Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
Máli drepið á dreif
eftir Hannes Hólm-
stein Gissurarson
Stefán Jón Hafstein skrifaði
langa grein á dögunum hér í blaðið
um það, þegar hann rak mig úr
starfí pistlahöfundar í morgunút-
varpi á Rás tvö fyrir að koma einn-
ig reglulega fram í öðrum fjölmiði-
um. Minnist hann á það, að ég heði
hlegið dátt, þegar hann rak mig,
og er það laukrétt. Hvort tveggja
er, að Stefán Jón er skemmtilegast-
ur, þegar hann á þess síst von sjálf-
ur, og að brottrekstur minn fyrir
að vilja ekki veita Rás tvö einka-
rétt á þjónustu minni var hlægileg-
ur í ljósi þess, að Ríkisútvarpið
ætlaði allt að tútna út af vandlæt-
ingu fyrir einu og hálfu ári, þegar
Stöð tvö samdi við Handknattleiks-
sambandið um einkarétt á sýning-
um frá leikjum þess.
Glaðværð mín og gáski í sam-
skiptum við þá Ríkisútvarpsmenn
er þó aukaatriði. Stefán Jón reynir
að drepa málinu á dreif. Hann telur
aðra fjölmiðla keppinauta Rásar
tvö og hagar sér samkvæmt því.
En hefur það ekki verið viðkvæði
hans og skoðanabræðra hans, að
Ríkisútvarpið skyldi hafið yfir
markaðslögmál? Atti það ekki að
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
vera opinn vettvangur, þar sem
fólk gæti sagt hug sinn, hvort sem
fjölmiðillinn græddi á því eða tap-
aði? Ottast Stefán Jón, að Rás tvö
glati hylli hlustenda og auglýsenda
vegna þess, að fastur pistlahöfund-
ur þar segir skoðun sína á öðrum
málum í öðrum fjölmiðlum? Er sjálf-
ur félagshyggjumaðurinn ofurseld-
ur gróðasjónarmiðum? Það er
umhugsunarefni, að ekki ráku
„Glaðværð mín og
gáski í samskiptum við
þá Ríkisútvarpsmenn
er þó aukaatriði. Stefán
Jón reynir að drepa
málinu á dreif. Hann
telur aðra fjölmiðla
keppinauta Rásar tvö
og hagar sér sam-
kvæmt því. En hefur
það ekki verið viðkvæði
hans og skoðanabræðra
hans, að Ríkisútvarpið
skyldi hafið yfir mark-
aðslögmál?“
peningamennirnir á DV og Bylgj-
unni mig fyrir að koma líka fram
á Rás tvö. Ég er hræddur um, að
Stefán Jón Hafstein hafi annað-
hvort valið sér rangan vinnustað
eða órökrétta lífsskoðun.
Höfundur er loktor í
stjórnmálafræði í
félagsvísindadeild Háskóla íslands
oggafnýlega út bókina Fjölmiðla
nútímans.
Að skattpína öryggi
og líf sjómanna
Virðisaukaskattur á flotgalla er lítilsvirðing við sjómenn
eftir Árna
Johnsen
Virðisaukaskattur á flotbúninga
er hvort tveggja í senn, skattheimta
af verstu gráðu og lítilsvirðing við
sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það
er satt að segja með ólíkindum að
mönnum skuli detta í hug að skatt-
leggja þannig öryggi sjómanna,
freista þess að pína peninga út úr
sjómönnum í búnaði sem getur
skipt sköpum um líf og dauða. Sem
búnaður til skipa eru flotgallarnir
undanþegnir virðisaukaskatti, en
þeir eru ekki skyldaðir og ef sjó-
maður vill auka öiyggi sitt á eigin
kostnað þá skal það skattpínt, því
hvað vilja sjómenn upp á dekk
með að auka öryggi sitt nema að
greiða keisaranum það sem keisar-
ans er. Sjómannskonur í Vest-
mannaeyjum hópuðust saman í
vikunni til þess að mótmæla þess-
ari ósvinnu ijármálaráðherra og
vonandi bjargar hann sér út úr
klípunni og leikur sama leik og
stundum áður þegar hann hefur
gengið skrefíð allt of langt og
segist aldrei hafa ætlað að láta
setja virðisaukaskatt á flotbúninga,
þetta sé bara misskilningur.
