Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 61,tbl. 78. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Völd forsetans aukin og einokun flokksins afhumin Míkhaíl Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, lagði áherslu á orð sín þegar hann sagði í þingumræð- unum í gær, að ákvörðun- in um að auka völd for- setaembættisins og nema úr gildi forræði kommún- istaflokksins í þjóðfélag- inu væri merkasta skrefið, sem stigið hefði verið í stjórnartíð hans. Moskvu. Reuter. SOVÉSKA þingið samþykkti í gær tillögur Míkhaíls Gorbatsjovs um stóraukin völd forsetanum til handa og jafnframt, að 72 ára valdaeinokun kommúnistaflokksins heyrði nú sögunni til. And- stæðingar tillögunnar höfðu spáð því, að mjótt yrði á mununum en sú varð ekki raunin. Var hún samþykkt með miklum mun, eða 1.817 atkvæðum gegn 133. Voru hlutföllin svipuð þegar ákveðið var að svipta flokkinn forystuhlutverkinu og ryðja um leið braut- ina fyrir Qölflokkakerfí í Sovétríkjunum. Stuðningsmenn tillögunnar, þar á meðal margir róttækir umbóta- sinnar, héldu því fram í umræðun- um í gær, að aðeins sterkur og valdamikill leiðtogi gæti knúið fram nauðsynlegar breytingar á efna- hagslífinu og tryggt allsheijarfrið og reglu á þeim óvissu tímum, sem nú væru í Sovétríkjunum. „Ég óska þinginu til hamingju," sagði Gor- batsjov þegar úrslitin lágu fyrir. „Þetta er stórt og mikilvægt skref á leiðinni til lýðræðis." Tillagan um nýja forsetaembætt- ið felur í sérp að forsetinn verði fyrsta sinni kjörinn af þinginu til fimm ára en síðan í beinum kosn- ingum allra landsmanna. Eru marg- ir stuðningsmenn nýju skipunarinn- ar óánægðir með, að Gorbatsjov skuli ekki vilja efná til kosninga strax og hafa flutt breytingartillögu við það atriði. Verður líklegast tek- ist á um hana í dag áður en þingi lýkur. Margt þykir benda til, að komist hafi verið að einhverri málamiðlun á bak við tjöldin milli Gorbatsjovs og sumra andstæðinga tillögunnar, þar á meðal fulltrúa Eystrasalts- og Kákasusríkjanna og samtaka róttækra umbótasinna. Er sagt, að samið hafi verið um, að forsetinn geti ekki lýst yfir neyðarástandi í einhveiju lýðveldanna án samþykk- is forystumanna þess og verði hann þá að bera það undir þingið. Ef rétt er á slíkur samningur ekki síst við nú þegar Litháar hafa lýst yfir sjálfstæði, hvatt Gorbatsjov til að flytja burt sovéska hermenn og leysa Litháa úr herþjónustu. Atkvæðagreiðslan á sovéska þinginu í gær er einn mesti sigur Gorbatsjovs á fimm ára ferli hans í valdastóli. Hann hefur losað sig við flesta valdamenn frá Brezhnev- tímanum, neytt ráðamenn í komm- únistaflokknum til að horfast í augu við kjósendur og nú loksins fengið því framgengt, að forystuhlutverk flokksins í sovésku þjóðfélagi hefur verið afnumið. Perestrojkan, eða efnahagsumbæturnar, virðast hins vegar lítinn eða engan árangur hafa borið og lífskjörin hafa fremur versnað en hitt. Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands: Bonnstjórnin mun kaupa spari- fé Austur-Þj óð verj a á naftiverði Alusuisse hagnast vel Ztirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. REKSTUR Alusuisse-Lonza gekk „óvenju vel á síðasta ári“ sagði dr. Hans K. Juc- ker, framkvæmdastjóri svissneska ál- og efhafyrir- tækisins, á fúndi með frétta- mönnum í höfúðstöðvum fyr- irtækisins í Ziirich í gær. Móðurfyrirtækið var rekið með 5,2 milljarða ísl. kr. hagnaði 1989 eða 52,2% meiri ágóða en árið áður og dótturfyrirtækin með 18,6 milljarða hagnaði. Góðæri, mikil eftirspurn, hagkvæmni í rekstri og aukin áhersla á verðmæta framleiðslu stuðluðu að velgengni fyrirtæk- isins. A-L framleiðir pú um 370.000 tonn af hrááli á ári eða um 80% af eigin þörf. I árs- skýrslu þess kemur fram að það hafi dregið sig út úr undirbún- ingshópum um álframleiðslu á íslandi og í Kanada af hag- kvæmnisástæðum. Leipzig, Austur-Berlín, Bonn. Reuter. VESTUR-þýsk stjórnvöld ætla að leggja vestur- og austur-þýska markið að jöfhu hvað varðar sparifé í Austur-Þýskalandi. