Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
-i
ÆSKUMYNDIN ...
ER AF FIGDÍSI GRÍMSDÓTTUR RITHÖFUNDI
Hún las
bókstaflega allt
Hún heitir Vigdís og er \jón. Vigdís fæddist
í Reykjavík 15. ágúst 1953, dóttir hjónanna
Grims M. heitins Helgasonar forstöðumanns
handritastofhunar Landsbókasafiisins og
Hólmfríðar Sigurðardóttur kennara. Vigdís
er tveggja barna móðir, barnsfaðir hennar
og fyrrum eiginmaður er Filip W. Franksson
myndlistarmaður. Bækur Vigdísar hafa vak-
ið mikla athygli, nú síðast skáldsagan Ég
heiti ísbjörg - ég er Ijón sem kom út fyrir
jólin. Vigdís er kennari að mennt og hefiir
lokið BA í íslensku. Auk ritstarfa kennir
hún við Flensborgarskóla í Haíharfirði.
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Ráðherrafundur
NATO íReykjavík
Vigdís ólst upp í Kleppsholtinu.
Hún bjó fyrst í blokk við
Kleppsveg til 10 ára aldurs, en
síðan á Kambsvegi út unglingsárin.
Hún er elst sjö systkina. Eins og
títt er í stórum systkinahóp þurfti
hún því oft að hjálpa til og gæta
þeirra yngri. Bamapössunin gekk
ágætlega, en hún átti það til að
stríða svolítið. Klukkutíma rúntur
með krakkana í strætó var hins
vegar ágætis aðferð til að láta
tímann líða og komast hjá árekstr-
um. „Stundum gleymdi hún sér og
ferðimar urðu lengri en ella. En
það var allt í lagi, við treystum
henni fullkomlega," segir Anna
Þrúður systir hennar, sem er þrem-
ur árum yngri.
Trygglyndi varð snemma sterkur
þáttur í fari Dísu, en það var hún
gjarnan kölluð af fjölskyldufólki og
leikfélögum. Móðir hennar minnist
atviks frá því Vigdís var 10 ára.
Fjölskyldan bjó ekki við sterkan
fjárhag en Dísa fékk peninga til
að kaupa jólagjafir. „Þetta var ekki
stór upphæð, en mín kom heim
með jólagjafir handa öllum systkin-
um sínum, sem þá vom fimm. Það
voru ekki miklir peningar til, en
henni lærðist snemma að gera
mikið úr litlu.“
Grími föður Vigdísar var annt
um að börnin lærðu að meta góðar
bækur og listir. Hann hélt við þeim
gamla sið að halda kvöldvöku á
heimilinu. Á þessum sérstöku
kvöldvökum vom sagðar sögur,
farið í spurningakeppni og alls
konar leiki. Þetta gerði Grímur
bæði til þess að ná þessari stóru
fjölskyldu saman, svo og til þess
að vekja áhuga barnanna á öðru
en veraldlegum hlutum. Ekki veitti
af, því nú var sjónvarpið komið til
sögunnar. Auk þessa las hann
mikið fyrir börnin. Snemma kom í
ljós að Vigdís var mjög hneigð til
bóka og þurfti faðir hennar því
ekki að hafa miklar áhyggjur hvað
það snerti. Hún las bókstaflega allt.
Hún hafði frásagnargáfu, sagði
börnum sögur. Ásta Björk Svein-
björnsdóttir æskuvinkona hennar
af Kleppsveginum man vel eftir
sögustundunum: „Hún sagði mér
eitt sinn sögu af Gilitmtt. Ég bjó
þá á efstu hæðinni en hún á þeirri
neðstu. Vigdís sagði mér að Gili-
trutt gæti auðveldlega stækkað.
Ég gæti því alveg verið jafnhrædd
og hún, Gilitrutt næði jafnt í efstu
glugga sem þá neðstu."
Frásögnin gat orðið skelfilega
sannfærandi. Anna Þrúður minnist
þess er þær systur vom eitt sinn
einar heima, Dísa sagði sögu af
manni. Lýsingin var það sterk að
sú stutta sá karlinn ljóslifandi fyrir
sér í stofunni og fylltist ofboðslegri
hræðslu. „Þá hætti hún þessu í
dálítinn tíma. En þetta vom
skemmtilegar sögur, spennandi og
svolítið dulrænar," segir Anna
Þrúður. Hún segir reyndar að Dísa
hafi líka átt það til að vera hrað-
lygin og stríðin, ekki síst þegar hún
var í ham.
Mánudaginn 24. júní 1968 hófst
í Reykjavík ráðherrafundur
Atlantshafsbandalagsins. Fundinn
sátu utanríkisráðherr-
ar 11 aðildarríkja
bandalagsins, en þeir
fjórir ráðherrar sem
ekki gátu sótt fundinn
sjálfir sendu fulltrúa í
sinn stað. Helstu við-
fangsefni fundarins
voru, samkvæmt frá-
sögn Morgunblaðsins af þessum
viðburði, framtíðarhlutverk banda-
lagsins og „Þýskalandsvandamálin“
svonefndu. Fundurinn var settur
með mikilli viðhöfn í Háskólabíói
og fluttu þar ávörp drt Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra,
Willy Brandt, utanríkisráðherra
Vestur-Þýsklands, heiðursforseti
Atlantshafsbandalagsins, og Manlio
Brosio, framkvæmdastjóri NATO.
