Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
25
ingarhættu og hann snertir spurn-
ingarnar: Hvað á að gera við kjarn-
orkuúrganginn? og Hvernig er geng-
ið um fiskimiðin?"
Um 60 manns tóku þátt í flutn-
ingi þessa áhugaverða verks og
hljóta heilar þakkir. _ „ . .
Söngleikurinn Líf og frið-
ur fluttur í Olafsvíkurkirkiu
Ólafsvík.
SÖNGLEIKURINN Líf og friður var fluttur í Ólafsvíkurkirkju á æsku-
lýðsdaginn við húsfylli og mikla ánægju kirkjugesta. Flytjendur voru
Barnakór Grunnskóla Ólafsvíkur undir stjórn Völu Gísladóttur og kór
Ólafsvíkurkirkju undir stjórn Elíasar Davíðssonar sem sá um heildar-
stjórnun tónlistar. Leikendur voru nemendur Grunnskóla Ólafsvíkur
ásamt fleirum og fjórir ungir liljóðfæraleikarar er léku á harmoniku,
trompet og þverflautu. Leikstjóri var sóknarpresturinn sr. Friðrik J.
Hjartar og Sigurlaug Jóhannsdóttir sá um búninga en þeir voru frá
Leikfélagi Bolungarvíkur.
Söngleikurinn Líf og friður er eft-
ir Per Harling og Lars Collmar í
þýðingu Jóns Ragnarssonar og í
íslenskri trúsetningu Þórunnar
Bjömsdóttur. Efni söngleiksins er
fengið úr Biblíunni þannig að Örkin
hans Nóa er leiksviðið og hin ýmsu
dýr leggja til textann sem er mjög
vekjandi til umhugsunar um þá ógn
sem steðjar að umhverfi mannsins,
mest fyrir atbeina hans sjálfs. Sr.
Friðrik J. Hjartar segir meðal annars
í ávarpi í leikskrá: „Söngleikurinn
hefur skírskotun til olíumengunar-
slyssins á dögunum svo og skógar-
eldanna. Hann höfðar einnig til
þeirra dýra og fugla sem eru í útrým-
Morgunblaðið/Björn Guðmundsson
Örkin hans Nóa er leiksviðið í Ólafsvíkurkirkju en þar flutti Grunnskóli Ólafsvíkur söngleikinn Líf og
friður.
Fjárhagsvandi fóðurstöðvanna:
Getur komið niður á gotinu í vor
- segir Reynir Barðdal formaður Samtaka fóðurstöðva
STJÓRNENDUR fóðurstöðva loðdýraræktarinnar telja sig hafa fengið
vilyrði fyrir aðstoð Byggðastofnunar við fóðurstöðvarnar við afgreiðslu
laganna um skuldbrcytingu hjá loðdýrabændum sem samþykkt voru
fyrir lok síðasta árs. Forstjóri Byggðastofhunar segir að Byggðastofh-
un hafí ekki peninga til að styrkja fóðurstöðvarnar.
Reynir Barðdal á Sauðárkróki,
formaður Samtaka fóðurstöðva,
sagði við Morgunblaðið í gær að
staða fóðurstöðvanna væri slæm.
Ekkert hefði verið ofsagt þegar fjall-
að var um fjárhagsvanda þeirra í
utandagskrárumræðu á Alþingi í
fyrradag. Loðdýrabændur gætu ekki
greitt fyrir fóðrið, meðal annars
vegna þess að þeir fengju ekki
afurðalán. Fóðurstöðvarnar gætu
ekki keypt hráefni eða greitt raf-
magn eða aðra kostnaðarliði og
reksturinn stöðvaðist næstu daga ef
ekkert breyttist. Hann taldi að ýmis
efni vantaði í fóðrið sem nú væri
framleitt í stöðvunum og gefið dýr-
unum á pörunartímanum. Búast
mætti við að það kæmi niður á rekstri
búanna í vor vegna lélegra gots en
annars hefði orðið.
