Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 19

Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 19 Arnar Jóhannsson, vélstjóri á Stafhesi KE. Andrés Guðmundsson, skipstjóri á Þuríði Halldórsdóttur GK. þekki þetta ékki þaðan. Ég held að þessar tölur hljóti að vera komnir annars staðar að en frá sjómönn- um,“ sagði Guðmundur Gils. „Mestu hlýtur þó að vera fleygt á botnvörpuskipum, eins og gefur að skilja. Á þeim veiðum ræður maður minnst hvað kemur í veiðar- færin og alls kyns drasl slæðist með. En ég held að það sé fjarri lagi að nokkru sem nemur sé hent á línu-, neta- og snurvoðarbátum.“ „Menn sem hafa verið á togurum og eru nú hættir vilja margir meina að miklum aiía sé hent, kannski ekkert í námunda við þessar tölur, en töluverðu magni þó,“ sagði Arnar. „Það er oft á mörkunum að hluti af afla okkar komist í pakkn- ingar en það hefur aidrei neinu verið fleygt af þeim sökum.“ Bolungarvík: Jarðboranir eftir sjó fyr- ir vinnslu loðnuhrogna Bolungarvík. FYRSTU loðnuhrognin á þessari vertíð voru unnin úr 600 lesta farmi sem loðnuskipið Júpíter kom með hingað til Bolungarvík- ur í síðustu viku og fengust alls um 15 lestir af hrognum úr þeim afla. A vegum íshúsfélags Bolung- aiTÍkur hefur undanfarnar vikur verið unnið að jarðborun eftir sjó til að nota við hrognavinnsluna. Loðnuhrogn hafa verið unnin hér á Bolungarvík á hverri vertíð mörg undanfarin ár, en til að fullnægja hreinlætiskröfum við vinnsluna hefur þurft að leggja leiðslu í sjó fram allt að 200 metra út fyrir fjöruborð til að tryggja að nógu hreinn sjór fáist. Þessi aðferð er kostnaðarsöm og sérstaklega hefur hún þann galla að lítið má út af bera til dæmis með veður til að raska vinnsluöryggi. Elías Jónatansson, verkfræðing- ur hjá íshúsfélagi Bolungarvíkur, hefur haft umsjón með þessari borun. Hann sagði að fyrirtækið ísbor hf. hafi verið fengið til þess að annast þessa borun og hafi þeir komið hingað með mjög fullkominn bor í byijun febrúar en fyrirtæki þetta hefur einkum verið í verkefn- um fyrir laxeldisfyrirtæki og hita- veitur í landinu. Elías sagði að fyrst hefði verið gerð tilraun að bora niður í sjávarkambinn rétt við hús íshúsfélagsins. Þar_ hafi verið borað niður í 75 metra. Árangurinn úr þeirri holu var blandaður sjór, líklega/a vatn og Vs sjór. Elías sagði að það hefði komið þeim nokkuð á óvart hversu móhell- an, sem er þarna á 5-15 metra dýpi, er þétt og hleypir illa í gegnum sig, auk þess'virðist sem klöppin undir móhellunni sé of lítið sprung- in til að hleypa nægilegum sjó í gegnum sig. Næst voru boraðar tvær holur í hafnargarðinum þar Loðnulirogn unnin á Bolung- arvík. sem loðnulöndunin fer jafnan fram. Önnur þessara hola er 20-25 metr- ar á dýpt, hin er um 12 metra djúp. Báðar þessar holur gáfu góð- an árangur og sinna þörfinni fyrir þann sjó sem nota þarf við hrogna- vinnsluna við skipshlið um leið og löndun fer fram. Þá var boruð 31,5 metra djúp hola til öflunar fersks vatns. Borað var við hliðina á holu sem boruð var 1966 en var orðin stífluð og því óvirk. Nýja holan virðist gefa um 8 sekúndulítra af mjög hreinu vatni. íshúsfélagið fær nær eingöngu vatn úr borholum og þessi nýja hola tryggir til muna fersksvatnsöflun fyrir vinnsluna. Elías Jónatansson sagði að fyrir- tækið ísbor hefði skiláð verki sínu vel, þrátt fyrir erfitt tíðarfar meðan á þessari vinnu stóð og jafnframt má geta þess að nokkuð blint var gengið til verks þar sem lítil sem engin forkönpun hefði átt sér stað. Auk þessara framkvæmda var gerður einskonar brunnur í fjöru- borðið hér utanvert við byggðina. I þennan brunn safnast hreinn sjór sem síðan er dælt á vinnslustað Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Undanfarnar vikur hefúr verið borað eftir sjó fyrir hrogna- vinnslu á Bolungarvík. hrognanna. Elías sagði að þessar framkvæmdir bættu mjög alla að- stöðu til hrognavinnslu og það er þýðingarmikið þar sem hér er á ferðinni verðmæt og vandmeðfarin afurð sem einungis er hægt að vinna í skamman tima, ár hvert og því mikilvægt að tryggja sem best vinnsluöryggið. Frá því í nóvember hefur loðnu- skipið Júpíter aflað um 21.000 lesta af 28.000 lesta kvóta og hefur skipið landað hér í Bolungarvík um 14.000 lestum af þeim afla. Eins og kunnugt er keypti Einar Guðfinnson hf., ásamt. Lárusi Grímssyni skipstjóra, meirihluta í skipinu á síðasta ári og hefur skip- ið séð loðnubræðslunni hér á staðn- um fyrir hráefni í vetur. - Gunnar MOSFELISBÆR KÓPAVOGUR Sólheimakot GARÐABÆR FossvaUaá l.ækjarboinar HAFNARFJÖRÐUR * Tvístcinar \ X^Sandfcll fÞar af afréttur Seltjarnarhrepps hins forna (Reykjavík s70% Húsfellsbruni Kópavogur 15% Garðabær 15%\^ KONUNGSLAND skv. larðabók (gögnum) Árna Magnússonar og Páls Vídalíns • BorS /410 / brm. Hafravatn /stsluiiufa Selrain Hllidavatn V Sdfjall Heiðmörk SaudskeiÚ Mfiísfetl J/ Hdkullui 10 krr Skiptar skoðanir eru um mörk Garðabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness, Reykjavíkur, Mosfellssveitar og Árnessýslu. Brotnu línurnar sýna hugmyndir borgaryfírvalda í Reykjavík um mörk afréttarins og sýslumörk Árnessýslu. og haldið er fram í jarðabók Árna Magnússonar. „Þá eiga menn eftir að átta sig á hversu langt upp í Bláfjöll Vatns- endalandið nær og aðrar þær jarð- ir, sem eiga land næst afréttinum, eins og til dæmis Elliðavatn," sagði Hjörleifur. „Því hefur stundum verið haldið fram að jarðirnar nái að sýslumörkum, en ég held að það sé ljóst að svo er ekki. Af þessu má sjá að þetta þarf að kanna vel og vandlega, enda eru deilur um landamerki það sem Is- lendingar hafa haft mest gaman af á undanförnum öldum.“ Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Stöu) VtBRATORAR steinsteypu. Léttir meðfærilegir vióhaldslitlir. AvalU fyrtriiggjsndi. Þ.ÞORGRlMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.