Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 25 Mývatnssveit: Baldur Sig- urðsson látinn Frá afhendingu styrkja úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins, talið írá vinstri Almar Grímsson formaður Krabbameinsfélags íslands, Bjarni A. Agnarsson læknir, Helgi Tómasson tölfræðingur, Auðbjörg Helgadóttir sem tók við styrk fyrir hönd dóttur sinnar, Hildar Harðar- dóttur læknis, Jóhannes Björnsson yfirlæknir og Davið Ólafeson formaður Visindaráðs Krabbámeinsfélagsins. Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins í annað sinn Björk, Mývatnssveit. NÝLÁTINN er Baldur Sigurðsson í Reykjahlíð.. Hann var búinn að dvelja um hríð á sjúkrahúsinu á Húsavík og lést þar 29. janúar. Baldur fæddist í Reykjahlíð 31. júlí 1916. Foreldrar hans voru Sig- urður Einarsson og Jónasína Jóns- dóttir. Baldur stofnaði nýbýli á einum þriðja hluta jarðarinnar, Reykjahlíð II, árið 1962 ásamt eiginkonu sinni, Helgu Finnsdóttir frá Jarðlangsstöð- um í Mýrasýslu. Þau eignuðust tvo syni, sem báðir hafa stofnað heimili og eru búsettir í Reykjahlíð. Baldur stundaði búskap um langt skeið með bróður sínum Jóni Bjartm- ari. Jafnframt vann hann allmikið utan heimilis meðal annars hjá Kísiliðjunni. Útför Baldurs var gerð frá Reykja- hliðarkirkju laugardaginn 3. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Kristján NÝLEGA var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins, sem stoftiaður var í framhaldi af Þjóðarátaki gegn krabbameini 1986, en hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á krabbameini. Vísindaráð Krabbameinsfélagsins fjallaði um umsókn- irnar og gerði tillögu um afgreiðslu þeirra sem framkvæmdastjórn Krabbameinsfélagsins samþykkti. Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni voru: Helgi Tómas- son, til rannsókna á sambandi notk- unar getnaðarvarnarpillu og krabbameins í brjósti. Hildur Harð- ardóttir, til rannsókna á nýju ein- stofna mótefni gegn krabbameins- frumum upprunnum frá eggja- ! : i ■ FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 6. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 93,00 92,00 92,34 5,470 505.112 Þorskur(óst) 89,00 81,00 86,92 7,242 629.475 Þorskur(dbt) 85,00 50,00 70,96 3,239 229.854 Þorskur(smár) 66,00 66,00 66,00 0,246 16.236 Blandað 29,00 29,00 29,00 0,012 334 Ýsa 100,00 91,00 96,80 0,930 90.025 Ýsa(óst) 95,00 85,00 89,37 5,297 473.405 Karfi 20,00 20,00 20,00 0,007 130 Undirm. (ósl.) 56,00 56,00 56,00 0,263 14.728 Steinbítur 63,00 62,00 62,13 2,331 144.799 Steinbítur(óst) 70,00 62,00 65,47 0,667 43.666 Langa 55,00 55,00 55,00 0,044 2.393 Lúða 400,00 275,00 387,50 0,020 7.750 Keila(ósl.) 39,00 39,00 39,00 0,145 5.655 Keila 39,00 39,00 39,00 0,437 17.024 Rauðm. og grásl. 