Reynir sagði að loðdýrabændur
hefðu treyst á og talið sig hafa vil-
yrði fyrir stuðningi Byggðastofnunar
við fóðurstöðvarnar. Meðal annars
hefði slíkt komið fram í nefndaráliti
landbúnaðarnefndar efri deildar við
afgreiðslu skuldbreytingalaganna
fyrir áramót. Byggðastofnun hefði
hins vegar vísað þessu frá.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, sagði að stofnunin
hefði enga peninga til að bjarga fóð-
urstöðvunum. Fjórar þeirra eiga í
mestum erfiðieikunum, stöðvarnar á
Sauðárkróki, Dalvík, Egilsstöðum og
Selfossi. Aðrir framleiddu einnig loð-
dýrafóður en ættu ekki í sömu erfið-
leikum. Hann sagði að misskilningur
hefði orðið á milli sín og landbúnað-
arnefndar efri deildar Alþingis og
sagðist hann hafa leiðrétt hann bréf-
lega strax daginn eftir, enda væri
ekki hægt að afhenda Byggðastofn-
un fóðurstöðvarnar með nefndaráliti
í þinginu. Byggðastofnun væri aftur
á móti tilbúin til að veita loðdýra-
bændum sömu aðstoð við skuldaskil
og Stofnlánadeild landbúnaðarins
veitti. Stofnlánadeildinni hefur verið
heimilað að fella niður allt að 40%
höfuðstóls veðskulda lóðdýrabænda
og fóðurstöðva.
Guðmundur staðfesti það að at-
hugun Byggðastofnunar á fóður-
stöðvunum sýndi að þær væru í
greiðsluþroti. Þar dygðu engii/ lán
því veð væru ekki til en Byggðastofn-
un hefði enga styrktarpeninga til að
leggja í þessi fyrirtæki.
Guðmundur sagði að samdráttur
í loðdýraræktinni hefði kippt rekstr-
argrundvellinum undan fóðurstöðv-
unum. Sú mikla fjárfesting sem í
þeim væri bundin nýttist enn verr
en áður. Reynir Barðdal sagði að
fóðurstöðvar hefðu verið byggðar
upp þegar loðdýraræktin var að
byggjast upp og miðað við þær for-
sendur sem þá voru. Dýnistu stöðv-
amar, eins og til dæmis Melrakki á
Sauðárkróki, skulduðu mikið en þær
ættu líka miklar eignir. Miðað við
stöðu greinarinnar nú gætu menn
sagt að ekki hefði átt að byggja
svona upp, en alltaf væri hægt að
koma eftirá og segja slíkt.
Jón G. Guðbjörnsson og Magnús
B. Jónsson, sem vinna að skuld-
breytingu hjá loðdýrabændum, hafa
skrifað Byggðastofnun bréf þar sem
þeir segja frá vinnu við skuldbreyt-
inguna og vekja athygli á því að þar
sé tii lítils baríst ef ekki tekst að
tryggja rekstur fóðurstöðvanna jafn-
hliða. í bréfinu segja þeir að í þeirri
umræðu sem fór fram um setningu
skuldbreytingarlaganna hafí verið
gert ráð fyrir að Byggðastofnun
tæki að sér að treysta rekstrargrund-
völl fóðurstöðvanna og út frá því
hafi verið gengið í vinnunni á vegum
Framleiðnisjóðs. Telja þeir brýnt að
þær aðgerðir séu samstiga skuld-
breytingu lausaskulda bænda. Jón
Guðbjörnsson sagði við Morgunblað-
ið að óvissan með fóðuröflunina gerði
það að verkum að bændur ættu er-
fitt með að taka ákvarðanir um
áframhaldandi búrekstur.
Jón sagði að það gæti hjálpað
mikið til ef Byggðastofnun keypti
af fóðurstöðvunum þau skuldabréf
sem þær fengju vegna breytinga á
lausaskuldum bænda í föst lán.
Öðruvísi gagnaðist fóðurstöðvunum
ekki þessi skuldbreyting. Taldi hann
ekki öruggt að sú aðstoð dygði, en
hún hjálpaði verulega til. Forstjóri
Byggðastofnunar sagðist eiga bágt
með að sjá að stofnunin gæti keypt
þessi bréf. „Á hún að taka til þess
erlend lán á allt öðrum kjörum? Það
er ekki hægt að leggja allt á Byggða-
stofnun,“ sagði hann.
Skuldbreyting lausaskulda loðdýrabænda:
*
IsaQörður:
Sólrisuhátíð
NÚ stendur sem hæst sólrisu-
hátíð á vegum nemendafélags
Menntaskólans á Ísafírði. Að
sögn Eiríks Sverris Björnsson-
ar menningarvita MI hefur
hátíðin, sem hófst á sunnudag,
farið vel af stað, þrátt fyrir
að aðsókn hafi verið köflótt.
