Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 Táragasi beitt til að yfirbuga pilta: Réðust gegn lögregl- unni með hnífa á lofti KRAFIST var í gær gæsluvarðhalds í 10 daga yfir tveimur þeirra fjögurra pilta á átjánda ári sem fíkniefnalögregla handtók í húsi við Austurberg í fyrrakvöld, vegna gruns um dreifíngu og sölu á fíkni- efnum. Þegar lögreglan knúði dyra á heimili piltanna tveggja réð- ust þeir vopnaðir hnífum að lögreglunni og þurfti að beita táragasi til að yfírbuga þá. Þetta er í fyrsta skipti sem fíkniefnadeild lögregl- unnar hérlendis mætir vopnaðri mótspyrnu í starfí sínu. Lögreglu- menn slösuðust ekki en hlutu skrámur í átökum við piltana. Rann- sóknarlögreglu ríkisins hefúr verið falin rannsókn málsins. Sakadóm- ur Reykjavíkur tekur afstöðu til gæsluvarðhaldskröfunnar í dag. Að sögn Arnars Jenssonar lög- reglufulltrúa í fíkniefnadeild er þetta í fyrsta skipti sem fíkniefna- lögreglumenn hérlendis mæta vopn- aðri mótspyrnu í starfi sínu. Arnar sagði að lögreglan hefði mætt á staðinn eins og jafnan óvopnuð og með húsleitarheimild. Þegar við- brögð piltanna hefðu orðið þau að grípa til hnífa og ógna lögreglu- mönnum hefðu þeir dregið sig í hlé og kvatt til tvo meðlimi sérsveitar lögreglunnar, sem jafnan væru til taks ef svo færi að fíkniefnalögregl- an mætti andspymu af þessu tagi. Sérsveitarmennirnir hefðu beitt táragasi og þá hefðu piltarnir gefist áfram ganga óvopnuð til húsleita og annarra starfa sinna, en hins vegar gera ráðstafanir til að tryggja öryggi sitt svipaðar þeim og hefðu í fyrradag sannað gildi sitt, gegn vopnaðri mótspyrnu afbrotamanna. Tveir piltanna, þeir sem nú hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir, em bræður og búsettir í húsinu. Þeir gripu til hnífanna. Tveir piltar á sama aldri voru gestkomandi en höfðu sig minna í frammi. Þeir hafa verið látnir lausir. í húsinu fundust nokkur grömm af kanna- bisefnum og talsvert af áhöldum sem tengjast fíkniefnanotkun. Vorboði á vetri ÆRIN Sokka frá Brúarhlíð í Blöndudal bar á mánudaginn tveimur lömbum. Var þar um að ræða botnótt- an brút og flekkótta gimbur, sem á meðfylgjandi mynd kúra í fangi þeirra Ingibjargar Steinunnar Guð- mundsdóttur og Haralds Eyþórssonar í Brúarhlíð. Sokka, sem er þriggja vetra, hélt þar með upp á af- mæli þriggja íbúa í Blöndudal á mánudag. Þess má geta til gamans að Sokka bar sínu fyrsta lambi í apríl í fyrra. upp. Arnar Jensson sagði að lögreglan legði mikla áherslu á að ganga óvopnuð til starfa sinna og vinna að málum af þessu tagi á eins frið- samlegan hátt og unnt væri. Hann sagði að fíkniefnadeildin mundi Friðrik Sophusson: Sambærileg eldislán og í samkeppnis- löndunum Breytingartillögur meiri- hluta fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar Alþingis við stjórnarfrumvarp um Ábyrgðardeild fískeldislána koma til atkvæða í þingdeild- inni í dag. Friðrik Sophusson segir að breytingartillögurn- ar, sem varða ábyrgðarhlut- fall og lengd ábyrgðartíma, eigi að færa framleiðslugrein- ina nær jafnstöðu, að þessu leyti, við fiskeldi í samkeppn- isríkjum. Breytingartillögumar fela það m.a. í sér að heimildarákvæði til sjálfskuldarábyrgðar er hækkað úr 37,5% af verðmæti eldisstofns í 50% og að ábyrgð- artíminn lengist úr þremur árum í fjögur, það er sem svarar eldis- ferli í 4—6 kg. lax. Sjá frásögn á þingsíðu, bls. 