Morgunblaðið - 07.02.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
5
Loðnuskipin fylla sig á
mjög skömmum tíma
LOÐNUFLOTINN heldur áfram
að veiða vel. Skipin eru komin
vestur að Ingólfshöfða og fylla
sig að jafnaði á skömmum tima.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, tilkynntu eftirtalin um afla á
Reykjavík;
Samið við
Istak hf. um
yfirstjórn
við ráðhúsið
Reykjavíkurborg hefur
undirritað samning við Istak
hf. um yfirstjórn verka og
rekstur á vinnustað við
áframhaldandi framkvæmdir
við ráðhúsið.
í frétt frá skrifstofu borgar-
verkfræðings segir, að borgar-
ráð hafi samþykkt tillögu verk-
efnisstjómar um fyrirkomulag
framkvæmda. Verkkaupinn
kaupir beint og leggur til
nokkra stóra efnisþætti en að
öðru leyti er samið við Istak
hf., sem aðalverktaka, en allir
helstu verkþættir verða boðnir
út til undirverktaka. Næstu
verkþættir, raflagnir, pípulagn-
ir loftræstikerfi og múrverk,
verða allir boðnir út í lokuðum
útboðum að loknu forvali. „Með
þessu fyrirkomulagi fæst góð
samfelldni í verkið og undir-
verktakar geta byijað á sínum
verkum á sama tíma og aðal-
verktakinn lýkur við uppsteypu
og önnur verk sem áður hefur
verið samið um,“ segir í frétt-
inni.
mánudag: Kap II VE 700 tonn til
Eyja, Guðmundur Ólafur ÓF 590
til Ólafsfjarðar, Húnaröst ÁR 780
til Siglufjarðar, Sunnuberg GK 640
til Grindavíkur, Grindvíkingur GK
1.000 til Seyðisfjarðar, Beitir NK
1.200 til Skotlands og Víkingur AK
1.350 til Akraness.
Síðdegis á þriðjudag höfðu eftir-
talin skip tilkynnt um afla: Gígja
VE 740, Sighvatur Bjarnason VE
700 og Sigurður RE 1.400 til Eyja,
Björg Jónsdóttir ÞH 540 til Nes-
kaupstaðar, Hólmaborg SU 1.400
og Jón Kjartansson SU 1.100 til
Eskifjarðar, Helga II RE 1.000,
Albert GK 750, Huginn VE 580,
Hilmir SU 1.300, Skarðsvík SH 630
ogPétur Jónsson RE 1.100, löndun-
arstaður óákveðinn.
Guðmundur VE og Bjarni Ólafsson AK á miðunum.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Bifreiðahlunnindi:
Allt að 43 þús. krónur
í staðgreiðslu á mánuði
DYRASTI bíllinn í bifreiðaskrá sem ríkisskattstjóri gefúr út vegna
skattmats bifreiðahlunninda er Mercedes Benz 500 SEL og talinn kosta
6,5 milljónir kr. Maður sem hefúr fúll og endurgjaldslaus afnot af þann-
ig bíl hjá fyrirtæki þarf að reikna sér 1,3 milljónir kr. í tekjur á árinu
vegna hlunnindanna og greiða tæplega 520 þúsund í staðgreiðslu þar
af, eða yfir 43 þúsund á mánuði.
Ríkisskattstjóri hefur gefið út 24
síðna leiðbeiningabækling fyrir
launagreiðendur vegna mats á þess-
um hlunnindum. I bæklingnum er
skrá yfir flestar fólks-, skut- og
jeppabifreiðir sem fluttar eru til
landsins enda eru hlunnindin metin
eftir verði bifreiðanna og aldri.
Af bifreið sem tekin var í notkun
á árunum 1988 og 1989, eða tekin
verður í notkun í ár, skal meta hlunn-
indi sem 20% af kostnaðarverði nýrr-
ar samskonar bifreiðar. Af eldri bif-
reið skal reikna til tekna 15% af
þessu kostnaðarverði. Hlunnindin
dreifast á tólf mánuði og á að draga
' staðgteiðsluna af þeim mánaðarlega.
Greiði launamaður eldsneytiskostnað
og smurningu bifreiðarinnar er
hlunnindamatið lækkað um 4%, það
er í 16% eða 11% eftir aldri bifreiðar-
innar. Greiði hann einnig annan
rekstrarkostnað má lækka hlunn-
indamatið um fjárhæð þess kostnað-
ar.
Range Rover árgerð 1989 er í bif-
reiðaskránni metinn á 3,1 milljón kr.
Maður sem hefur full umráð og end-
urgjaldslaus afnot af slíkri bifreið í
eigu vinnuveitanda síns þarf að
greiða staðgreiðslu af hlunnindum
að fjárhæð 621 þúsund kr. á árinu,
alls tæp 250 þúsund, eða rúmar 20
þúsund krónur á mánuði. BMW 535i
árgerð 1990 er metinn á tæpar 4.
milljónir kr. og hlunnindi til tekna
eru því tæplega 800 þúsund á árinu.
Af þessu þarf að greiða tæplega 317
þúsund í staðgreiðslu, eða rúm 26
þúsund á mánuði.
Lada safír árgerð 1989 telst varla
„forstjórabíll" en hún er metin á tæp
307 þúsund í bifreiðaskránni. Hlunn-
indi af henni eru rúmlega 61 þúsund
kr. og staðgreiðsla á árinu tæplega
25 þúsund, eða 2 þúsund kr. á mánuði.
• •
AF-NYSKOPUN
...önnurmeð
hnausþykkum,
hreinum
jarðarberjasafa...
...ogsúþriðja
með sex
komtegundum
og stœrðar
ferskjubitum
MKMJOLK
SPÁNNÝR
SPÓNAMATUR...
Mildsýrð, hnausþykk,
bragðljúf holl og
nœringarrík mjólkurafurð
með BIOgarde®gerlum
sem öllum gera gott.
Spcendu í þig eina!
Ein er með
stórum
epla- og
perubitum...