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, lýsti þessu yfir í gær á fjölmenn- um fúndi í Gottbus í Austur-Þýskalandi, en á sunnudag, 18. mars, verður gengið til fyrstu frjálsu kosninganna þar í landi í 40 ár. Búist er við, að myntbandalag þýsku ríkjanna verði að veruleika fljótlega eftir kosningar en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum fær enginn flokkur hreinan meirihluta á þingi. Kohl lagði áherslu á, að'ákvörð- unin um að gera mörkunum jafn hátt undir höfði tæki aðeins til sparifjár, ekki til alls efnahagslífs- ins, en talið er, að sparifé Austur- Þjóðverja sé um 170 milljarðar austur-þýskra marka. Hafa Aust- ur-Þjóðverjar óttast, að tilkoma vestur-þýska marksins gerði sparifé þeirra að engu enda er það austur- þýska allt að sex sinnum verð- minna. Jafnaðarmenn í Austur- Þýskalandi hafa áður sagt, að myntbandalagið megi ekki dragast lengur en til 1. júlí en í gær sagði Lothar de Maiziere, formaður kristi- legra demókrata þar í landi, að því yrði að koma á innan nokkurra vikna. „Hver einasta vika kostar okkur 10.000 manns,“ sagði hann og átti þá við fólksflutningana tii Vestur-Þýskalands. Enginn einn flokkur fær meiri- hluta á austur-þýska þinginu í kosn- ingunum á sunnudag ef marka má síðustu skoðanakannanir en þær benda til, að jafnaðarmenn fái 30% atkvæða, bandalag þriggja borg- araflokka, sem njóta stuðnings kristilegra demókrata í Vestur- Þýskalandi, 21% og kommúnista- flokkurinn fyrrverandi 15%. Kjós- endur eru 12,2 milljónir alls og um hylli þeirra og 400 sæti á þingi beijast 24 flokkar. Sjá „Hver verður.. . “ á bls. 21. Reuter Kohl var innilega fagnað þegar hann sagði í Gottbus, að Austur- Þjóðverjar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af sparifé sinu. Áætlað er, að það sé um 170 milljarðar marka eða sem svarar til rúmlega sex þúsund milljarða ísl. kr. Sjálfstæði Litháens: Óljós viðbrögð Moskvustjórnar Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov segir að sú ákvörðun Litháa að ítreka sjálfstæðis- yfirlýsinguna ft’á 1918, sé „ólögleg og ómerk“ og vísar á bug öllum hugmyndum um tvíhliða viðræður Sovétstjórnarinnar við Litháa eða aðrar Eystrasaltsþjóðir. „Við eigum aðeins viðræður við erlend ríki,“ sagði Gorbatsjov. Síðar í ræðu leiðtogans virtist liann þó milda afstöðu sína nokkuð. Einn af fulltrúum Lettlands mót- mælti þegar orðum Sovétleiðtogans og sagði að Moskvustjórnin yrði að sætta sig við viðræður á jafnræðis- grundvelli. Gorbatsjov sagði að sjálf- stæðismál Litháa yrði tekið fyrir i Æðsta ráðinu strax og fundi fulltrúa- þingsins lýkur en það verður að líkindum í dag, miðvikudag. Arnold Rutel, einn af fulltrúum Eistlands, sagði Gorbatsjov hafa tek- ið vel í ósk þingmannahóps landsins um að eiga aðild að nefnd sem fjalla skal um sjálfstæðisyfirlýsingu Lit- háa. Þingmennirnir hefðu einnig far- ið fram á viðræður um sjálfræði Eist- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.