Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 15

Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 15 Formrannsóknir Myndlist Bragi Ásgeirsson Listhúsið einn einn á Skóla- vörðustíg 4a kynnir fram til 15. marz sýnishorn af pappírssamfell- um Jóhanns Eyfells, auk nokkurra skúlptúra og lágmynda. Kjarninn í list Jóhanns Eyfells er vafalítið glíman við sívirkar einingar, eins og hlutirnir koma fram í náttúrunni. í einn stað eru rúmtaksmyndir hans líkastar vörðum, eða eru eins konar tákn viðkomustaða í tíma og rými. Lífrænt kennileiti á veg- ferð mannsins. Þær líkjast iðulega storknaðri fyrirferð hraunsins og hefur sá þáttur orðið meira áber- andi á síðari tímum sbr. litlu vörð- urnar á sýningunni, sem eru úr bræddum málmi, en áður hjó hann þær til og mótaði með eigin hönd- um í hraunhellur, steypti og felldi saman. Lágmyndir hans eru líkastar byggingu jarðskorpunnar (strúktúr) svo og lausari fyrirbær- um og minnist ég þess er ég sá hvernig náttúran fer að því að móta og forma byggingu sína á sýningunni Undrin, „fenomena", í Zurich um árið. En á þeirri sýn- ingu gat að líta tilorðningu og ferli ótal fyrirbæra jarðar, sem maður annars hafði einungis lesið sér til og séð tilbúin. Pappírssamfellurnar, sem verða til við þrýsting: „Samloka er þvinguð undir verulegt farg og stöðugt álag aðdráttarafls í tíma- bil sem varir í nokkrar vikur. Samlokan er í þrem lögum. í miðju er örk af mynd-gleypnum pappír. Hann liggur á votu jarð- rænu „bæli“ eða leðju. Ofan á pappírinn kemur síðan „stimpill", sem er skapaður á listræna vísu, úr margvíslegum málmum og málmblöndum." Þannig fást áhrif sem minna ekki svo lítið á blettinn sem við sjáum er við veltum við steini úti í náttúrunni og hefur verið manninum undrunarefni frá ómunatíð og er enn. í sjálfu sér er þetta það sem við nefnum „natúralisma" út í fingurgóma, Jóhann Eyfells eða ein tegund hans, en hugsun slíkra hefur ekki einungis verið að endurgera náttúruna í hennar- raunverulegu mynd, heldur og einnig að skjalfesta núið á meðan athöfnin átti sér stað og myndin varð til á milli handa listamanns- ins. Það eru þannig til ýmsar hliðar á náttúrustefnunni og það er mögulegt að búa til hinar flókn- ustu kenningar í kringum sköpun- arferlið hvetju sinni. Á stundum óvæntar og þess eðlis að vekja skoðandann til vitundar utn hvað á bak við hugsun gerandans ligg- ur. Jóhann Eyfells hefur lengi verið vel metinn listamaður meðal þeirra er fylgdust með athöfnum hans á meðan hann dvaldist hér og starfaði hluta úr sjöunda ára- tugnum. Hann hélt þá eina stóra listsýningu í Listmannaskálanum gamla sem góða athygli vakti meðal listamanna og hann var _að auk virkur í sýningarnefnd FÍM og sem kennari í myndmótun við MHÍ. Liststefnurnar List í landslagi (Land Art) og Naumhyggja (Mini- mal Art) ásamt fyrirbærinu „Tími og rými“ hafa og gert það að verkum að ungir hafa beint sjón- um sínum að þessum listamanni í auknutn mæli. í raun og veru hafa öll fyrirbær- in verið þekkt í athöfnum manns- ins um þúsundir ára, en það rýrir engan veginn gildi listastefnanna. Hér er Jóhann Eyfells frumleg- ur og upprunalegur listamaður, sem verður er allrar athygli svo sem þessi ánægjulega sýning verka hans gefur til kynna. Grindavík; Listi Sjálf- stæðismanna lagður fram Grindavík. SJÁLFSTÆÐISMENN í Grindavík samþykktu einróma frainboðslista á almennum fé- lagsfundi um helgina. Listinn er mikið breyttur frá því síðast var kosið og annar af tveimur bæjar- fulltrúum sjálfstæðismanna gefúr ekki kost á sér áfram. Guðmundur Kristjánsson gefur ekki kost á sér áfram en hann hefur verið bæjarfulltrúi síðastliðin tvö kjörtímabil. Eðvarð Júlíusson skipat' fyrsta sætið sem áður en aðrir á listanum eru: 2. Margrét Gunnarsdóttir, 3. Birna Óladóttir, 4.