20,00 20,00 20,00 0,011 210 Samtals 82,74 26,358 2.180.796 í dag verður seldur karfi úr Oddeyrinni EA, 25 tonn, og bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(st) 101,00 92,00 97,93 10,386 1.017.072 Þorskur(sl.dbt) 68,00 68,00 68.00 0,215 14.620 Þorskur(óst) 89,00 68,00 84,23 15,238 1.283.490 Ýsa (sl.) 109,00 70,00 103,34 3,129 323.352 Ýsa (sl. 1-2n.) 80,00 80,00 80,00 0,169 13.520 Ýsa (ósl.) 98,00 61,00 86,04 5,894 507.106 Undirmál 49,00 35,00 46,16 1,884 88.957 Ufsi 56,00 49,00 55,28 16,790 928.108 Blandað 20,00 20,00 20,00 0,010 200 Karfi 40,00 40,00 40,00 0,141 5.640 Steinbítur(óst) 67,00 67,00 67,00 0,922 61.774 Steinbíturog hlýri 75,00 63,00 67,38 1,054 71.022 Rauðmagi 140,00 140,00 140,00 0,043 6.020 Langa 63,00 56,00 58,87 6,913 407.008 Lúða (smá) 280,00 250,00 259,49 0,099 25.690 Keila(óft) 24,00 24,00 24,00 0,860 20.640 Keila (ósl.) 33,00 33,00 33,00 0,653 21.549 Hrogn 59,00 59,00 59,00 0,093 5.487 Samtals 74,41 64,493 4.799.255 í dag verður meðal annars selt úr Jóni Vídalín. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 101,00 66,00 85,26 56,333 4.802.760 Þorskur(2 n.) 63,00 63,00 63,00 1,166 73.458 Þorskur (3 n.) 65,00 65,00 65,00 4,000 260.000 Ýsa 100,00 50,00 84,73 11,179 947.166 Ýsa 79,00 79,00 79,00 0,067 5.293 Karfi 44,00 43,00 43,89 1,878 82.418 Steinbítur 61,00 47,00 55,33 3,256 180.154 Blálanga 66,00 66,00 66,00 3,361 221.851 Langa 56,00 46,00 54,94 1,015 55.769 Lúða 370,00 265,00 310,30 0,231 71.523 Skarkoli 63,00 59,00 61,47 0,081 4.979 Skarkoli 48,00 48,00 48,00 0,096 4.608 Karfi 50,00 45,00 48,43 99,120 4.800.686 Keila 33,00 19,00 31,98 1,164 37.229 Ufsi 44,00 39,00 42,89 0,452 19.388 Ufsi 38,00 38,00 38,00 0,350 13.300 . Blandað 10,00 1Q.00 10,00 0,057 570 Hlýri 61,00 61,00 61,00 0,050 3.050 Lýsa 31,00 31,00 31,00 0,008 248 Undirmál 53,00 53,00 53,00 0,375 19.864 Rauömagi 86,00 86,00 86,00 0,024 2.064 Skata 60,00 60,00 60,00 0,020 1.200 Rauðmagi 40,00 40,00 40,00 • 0,040 1.600 Samtals 62,98 184,323 11.609.178 | í dag verður selt úr dagróðrabátum. stokkum. Jóhannes Björnsson, til rannsókna á lífhegðun, vefjaaf- brigðum, ónæmisvefjafræði og kjarnsýrueiginleikum btjósksark- meina. Kristrún Benediktsdóttir, Bjarni A. Agnarsson, Guðjón Bald- ursson og Jón Hrafnkelsson, til rannsókna á sarkmeinum í mjúk- vefjum á íslandi. Samanlögð upphæð styrkjanna var 1.450 þúsund krónur. Tekjur sínar hefur sjóðurinn einkum af húsaleigu á jarðhæð Skógarhlíðar 8 auk vaxta af stofnfé. Leiðrétting Þau mistök urðu í frásögn af ófærð á Vestfjöðrum á bls. 12 í blaðinu í gær að sagt var að mynd sem sýndi jéppa aka í gegnum há snjógöng væri tekin í Bolungarvík. Hið rétta er að myndin var tekin í Súðavík og var það Haildór Jónsson fréttaritari Morgunblaðsins sem tók myndina. Þröstur Þórhallsson skák- meistari Reykjavíkur SKAK Karl Þorsteins Þröstur Þórhallsson er skák- meistari Reykjavíkur. Hann bar sigur úr býtum í viðureign gegn Steffen Lamm í síðustu umferð mótsins eftir að skákin hafði farið í bið og tryggði sér þar með sigur á mótinu. Þröstur hlaut 10 vinn- inga á Skákþinginu, leyfði aðeins tvö jafntefli en lagði aðra and- stæðinga að velli. Fast á hæla hans fylgdi Hannes Hlífar Stef- ánsson með 9'Avinning. Baráttan um sigurlaunin á mótinu var eingöngu á milli Þrast- ar og Hannesar síðari hluta móts- ins. Hannes hafði lengst af betur en óvænt tap í næstsíðustu um- ferð færði Þresti tækifæri sem hann lét ekki úr greipum renna. Þröstur og raunar þeir félagar báðir hafa verið atkvæðamiklir á mótum Taflfélags Reykjavíkur undanfarin ár og verið einkar fengsælir í baráttunni við skák- borðið. 