„Það er satt að segja
með ólíkindum að
mönnum skuli detta í
hug að skattleggja
þannig öryggi sjó-
manna, freista þess að
pína peninga út úr sjó-
mönnum í búnaði sem
getur skipt sköpum um
líf og dauða.“
Það er ótrúlegt en satt að þessi
ríkisstjóm hefur hvað eftir annað
staðið að skerðingarákvæðum á
öryggismálum landsmanna. Má þar
til dæmis nefna slaginn um niður-
fellingu gjalda af bílum, snjóbílum
og vélsleðum hjálparsveita landsins,
sem stóð hátt í ár í fyrra uns
kerfið gafst upp fyrir framförum
og elju hjálparsveitamanna sem
vinna óeigingjamt og fórnfúst starf
fyrir landsmenn sem aldrei verður
metið til fjár, svo mörg eru
mannslífín sem sveitirnar hafa
bjargað.
Þótt ríkisstjórnin þurfí að öngla
inn fyrir bíl umhverfisráðherra,
Árni Johnsen
styrkjagreiðslum til stuðnings-
manna ríkisstjórnarinnar innan
hennar og utan, á kostnað skatt-
borgaranna þá kárnar nú aldeilis
gamanið þegar slík mistök eiga sér
stað að skattleggja þann öryggis-
búnað sjómanna sem nú er hvað
mest ástæða til þess að hvetja menn
til að nota. Að skattpína í skjóli
neyðar er lítilmannlegt, hvort sem
verið er að skattpína sjómenn sem
vinna hættulegustu störf á íslandi,
þá sem gefa mikla vinnu og mikinn
tíma í þágu slysavarna og öryggis-
mála þjóðarinnar og aðra þá sem
þurfa sérstakan búnað umfram
heildina til þess að lifa af þegar á
bjátar. Þó svo að menn hljóti að
viðurkenna þessi mistök þá er það
skammarlegt að slík mistök skuli
geta komið upp og sýnir það best
hve núverandi stjórnarherrar eru
langt frá því að vera í sambandi
við þjóð sína. í tíð síðustu fjármála-
ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Al-
berts Guðmundssonar og Þorsteins
Pálssonar, var kapp lagt á að fella
niður gjöld af þeim búnaði sem ósk-
að var eftir sem öryggisbúnaði af
réttum aðilum hagsmuna- og fé-
lagasamtaka. Þess er krafist að
öryggi og líf sjómanna sé ekki gert
að féþúfu, eða hljómar ekki nötur-
lega að öryggisbúnaður sjómanna
sé háður virðisaukaskatti, en ekki
veiðileyfi laxveiðimanna?
Höfundur er blaðamaður.
★ Fyrirtæki til sölu ★
Heildverslun með sér- hæfðar vörur. Há álagn- ing. Góð markáðssetning. Matvælaframleiðsla. Sérhæft fyrirtæki með góða dreifingu.
Sérhæft innflutnings- og smásölufyrirt. Fjöldi umboða. Traustur rekst- ur.
Vefnaðavöruverslun. Þekkt og rótgróin versl- un við miðbæinn.
Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga.
FYRIRTÆKJASTOFAN
Varslah/f. Ráögjöf, bókhald,
skattaóstoó og sala fyrirtækja
Skipholti 5, Reykjavík, sími 622212
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Bókmennta-
verðlaun Norð-
urlandaráðs
eftir Njörð P.
