Morgunblaðið - 07.02.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1990
35
* _____ __
Olafíir B. Barkar-
son - Kveðjuorð
Fæddur 12. ágúst 1972
Dáinn 13. janúar 1990
Það er sárt að hugsa til þess að
vinur okkar, Ólfur Börkur Barkar-
son sé horfinn fyrir fullt og allt.
Óli Börkur, eins og við kölluðum
hann, var uppeldisbróðir okkar hjá
þeim góðu hjónum Drífu Kristjáns-
dóttur og Ólafi Einarssyni á Torfa-
stöðum, þar sem gleði og grátur
tengdi okkur óijúfanlegum böndum
og er sársaukafullt að hugsa til
þess að Óli sé horfinn að eilífu.
Það er varla hægt að hugsa sér
Torfastaði án þess að hann skjóti
upp kollinum, því þar leið honum
vel eins og okkur innan um hreina
náttúruna og dýrin sem gerðu hon-
um auðveldara að sættast við sjálf-
an sig. Þar sáum við hans bestu
hliðar sem svo sannarlega voru
margar og góðar og erum við þakk-
lát fyrir að hafa kynnst honum svo
vel sem raun bar vitni. En upp úr
mun þó standa minningin um glað-
væran og traustan vin sem ávallt
á hólf í hjörtum okkar. „Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur“ er málsháttur sem á vel við
á þessari stundu því hann var okk-
ur kær.
„Kveðjustundin brennir mig eins og logi um
nótt, en að vera kyrr er að fijósa fastur,
verða lík af ljósi og bundinn duftinu.
Feginn vildi ég taka með mér allt sem hér
er, en það get ég ekki.“
(Úr Spámanninum)
Bjarni Þórðarson frá
Flateyri - Minning
Við viljum votta foreldrum,
systkinum og ættingjum hans, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Jean Adele og Kristinn Bjarni.
Karitas E. Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 5. mars 1897
Dáin 22. janúar 1990
Kara, eins og hún oft var nefnd,
fæddist að Finnbogastöðum í Tré-
kyllisvík. Ein af sex bömum þeirra
Þuríðar Eiríksdóttur og Guðmundar
Guðmundssonar bónda og útgerð-
armanns. Kara minntist bernskuár-
anna ætíð með gleði, þaðan átti hún
sínar fegurstu minningar. Um
tvítugt fór hún til Reykjavíkur að
afla sér menntunar, hún nam við
Kvennaskólann og að loknu námi
hvarf hún aftur heim til æskustöðv-
anna, um tíma tók hún að sér ráðs-
konustarf hjá bróður sínum, Þór-
ami, að Gunnarsholti á Rangárvöll-
um. Þaðan flyst hún til Akureyrar
þar sem hún fékk atvinnu á sauma-
stofu og heimili hjá systur sinni,
Guðrúnu, Melstað, og manni henn-
ar, Eggert Melstað.
Eg sem þetta rita kynntist Köru
þegar ég ellefu ára gömul kem fyrst
í Oddagötu 3, á heimili þeirra
frænda míns og Guðrúnar þar sem
mér var tekið af mikilli ástúð af
þeim hjónum. Ég man það glöggt,
hve faðmlagið var hlýtt er ég fékk
hjá þessari spengilegu og hressu
konu og þau ár er ég fékk að njóta
samvista við Köru urðu mér lær-
dómsrík. Drengskapur hennar,
hreinlyndi ásamt óþrjótandi um-
hyggju, verkuðu vel á ómótaða
barnssál, og með hveiju árinu er
leið átti Kará stærra og stærra pláss
í hjarta mínu og á ég henni mikið
að þakka. Kara var stórbrotin kona,
hún var fjölhæf og stórvirk sama
að hveiju hún gekk. Eftir langan
vinnudag á verkstæðinu tók hún
ætíð að vinna við sitthvað sem beið
hennar heima fyrir. Það voru marg-
ir vinimir er nutu aðstoðar hennar,
ávallt var hún tilbúin að hjálpa og
mörg flíkin varð til í höndum henn-
Leiðrétting
í fyrirsögn á kveðjuorðum hér í
blaðinu í gær, þriðjudag, varð mis-
ritun. Greinin er um Petreu Krist-
ine Guðlaugsson, en í fyrirsögn
stendur Guðlaugsdóttir. Beðist er
velvirðingar á misrituninni um leið
og hún er leiðrétt.
VINKLAR Á TRÉ
ar, fyrir utan allt sem hún heklaði.
Allt gaf Kara frá sér, hún safnaði
ekki þessa heims auði.