1. Þröstur Þórhallsson 10 vinningar af 11 mögulegum 9 '/a 8'A 8 8 8 7'A 7'A 7'A 7‘A með ágætum. Var í hópi efstu manna framan af mótinu en hægði á sér undir lokin og hlaut 7 vinninga. Mikið efni hér á ferð. 2. Hannes H. Stefánsson 3. Þröstur Árnason 4. -6. Steffen Lamm Lárus Jóhannesson Dan Hansson 7.-10. Ingi Fjalar Magnússon Pálmi R. Pétursson Þór Örn Jónsson Magnús Örn Úlfarsson Mótið fór vel fram í alla staði. Það var haldið í Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxa- feni 12 og ágætlega fór um hina 106 keppendur í opna flokknum. Eina umkvörtunarefnið sem ' til má nefna beinist að hversu hljóð- bært er í húsinu. Úrbóta er þörf á því sviði fyrir skákhátíðina í næsta mánuði þegar flestir af sterkustu skákmönnum heims verða samankomnir í Faxafeni. í unglingaflokki skákaði Helgi Áss Grétarsson andstæðingum sínum ærlega. Sigraði með yfirburðum, vann allar skákir sínar og hlaut 9 vinninga. Helgi Áss tefldi að auki í opna flokknum og stóð sig Hvítt: Árni Á. Árnason Svart: Héðinn Steingrímsson Hér gefur að líta biðstöðu úr 10. umferð. Árni hafði tögl og hagldir framan af viðureigninni gegn hinum unga og efnilega skákmanni. í dirfskulegri vinn- ingstilraun skömmu áður en skák- in fór í bið lagði Árni í gáleysis- legt flakk með hvíta kónginn á drottningarvæng til stuðnings frípeðinu á b-línunni. Ef hvíti kóngurinn væri staðsettur á e2 væri staðan jafntefli án nokkurra vandkvæða, jafnvel án b-peðsins. Á c3 stendur hvíti kóngurinn hins vegar of íjarri peðunum á kóngs- væng. Með snjallri taflmennsku í áframhaldinu knúði Héðinn fram vinning. 42. - Kg4!, 43. He8 Eini leikurinn. Eftir 43. Kd4 Kf3, 44. Kc5 Hbl, 45. Kc6 Kxf2, 46. Hf8 f5!, 47. b8D Hxb8, 48. Hxb8 e3 eru svörtu peðin ofjarl hróksins. 43. - Hxb7, 44. Hxe4+ - Kf3 44. - Kh3, 45. Hf4 f5, 46. Ha4! var annar möguleiki. Hvitum er lífsnauðsyn að hafa hrókinn virkan, og hefur dálagleg færi til jafnteflis vð slík skilyrði. 45. He2? Kg2, 46. Kd3 Kf3 væri af þeim ástæðum vonlaust. 45. Hf4+ - Kg2, 46. Hf6 Svartur hótaði einfaldlega að leika 46. - f5!. Eftir 46. Kd4 f5!, 47. Ke5 Hb6! væri taflið tap- Þröstur Þórhallsson að. Meginafbrigðið er þá 48. Kd5 Hb2, 49. Ke5 Hxf2, 50. Kf6 Hxf4, 51. gxf4 Kg3, 52. Kxg6 Kg4! og svartur vinnur. 46. g4 myndi engu bjarga. Eftir 46. — hxg4, 47. Hxg4 Kxf2 hindrar ólánleg stað- setning hvíta kóngsins frekari mótspyrnu. 46. - Hd7!, 47. Kc2 - Hd5! Vinningsleikurinn. Svartur læt- ur peð af hendi um stundarsakir. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að kaupin eru ekki einhliða enda eru hvítu peðin dæmd til að falla sökum þess að hvítur má undir engum kringumstæðum leyfa hró- kauppskipti. 48. Hxf7 - Hf5, 49. Ha7 - Hxf2+, 50. Kdl - Hf6! Alls ekki 50. - Kxg3?, 51. Ha6 Kxh4, 52. Hxg6 og staðan er fræðilegt jafntefli. Nú væri 51. Ha3 svarað með 51. — Hf3, 52. Ha2+ Kh3. Hvítu peðin á g3 og h4 eru dæmd til að falla og svarta staðan er auðunnin. 51. g4 - hxg4, 52. Hh7 - g3, 53. h5 - gxhð, 54. Hxh5 - Kfl, 55. He5 - g2, 56. Hel+ - Kf2, 57. He2+ - Kg3, 58. He3+ - Hf3, 59. Hel - Hfl, 60. Ke2 — Hxel, 61. Kxel og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.