Njarðvík
Þegar Tomas Tranströmer tók
við bókmenntaverðlaunum Norður-
landaráðs í Reykjavík fyrir
skemmstu, voru þau afhent í 28.
sinn. Allt frá árinu 1962 hefur út-
hlutun þessara verðlauna verið ár-
viss viðburður í menningarlífí nor-
rænna þjóða, og á sér ekki hlið-
stæðu annars staðar svo að mér
sé kunnugt. Það sýnir vel sam-
stöðuvilja þessara þjóða, að stjórn-
málamenn þeirra skuli hafa komið
sér saman um að heiðra skáld og
tónskáld á þingum Norðurlandar-
áðs. Nú er óhætt að segja að
komin sé löng reynsla af þessum
verðlaunum og því megi vel velta
fyrir sér hversu til hafi tekist. Mitt
svar við þeirri spurningu er: að
sumu leyti vel en að öðru leyti illa.
Draumsýn um áhuga
Þegar stofnað var til bók-
menntaverðlauna Norðurlandar-
áðs, var tilgangurinn ekki sá fyrst
og fremst að verðlauna eina bók.
Tilgangurinn var að stuðla að
auknum lestri norrænna bók-
mennta, að auka áhuga norrænna
lesenda á bókmenntum grannþjóð-
anna, m.a. í þeirri von að sameigin-
leg þátttaka í menningarlífi yki
samkennd þessara þjóða. Þess
vegna var tilhögun verðlaunanna á
þann veg að hvert hinna sjálfstæðu
ríkja Norðurlanda tilnefndi tvær
bækur til verðlaunanna. Svo var í
upphafi og lengi vel, en nú hafa
Færeyingar, Grænlendingar og
Samar einnig rétt til tilnefninga.
Þessi skipan var ákveðin í þeirri
von að hinar tilnefndu bækur vektu
áhuga um öll Norðurlönd, næðu
mikilli útbreiðslu og eignuðust stór-
an lesendahóp. Þessi von hefur
brugðist, enda má ef til vill segja
að hún hafi fremur byggst á
draumsýn en raunsæi. Skýringuna
er að nokkru leyti að finna í sam-
setningu norrænu þjóðafjölskyl-
dunnar og fyrirferð einstakra þjóða
í norrænu samstarfi. Tungumál
skandínavísku þjóðanna þriggja
eru svo lík, að í hugum Islendinga
er munurinn varla meiri en mállý-
skumunur. Þess vegna virðist fátt
mæla á móti því að góð bók sem
gefin er út í einu þessara landa
eigi að geta náð útbreiðslu í hinum
tveimur. Svo var á dögum Ibsens
og Strindbergs, og svo var á dögum
Hamsuns. En svo er ekki á vorum
dögum, hvernig sem á því stendur.
En þennan skandínavíska lestrará-
huga hafa menn viljað endurvekja
og talið forsendur fyrir.
Fjölmiðlar bregðast
Því er draumsýnin um sameigin-
Iegan lestraráhuga reist á
skandínavískri hugsun. Allt öðru
máli gegnir um finnskar og íslen-
skar bækur, svo að ekki sé rætt
um hin smæstu málsvæði. Bækur
þeirra þjóða eiga auðvitað enga
þátttökuvon í þessum leik, nema
sérstök útgáfa í þýðingum komi
til. Og það er ekki einfalt mál að
leysa, eins og áður hefur verið
vikið að í þessum pistlum.
Þá er ekki síður örlagaríkt að
þáttur fjölmiðla hefur að mestu
leyti brugðist. Menn gerðu sér
vonir um að fjölmiðlar um öll
Norðurlönd myndu sýna hinum til-
nefndu bókum áhuga og gera þeim
myndarleg skil. Svo hefur ekki
reynst. Það eru helst norsk blöð
eins og Aftenposten sem skrifa um
allar bækumar, en það er í raun-
inni undantekning. Islenskir blaða-
lesendur fá til að mynda nánast
ekkert að_ vita um hinar tilnefndu
bækur. Ahugi fjölmiðlanna ein-
skorðast svo til einvörðungu við
verðlaunabókina. Og ekki nóg með
það. Sá áhugi takmarkast við
annað tveggja að verðlaunahafínn
sé samlandi fjölmiðilsins eða að
úthlutunin fari fram í landi hans.