27. Leyfi til saltfískútflutnings verði veitt með ströngum skilyrðum - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „ÉG GERI ráð fyrir að þegar einokun Sölusambands íslenskra fískfí'amleiðenda á saltfískút- flutningi verður aflétt verði leyfi til útflutnings á saltfíski veitt með ströngum skilyrðum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist engu vilja spá um það hvenær einokun SÍF yrði aflétt en að sumu leyti væri vandi þeirra fyr- irtækja, sem flutt hefðu út fersk- an, flattan físk, brýnn og aðkall- andi. „Ég hef hins vegar fullan hug á að hafa samráð við SÍF og taka tillit til þeirra sjónarmiða eftir því, sem tök eru á.“ Utanríkisráðherra fundaði á mánudag með fulltrúum SÍF og þeirra, sem sótt hafa um leyfi til útflutnings á saltfiski. „Þetta voru upplýsingafundir, þar sem þeir fluttu sitt mál og sín rök og ég lýsti mínum viðhorfum. Við tökum hins vegar ekki ákvarðanir fyrr en að vandlega athuguðu máli.“ Jón Baldvin sagði það rétt að hann hefði skrifað SÍF bréf fyrir réttu ári, þar Norrænir utanríkisráð- herrar hitta Mandela JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra mun ásamt starfs- bræðrum sínum á hinum Norður- löndunum eiga fund með blökku- mannaleiðtoganum Nelson Mand- ela í Stokkhólmi í dag, miðviku- dag. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin hefði verið að Mandela hitti ráðherrana er þeir funduðu í 'Turku í Finnlandi fyrir skömmu en ekki hefði getað orðið af því. Suður-afríski leiðtog- inn hefði sjálfur óskað eftir fundin- um; Norðurlönd hefðu ávallt verið í fararbroddi þeirra sem stutt hefðu frelsisbaráttu blökkumanna í Suð- ur-Afríku. Mandela vildi því ráðgast við fulltrúa Norðurlandanna um það hvemig lokatakmarki Afríska þjóð- arráðsins (ANC), fullu frelsi og mannréttindum blökkumanna, yrði náð. sem segi meðal annars að ekki séu uppi ráðagerðir um breytingar á sölufyrirkomulagi saltfisks á hefð- bundnum mörkuðum SÍF. „Ég skrifaði þetta bréf að þeirra beiðni þegar þeir voru í viðkvæmum samningum og töldu sig þurfa að vita með vissu hvort þeirra skilyrði yrðu óbreytt á næstunni. Síðan hafa nú aðstæður breyst verulega.“ Jón Baldvin sagði að sér væri ekk- ert að vanbúnaði að ræða þetta mál í ríkisstjórninni. Hins vegar væri stefnumörkun í utanríkisvið- skiptum, þar á meðal veiting út- flutningleyfa, í höndum utanríkis- ráðuneytisins og hann bæri ábyrgð á þvi. Jón Baldvin sagði að reglugerð, sem Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra setti nýlega um bann við útflutningi á ferskum, flöttum fiski með skipum, hefði ekki verið sett í samráði við utanríkisráðu- neytið. „Halldór lét mig hins vegar vita af reglugerðinni örskömmu áður en hún var sett. Mér þótti þessi reglugerðarsetning tillitslaus og ég hef gagnrýnt það að fótunum skuli vera kippt undan starfsemi fyrirtækja, sem hafa byggt upp starfsemi og markaði í góðri trú á nokkrum tíma og tel að það hefði átt að gefa þessum mönnum lengri aðlögunartíma," sagði Jón Baldvin. Jón Ásbjörnsson, Jón Ármann Héðinsson hjá Hreifa, Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri íslensks nýfísks, Helgi Einarsson, framkvæmdastjóri Hafnfirðings, Ævar Guðmundsson, forstjóri Seifs, Jósteinn Elíasson hjá Toppfíski og Kristinn Kristinsson, framkvæmda- stjóri Pólar-Frosts, gengu á fund utanríkisráðherra á mánudag en þeir hafa sótt um