Eins og við var að búast höfðu
vinstri menn sig nokkuð
í frammi á meðan á
fundinum stóð, efndu
til mótmælafunda og
hrópuðu vígórð með til-
heyrandi mótmæla-
skiltum. Eins og sjá má
á einni myndinni gat
þar m.a. að líta full-
yrðingar um að byltingarhetjan
Che Guevara myndi lifa, en eins
og kunnugt er hafði hann þá þegar
verið skotinn einhvers staðar í
frumskógum Bólivíu. Hinar mynd-
irnar eru frá komu Willy Brandt
til landsins og setningarathöfninni
í Háskólabíói er þýski utanríkisráð-
herrann flutti ávarp sitt.
Andstæðingar NATO efndu til mótmælaaðgerða eins og við var að
búast.
STARFID
INGI SVERRIR GUNNARSSON SÍMSMIÐUR
BÓKIN
Á NÁTTBORÐINU
PLATAN
Á FÓNINUM
MYNDIN
I TÆKINU
Ingi Sverrir Gunnarsson
Launin lág
„Símsmiðir sjá um allar við-
gerðir í sambandi við bilaðar
iínur, heimasímtæki og einfaldari
gerðir af símtækjum við skipti-
borð í fyrirtækjum. Rafeindavir-
kjarnir sjá svo aftur um flóknari
gerðir skiptiborða auk þess sem
þeir sjá um símstöðvarnar.
Símsmiðirnir tengja allar línur
frá símstöðvunum í svokallaða
götuskápa eða tengihús. Þaðan
eru línurnar tengdar inn í hús-
skápa og þaðan upp í íbúðir eða
inn á skrifstofur. Annar flokkur
símsmiða sér síðan um að línu-
væða allt innanhúss, setja upp
tengla, símsvai-a eða koma upp
tengigrind í fyrirtækjum," segir
Ingi Sverrir Gunnarsson símsmið-
ur hjá Pósti og sima.
Póst- og símamálastofnunin sér
um að mennta verðandi
símsmiði og er sú menntun fólgin
í námskeiðum. Ingi Sverrir segir
að símsmiðir séu á vöktum allan
sólarhringinn í bilanadeildinni, 05.
Aftur á móti séu aðrir á níu tíma
vöktum, fái átta tíma í dagvinnu
og einn fastan yfirvinnutíma. Þá
sé mikið um að símsmiðir vinni
yfirvinnu á kvöldin og um helgar,
þar sem nánast öll símavinna í
fyrirtækjum þurfi að fara fram utan
hefðbundins skrifstofutíma. Hann
segir að laun símsmiða séu mjög
lá og að byijendur nái ekki verka-
mannataxtanum. „Starfið er samt
ágætt. Mikil hreyfing er á mönnum
og þeir eru á mismunandi stöðum
dag frá degi þó verkið sé í rauninni
það sama.“
PETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ . . .
Vaknið borgaifulltrúar
eir, sem samþykkja það,
gjöri svo vel að gefa
merki. Takk fyrir. Þeir, sern eru
á móti? 18 atkvæði er það ekki?
Það voru einhveijir sem voru
sofnaðir. Jæja, þá förum við
hérna í lið nr. 05-002 ...
Magnús L. Sveinson stjórnaði
atkvæðagreiðslu um fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar 7.
febrúar 1985.
Eg keypti mér bók um daginn
sem hefur að geyma samsafn
af klassískum bókmenntum, „Engl-
ish Short Stories“, eftir ýmsa kunna
höfunda. Þeirra á meðal eru Char-
les Dickens, James Joyce og fleiri
svona klassískir höfundar. Annars
vel ég mér mjög blandað lesefni,
helst menningarlegar skáldsögur.
*
Eg á flestar Bítlaplöturnar. Ég
hlusta mikið á Bítlana, Meat
Loaf og hljómsveitina Nýdönsk. U2
finnst mér góð líka. Annars hlusta
ég á alls konar tónlist.
Vinkona mín og ég vorum að
horfa síðast á hryllingsmynd-
ina „Poltergeist". Við vorum ekkert
hræddar, fannst hún frekar góð.
Hún er að vísu bönnuð innan 16
ára, en það er ekkert mál að fá
svona myndir á leigunum. Við horf-
um samt ekki mikið á svona mynd-
ir. Grínmyndirnar eru í meira uppá-
haldi.
Jóhann Ró-
bertsson
sagnfræði-
nemi
Halla Þor-
steinsdótt
ir nemi
EbenezerÞ.
Ásgeirsson
nemi
Sagnfræðibækumar eru helst
teknar upp þessa dagana. í
frístundum les ég þó alls kyns
efni. Ég er í kiljuklúbbi og var
síðast að Iesa „Söngur villiandar-
innar“ eftir Einar Kárason.
Hljómsveitin„Síðan skein sól“ er
góð. Líka Nýdönsk og Todmo-
bile. Ég kaupi sjaldan plötur, fæ
alltaf einhverjar í jólagjöf.
Síðast horfði ég á „Spellbinder".
Þetta er spennu- og hryllings-
mynd og hafði ég mjög gaman af
henni. Það er misjafnt hvernig
myndir ég horfi á. Heima erum við
með BETA-tæki svo að við getum
ekki tekið venjuleg myndbönd á
leigu, ég fer hinsvegar stundum til
vinar míns til að horfa á myndband.
A