Ég efast með öðrum orðum um að
mikil umíjöllun hefði orðið um
verðlaunabók Tómasar Tranströ-
mers í íslenskum fjölmiðlum, ef
hann hefði tekið við verðlaununum
einhvers staðar annars staðar.
Verðlaunahafar
Vel hefur hins vegar tekist til
um val verðlaunahafanna. Reynsla
mín af setu í úthlutunarnefndinni
er sú, að nefndarmenn hafi ekki
verið að ota fram bókum sinna
eigin þjóða fyrst og fremst. Þeir
hafa þvert á móti metið bækurnar
af sanngirni og skilningi. Þeir hafa
þvert á móti metið bækurnar af
sanngirni og skilningi. Hitt er svo
annað mál, að valið er takmarkað
við tilnefningar fulltrúa einstakra
þjóða, og stundum má með gildum
rökum deila um val þeirra. Bók,
sem ekki er tilnefnd, kemur auðvit-
að ekki til greina. Þá ber einnig
að geta þess að tilnefndar bækur
geta verið mismunandi að gæðum
frá ári til árs. Eitt árið eru ef til
vill margar góðar bækur, en annað
árið færri. Það táknar að bók sem
fær verðlaun eitt árið í samkeppni
við tilnefndar bækur þess árs,
hefði kannski ekki staðið sig eins
vel í samkeppninni næsta ár. Það
breytir því samt ekki, að alltaf
hefur verið fundin bók sem hefur
þótt fyllilega verðlaunahæf.
Svo hafa verðlaunin mismunandi
mikil áhrif, eftir því hver fær þau.
Þegar Kjartan Flogstad fékk verð-
launin, var hafm að heita mátti
óþekktur með öllu utan heimalands
síns. Verðlaunin gerbreyttu stöðu
hans. Á svipstundu var hann talinn
í röð fremstu skáldsagnahöfunda
Norðurlanda, og hefur staðið fylli-
lega undir þeirri vegtyllu. Hins
vegar breytti það engu, þegar Ivar
Lo Johansson fékk þessi verðlaun.
Hann var svo þekktur fyrir, að
verðlaunin voru í raun engin sér-
stök viðurkenning. Aftur á móti
hafa verðlaunin ýtt mjög undir
þýðingar á bókum Thors Vilhjálms-
sonar, svo að dæmi sé tekið af
íslenskum höfundi.
Staða íslenskra bóka
Fyrir nokkrum árum komu
íslenskir þingmenn á framfæri
þeirri tillögu að íslenskar bækur
mætti leggja fram á íslensku.
Þetta var skiljanleg ósk, reist á
þeirri staðreynd að íslenskar bækur
standa höllum fæti vegna nauð-
synjar á þýðingum, en jafnframt
óraunsæ og að sumu leyti byggð
á misskilningi. íslenskar bækur
eru lagðar fram á íslensku ásamt
þýðingu, en ekki bara í þýðingu.
Og þegar ég sat í úthlutunarnefnd-
inni, var um helmingur hennar
læs á íslensku. Óraunsæ er slík
tillaga vegna þess, að þá eiga
aðrar þjóðir rétt á hinu sama. Og
þá gætu einungis setið í nefndinni
menn sem kunna öll átta tungumál-
in sem töluð eru á Norðurlöndum.
Hætt er við að þá reyndist erfitt
að manna nefndina, og ekki víst
að slíkir garpar væru allir miklir
bókmenntamenn. Hitt er jafnsatt,
að við stöndum verr að vígi en
Skandínavar, en ekki verr að vígi
en Finnar eða Færeyingar. Fá-
mennt málsamfélag stendur jafnan
verr að vígi í samkeppni við annað
stærra. Sem smáþjóð eigum við 5
vök að veijast í samskiptum við
stærri þjóðir á öllum sviðum. Við
þeirri staðreynd getum við brugðist
á þann hátt einan að eipsetja
okkur að standa okkur samt í þeirri
samkeppni.
Höfundur er ritböfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.