Morgunblaðið - 14.03.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
17
Enn sígur á ógæfuhliðina
í fi árinálastj órn Kópavogs
eftir Sigurð
Helgason
Bráðabirgðauppgjör á reikning-
um Kópavogs fyrir árið 1989 hefur
verið lagt fram, en það sýnir að
alvarlegt framhald er á skuldasöfn-
un Kópavogs. Samkvæmt þessu
uppgjöri eru nettóskuldir bæjarins
komnar í 684.809 þús. og hafa
aukist um 235.889 þús eða 52,5%
milli ára. Rekstrartekjur voru árið
1989 samtals 1.264.014 þú§. kr.
og höfðu því aukist um 30% og
eru heildarskuldir eftir þessu upp-
gjöri 1.286.884 þús. kr.
Nettóskuld sem hlutfall af
tekjum er 54%
Þau sveitarfélög, sem fara yfir
50% af nettóskuld sem hjutfall af
heildartekjum, eru ekki talin af fé-
lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, standa í stykkinu. Ástæð-
ur eru margvíslegar en þar kemur
fyrst til að slík fjármálastjórnun
sýnir lítilsvirðingu gagnvart íbúum
hyggðarlagsins og þá ekki síst,
þegar kosningar eru framundan.
Reynt er að sýna meiri framkvæmd-
ir en eðlilegt megi teljast og því
ber að setja löggjöf, sem bannar
slíka fjármálastjórn og liggi vænt-
anlega viðurlög við, ef út af er
brugðið. Síðar í grein þessari verður
sýnt fram á að fjárhagsstaða bæjar-
ins er enn verri.
Góðar tekjur í Kópavogi
Nokkur sveitarfélög eiga við
mikinn fjárhagsvanda að glíma. En
þeim er mörgum vorkunn, þar sem
atvinnulífið hefur hrunið vegna
gjaldþrota aðalfyrirtækja staðarins
og er hér einkum um rekstur frysti-
húsa og útgerðarfyrirtæki að ræða.
Rekstrartekjur,
milljónir
aður hafi vaxið óeðlilega og því
beri að taka hann til rækilegrar
endurskoðunar. Þetta getur stund-
um verið erfitt, en öll stjórnun
kallar á vissar aðhaldsaðgerðir, ef
í ljós kemur að endar ná ekki
saman í rekstri.
Hin síðari ár og þá ekki síst
fyrir tilkomu hinna nýju verðbréfa-
markaða hefur komið í ljós að
auðvelt er að fá lánsfé og þá ekki
síst, ef viðkomandi sveitarfélög
sætta sig við þau lánskjör sem bjóð-
ast.
Afkoman sýnd betri
Nettóskuldir Kópavogsbæjar
voru í árslok 1986 röskar 130 millj-
ónir eða nettóskuld 24% sem hlut-
fall af heildartekjum. En síðan
hefur átt sér stað mikið fall niður
á við og ekkert bólar á úrræðum
til bóta. Það sem þó er alvarlegast
er að forsvarsmenn bæjarins eru
eins og úr öðrum heimi, þegar mál
þessi ber á góma.
Hefðu þeir kannast við mistökin
og lofað bót og betrun, þá var það
í raun eina leiðin til þess að öðlast
traust kjósenda að nýju. En þess í
stað er reynt að fegra ástandið
leynt og ljóst, en eins og allir
þekkja þá vill styttast biiið í beinar
blekkingar. Tökum nokkur dæmi
úr nefndu bráðabirgðauppgjöri.
Langtímalán eru röskar 930
milljónir og afföll á árinu vegna
þeirra eru röskar 48 milljónir. En
nú eru langtímaskuldir taldar að-
eins röskar 882 milljónir og afföllin
dregin frá eða færð til eignar. Á
þann hátt eru skuldir rangleg^tald-
ar lægri. Rök munu eiga að vera
þau, að afskrifa eigi þessi afföll á
nokkrum árum. Þá hafa verið færð-
ar á biðreikning 40 milljónir vegna
Kópavogur
Önnur sveitarfélög
Ár
Rekstrartekjur* hjá Kópavogsbæ borið saman við önnur sveitarfélög**.
