Morgunblaðið - 07.02.1990, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
Suður-Afríka:
Stj órnin hyggst af-
létta neyðarlögum
Jóhannesarborg, Paarl. Reuter.
ALLAN Boesak, prestur og
blökkumannaleiðtogi í Suður-
Afríku, ræddi í þijár stundir við
Nelson Mandela, leiðtoga AJríska
þjóðarráðsins (ANC), í fangelsi
hins síðarnefnda í bænum Paarl,
skammt frá Höfðaborg, í gær.
Boesak sagðist telja að Mandela
myndi ekki gera það að skilyrði
fyrir því að yfirgefa fangelsið að
neyðarlögum yrði aflétt í
landinu. Haft hefur verið eftir
eiginkonu blökkumannaleiðtog-
ans, Winnie Mandela, að hann
hafi sett slíkt skilyrði. Sljórnvöld
í Suður-Afríku sögðust í gær
ætla að aflétta neyðarlögunum,
sem hafa verið í gildi í laudinu
í þrjú ár, héti ANC því að hætta
öllum skæruhernaði. Þau gáfu
einnig tíl kynna að tll greina
kæmi að afnema flokkun Suður-
Afríkumanna eftir kynþáttum, en
hún hefúr verið undirstaða að-
skilnaðarstefiiunnar.
James Baker kynnir að-
stoð Bandaríkj astj ór nar
Prag. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Prag,
höfuðborgar Tékkóslóvakíu, í gær í opinbera heimsókn. Atti hann
samdægurs fund með Vaclav Havel forseta en í dag, miðvikudag,
ætlar hann að flytja ræðu um aðstoð Bandaríkjastjórnar við lýðræð-
isþróunina í landinu.
Baker sagði fundinn með Havel
hafa verið sérlega gagnlegan en
þeir ræddust við í 90 mínútur. Að
sögn Bakers lagði Havel fram til-
lögu sem kveður á um að allt her-
lið Sovétmanna og Bandaríkjanna
verði kallað heim frá Evrópu.
Haft er eftir bandarískum emb-
ættismönnum, að Baker muni í
dag, miðvikudag, skýra frá hug-
myndum Bandaríkjastjórnar um
endurreisn tékknesks efnahagslífs
og hvernig markaðskerfi og lýð-
ræðislegir stjómarhættir verði
festir í sessi. Frá Prag fer Baker
til Moskvu þar sem hann mun eiga
viðræður við ráðamenn um samein-
ingu Þýskalands, þeirra fyrstu í
áratugi. Er það haft fyrir satt, að
Baker getist vel að hugmyndum
Hans-Dietrichs Genschers, ut-
anríkisráðherra Vestur-Þýska-
lands, um að sameinað Þýskaland
verði í Atlantshafsbandalaginu en
hermönnum bandalagsins verði
bannað að vera í austurhlutanum,
jafnvel, að sovétstjórnin fái að
hafa þar her áfram.
Háttsettur maður í forystu ANC,
Thabo Mbeki, sagði í Stokkhólmi í
gær að eiginkona Mandela hefði
vafalaust misskilið mann sinn er
hún ræddi við hann á sunnudag.
Boesak segir líklegt að Mandela
verði látinn laus á föstudag eða
laugardag. Helstu leiðtogar suður-
afrískra blökkumanna hafa sagt að
úmbætumar sem F.W. de Klerk,
forseti landsins, kynnti á föstudag
séu ekki nægjanlegar og krafist
þess að Mandela verði sleppt úr
fangelsi þegar í stað.
Pik Botha, utanríkisráðherra
landsins, sagði í gær að stjórnin
væri reiðubúin að aflétta neyðarlög-
unum ef Afríska þjóðarráðið afneit-
aði vopnaðri baráttu. Stjórnin segir
að neyðarlögin hafí verið sett til
að kveða niður vopnaða andstöðu
blökkumanna og Afríska þjóðarráð-
ið hefur Iýst því yfir að það hygg-
ist halda áfram skæruhernaði til
Reuter
Séra Allan Boesak, einn af
frammámönnum réttindabaráttu
blökkumanna, á blaðamanna-
fundi þar sem hann skýrði frá
viðræðum sinum við Nelson
Mandela.
að knýja á stjórnvöld um afnám
aðskilnaðarstefnunnar.