Hátíðin hófst með listamanna-
kvöldi. Eiríkur sagði að svo
óheppilega hefði hist á að kvik-
myndasýning var einnig á dag-
skrá hátíðarinnar sama kvöld,
svo aðsókn að listamannakvöld-
inu varð minni en vonast hafði
verið til.
Á sólrisuhátíð starfrækir nem-
endafélag MÍ útvarpsstöð er ber
nafnið Ml-flugan. Seldir eru aug-
lýsingatímar í útsendingum
stöðvarinnar, og eru tekjur af
þeim þáttur í að láta enda ná
saman vegna kostnaðar við há-
tíðina. „Við erum bjartsýn á að
það gangi upp, í það minnsta
erum við enn réttum megin við
núllið," sagði Eiríkur að lokum.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
13. mars.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 84,00 82,00 83,00 41,605 3.453.248
Þorskur(ósf) 95,00 68,00 75,31 20,405 1.536.675
Ýsa 120,00 94,00 109,02 10,735 1.170.351
Ýsa(ósl.) 119,00 60,00 101,69 1,675 62.389
Karfi 48,00 40,00 45,82 3,388 155.220
Ufsi 39,00 39,00 39,00. 2,811 109.612
Steinbítur 50,00 44,00 46,22 3,388 156.586
Steinbítur(ósf) 50,00 43,00 48,99 2,560 125.420
Langa 56,00 56,00 56,00 0,258 14.416
Koli 61,00 48,00 56,13 0,216 12.123
Keila 38,00 33,00 34,44 2,134 73.502
Keila(ósf) 38,00 25,00 37,25 1,675 62.389
Hrogn 255,00 255,00 255,00 0,367 93.585
Samtals 78,72 92,730 7.299.510
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 81,00 51,00 78,43 17,966 1.408.990
Þorskur(ósf) 77,00 51,00 68,99 26,053 1.797.344
Ýsa . 105,00 89,00 98,18 11,083 1.088.102
Ýsa(ósf) 117,00 59,00 100,10 0,866 86.686
Karfi 38,00 36,00 36,52 13,637 498.051
Ufsi 28,00 25,00 27,31 3,686 100.673
Steinbítur 53,00 45,00 49,21 2,305 113.432
Hlýri+steinb. 53,00 45,00 47,89 10,695
Langa 43,00 43,00 43,00 1,304 56.072
Skarkoli 30,00 30,00 30,00 0,325 9.750
Keila 31,00 31,00 31,00 0,702 21.762
Hrogn 135,00 115,00 131,47 1,469 193.135
Rauðmagi 80,00 65,00 74,65 0,866 64.650
Samtals 66,20 90,039 5.960.340
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 130,00 • 69,00 80,65 91,405 7.372.113
Þorskur(4.n.) 35,00 35,00 35,00 2,500 87.500
Ýsa 131,00 40,00 108,67 12,169 1.322.345
Karfi 51,00 15,00 42,58 0,794 33.812
Ufsi 40,00 15,00 31,64 16,158 511.275
Steinbítur 50,00 15,00 47,30 4,098 193.842
Langa 53,00 45,00 50,36 1,353 68.136
Lúða 355,00 100,00 332,05 0,281 93.305
Skarkoli 60,00 51,00 57,13 0,358 20.454
Keila 37,00 10,00 34,66 4,680 162.224
Rauðmagi 100,00 70,00 91,79 0,179 16.430
Hrognkelsi 6,00 6,00 6,00 0,029 174
Náskata 23,00 23,00 23,00 0,029 667
Hrogn 230,00 230,00 230,00 0,496 114.080
Samtals 73,95 136,461 10.091.101
Heimilt er að veðsetja
100% af matsverði eigna
Yfir helmingnr bænda hættir loðdýrabúskap
MEIRA en helmingur þeirra loðdýrabænda sem óskað hafa eftir skuld-
breytingu hafa skorið niður stofn sinn. Aðrir hafa minnkað verulega
við sig. Um áramót voru 95 af þeim 202 bændum, sem svöruðu bréfi
Framleiðnisjóðs þar sem áhugi á skuklbreytingu var kannaður, enn
með loðdýr og síðan hafa 5-10 hætt. Af þeim rúmlega 200 sem svöruðu
Framleiðnisjóði óskuðu um 180 eftir skuldbreytingu.
