Morgunblaðið - 21.02.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990
Enn um afstöðu Sjálfstæðisflokks-
ins til afVopnunar á höfimum
eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Hreinn Loftsson, formaður ut-
anríkismálanefndar Sjálfstæðis-
flokksins, birtir grein í Morgun-
blaðinu hinn 6. febrúar, sem svar
við grein minni um afvopnun á
höfunum, sem birtist á síðum
blaðsins hinn 30. janúar sl. Sú
grein var efnislega fyrst og fremst
um afvopnun á höfunum, en einnig
um þá spurningu hver væri afstaða
Sjálfstæðisflokksins til þess máls.
Eftir að hafa lesið grein Hreins
Loftssonar er mér ljóst að formann
utanríkismálanefndar Sj álfstæðis-
flokksins skortir hvort tveggja í
senn, skilning og þekkingu til að
ræða um afvopnun á höfunum á
málefnalegum grundvelli, ,enda ber
greinin þess merki að hann treyst-
ir sér ekki til þess. Ég hirði því
ekki um að eiga í frekari blaða-
skrifum við hann um það mál.
Ég vek hinsvegar athygli á svari
Hreins við því hver afstaða Sjálf-
stæðisflokksins er til afvopnunar á
höfunum. Hún er þessi: „Afstaða
Sjálfstæðisflokksins til afvopnunar
á höfunum er skýr og í samræmi
við markaða stefnu ríkja Atlants-
hafsbandalagsins ... Sjálfstæðis-
menn vilja afvopnunarviðræður
sem miða að því að tryggja öryggi
í skjóli minnsta mögulega vígbún-
aðar. Þeir binda við það vonir að
með því komist afvopnun á höfun-
um á dagskrá."
„Formaður flokksins, Þor-
steinn Pálsson, lýsir þeirri
stefnu í grein sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 9. des-
ember á liðnu ári. Þar segir:
„íslendingar eru nú í fyrsta
sinn aðilar að þeim afvopn-
unarviðræðum sem fram
fara í Vín. Mikilvægt er að
lögð sé á það áhersla af Is-
lands hálfu að næsta skref í
afvopnunarmálum beinist að
höfiinum.“
Ég spurði sjálfan mig þeirrar
spumingar hvort það gæti raun-
verulega verið að sá flokkur sem
státar af því að hafa haft forystu
í öryggis- og vamarmálum
íslensku þjóðarinnar hefði jafn
óljósa afstöðu til jafn mikilvægs
hagsmunamáls og afvopnun á höf-
unum er. Fyrir mér er það sem
Hreinn lýsir ekki „stefna“ stjóm-
málaflokks heldur heitir það „moð“
á góðri og gildri íslensku.
Eftir að hafa athugað málið
nánar sá ég, að það gat auðvitað
ekki verið, að lýsing Hreins væri
í samræmi við markaða stefnu
heldur virðist skýringin einfaldlega
vera sú, að hann veit ekki hver
stefna flokksins er. Formaður
flokksins, Þorsteinn Pálsson, lýsir
þeirri stefnu i grein sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 9. desember
á liðnu ári. Þar segir: „íslendingar
Gunnar Sigurðsson
„Á þá að refsa Borgarspítal-
anum fyrir það af fara eftir
settum fjárlögum? Slíkt get-
ur vart talist hvetjandi til
sparnaðar í heilbrigðiskerf-
inu.“
Jón Baldvin Hannibalsson
era nú í fyrsta sinn aðilar að þeim
afvopnunarviðræðum sem fram
fara í Vín. Mikilvægt er að lögð
sé á það áhersla af íslands hálfu
að næsta skref í afvopnunarmálum
beinist að höfunum."
í þessu efni er ég sammála for-
manni Sjálfstæðisflokksins.
Höfundur er utanríkisráðherra.
ur Landspítalans og Landakots, á
síðastliðnu ári var rekstur Borg-
arspítalans 0,2%-0,3% frá settum
fjárlögum og era ekki mörg fyrir-
tæki sem geta státað sig af slíku.
Á þá að refsa Borgarspítalanum
fyrir það af fara eftir settum fjár-
lögum? Slíkt getur vart talist hvetj-
andi til sparnaðar í heilbrigðiskerf-
inu.
Eða eru ráðuneytin að refsa
Borgarspítalanum fyrir að mót-
mæla framlögðum tillögum ríkis-
stjómarinnar um aukna miðstýr-
ingu í heilbrigðisþjónustunni, til-
lögur sem komu til umræðu á Al-
þingi skömmu fyrir jól og sem
ríkisstjórnin hefur ekki enn lagt á
hilluna?
Ég kem ekki auga á aðrar nær-
tækar skýringar á hvers vegna
Borgarspítalinn varð einn stóru
sjúkrahúsanna fyrir niðurskurð-
arhníf ríkisstjórnarinnar að þessu
sinni. Fróðlegt væri að fá svör
þeirra sem þessu réðu.
Höfundur er yfirlæknir
lyflækningadeildar
Borgarspítalans.