Ólafur Guðbjartsson, 5. Jón Guð- mundsson, 6. Pálmi Ingólfsson, 7. Jóhannes Karlsson, 8. Guðmundur Einarsson, 9. Jónína ívarsdóttir 10. Gísli Þorláksson 11. Guðbjörg Eyjólfsdóttir 12. Guðmundur Guð- .mundsson 13, Sigrún Sigurðardótt- ir og 14. Guðmundur Kristjánsson. Stemningar til- finningaTífsins Myndlist Bragi Ásgeirsson Sýningar í Listamannahúsinu, þar sem áður var Hafnargallerí við Hafnarstræti, hafa um langt skeið legið niðri, og hélt ég sann- ast sagna að upphaf þess hefðu einnig markað endalokin. En nú kveður sér þar hljóðs kornung listspíra, Birgitta Jónsdóttir að nafni, með 36 myndum af ýmsri gerð, en þó að meginhluta til þurrpastel. Birgitta hefur sinnt skáldskap og myndlist jöfnum höndum undanfarin ár og hefur haldið tvæi' sýningar áður, hina fyrri í Jónshúsi í Kaupmannahöfn en hina síðari í íslendingahúsinu í Osló, báðar á sl. ári. Almenna bókafélagið hefur gefið út eina ljóðabók eftir hana, „Frostdingla“, sem út kom í október sl. Birgitta er sjálf- menntuð í myndlistinni og bera myndii’ hennar augljósan keim af því. Myndheimur hennar er í ríkum mæli unggæðislegur og sjálf- sprottinn og kann það að vera styrkur hennar, einnig bera þær keim af ýmsum hugmyndum ungs fólks á síðustu tímum, tengdum undirvitundinni og ýms- um kunnuglegum táknum. Þetta eru vissulega hugmyndir og skynjanir ýmiss konar, en þó tengjast þær vissri tjáningu lita- tákna, sem eru kunn úr litafræð- inni og trúarbrögðum. Hún upp. Birgitta Jónsdóttir götvar þannig lit sem tákn en ekki endilega lit í sjálfu sér eða sjálfstæðan heim í samspili og samræmi, sem kallar á annan, andstæðu sína eða hjálit. Það er skáldlegur tónn yfir þessari sýningu, en hér er enn um ómótaða sál að ræða, sem hefur af ríku tilfinningalífi og tjáþörf að ausa. Hugmyndaflug er gott að hafa, en er tjæpast nægilegt veganesti, en best kemst Birgitta sennilega frá mynd og máli í myndinni „Fros- tengill“, en henni fylgja þessar ljóðlínur: „Undir storknaðri jarð- skorpu / liggur hraundvergur / og fylgist vökull / með ... Hér kenni ég nævska kennd, sem höfðar til mín fyrir mark- vissari útfærslu myndrænna at- riða en annað á sýningunni. 20% VERÐLÆKKUN VEGNA HAGSTÆÐRA MAGNINNKAUPA Skerar, tennur og undirvagnshlutir í CATERPILLAR, einnig í flestar aðrar gerðir og tegundir vinnuvéla. T.D.: JCB <• KOMATSU <• JOHN DEERE <• INTERNATIONAL HARVESTER FIATALLIS <• BANTAM <• CASE ♦ O&K « LIEBHERR <• HITACHI <• POCLAIN ■ FIMMTVDAGSKVÖLDIÐ 15. mars verður svokallað listakvöld SALI á vegum nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands, Leiklist- arskóla íslands, Tónlistarskóla Is- lands og Söngskóla Reykjavíkur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. Á listakvöidum kynna nemendur skólanna hluta af þeim verkefnum sem þeir eru að vinna að þá stundina og gefst borg- urum tækifæri til að beija þau aug- um. Markmið SALÍ er að stuðla að samvinnu listaskólanema og kynna þá útávið. Dagskráin stendur yfir í um klukkutíma og verður kaffiterían opnuð strax á eftir. Byijað verður klukkan 20.30 og eru allir velkomnir. ■ BÆJARINS bestu samlokur eru 2ja ára um þessar mundir. í frétt- atilkynningu segir meðal annars að boðið sé uppá veisluþjónustu þar sem á boðstólum verði smurt brauð og margar tegundir af brauðtertum. 15% afsláttur verður veittur af veisluþjónustunni til 1. maí. Þá verð- ur frítt kaffi út marsmánuð. Auglýsið ókeypis í auglýsingablaðinu NOTAD & NÝTT, semkemur út á hverjum miðvikudegi. Sími 625-444. Pósthólf 8925. HEKLAHF Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík, Sími 695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.