* Rekstrartekjur: sameiginlegar tekjur samkvæmt rekstrarreikningi
** Önnursveitarfélög: meðaltal fyrir önnur sveitarfélög á Islandi.
sem hafa fleiri en 2500 íbúa (1988, n=89.151)
Þá kemur og oft í Ijós að sveitarfé-
lögin hafa gengið í ábyrgðir fyrir
þessa aðila og síðan komið að gjald-
dögum. Þá er það oft algengt að
íbúar í viðkomandi byggðarlagi
hafa ekki fengið greidd laun um
lengri tlma og því eru vanskil
mikil, sem bitnar síðan á sveitarfé-
laginu. Vandamálin vaxa og verða
nærri óviðráðanleg og því sýna
flestir þessum sveitarfélögum bæði
samúð og skilning. Hjá okkur í
Kópavogi horfir málið allt öðruvísi
við, því að hér vaxa tekjur ineir en
í öðrum svéitarfélögum og við ætt-
um að sýna góða afkomu sbr. hjá-
lagt línurit.
Rétt er að gera sér grein fyrir
af hveiju á að taka hart á slíkri
fjármálastjórn. Það er ljóst að sér-
hvert sveitarfélag verður að sníða
sér stakk eftir vexti og gera fyrst
og fremst kröfur til sjálfs sín, ef
lítið fé er til framkvæmda, sem
ber oftast vott um að rekstrarkostn-
Sigurður Helgason
„Ljóst er að þegar grip-
ið er til slíkra ráða til
þess að fegra afkomu
bæjarins, þá er voðinn
vís og endar aðeins
með því að bæjarfélagið
verður sett á gjörgæsiu
hjá Jóhönnu félags-
málaráðherra.“
Ljóst er að þegar gripið er til
slíkra ráða til þess að fegra afkomu
bæjarins, þá er voðinn vís og endar
aðeins með því að bæjarfélagið
verður sett á gjörgæslu hjá Jóhönnu
félagsmálaráðherra, sem hún hefur
boðað að verði gert við sveitarfélög,
sem ekki geta stjórnað sínum fjár-
málum.
Taka þarf út fjármálastöðu
Kópavogs
Það er ljósst að mikið er í húfi
að forða bæjarfélagi okkar frá
þeirri hneisu sem fyrirsjáanleg er
undir áframhaldandi stjórn þeirra á
fjármálum bæjarins næsta
kjörtímabil. En það undrar kannski
engan miðað við þessar aðstæður
að núverandi meirihluti skirrist við
að leggja fram endanlega reikninga
fyrr en að kosningum liðnum. En
þetta lánleysi verður að stöðva, að
öðrum kosti kemur það harðast
niður á bæjarbúum sjálfum og virð-
ing Kópavogs er í húfi. Það er ljóst
að aðeins með sameiginlegu átaki
allra Kópavogsbúa munum við geta
unnið okkur út úr þessum ógöngum
á skömmum tíma. En fyrst verður
að eiga sér stað raunhæf og sönn
úttekt á fjármálum bæjarins, þar
sem allt pukur er úr sögunni. Slík
ítarleg fjármálaúttekt er forsenda
þess að hægt verði að koma bæjar-
félaginu á réttan kjöl að nýju.
Höfundur er viðskipta- og
lögfræðingur.
útistandaridi útsvara og aðstöðu-
gjalda, en í þessum tilvikum mun
vera ljóst að viðkomandi sé gjald-
þrota. En síðan er þessi biðreikning-
ur færður til eignar á móti skuldum
og á þann hátt er nettóskuld gerð
minni. Kunnugir telja að enn vanti
tugi milljóna á skuldir viðskipta-
manna.
Vitað er að Kópavogsbær færir
ekki á rekstur bæjarins verðbætur
á skuldabréfum, heldur bætir þess-
um fjárhæðum við höfuðstólinn.
Þetta fyrirkomulag er andstætt
fyrirmælum Sambands íslenskra
sveitarfélaga um færslu bókhalds
sveitarfélaga, en er hér gert til
þess að sýna betri rekstur en er í
raun. Þeir hafa meira að segja birt
opinberlega niðurstöður um útgjöld
bæjarins, sem byggist á þessum
útreikningum.
Heildarskuldir eru því 1.365.297
þús. og nettóskuld rösk 60% sem
hlutfall af tekjum.
HEMLAUÓS í AFTLRGLUGGA
ÖRYGGISBLINAÐUR SEM BORGAR SIG
Auóveld og fljótleg isetning. — Festingar og leióslur fylgja meó.
SAE, DOT og E viðurkenningar. — Passar í flestar tegundir bifreióa.
Tryggöu öryggi þitt fyrir þeim, sem á eftir kemur
— kauptu þér gluggahemlaljós!
Eæst á bensínstöóvum Skeljungs.
Mjög hagstætt veró.