Morgunblaðið - 07.02.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.02.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990 27 Umræður um kjarasamningana á Alþingi: Laimanefiidin hefiir tekið völdin af ríkisstjórninni í eftiahagsmálum - segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ENGAR upplýsingar komu fram um það í umræðu í Sameinuðu þingi í gær, með hvaða hætti ríkisstjómin muni skera niður ríkisút- gjöld eða hvernig hún hyggist ná fram lækkun framfærsluvísi- tölunnar. Sljórnarandstaðan gagnrýndi þetta og sjálfstæðismenn þökkuð aðilum vinnumarkaðarins fyrir að hafa tekið völdin af ríkis- stjórninni og mótað nýjan ramma í efnahagsmálum, miðað við það sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra gerði í sérstakri dagskrá í Sameinuðu þingi grein fyrir nýgerðum kjarasamningum og hlut ríkisstjómarinnar í þeim. Steingrímur taldi að með'þess- um samningum væri brotið blað; nú væri grundvöllur til þess að færa efnahagslífið í betra horf en áður hefði verið. Steingrímur sagði samningana hafa tekist með sam- hentu átaki margra aðila, en grundvöllurinn væri það efnahags- ástand í landinu sem ríkisstjórnin hefði stuðlað að skref fyrir skref. „Þessi grundvöllur samninganna hefur verið staðfestur af aðilum vinnumarkaðarins, sem sagt hafa að nú sé borð fyrir báru í efna- hagslífinu fyrir slíka samninga." Steingrímur gerði grein fyrir " efnisatriðum samningsins í gróf- um dráttum og þeim bréfum sem ríkisstjómin hefði sent aðilum vinnumarkaðarins vegna hluts ríkisvaldsins í þeim. Um stöðu útflutningsatvinnu- veganna sagði Steingrímur að rekstrarskilyrði sjávarútvegsins væru samkvæmt nýjum tölum Þjóðhagsstofnunar góð og væri þá búið að taka tillit til aflasam- dráttar og ekki gert ráð fyrir greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði. Fram kom hjá forsætisráðherra að 0,8% hagnaður væri á frysting- unni, 2,5% halli á söltun og í heild- ina 0,4% halli á fiskvinnslunni í landinu. Mishermi leiðrétt í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins birtist athugasemd frá Sam- bandi íslenzkra bankamanna við frétt á þingsíðu 31. j anúar um frum- varp Sólveigar Pétursdóttur, um að kaupgreiðslur skerði ekki fæðingar- styrk. Rétt er að taka fram að í frétt blaðsins gætti misskilnings á greinargerð frumvarpsins og var mishermt að þar segi að banka- starfsmenn njóti fullra launa í fæð- ingarorlofi. Hins vegar segir orðrétt í greinargerðinni: „Auk þess hefur það fordæmi skapazt að Trygginga- stofnun greiðir bankamönnum at- hugasemdalaust fæðingarorlof þrátt fyrir viðbótargreiðslur frá at- vinnurekanda." Blaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum og tekur fram að ekki er við þingmanninn að sakast heldur misskilning blaða- manns. Um þróun kaupmáttar sagði Steingrímur að hann myndi lækka um 0,5% á þessu ári en að hann myndi aukast aftur á næsta ári. Um þátt ríkissjóðs sagði Steingrímur, að það væri misskiln- ingur að ríkisstjórnin hefði fallið frá hækkunum taxta B-hluta- stofnana. Afnotagjöld Ríkisút- varpsins, Pósts og síma, sements- verð og verð á áfengi og tóbaki myndu hækka eins og ráð væri fyrir gert í forsendum fjárlaga. Bensíngjald og bifreiðagjald myndu hækka og skattur yrði lagður á orkufyrirtæki. „Það eina sem ákveðið hefur verið er að að grípa til aðgerða sem lækki fram- færsluvísitöluna um 0,3%.“ Steingrímur sagði að mikil vinna hefði verið lögð í það að ná fram þessum skuldbindingum; tillögur og hugmyndir fjármálaráðherra væru nú til athugunar í ráðuneyt- unum. Sagði hann að skuldbind- ingunni um 0,3% lækkun fram- færsluvísitölu yrði náð í febrúar. Um áhrif samninganna á stöðu efnahagsmála sagði forsætisráð- herra að afkoma ríkissjóðs myndi ekkert breytast, verðbólga myndi minnka markvisst á árinu niður í um 5%, raungengi myndi hækka um 2% á árinu, viðskiptajöfnuður yrði svipaður eða 2 til 2,5% halli og afgangur verði af vöruskiptum. „Atvinnuleysi mun sem betur fer minnka, en varast verður að auka þenslu og halda verður verðlags- þróun í skefjum." Ríkisstjórnin veldur vonbrigðum Þorsteinn Pálsson (S/Sl) kvað ræðu forsætisráðherra valda furðu og vonbrigðum; engin svör kæmu sem von hefði verið á og aðilar vinnumarkaðarins hefðu átt kröfu á. Þorsteinn benti á að fyrir Al- þingi lægi frumvarp um hækkun skatta og nýja skatta sem enn ætti eftir að afgreiða. Fyrirhugað- ur tekjuskattur á orkufyrirtæki kæmi til með að hækka raforku- verð um 30-40% og lögð hefði verið til 83% hækkun bensíngjalds fyrir utan verðlagshækkanir. STEINGRIMUR HERMANNSSON: „Ríkisstjórnin lagði grundvöllinn að kj arasamningunum. “ „Forsætisráðherra getur ekki lýst því yfir að falla eigi frá þessum hækkunum; það eina sem hann getur er að lesa upp úr gögnum sem þegar hafa birst.