Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 C 29 Dóra stöðvarstjóri. ur af þeim alla daga en pabbi þeirra er sjómaður og oft fjarverandi. Sólar- hringurinn nægir mér ekki til að sinna bömunum og starfínu þannig að samviskubitið er aldrei langt und- an.“ „Það voru ekki kvenréttindahug- myndir sem urðu til þess að ég hóf að reka verslun,“ sagði Pálína Gísla- dóttir sem á og rekur Hrannarbúðina í félagi við dóttur sína Jóhönnu. ..Sem gjaldkeri sjúkrasamlagsins tók mað- urinn minn, Halldór Finnsson, að sér lyfjavörslu 1956 þar til Stykkis- hólmsapótek opnaði hér lyfjaútibú 1986. Enginn læknir var hér og kom oft ekki nema mánaðarlega enda samgöngur slæmar. Við vorum ansi bundin yfir þessu og fljótlega bætt- ust hjúkrunar- og snyrtivörur við. Þegar svo bókaútgefendur, fyrir um 20 árum, vildu færa bókasölu úr matvöruverslunum höfðum við makaskipti, ég og Emil Magnússon, sem þá rak verslunina Grund, á bók- um og snyrtivörum. Nú höfum við líka ritföng, skólavörur, leikföng og reiðvörur. Framganga kvenna hefur mikið breyst um mína daga. Að vísu voru konur jafn eftirsóttar til vinnu og karlar áður en launin voru ekki í hámælum. Undantekning var að konur færu á pólitíska fundi hvað þá að þær tækju til máls. Nú láta konur miklu meira í sér heyra og standa sig til jafns á við karlmenn ef þær fá tækifæri til þess. Ekki hef ég þó neins staðar orðið orðið vör við að það stæði mér fyrir þrifum að vera kona.“ Ofbeldi og rán Til Vélvakanda. áðist var á hjón í Langholts- hverfi með kjötexi, 15 ára ungl- ingur að verki, segir Dagblaðið 30/1. Veskjum og töskum stolið úr bílum á meðan mæður fara með börn sín á leikskóla eða sinna erind- um sínum í borginni. Bílar skemmd- ir, ekkert hægt að gera, eigendur verða að greiða tjónið sjálfír. Jú, lögreglan sást aðeins í miðborginni eftir miðjan desember, svo fór hún eftir jólin. Hvert? Hér í þessu þjóð- félagi þarf að reisa með hraði stór- ar og góðar vinnubúðir til að setja þessa óheppnu ofbeldismenn í al- vöruvinnu og láta þá taka út sína refsingu strax en ekki bíða í lengri tíma eftir dómi. Davíð Oddsson borgarstjóri var í viðræðum við dómsmálaráðherra um að borgin tæki að sér löggæslumál, hvernig fór það mál? Víst er borgin hrein og snyrtileg en hún verður líka að vera án ofbeldis og glæpa. Hafliði Helgason Satt og logið sitt er hvað Ágæti Velvakandi. Fyrir nokkru síðan lét einn sjálf- umglaðasti maður þjóðarinnar orð falla í sjónvarpi með þeim hætti að fágætt má teljast ef sanngirni er viðhöfð. Fullyrt var á þeirri stundu að hver bóndi á landinu kostaði ríkið árlega ein ráðherra- laun, ef ekki meir! Undarlegt að slíkir auðjöfrar sem bændur hljóta að vera orðnir eftir þessu að dæma, skuli ekki ganga með hvítt um hálsinn dag hvern, og hafa þjón á hveijum fingri eins og kappinn sem við hljóðnemann stóð með geislabaug um höfuðið líkt og Hitler á sinni tíð. Datt mér ósjálfrátt í hug mynd af Páli gamla í Selárdal vestur, sem þar varð pró- fastur 1669. Hann gat komið fyrir sig orði en var brellinn nokkuð og stuðlaði jafnvel að handtöku á sak- lausu fólki er leiddi síðar til brott- farar af þessum heimi á bálinu rauða. Vegna þess að madaman á heimilinu, Helga Halldórsdóttir, gekk ekki heil til skógar kenndur þau hjónin galdri þar um. Með svip- uðum hætti virðist ástandið varð- andi stjórnmálin okkar nú í dag. Árinni kennir illur ræðari, þegar báturinn eltir lambær um sundin blá, með fjóra í barka og fímm í skut. Hinar svokölluðu niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum koma bænd- um lítið við. Þeir hafa aldrei um þær beðið. Nær væri held ég að lækka milliliðakostnaðinn, sem fer nú brátt að nálgast 40 af hundr- aði, og sér lítið fyrir enda á. Dýrtíð var það kallað í gamla daga. Nú heitir aftur þessi dæmalausi kjána- skapur verðbólga. Hún gildnar allt- af jafnt og þétt nálægt miðjunni, þótt enginn lifandi maður þykist hafa komið þar nálægt. Og senni- lega hristir krónan, gjaldmiðillinn okkar verðlausi, af sér tvö núll í hverri sölubúð áður en langt líður með sínum dulbúnu afleiðingum. Gerir ekkert, segir einhver. Það er líka alveg rétt, því fólkið í landinu missti vitglóruna á hemámsárunum svokölluðu - og hefur ekki náð sér enn. Valtýr Guðmundsson Hvað er hollt, hvað er óhollt? Til Velvakanda. Offíta er vel þekkt vandamál á vesturhveli jarðar. Margskonar „kúrar“ í pillu- og duftformi standa blessuðu