Morgunblaðið - 07.02.1990, Side 44
Tillögnr um 1200 milljóna niðurskurð ríkisútgjalda:
Framlög tíl vegamála minnkí
um nálægt 400 milljónir króna
Ráðherrar sem ekki vilja skera niður útgjöld verða að segja af sér, segir Karl Steinar
Islenskt
ákavíti
&
hverfiir af
markaði
Ekki útilokað að
eitthvað af léttvín-
um verði selt á
niðursettu verði
ÁFENGIS- og tóbaksvershin
ríkisins hefiir ákveðið að hætta
skráningn fjölmargra áfengis-
tegunda í aðalsöluskrá þegar
núverandi birgðir þijóta. Að
sögn Höskuldar Jónssonar, for-
stjóra ÁTVR, er þetta gert
vegna þess að mikill samdráttur
hefur orðið í sölu á víni og sterk-
um drykkjum eftir að sala á
bjór var leyfð. Meðal þeirra teg-
unda sem hverfa af söluskrá eru
hvannarótarbrennivín og
ákavíti, sem hætt var að fram-
leiða fyrir nokkrum árum.
Höskuldur sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að 52 flöskur
af ákavíti væru til á lager, en hins
vegar væru til um 6 þúsund flösk-
ur af gömlu ákavíti. Hann sagði
að íslenskt ákavíti hefði ekki verið
framleitt lengi, þar sem fram-
leiðsla þess hefði ekki þótt hafa
neinn grundvöll vegna minnkandi
eftirspurnar. Þá hefði hvannarót-
arbrennivín heldur ekki verið
framleitt um nokkurt skeið, en
ekki væri endanlega ákveðið hvort
því yrði endanlega hætt.
Meðal annars verður skráningu
16 rauðvínstegunda hætt hjá
ÁTVR, 23 hvítvínstegunda og 12
viskítegunda, en alls verður skrán-
ingu um 90 tegunda hætt. Hösk-
uldur sagði að ekki væri útilokað
að eitthvað af léttvínstegundunum
yrði selt á niðursettu verði ef
reynslan yrði sú að lítið gengi á
birgðirnar.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra kynnti á ríkisstjórn-
arfúndi í gærmorgun tillögur
sínar um niðurskurð á ríkisút-
gjöldum, til þess að mæta auknum
útgjöldum úr rikissjóði vegna ný-
gerðra kjarasamninga. Ákveðið
var á fundinum að fara leynt með
tillögur fjármálaráðherrans um
sinn, enda mikill ágreiningur um
þær innan ríkisstjórnarinnar,
samkvæmt heimildum blaðsins.
Tillaga ráðherrans um 400 millj-
óna króna niðurskurð á framlög-
um til vegamála mun hafa mætt
mikilli andspyrnu hjá flokksbróð-
ur fjármálaráðherra, Steingrími
J. Sigfússyni samgönguráðherra.
Fjármálaráðherra gerði tillögur
um samtals 1.200 milljóna króna
niðurskurð í fjölmörgum liðum. Talið
er að nýgerðir kjarasamningar hafi
í för með sér um 890 milljóna króna
útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, en heim-
ildir úr ríkisstjórn herma að fjármála-
ráðherrann vilji hafa vaðið fyrir neð-
an sig og ákveða niðurskurð sem sé
liðlega 300 milljón krónum meiri en
útgjaldaaukinn verður af kjarasamn-
ingunum. Ekki eru gerðar tillögur
um niðurskurð á lánsfjáröflun í þess-
um tillögum, heldur einungis hróflað
við framkvæmda- og rekstrarliðum.
Þannig mun framlag til endurreisnar
Bessastaðastofu verða eitthvað skert
og einnig fleiri framkvæmdaliðir.
Ríkisstjórnin stefnir að því að ná
samkomulagi um þessar tillögur og
viðræður verða innan og milli fag-
ráðuneytanna næstu daga um þær.
Þá verða þær kynntar fjárveitinga-
nefnd, en ekki verður strax fjallað
um þær innan þingflokka stjómar-
flokkanna. Búist er við að tillögur
fjármálaráðherrans verði aftur til
umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi , á
föstudaginn.