“ Þorsteinn sagði aðila vinnu- markaðarins hafa komist að merkilegri niðurstöðu; þeir hefðu lagt nýjan efnahagslegan grund- völl þrátt fyrir ríkisstjórnina og breytt þeim grundvelli sem ríkis- stjómin hefði lagt og aðilar vinnu- markaðarins hefðu náð betri ár- angri en ríkisstjórnin. „Er það guðsþakkarvert." Þorsteinn sagði enn fremur að launanefnd sú, sem falið væri að fylgja eftir samning- unum, hefði tekið völdin af ríkis- stjórninni við stjórn ríkisfjármála; „nýtur hún snöggtum meira trausts en núverandi ríkisstjórn." Þorsteinn minnti á þau ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra að fjárlögin fyrir árið 1990 væru hinn endanlegi efnahagslegi rammi. „Markmið þeirra var 16% verðbólga og 5% kaupmáttarrýrnun. Aðilar vinnu- markaðarins vildu bijóta þennan ramma, þannig að hagur launa- fólks og atvinnuveganna yrði betri.“ Þorsteinn taldi það og nokkuð athyglisvert að aðilar vinnumark- aðarins hefðu fallist á markaðs- ákvörðun vaxta; engar óskir hefðu ÞORSTEINN PÁLSSON: „Aðilar vinnumarkaðarins höfnuðu efnahagslegum ramma ríkisstjórn- arinnar og mótuðu nýjan.“ komið fram um handaflsstýringu vaxta, en samstað virtist ríkja um mikilvægi þess að hafa á þessu sviði ákveðnar og skýrar leikregl- ur. Um aukningu ríkisútgjalda sagði Þorsteinn að við afgreiðslu fjárlaga hefði legið fyrir að kostn- aður við niðurgreiðslur yrði meiri en áformað var; kostnaðaraukinn væri aðeins að hluta til végna samninganna. „Ríkisstjórnin reyndi við afgreiðslu fjárlaga að reyna að dylja þennan útgjalda- auka, en aðilum vinnumarkaðarins hefur tekist að svipta hulunni af þeirri blekkingu." Traustsyfirlýsing á efnahagsstefhu ríkisstj órnarinnar Ólafúr Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra sagði það vel skilj- anlegt að Þorsteinn Pálsson væri í vandræðum með málflutning Sjálfstæðisflokksins á þessum tímamótum. „Samningarnir fela í sér traustsyfirlýsingu á efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar og aðilar vinnumarkaðarins vöruðu við vítum Sjálfstæðisflokksins. Ef þeir vildu einhveijar tryggingar var það að ekki yrðu gerð sömu mis- tök og 1986 og ’87.“ Ejármálaráðherra benti á það að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir í haust að ríkisstjómin myndi bara skapa grundvöll, en ekki gera samninga. „Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar þurfti að binda launþega með lögum en skildi atvinnulífið eftir í rúst.“ Ólafur ítrekaði að aðilar vinnu- markaðarins hefðu notað forsend- ur fjárlaga við samningsgerðina. Það eina sem þeir hefðu farið fram á að einhveiju af þeim tölum yrði breytt þannig að um lækkun fram- færsluvísitölunnar yrði að ræða. Sagði Ólafur að við þessu yrði orðið; eitthvað af þeim hækkunum á töxtum B-hlutastofnana eða hækkun gjalda yrði hætt við svo að framfærsluvísitalan lækkaði. Málmfríður _ Sigurðardóttir (SK/Ne) sagði áð um væri að ræða tímamótasamninga; ekki hefði fyrr verið slík samfylking og enginn hlekkur mætti bresta. Hún gagnrýndi nokkuð þátt ríkis- stjómarinnar; aðferðirnar við að ná markmiðum samningsins væru nokkuð í lausu lofti og vekti samn- ingurinn upp fleiri spurningar en svarað væri. í gengismálum væri meira lofað en unnt væri að standa við ef utanaðkomandi aðstæður breyttust og fjárlögin og forsendur þeirra væru úti um víðan völl. Ráðherrar skeri niður eða segi af sér Karl Steinar Guðnason (A/Rn) sagði það misskilning að galdrakarl vestan af fjörðum hafi lagt töfrasprota á Karphúsið; fjöl- margir aðilar hefðu komið við sögu. Benti hann á að Alþýðusam- bandið hefði haldið fjöldafund með um 1.000 trúnaðarmönnum þar sem rætt hefði verið um það hvort fara ætti gömlu leiðina, eða hvort reyná ætti eitthvað nýtt. „Fólkið vildi reyna eitthvað nýtt því sporin frá 1986 hræddu menn.