leyfí utanríkis- ráðuneytisins til að flytja út léttsalt- aðan fisk og fullunninn saltfísk. Jón Ásbjörnsson sagði að hart væri lagt að utanríkisráðherra að veita leyfi til að flytja út léttsaltað- an físk. „Það þýðir að hægt yrði að flytja fiskinn út, eins og gert hefur verið, en í stað þess að setja ís í körin yrði fiskurinn saltaður og hann verkast á leiðinni út. Þá er gæðaspursmálið náttúrulega úr sögunni," sagði Jón. Hann sagði að einnig hefði verið lagt hart að utanríkisráðherra að veita leyfi til útflutnings á fullunn- um saltfiski gegn ákveðnum ströng- um skilyrðum, til dæmis í sambandi við verð og pökkun. „Enda þótt mönnum verði gefinn kostur á að senda út fullunninn fisk yrðu nán- ast engir, sem gætu uppfyllt þessi skilyrði," sagði Jón Ásbjörnsson. Á annað hundrað framleiðendur á saltfiski hafa skorað á utanríkis- ráðherra að breyta ekki núverandi sölufyrirkomulagi á saltfiski, þar sem það hafi tryggt íslenskum framleiðendum stöðugleika og sterka stöðu á erlendum mörkuðum. Áhafnir á 19 línubátum hafa hins vegar sent utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra bréf, þar sem þeir mótmæla banni á útflutningi á ferskum, flöttum fiski og telja það aðför að fijálsum fiskmörkuðum. Reynslan hafi sýnt að auka þurfi frelsi í viðskiptum með fisk. Þá ritaði Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands, utanríkisráðherra bréf í gær, þar sem hann leggur til að utanríkisráðuneytið sendi fulltrúa í kynnisferð á saltfiskmarkaði við Miðjarðarhaf áður en ákvörðun um breytt sölufyrirkomulag verði tekin. Segir Ingjaldur m.a. að fyrirvara- lítil breyting gæti valdið skaða. Skuldbreyting loðdýrabænda: Heimilt er að veð- setja allt að 100% LOÐDÝRABÆNDUR sem breyta lausaskuldum sínum í föst lán með ríkisábyrgð fá að veðselja jarðir sínar og hús 100% vegna skuldbreytingarlánanna. Almennar reglur Ríkisábyrgðarsjóðs segja til um að veðsetning sjóðsins og þau lán sem hvíla á fyrri veðréttum megi ekki fara yfír 75% af matsverði eignanna. Loðdýra- búin eru svo veðsett að skuldbreytingin hefði ekki náð fram að ganga með þessum skilyrðum og gaf Ijármálaráðherra þá út sér- staka reglugerð þar sem í þessu tilviki var heimilað að veðselja eignirnar til fúlls. Við framkvæmd skuldbreyting- arinnar, sem fram fer samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Al- þingi fyrir áramót, hefur komið í ljós að meirihluti bænda hefur hætt loðdýrabúskap og margir þeirra sem eftir eru hafa minnkað veru- lega við sig. Um áramót voru enn með dýr aðeins 95 af þeim 202 bændum sem svöruðu fyrirspurn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um áhuga á skuldbreytingu og 5-10 hafa síðan hætt. 6-7 Ioðdýrabændur sem búa á ríkisjörðum hafa óskað eftir því að ríkið kaupi fasteignir þeirra á jörð- unum en þeir fái að búa þar áfram. Því hefur verið vel tekið í land- búnaðarráðuneytinu. Jafnframt liggur fyrir að þeir fá að veðsetja ríkisjarðirnar fyrir skuldbreytinga- lánum. Sjá fréttir á bls. 25. Jaftit hjá Norð- urlöndum og Sovétmönnum VIÐUREIGN Sovétmanna og Norðurlanda í stórveldaslagnum í skák lauk með jaihtefli, 5:5. Englendingar unnu Bandaríkja- menn. Sovétmenn eru efstir með 22,5 vinninga, Bandaríkjamenn með 21 v., Englendingar með 20 v. og Norðurlönd með 16,5 v. Fimmta umferð verður tefld í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.