Umhyggja Köru fyrir bemsku-
heimilinu að Finnbogastöðum var
til fyrirmyndar. Þegar voraði tók
Kara fram ferðatöskuna og pantaði
far með strandferðaskipinu. Sumar-
fríinu eyddi hún í sveitinni sinni við
Trékyllisvík og gekk að hveiju því
verki er vinna þurfti af mikilli elju,
það var líkt og hún tvíefldist við
að koma heim. Hún stóð við slátt,
ef þess gerðist þörf og veittist henni
það leikur einn. Kraftar hennar virt-
ust óþijótandi og aldrei sáust á
henni þreytumerki, ætíð tilbúin að
takast á við verkefnin hver sem þau
voru.
Kara giftist aldrei, bjó alla tíð
hjá systur sinni og naut umhyggju
hennar og bama hennar, þegar hún
eltist voru það barnabörnin sem hún
helgaði krafta sína. Nú hefur hún
dvalið á elliheimilinu Seli um nokk-
urra ára skeið. Þar var annast um
hana eins og best var á kosið. Og
nú er starfi hennar lokið, það er
stórkostlegt að hafa fengið að njóta
samvista svo elskulegrar konu sem
Kara var.
Að morgni 24. janúar kvaddi elsku
afi minn, Bjarni Þórðarson frá Flat-
eyri við Önundarfjörð, eftir erfiðar
vikur, sæll að fá að kveðja, og sáttur
við Guð og menn.
Stuttu fyrir jólin léit ég við hjá
honum og var hann þá nokkuð hress
og sagði við mig: Jæja, ég er búinn
að sjá ljósið og húsaskipan þarna
hinumegin og tilbúinn að fara, og
þar fæ ég nóg að gera. Svona var
afi, að hafa nóg að gera var hans
aðal einkenni í lífinu og að hugsa
um að amma hefði það sem best,
enda hans síðasta verk að flytja hana
Guju sína á Hlíf, þar gæti hún haft
það gott þegar hann væri farinn.
Alla daga stóð afi við bekkinn í kjall-
aranum sínum á kambinum á Flat-
eyri og eftir veikindin í fyrrahaust
komst hann aftur niður og þegar
maður spurði hvort hann væri alltaf
að vinna var svarið, það er nú Iítið.
Hann stóð frá 9 til 19 alla daga en
tók frí á sunnudögum. Alltaf kátur,
ekki að æðrast, því sem var skeð
breytti enginn og ekki um annað en
halda ótrauður áfram. Fyrir nokkrum
dögum segir hann við mig hvort við
getum ekki tekið bátinn inn að Að-
gerðareyri. Þá hefur hugurinn verið
kominn á æskustöðvarnar í djúpinu
að Kleifakoti í Mjóafírði þar sem
hann var tílj.7 ára aldurs, þaðan fer
hann til Bolungarvíkur og síðan til
Flateyrar 1924. Þar var hann í rúm
65 ár eða þar til í september síðast-
liðnum.
Nú er þraut á enda og hann fijáls
til ferðar inn í ljósið og nýjan heim
og getur tekið til starfa á ný.
Amma mín, guð styrki þig þegar
afi er farinn. Eg veit hann þakkar
allar stundirnar sem hann hefur átt
með þér og sérstaklega í veikindum
sínum.
Minningin um góðan mann lifír.
Elsku afa þakka ég fyrir að hafa átt
hann að og færi honum þakkir fyrir
allt. G.G.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
NARFI ÞÓRÐARSON
húsasmíðameistari,
Nýlendugötu 23, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 8.
febrúar kl. 15.
Siguriaug Jónsdóttir,
Guðrún Erna Narfadóttir, Jón Sturla Ásmundsson
og barnabörn.
t
Ég veit að ég tala fyrir munn
allra er nutu umhyggju hennar og
þeir voru margir. Sérstaklega
þakka ég ástúð hennar við dóttur
mína sem dvaldi á Finnbogastöðum
nokkur sumur og alla okkar fjöi-
skyldu.
Við minnumst Köru öll með virð-
ingu og þakklátum hug. Hún mun
eiga góða heimkomu.
Systrum hennar og öðrum ást-
vinum sendi ég samúðarkveðju.
Margrét Ingunn Ólafsdóttir
Sambýliskona mín, móðir okkar og systir,
ANNA SKÚLADÓTTIR,
Hafnargötu 6a,
Keflavfk,
sem lést 1. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 9. febrúar kl. 14.00.
Kristinn Óskarsson,
Sherry Inga Halterman,
Margrét Kristín Halterman
og systkini hinnar látnu.
Danmarks ambassade er lukket i dag, onsdag
den 7. februar, i anledning af Danmarks ambassa-
dörs bisættelse.
Danska sendiráðið er lokað í dag, miðvikudaginn
7. febrúar, vegna útfarar sendiherra Danmerkur.
Þ.ÞQR6RÍMSS0N&C0
ARMJLA29, SiMI 38640
Heimilistækin frá
eru sannkallaðir dýrgripir sem endast
milli kynslóða
K JÚHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
43 Sundaborg 13 -104 Reykjavík - Sími 688588