Umræður voru í gær og í gær-
kvöldi í sameinuðu Alþingi um ný-
gerða kjarasamninga. Stjórnarand-
staðan gagnrýndi að við umræðurnar
kæmi ekkert fram með hvaða hætti
ríkisstjómin hyggðist skera niður
ríkisútgjöld og ná fram lækkun fram-
fræsluvísitölunnar. Þorsteinn Páls-
son fomiaður Sjálfstæðisflokksins
sagði að aðilar vinnumarkaðarins
hefðu átt kröfu á svöram en ekki
fengið og fyrir Alþingi lægju frum-
vörp um hækkun skatta og nýja
skatta, sem enn ætti eftir að af-
greiða.
Karl Steinar Guðnason þingmaður
Alþýðuflokksins sagði að það kæmi
á óvart að heyra ráðherra segja að
ekki megi skera niður hjá þeim.
Karl Steinar sagði að þetta væra
nötulegar yfirlýsingar. Þeir ráðherr-
ar sem ekki vildu taka þátt í því að
skera niður útgjöld yrðu að segja af
sér.
Sjá nánar á þingsíðu bls. 27.
Jökull á Höfii
samþykkir
samningana
NÝGERÐIR kjarasamningar Al-
þýðusambands íslands og vinnu-
veitenda voru samþykktir í
verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í
Hornafírði í gærkveldi.
35 greiddu atkvæði með samn-
ingunum, 5 voru á móti og einn
seðill var auður. Jökull er fjórða
verkalýðsfélagið sem samþykkir
samningana.
Eftirlit með sjón sykursjúkra:
Arangur Islendinga vekur
athygli á erlendum vettvangi
Bandarískir augnlæknar vilja koma á sams konar eftirliti
SAMTÖK augnlækna í Bandaríkjunum hafa sett sér það mark-
mið að koma upp sams konar eftirliti með insúlin-háðum sykur-
sjúklingum og rekið hefur verið hér á landi frá því sykursýkis-
deild augndeildar Landakotsspítala tók til starfa árið 1980. Kem-
ur þetta fram í viðtali Morgunblaðins í dag við þá Einar Stefáns-
son, yfirlækni augndeildarinnar og prófessor í augnlæknum við
HÍ og Friðbert Jónasson, yfirlækni göngudeildar augndeildarinn-
ar.
Sykursýkisskemmdir í augn-
botnum eru nú algengasta orsök
blindu hjá fólki á aldrinum 24 til
64 ára í Bandaríkjunum. Banda-
rísku augnlæknarnir telja mjög
brýnt að koma á bættu eftirliti
ekki síst í ljósi þess að sjúk-
dómurinn gerir fólk á besta aldri
óstarfhæft þannig að tap þjóð-
félagsins er mikið. Vonast þeir til
að árið 2000 hafi þeim tekist að
koma upp sambærilegu eftirliti
með sykursjúkum og rekið hefur
verið á íslandi í tíu ár.
Eftirlit með sykursjúkum hér á
landi þykir hafa tekist sérlega vel
m.a. vegna þessa fyrirkomulags.
Þá hafa einnig unnist merkir sigr-
ar í baráttunni gegn glákublindu
sem var algengasta orsök alvar-
legrar sjóndepru á íslandi allt
fram undir 1950.
Að sögn þeirra Einars og Frið-
berts er ellihrörnun í augnbotnum
nú helsta orsök blindu á íslandi
en þetta er sjúkdómur sem leggst
á aldrað fólk. Meðferðarmöguleik-
ar eru takmarkaðir og telja
íslenskir augnlæknar brýnt að
hafnar verði rannsóknir á þessum
sjúkdómi. Vonast. þeir til að nýtt
og endurbætt húsnæði göngu-
deildarinnar, sem tekið var í notk-
un í síðustu viku, geti orðið til
þess að auka rannsóknir og efla
forvarnarstarf hér á landi.
Sjá viðtal á miðopnu.