Hvers á Borgar-
spítalinn að gjalda?
ranarlækningadeild og langþráð
bæklunarlækningadeild aldraðra.
Það virðist hins vegar ekki hafa
verið vilji stjómvalda að þessari
deild yrði lokið ef marka má þenn-
an niðurskurð.
Hinn möguleikinn er að heil-
brigðismálaráðuneytið hafi ætlast
til að spítalinn tæki þessar 10 millj-
ónir króna af öðram liðum í rekstri
sínum. í framhaldi af því vaknar
einmitt sú spuming hvers vegna
var einungis skorið niður á Borg-
arspítalanum en ekki hinum stóra
sjúkrahúsunum. Mér virðist í fljótu
bragði tvennt geta komið til:
Rekstrarkostnaður Borgarspítal-
ans hefur síðastliðin tvö ár staðið
mun nær settum úáúögum Al-
þingis til spítalans heldur en rekst-
eftir Gunnar
Sigurðsson
Eins og kunnugt er hefur ríkis-
stjórnin lagt til við Alþingi niður-
skurð á fjárframlögum þessa árs
til að mæta kostnaði ríkisins við
nýgerða kjarasamninga. Að sjálf-
sögðu hefur það ekki verið auðvelt
eða vinsælt verkefni að ákveða
þann niðurskurð, en þó verður að
gera kröfu til-að -slíkt sé ekki gert
af handahófi eða í fljótfæmi.
Það vekur athygli að Borg-
arspítalanum er einum hinna fjög-
urra stærri sjúkrahúsa landsins
(hin eru Landspítalinn, Landa-
kotsspítali og Fjórðungssjúkrahú-
sið á Akureyri) ætlað að axla nið-
urskurð upp á 10 milljónir króna
af stofnframlagi til spítalans. Það
vekur einnig athygli að þetta er
nákvæmlega sú fjárupphæð sem
Alþingi veitti til byggingar B-álmu
Borgarspítalans á þessu ári. Þessi
álma spítalans hefur verið í bygg-
ingu síðan árið 1977 og ér vart
um helmingur hennar kominn í
nothæft ástand ennþá. Með 10
milljón króna framlagi árlega yrði
byggingu hennar lokið væntanlega
um 2030 en með framlagi upp á
núll endist ekki næsta öldin til að
ljúka henni. Þessar 10 milljónir
króna hafði Borgarspítalinn ætlað
til að fullgera 4. hæð B-álmu og
hefur þegar gert, svo áð deildin
er að hefja starfsemi sína þessar
vikurnar, bæði sem almenn öld-
Amnesty International
SAMVISKUFANGAR
Elizardo Sanchez Santa Cruz.
Mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational vilja vekja athygli
almennings á máli þessara sam-
viskufanga. Amnesty vonar að fólk
sjái sér fært að skrifa bréf til hjálp-
af þessum mönnum og skipi sér á
bekk með þeim, sem
berjast gegn mann-
réttindabrotum á
borð við þau, sem hér
eru virt að vettugi.
íslandsdeild Am-
nesty gefur einnig
íslandsdeild Út PÓStkort tíl Stuðn-
Amnesty ings föngum mánað-
International aring Hægt 0r að
gerast áskrifandi að þessum kort-
um með því að hringja til skrifstof-
unnar, Hafnarstræti 15, virka daga
frá kl. 15-18 í síma 16940.
Indónesía
Alexander Warouw og Manan
Effendi hafa verið í fangelsi frá
árinu 1965.
Alexander Warouw, 72 ára, og
Manan Effendi, 69 ára, voru hand-
teknir í október 1965, nokkrum
vikum eftir byltingartilraun og
morð á 6 herforingjum. Kommúni-
staflokkur Indónesíu var sagður
bera ábyrgð á þessum atburðum
og í kjölfarið var flokkurinn bann-
aður og mikil pólitísk „hreinsun“
átti sér stað. Þessi „hreinsun“ kost-
aði a.m.k. 500.000 manns lífið og
er talið að rúmlega milljón manna
hafi verið handtekin.
Alexander Warouw og Manan
Effendi voru tengdir Kommúnista-
flokknum í Kalimantan. Ekkert
bendir til þess að þeir félagar hafi
vitað um þá atburði sem leiddu til
byltingartilraunarinnar og ekkert
ofbeldi átti sér stað í Kalimantan
á þessum tíma.
í maí 1967 voru þeir leiddir fyr-
ir Malikpapan-héraðsdómstólinn í
Kalimantan og sakaðir um niður-
rifsstarfsemi. Manan Effendi var
dæmdur til dauða en Alexander
Warouw í lífstíðarfangelsi. Áfrýjun
Alexanders var neitað, en dómi
Manans var breytt í lífstíðarfang-
elsi.
Fangarnir hefðu átt að vera
leystir úr haldir í ágúst 1988, en
í mars 1987 gaf forseti landsins
út tilskipun sem breytti stefnu yfir-
valda gagnvart eftirgjöf á refsingu.