“ Karl Steinar benti á að fjárlögin sýndu ekki sína réttu mynd; þar væri ýmislegt vanáætlað sem unnt hefði verið að segja sér fyrir. „Það era erfíðar aðgerðir framundan og kemur það mér á óvart að heyra ráðherra segja að ekki megi skera niður hjá þeim. Þetta era nöturleg- ar yfirlýsingar, en þeir verða að taka þátt; annars geta þeir sagt af sér.“ Karl Steinar taldi vinsam- leg viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa gegnt lykilhlutverki í því að samningar hefðu tekist. Júlíus Sólnes hagstofúráð- herra minnti á það að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefði á sínum tíma hafnað hinni svokölluðu nið- urfærsluleið. Borgaraflokkurinn hefði hugleitt þennan kost, en tal- ið þá réttara að fara núll-leið frek- ar en mínus-leið. Júlíus benti enn fremur á það að ekki hefði orðið af ríkisstjórnarþátttöku Borgara- flokksins í janúar 1989, vegna þess að þáverandi ríkisstjórnar- flokkar hefðu ekki viljað núll- lausn. Guðni Ágústsson (F-Sl): Eigin eftirlaunasjóður einstaklinga IJmliverfis- ráðuneyti í 3. umræðu FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um umhverfismálaráðuneyti var afgreitt til 3. umræðu í neðri deild í gær. Greidd voru atkvæði um einstak- ar greinar frumvarpsins. Var það samþykkt með 21 atkvæði stjórnar- liða gegn 13 atkvæðum sjálfstæðis- manna. Þingmenn Kvennalistans sátu hjá. Ríkið hlunnfer eftirlaunafólk GUÐNI Ágústsson (F-Sl) hefúr mælt fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Stefáni Guðmundssyni (F-Nv), þess efnis, að Alþingi skipi nefiid til „að móta reglur um eigin eftirlaunasjóð allra landsmanna og gera tillögur um, hvernig hægt væri að gera upp réttindi launþega í núverandi lífeyrissjóðum“. Guðni sagði öryggi þegnanna mannatryggingakerfisins, ef lífeyr- mjög misskipt í þessu efni. Starfs- menn ríkis og sveitarfélaga búi við betri kjör að þessu leyti, að loknum starfsdegi, en fólk á almennum vinnumarkaði. Þeir komist fyrr á eftirlaun en aðrar starfsstéttir, sem séu auk þess skattlagðar sérstak- lega til að hægt sé að standa við samninga við opinbera starfsmenn. Þingmaðurinn sagði ranglætið koma og fram í því, að launþegar, hvert sem starf þeirra hafi verið, væru sviptir tekjutryggingu al- isgreiðslur ná ákveðnu marki. Dæmi: „Ríkið veitir tekjutryggingu, borgar síma og útvarp í ákveðnum tilfellum. Þannig getur maður sem á engan rétt í lífeyrissjóði haft tekj- ur upp á 45 þúsund krónur á mán- uði meðan annnar, sem alltaf greiddi sín 10% áf launum í sjóðinn — í áratugi —, er með 50-54 þús- und krónur á mánuði, þar sem ríkið hefur skert tekjutrygginguna vegna þess að maðurinn á lífeyrissjóð á bak við sig. Ríkið græðir í þessu tilfelli 8-11 þúsund kr. á því að maðurinn fór að landsins lögum. Hinn er verðlaunaður fyrir að bijóta settar reglur og situr næstum við sama borð og sá sem greiddi allan sinn starfsaldur í sjóðinn." í greinargerð með tillögu þing- mannanna segir efnislega: * 1) Hver einstaklingur eignast við upphaf ævistarfs eigin eftirlauna- reiking í umsjón banka, tryggingar- félags eða annars hliðstæðs aðila. í sjóðinn skal greiða 10% af öllum launatekjum [6% frá vinnuveitenda og 4% frá launþega] sem og af reiknuðum launum þeirra er sjálf- stæðan rekstur stunda. * 2) Eftirlaunasjóðir skulu verð- tryggðir og ávaxtaðir á bankareikn- ingum eða með verðbréfum skráð- um á opinberu verðbréfaþingi. * 3) Þegar reikningshafi verður 65-70 ára fær hann endurgreiðslur eftir ákveðnum reglum og skal full endurgreiðsla innt af hendi á 20 ára tímabili. * 4) Allar greiðslur úr eigin eftir- launasjóði skulu skattfijálsar. * 5) Við andlát er eftirlaunasjóður eign maka eða erfðafé aðstandenda. * 6) Eigin eftirlaunasjóður skal sameign með hjónabandi eða sam- búð og skiptast til helminga við skilnað eða búskipti. * 7) Ríkið stofnar tryggingasjóð sem tekur við tryggingaþætti lífeyr- issjóðanna (örorkubótum, barna- og makalífeyrisgreiðslum). Sjóðurinn starfar við hliðna á eða yrði felldur inn í Tryggingastofnun ríkisins. Hér yrði um að ræða gegnumstreym- issjóð og yrðu greiðslur til hans innheimtar með staðgreiðslunni.f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.