Jón G. Guðbjörnsson starfsmaður
Framleiðnisjóðs og Magnús B. Jóns-
son á Hvanneyri hafa að undanförnu
verið að meta fjárhagsstöðu þeirra
bænda sem óskuðu eftir skuldbreyt-
ingu. Jón sagði að þeir væru búnir
að setja saman tillögur að skuld-
breytingu og senda út til þeirra
bænda sem enn eru með loðdýrabú-
skap og væru að vinna að sams kon-
ar tillögum fyrir þá sem eru hættir.
Hann sagði að bændumir leituðu
síðan eftir samningum á þeim grund-
velli við lánardrottna sína og sagðist
hann ekki hafa heyrt annað en að
þeim hefði verið vel tekið. Enn hefðu
þó ekki borist nema fá svör. Fram-
leiðnisjóður framkvæmir síðan skuld-
breytinguna í samræmi við lög sem
samþykkt voru á Alþingi fyrir ára-
mótin.
Skuldbreytingin nær til lausa-
skulda loðdýrabænda, annarra en
afurðalána og skulda sem tryggðar
eru með veði í fasteignum viðkom-
andi. Allt að 60% lausaskuldanna
verður breytt í lán til fimmtán ára
með ríkisábyrgð. Ríkisábyrgðarsjóði
er heimilt að ábyrgjast allt að 300
milljónir kr. í þessu sambandi og
telur Jón Guðbjörnsson að sú fjárhæð
dugi miðað við þær reglur sem settar
hafa verið.
Vandræði hafa verið við undirbún-
ing skuldbreytingarinnar vegna þess
að loðdýrabændur eru almennt það
skuldsettir að þeir hafa ekki getað
lagt fram tryggingar fyrir skuld-
breytingalánunum sanikvæmt al-
mennum reglum Ríkisábyrgðarsjóðs.
Því gaf fjármálaráðherra á dögunum
út sérstaka reglugerð um skuld-
breytingu loðdýrabænda sem hefur
í för með sér að Ríkisábyrgðarsjóður
getur tekið veð í eignum bændanna
allt að matsverði þeirra. Þannig er
hægt að veðsetja 100% eignanna en
hin almenna regla Ríkisábyrgðar-
sjóðs er að veðsetning ríkissjóðs og
þær skuldir sem hvíla á fyrri veðrétt-
um megi ekki fara yfir 75% af mats-
verði eignanna.
Sex eða sjö loðdýrabændur á ríkis-
jörðum hafa óskað eftir því við lanfl-
búnaðarráðuneytið að ríkið kaupi
fasteignir þeirra á jörðunum en þeir
fái að búa þar áfram. Því hefur ver-
ið vel tekið í ráðuneytinu, að sögn
Jóns Höskuldssonar deildarstjóra
lögfræði- og eignasviðs ráðuneytis-
ins, enda væri ráðuneytið skyldugt
að kaupa þessar eignir ef bændurnir
flosnuðu upp af jörðunum. Jón sagði
að loðdýrabændur á ríkisjörðum
fengju sömu afgreiðslu við skuld-
breytingu lausaskulda og aðrir
bændur og þyrftu því að fá leyfi til
að veðsetja ríkisjarðirnar enda væru
eignir þeirra ekki sérgreindar. Jón
sagði að nú væri unnið að mati á
eignum þessarra bænda og ekki end-
anlega ljóst með verðmæti þeirra.
Ljóst er að það skiptir tugum millj-
óna kr. Jón sagði að ríkið greiddi
þessar eignir væntanlega að mestu
með yfirtöku á skuldum sem á þeim
hvíla en sagðist ekki vita hvað þyrfti
mikla peninga tíl að koma þessum
skuldum I skil.
Haukur Halldórsson formaður
Stéttarsambands bænda kvaðst
harma þann drátt sem orðið hefði á
skuldbreytingu loðdýrabænda.
Nauðsynlegt hefði verið að ljúka
henni fyrir 1. mars þannig að bænd-
ur hefðu getað ákeðið hvort þeir
héldu áfram loðdýrabúskap eða ekki
fyrir pörun dýranna sem nú væri
hafin. Við pörun féllu til dæmis
högnaskinnin mjög í verði. Stéttar-
sambandið býður loðdýrabændum
upp á fjármálaaðstoð og hefur lög-
fræðing og löggiltan endurskoðanda
í þjónustu sinni í þeim tilgangi.
Haukur sagði að það hefði verið
gert til að tryggja samræmd vinnu-
brögð við þessi erfiðu mál.