Tilskipunin útilokar eftirgjöf hjá
þeim föngum sem dæmdir eru til
dauða, en fá dómi breytt í lífstíðar-
fangelsi. Tilskipunin útilokar einn-
ig eftirgjöf hjá þeim föngum sem
sitja í lífstíðarfangelsi, nema náðun
komi til.
Vinsamlegast skrifíð kurteisleg
bréf og farið fram á að þeir félag-
ar verði tafarlaust látnir lausir og
án nokkurra skilyrða. Skrifíð til:
Let Ismai! Saleh S H Menteri,
Kehakiman Jaian Hayam Wuruk 7,
Jakarta Pusat Indonesia.
Kúba
Elizardo Sanchez Santa Cruiz,
45 ára, er fyrrum prófessor í heim-
speki við Háskólann í Havana.
Hann var dæmdur í 2 ára fangelsi
fyrir að gefa opinberar yfírlýsingar
til varnar mannréttindum.
Elizardo Sanchez, forseti kúb-
versku mannréttindanefndarinnar
(Comision Cubana de Serechos
Humanos y Reconciliación Nacion-
al), var handtekinn snemma að
morgni 6. ágúst 1989. Tuttugu
öryggislögreglumenn gerðu húsleit
á heimili hans (og skrifstofum
mannréttindanefndarinnar) og
handtóku hann síðan. Síðar sama
dag voru tveir aðrir mannréttinda-
sinnar handteknir. Hiram Abi Co-
bas Núfles og Hubert Jérez Mariflo.
Allir þrír voru ákærðir fyrir að
„dreifa fölsuðum fréttum í þeim
tilgangi að sverta virðingu og
orðstír ríkisins", að því er virðist
vegna viðtala við erlenda frétta-
menn um réttarhöld og meðferð á
fyrrum liðsforingja. Liðsforinginn
var tekinn af lífí 13. júlí 1989 eft-
ir að hafa verið sekur fundinn um
„óvinveittar aðgerðir í garð erlends
ríkis“ og lögbrot í tengslum við
eiturlyfjasölu.
Elizardo Sanchez var dæmdur í
2 ára fangelsi 17. nóvember sl. og
er hafður í haldi í Combinado del
Este-fangelsinu í Havana.
Elizardo hefur nokkrum sinnum
verið í haldi að því er virðist af
pólitískum ástæðum. Hann var
handtekinn í september 1986 eftir
að hafa fordæmt opinberlega
mannréttindabrot á Kúbu.' Hann
var hafður í haldi án ákæru þar
til honum var sleppt í maí 1987.
Elizardo stofnaði kúbversku
mannréttindanefndina í október
1987 og í apríl sl. hóf hann bar-
áttu fyrir löggildingu nefndarinnar.
Á árinu 1988 var Elizardo leyft
að sækja mannréttindanámskeið í
Bandaríkjunum, en eiginkona hans
ogtvöböm hafa búið þar frá 1980.
Vinsamlegast skrifíð kurteisleg
bréf og farið frám á að Elizardo
Sanchez verði tafarlaust látinn laus
og án nokkurra skilyrða. Skrifíð til:
Su Excelencia Comandante en Jefe
Dr. Fidel Castro,
Presidente de la República,
Ciudad de Habana,
Cuba/Kúba.
Grikkland
Daniel Kokkaiis, 29 ára prestur
votta Jehóva, var dæmdur í 4 ára
fangelsi fyrir að neita að gegna
herþjónustu.
Daniel Kokkalis hefur verið í
fangelsi frá því í mars 1988. Trú
hans meinar honum að gegna her-
þjónustu. Þegnskylduvinna þeirra
sem neita að gegna herþjónustu í
Grikklandi er helmingi lengri en
herskyldan og telur Amnesty það
óréttlátt.
í júlí 1987 viðurkenndi innanrík-
isráðuneytið Daniel Kokkalis sem
prest votta Jéhóva í Athica-héraði
og veitti honum leyfí til að jarða,
gifta og skíra.
í september 1988 gengu í gildi
lög nr. 1764/88 sem veita „prestum
og munkum þekktra trúarbragða"
undanþágu frá því að gegna her-
þjónustu. Á grundvelli þessara laga
fór Daniel Kokkalis fram á undan-
þágu frá því að gegna herþjónustu
og fór jafnframt fram á að vera
sleppt úr haldi. í kjölfarið var rétt-
arhöldum hans frestað fimm sinn-
um meðan mál hans var í athugun,
en í júlí 1989 dæmdi herréttur í
Aþenu Daniel í 4 ára fangelsi.
Við áfrýjun dómsins 31. október
fór Daniel fram á að vera sleppt
úr haldi á þeirri forsendu að hann
væri prestur, en beiðni hans var
neitað, þar sem trúarbrögð votta
Jehóva væru ekki „þekkt trúar-
brögð“.
Vinsamlegast skrifíð kurteisleg
bréf og farið fram á að Daniel
Kokkalis verði látinn laus tafar-
laust og án skilyrða. Skrifið til:
President Christos Sartzetakis,
Office of the President,
17 Stisichorou Street,
Athens,
Greece/Grikkland.