptasamnings íslands og Sovétrílyanna frá 1953. Þetta ár er síðasta ár núgildandi fímm ára viðskiptabókunar ríkjanna. Fulltrúar út- og innflytjenda, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í sovétviðskiptunum, áttu fund með Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra og Jóni Sig- urðssyni viðskiptaráðherra í byijun vikunnar, þar sem rædd voru við- horf til viðskiptanna. Jón Baldvin segir að hallað hafi á íslendinga í þessum viðskiptum um 17 milljónir dollara í fyrra, eða um einn milljarð króna, og um 50 milljónir dollara síðustu ár. Það eru úm þrír milljarðar króna. Hann segir ennfremur að aðilar hafi verið sammála um að stefna beri að því að halda þessum við- skiptum áfram og efla þau. Hann segir stefnt að því, að formlegar viðræður hefjist við Sovétmenn hér í Reykjavík í sumar. Að sögn Jóns Baldvins munu íslendingar óska eftir því í viðræð- unum, að viðskipti landanna verði fjölþættari en nú er. Nú eru megin- viðskiptin þau, að héðan eru flutt matvæli, sem þrátt fyrir breytingar í Sovétríkjunum lúta enn að mestu miðstýringu þar, sama er að segja um olíuviðskiptin. Ljóst sé að Is- lendingar muni óska eftir því við Sovétmenn, að þjónustuviðskipti komi í auknum mæli inn í mynd- ina. Til dæmis skipaviðgerðir, flug- þjónusta, ferðamannaþjónusta „og vissulega ræddum við mikið um það samskiptaform sem mest er í móð þessi misserin í Sovétríkjun- um, það er að segja sameiginleg áhættufyrirtæki," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.