Gerrit Viljoen, sem fer með
stjórnarskrármál í Suður-Afríku-
stjórn, sagði í gær að stjórnin væri
reiðubúin til viðræðna við andstæð-
inga aðskilnaðarstefnunnar um lög
frá árinu 1950, sem kveða á um
að skrá beri alla íbúa Suður-Afríku
eftir kynþætti við fæðingu. Þau lög
eru undirstaða 40 ára lögbundinnar
kynþáttamismununar í landinu.
Vaelav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, tók á móti James Baker, ut-
ánríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær.
Tékkóslóvakía:
Frelsisbarátta Polisario-hreyfíngarinnar í V-Sahara:
Blóðbaðið óskaplegt o g
fómimar takmarkalausar
- segir Mohamed Sidati, utanríkisráð-
herra Arabíska lýðveldisins í V-Sahara
TÆP 15 ár eru nú liðin frá því að frelsissveitir Polisario-hreyfíng-
arinnar tóku að beijast gegn hernámsliði Hassans Marokkó-
konungs í Vestur-Sahara sem áður nefiidist Spænska-Sahara.
Hassan ákvað að hernema svæðið er Spánveijar höfðu sig á brott
en frá aldaöðli hefur fólk af Sahrawi-ættbálknum byggt þennan
hluta eyðimerkurinnar. Stríð þetta hefur aldrei farið hátt í vest-
rænum fjölmiðlum og hefur af þeim sökum oftlega verið neftit
„stríðið gleymda". Sahrawi-fólkið stofnaði sjálfstætt ríki og nefn-
ist það Arabíska lýðveldið í Vestur-Sahara (SADR). Á vegum
Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum árum verið unnið ötul-
lega að því að koma á friði. Á síðasta ári náðust sættir um að
fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð þessa landsvæðis
en stjórnvöld í Marokkó sviku gerða samninga um frekari viðræð-
ur að sögn þeirra Mohameds Sidati, utanríkisráðherra Arabíska
lýðveldisins og Lamine Baali, fulltrúa Polisario-hreyfingarinnar
í Lundúnum. Þeir voru teknir tali í gær en hingað tií lands komu
þeir til að skýra fúlltrúum íslenskra sfjórnvalda frá ástandinu í
heimalandi þeirra og gangi friðarviðræðna.
Morgunblaðið/Sverrir
Lamine Baali, fúlltrúi Polisario-hreyfingarinnar í Lundúnum (t.v)
og Mohamed Sidati, utanríkisráðherra Arabíska lýðveldisins í
Vestur-Sahara ræða við fréttamenn í gær.
Að sögn Mohameds Sidai lágu
nokkrar ástæður að baki því að
Hassan konungur ákvað að her-
nema Vestur-Sahara. Raunar
tóku Máritaníu-menn einnig þátt
í hemáminu en þeir sömdu um
frið við Polisario-hreyfínguna árið
1979 eftir að hafa farið mjög
halloka í bardögum við frelsis-
sveitimar. „í fyrsta lagi vildi
Hassan konungur láta stórveldis-
drauma sína rætast auk þess sem
stjómvöld í Marokkó hafa löngum
haft augastað á náttúruauðlindum
þeim sem þarna er að finna. Í
þriðja Iagi vildi Hassan draga úr
spennunni heima fyrir og fá her-
foringjum sínum ný verkefni en
skömmu áður, 1971 og 1972,
höfðu verið gerðar tilraunir til að
steypa honum af stóli.“ segir
Lamine Baali.
Þúsundir manna hafa
fallið
„Stríð hefur kostað óskaplegar
fómir. Það er tæpast til fjölskylda
í Vestur-Sahara og í Marokkó sem
ekki hefur þurft að færa fómir
vegna hernámsins. Þúsundir
manna hafa fallið,“ segir Moh-
amed Sidati. Hann kveður baráttu
Sahrawi-fólksins snúast um frelsi
og sjálfsákvörðunarrétt þjóðar-
innar. Stríðið hafi á hinn bóginn
aldrei náð athygli fjölmiðla á
Vesturlöndum vegna þess að það
snúist ekki um baráttu risaveid-
anna um skilgreind áhrifasvæði
þeirra.
Um 65.000 manns af Sahrawi-
ættbálknum búa á þessu svæði.