fólkinu einatt til boða. Bæklingar er geyma ítarlegar upp- lýsingar um hvernig menn ná sem skjótustum árangri eru seldir í sama tilgangi. Munninn er líka hægt að fá „víraðan sarnan" svo einungis fljótandi fæða komist í snertingu við tungu og magatetur. Og ýmist er téð fólk þvengmjótt, klætt tískuleppum, ellegar digurt eins og vel aldir „bola- kálfar“ í sérsaumuðu dressi. Allt vegna þess að viljann til að láta „minna á diskinn" skortir, þegar pró- gramminu sleppir. En þá er þara farið aftur af stað og meiri peningum eytt í vita vonlaust verkefni. Nóg um það. En tímarnir breytast og mennimir með. Fyrrum, er vöntun á nauð- þurftum reið hér flestum húsum, þótti nefnilega „fínt“ að vera í „góð- um holdum“. Gott holdafar setti menn skör hærra í mannvirðingastig- ann. Það benti til að viðkomandi ætti talsvert undir sér. Nú á tímum telst enginn maður með mönnum sem ekki er „skröltandi beinahrúga" með þeim skelfilegu afleiðingum að t.d. konur missa bæði „lendar og brjóst", er eitt sinn var kallað „fegurðar- auki“ á bænum þeim og var raunar alllengi í tísku hjá konum. í sjálfu sér er það ekkert óeðlilegt að fita skuli safnast á líkamann. Náttúran hefur gætt okkur þessum . eiginleika. Að tama má reyndar hvarvetna líta í landslaginu þar sem lífsbaráttan er ólíkt erfiðari en gerist hjá fólki. Þar gefur að líta hnöttótta ferfætlinga að hausti, eftir að hafa troðið sig út sumarlangt. Þá eru kvikindin betur undir harðindin búin. Oft koma dýrin þvi sæmilega útlít- andi undan vetrinum. Mismunandi þó. En sannleikurinn er sá að þegn- arnir þurfa ekki á neinum „auka- kílóum" að halda, eins og villidýrin, vegna allsnægtanna er þeir lifa við núna, sem betur fer. Af þeim sökum tala menn gjarnan um vandamál. Þetta má vel til sanns vegar færa. En megrunarkjaftæðið hefur samt gengið út í þvílíkar öfgar að engu tali tekur og fræðingar setja hiklaust neikvæðan stimpil sinn á eina eða aðra vörutegund matvæla og dæma úr leik. Segja hana jafnvel heilsuspill- andi. Fæða er íslendingar brúkuðu frá landnámsöld og gagnaðist þeim ágætlega. Nú er vara þessi sum sé orðin „háskaleg“, nema í mjög smáum skömmtum og „fitusnauð" og nýtt tískuorð verður til. „Fitus- nautt". „Heilsumatur er það sem gildir," segja þeir. Ondvert má spyija: „Hvað er heilsufæða?" Getur verið að lambið, sem næstum því er „ekta“ náttúruaf- urð, tolli ekki á lista þeim? Hvað um íslenska nautakjötið og mjólkurvör- umar, sem framleiddar eru án telj- andi aukefna? Er þessi varningur einnig gerður burtrækur sem heilsu- verndandi? Er til í dæminu að „ropvatn“ sé heppilegri drykkur handa börnum en mjólkin? Margir foreldrar ku kaupa talsvert magn af gosi fyrir ungviði sitt. Þar virðist ekki þurfa neitt hóf. Að mati foreldranna, að minnsta kosti. (Að vísu er dósaendurvinnslu- stöð risin af grunni, og veitti víst ekki af. Nægt verður hráefnið.) Getur verfð að „gervi“ þetta og „gervi“ hitt taki hinu fram í raun- verulegri hollustu er móðir náttúra ætlaði þó afkvæmum sínum til átu? Spurt er hvort umsagnir mennta- manna í þessa vem séu ætíð byggð- ar á vísindalegum niðurstöðum. Þannig virðist, því miður ekki alltaf vera í pottinn búið. Og það er gróf- leg blekking og óvirðing við almenn- ing að halda kenningum fram eins og væru þær óumdeilanlegar stað- reyndir líkt og vill brenna við er margtugginn málaflokk ber á góma. Löngu er orðið tímabært að hinir vel lesnu aðilar setjist niður og spjalli á vísindalegum nótum um hvað sé raunveruleg hollusta og hvað eigi. Birta síðan almúganum þær niður- stöður vegna þess að búið er að rugla neytendur í ríminu. Þeir vita ekki orðið hvað snýr upp og hvað niður á neysluvörunni. Hvað er hollt og hvað óhollt og þar fram eftir götun- um. Hvað gerir mann langlífan og hvað skammlífan. Er ekki mál að linni? Konráð Friðfinnsson Keppendur um Ungfrú Reykjavíksýnakl. 16.00. Löwenbrau branúara- Kaffihlaöborð keppní í kvöld. Húsíð opnað kl. 21.00. Aðg.kr. 100,- MYNDLISTARFERD TIL MADRID 14.-19. mars Vilt þú slást í hópinn meö okkur og skoöa þekkt listasöfn undir leiðsögn Steingríms Gunnars- sonar sem gjörþekkir sérkenni og listalíf Madrid- borgar? Auk þess er dagsferð til Toledo. Mögulegt er að framlengja ferðina í London. Upplýsingar veita: Ferðaskrifstofan Land og Saga Bankastræti 2 Simi: 627144 Listasalurinn Nýhöfn Hafnarstræti 18 Sími: 12230 w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.