Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 UTRYMING DYRATEGUNDA Slík vá getur barið að dyrum með margvíslegum hætti. T.d. beinni veiði og má þá minnast geirfugls- ins. Náttúrlegt kjörlendi tegundar- innar getur horfið; regnskógar Suð- ur-Ameríku og Afríku eru óðum að hverfa. Einangrun tegundar er rof- in; aðfluttar tegundir ná yfirhend- inni eins og gerðist til dæmis á Hawai-eyjum. Einnig geta margir þættir unnið saman; mengun, veiði og ágangur eins og mun hafa hent við vötnin miklu í Norður-Ameríku milli Bandaríkjanna og Kanada en þar hafa nokkrir vatnafiskar dáið út. Það er mjög mismunandi hve vel lífverur geta aðlagast breyttum aðstæðum, auknum veiðum og of- sóknum. Örugglega má segja að þær tegundir spjari sig best sem lifa í sambýli við manninn s.s. máf- ar, rottur o.s.frv. Heimildir benda til að dúdúinn hafi ekki verið smáfríður fugl. Aft- ur á móti urði glæsilegar fjaðrir ýmsum páfgaukstegundum í Kali- fomíu að fjörtjóni; samkvæmis- dömur nítjándu aldarinnar þurftu að bera tilkomumikla hatta. Úlfar og ýmis rándýr hafa unnið það sér til saka að leggjast á búfénað mannsins. Oft eru slík rándýr Kaliforníu- gammurinn, Gymnogyps Ca- liforniansus er nú í gjörgæslu. beinlínis hötuð og útrýmt miskunn- arlaust. Og síðustu áratugina hafa nokkrir vatnafiskar horfið vegna mengunar og ofveiði. En er útrýming dýrategunda eitt- hvað hraðari nú heldur en áður? Flest bendir til að svo sé, t.d. segir bandarískur vísindamaður, Les Kaufmann, að spendýr eða fugl hafi dáið út að meðaltali ijórða hvert ár milli 1600-1900 en á tutt- ugustu öldinni hafi það verið árleg- ur viðburður og tíðnin fari hækk- andi. Sumir vísindamenn ganga jafnvel svo langt að líkja þessum hamförum við forsögulegar ham- farir t.d. þegar dínósárusarnir hurfu. Hvað dugar? Hvað er hægt að gera til að forða tegundum frá útrýmingu? Friða ákveðin svæði? Hvað þarf svæðið þá að vera stórt? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað en það er ljóst að verndarsvæðin verða að vera til muna víðáttumeiri heldur en þau „frímerki" sem nú tíðkast á landakortinu. Og þótt svæði sé af- girt og sérhverri mannskepnu mein- aður aðgangur þá getur rignt brennisteini og annarri iðnaðar- mengun. Friða ákveðnar tegundir? Hreint ekki svo einfalt. Nashyrningar í Afríku eru t.d. í miklum metum. það eru ekki bara náttúruunn- endur sem hafa á þeim mætur. Horn þessarar skepnu eru gulls ígildi. Þau hafa jafnvel selst 'fyrir 30 þúsundir Bandaríkjadala í Norð- ur-Jemen. Myndskerar tálga í horn- in og Asíubúar mala þau í margvís- leg lyf; gegn sótthita, hjartakvillum og síðast en ekki síst í frygðar- og greddulyf. Markaðsöflin virka hér með óheppilegum hætti; því sjald- séðari; því eftirsóttari. Og veiðiþjóf- arnir eru orðnir illviðráðanlegir. Árið 1970 voru um 60 þúsund svart- ir nashyrningar í Afríku, nú eru þeir færri en fjórar þúsundir. Yfir- vöid og náttúruverndarsamtök háfa reynt með misjöfnum árangri að stöðva verslunina með nashyrnings- horn. Nú hefur sú hugmynd verið viðruð að saga hreinlega hornin af dýrunum til að minnka aðdráttarafl þeirra. eftir Pól Lúðvík Einarsson OG DROTTINN SAGÐI: „Ég vil afiná afjörð- inni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loflsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.“ Guð mildaði þennan dóm. En víst er að lífverur hafa verið afmáðar; útrýmt. Útrýming er endanlegur og óafturkræfur dauðadómur. Engir afkomendur; engir ein- staklingar tegundarinnar eftir. Þessi dómur vofir yfir fjölda dýrategunda. Þær eru fleiri en svo að mennirnir hafi á þeim yfirsýn. Því beina menn gjarnan augunum að stærri dýra- tegundum sem virðast vera að hverfa sjónum. Það má nefna skjaldbökutegundir í Mið- Ameríku (lat. Lepidochelys kempii, ens. Kemps’ Ridley Turtle), apategundir í skógum Brasilíu (Iat. Leontopithecus chrysopygus, ens. Black lion tamarin), snáka og slöngur í Afríku (lat. Casarea dussumieri, ens. Round island keel-scaled boa). — Svo ekki sé minnst á stærri og geðfelldari tegundir t.d. panda- björninn (lat. Ailuropoda melanoleuca) í Kína og svarta og hvíta nashyrninga í Afríku (lat. Diceros bicornis og Cheratotherium simum). Dúdú dó út Nú er langt í frá að vitað sé hvað margar lífverur eru ti! á jörð- inni. Fjöldi tegunda sem hefur verið lýst og gefin latnesk fræðiheiti er áætlaður um 1,4 miljónir. Eiginleg- ur fjöldi tegunda samkvæmt varleg- um ágiskunum er meiri en fjórar milljónir. Þetta er meiri fjöldi en menn geta skynjað eða skilið. Ör- ugglega eru tegundir að hverfa sem vísindin hafa ekki skráð. En skráð- ur á syndaregistur mannkynsins er fjöldi lífvera sem hafa horfið undan- farnar aldir. Koma Evrópumanna til ýmissa heimshluta hafði t.d. af- drifaríkar afleiðingar fyrir ýmsar tegundir, t.a.m. dúdú-fuglinn (lat. Raphus cucullatus) sem lifði á eyj- unni Mauritius og fleiri eyjum í Indlandshafi. Þetta var stór og matmikil skepna og vó um 20-25 kílógrömm. Fuglinn var líka ófleyg- ur; hann var auðveid bráð svöngum sjómönnum en útslagið gerði að Portúgalar fluttu svín og apa til eyjanna. Þær skepnur lögðu egg og unga dúdú-fuglsins sér til munns; fuglinum var útrýmt nokkru fyrir aldamótin 1800. Holdafar, stuttir vængir og innflutt samkeppni urðu dúdú að aldurtila. Jarðneskar leifar þessarar skepnu í dag eru nokkrar beinagrindur, tvö höfuð og tveir fætur. Hvernig kemst einhver dýra- eða plöntutegund í útrýmingarhættu? Mörgum finnst svarti nashyrningurinn, Diceros bicornis, ásjálegur. Nashyrningahorn eru vinsæl söluvara. Dúdú-fuglinn, Raphus cucullat- us. Pandan, Ailuropoda melan- oleuca, er vinsæll bangsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.