Tungumálið nefnist „Hassanie"
og er að stofni til klassísk
arabíska. Að auki tala flestir íbú-
anna spænsku, sem er opinbert
tungumál í Arabíska Iýðveldinu
auk arabísku. Auk íbúanna dvelj-
ast rúmlega 100.000 manns í
flóttamannabúðum í nágrann-
aríkjunum, flestir í Alsír en stjóm-
völd þar í landi hafa stutt Polis-
ario-hreyfinguna frá því hún var
stofnuð 10. maí 1973. Um
160.000 hermenn frá Marokkó
em á hernámssvæðinu auk þess
sem um 130.000 innflytjendur frá
Marokkó hafa sest þar að.
Hernámið hófst raunar með því
að Hassan konungur sendi þús-
undir manna gangandi til Vestur-
Sahara og nefndi það ferðalag
„Grænu gönguna". Hermenn og
sveitir lögreglu fylgdu í kjölfarið.
Þáttaskil í deilunni
Á síðasta ári urðu þáttaskil í
deilu þessari er Hassan konungur
samþykkti að eiga fund með her-
foringjum Polisario og talsmönn-
um Arabíska lýðveldisins og sam-
komulag náðist um að þjóðarat-
kvæðagreiðsla færi fram þar sem
kannað væri hvort íbúamir vildu
heyra undir ráðamenn í Marokkó
eða stjómvöld í Arabíska lýðveld-
inu. „Þessi fundur fór fram í byrj-
un janúar og þá var ákveðið að
efna til frekari viðræðna. Polis-
ario-hreyfingin ákvað að sýna
samningsvilja sinn með því að
bjóðast til að sleppa 200
stríðsföngum en Hassan vildi ekki
taka við þeim,“ segir Mohamed
Sidati. „Hassan ákvað að hundsa
allar frekari viðræður og þetta
hefur leitt til þess að bardagarnir
hafa harðnað á ný. Við höfum
neyðst til að hleypa á ný fullum
krafti í frelsisbaráttu okkar auk
þes sem við höfum leitað eftir
pólitískum stuðningi erlendis frá.“
Að sögn Lamine Baali snýst
deilan einkum um ’ fyrirkomulag
þjóðaratkvæðagreiðslunnar og
þar ber mikið á milli. Liðsmenn
Polisario krefjast þess að allt her-
lið Marokkó verði kallað frá Vest-
ur-Sahara og innflytjendumir
fluttir á brott áður en atkvæða-
greiðslan fer fram. Aðeins á þann
hátt megi fá fram vilja Sahrawi-
fólksins því að öðram kosti geti
stjómvöld í Marokkó haft áhrif á
úrslit kosninganna. Enn hefur
ekkert komið fram sem bendir til
þess að Hassan konungur geti
fallist á þessa kröfu íbúanna þó
svo vitað sé að stríðsreksturinn
er að sliga efnahag Marokkó.
Skuldasöfnunin erlendis hefur
a.m.k. verið gríðarleg. Þá er enn-
fremur deilt um hveijir skuli taka
þátt í atvæðagreiðslunni en full-
trúar Arabíska lýðveldisins hafa
lagt til að stuðst verði við mann-
tal sem Spánveijar létu gera árið
1974. Stjórnvöld í Marokkó telja
á hinn bóginn að innflytjendur
hafi ótvíræðan rétt til að taka
þátt í kosningunum.
Viðurkenning erlendis frá
Rúmlega 70 ríki hafa nú viður-
kennt Arabíska lýðveldið í Vest-
ur-Sahara en íslendingar eru ekki
á meðal þeirra þó svo þeir hafi
ævinlega verið hliðhollir málstað
Polisario-hreyfingarinnar hjá
Sameinuðu þjóðunum, að sögn
þeirra Mohameds Sidati og Lam-
ine Baali. „Ég tel að íslendingar
skilji málstað okkar því þjóðin
þekkir sjálf hvernig það er að
beijast fyrir frelsi og sjálfstæði.
Aðstæðurnar eru ef til vill ekki
jafnólíkar og virðast kann í fyrstu
og við vonumst vitaskuid eftir því
að íslendingar haldi áfram að
sýna frelsisbaráttu okkar skiln-
ing,“ segir Mohamed Sidati, ut-
anríkisráðherra.