Morgunblaðið - 14.03.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
27
Fjárfestingar erlendra aðila á íslandi;
„Erlent áhættufé í stað-
inn fyrir erlent lánsfé“
Islenzkir ríkisborgarar einir í útgerð og fiskvinnslu
ÞORSTEINN Pálsson og sjö aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Flokks
frjálslyndra hægri manna hafa lagt fram frumvarp til laga um fjárfest-
ingar erlendra aðila á íslandi. Flutningsmenn segja að með frum-
varpinu sé stigið mikilvægt skref í þá átt að erlent fjármagn geti í
ríkara mæli komið í sfaðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun atvinnu-
rekstrar hér á landi. Islenzkir ríkisborgarar einir geta þó stundað
útgerð og fískvinnslu og eignarhluti útlendinga i dagblöðum, útvarps-
stöðvum og bönkum skal bundinn við 25% hlutafjár.
Áhrif á vöxt og
þróunarskilyrði fyrirtækja
Þáverandi forsætisráðherra skip-
aði nefnd í september 1987 til semja
frumvarp um fjárfestingu erlendra
aðila hér á landi. Nefndin skilaði
fullbúnu frumvarpi í bytjun árs 1988.
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
vóru tilbúnir til að leggja frumvarpið
fram en málið strandaði á þriðja
stjórnarflokknum, Framsóknar-
flokknum. Forsætisráðherra lagi
frumvarpið samt sem áður fram til
kynningar vorið 1988. Þetta frum-
varp er nú endurflutt.
í greinargerð segir m.a.:
„Nefndin telur að með því frum-
varpi, sem hér liggur fyrir, sé stigið
mikilvægt skref í þá átt að erlent
áhættufé geti í ríkara mæli komið í
staðinn fyrir erlent lánsfé við fjár-
mögnun atvinnurekstrar hér á landi.
Frumvarp þetta mun því, ef að lögum
verður, hafa mikilvæg áhrif á vaxt-
ar- og þróunarskilyrði atvinnufyrir-
tækja innan fjölmargra atvinnu-
greina. Auknir möguleikar innlendra
fyrirtækja til samvinnu við erlendra
aðila, einkum í framleiðslu- og út-
flutningsgreinum, geta skapað ný
tækifæri, sem leitt geta til aukinnar
verðmætasköpunar innan lands og
þar af leiðandi til aukinnar hagsæld-
ar þjóðarbúsins í heild, svo sem
vegna aukinna skatttekna, hærri
vinnulauna, aukinnar þekkingar og
lækkaðs verðlags svo eitthvað sé
nefnt. Er og vert að hafa hugfast í
þessu sambandi að fáar þjóðir eru
svo háðar utanríkisviðskiptum sem
við íslendingar. Fer í vöxt að íslenzk-
ir aðilar reki og taki þátt í atvinnufyr-
irtækjum í öðrum löndum ... “
Takmarkanir á erlendri
Qárfestingu
Fjárfesting erlendra aðila, sam-
kvæmt frumvarpinu, er háð ýmsum
takmörkunum:
1) Fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi
íslands mega íslenzkir ríkisborgarar
einir stunda.
2) Sama gildir um fiskvinnslu.
Erlendum aðilum skal óheimilt að
eiga hlut í íslenzku atvinnufyrirtæki,
sem rekur fiskvinnslu, ef það stundar
jafnframt útgerð. Eignarhlutur í
fiskvinnslufyrirtæki, sem ekki á hlut
að útgerð, má ekki fara yfir 50%.
3) Eignarhlutur ífyrirtækjum sem
gefa út dagblöð eða reka útvarps-
stöðvar má ekki vera meiri en 25%.
4) Hlutafjáreign í viðskiptabanka
má ekki vera meiri en 25%.
5) Fjölmargar aðrar takmarkanir
eru í frumvarpinu, svo sem um heild-
arfjárfestingu erlends aðila, fjárfest-
ingar erlendra ríkja o.fl.
Ábyrgðardeild fískeldislána:
Hafbeitarlaxinn kominn!
Atkvæði um breytingartillögur í dag
Fj ár málaráðher ra harðorður í garð meirihluta þingnefiidar
Stjórnarfrumvarp um breytta skipan fiskeldislána kom til annarrar
umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Fyrir liggja breytingartillögur
við frumvarpið frá meirihluta ljárhags- og viðskiptanefhdar. Guðmund-
ur G. Þórarinsson (F-Rv) stendur að þessum breytingartillögum, ásamt
stjórnarandstöðuþingmönnum og Stefán Valgeirsson (SJF-Ne) lýsti yfir
stuðningi við breytingartillögurnar í gær. Ólafur Ragnar Grímsson,
ljármálaráðherra, mælti hins vegar hart gegn sumum þeirra. Breyting-
artillögurnar koma til atkvæða á Alþingi klukkan tvö í dag, miðvikudag.
Friðrik Sophusson (S-Rv) vakti
athygli á því að hér væri á ferð
stjórnarfrumvarp til heimildalaga.
Sérstök stjórnarnefnd, sem fjármála-
ráðherra skipi, fer yfir allar umsókn-
ir um sjálfskuldarábyrgðir og af-
greiðir þær á grundvelli ítarlegs
mats á stöðu og rekstraröryggi um-
sækjenda. Nefndin ákveður kjör og
form lána sem sjálfskuldarábyrgð er
veitt fyrir. Fjármálaráðherra ákveður
iðgjöld, sem greidd eru fyrir veitingu
ábyrgðar.
Friðrik mælti fyrir breytingartil-
Gjaldþrot 1988 og 1989:
Hundruð milljóna tapast
- í afskrifiiðum opinberum gjöldum
MÖRG hundruð milljónir króna af söluskatts- og dráttarvaxtaskuldum
hafa verið afskrifaðar í gjaldþrotamálum 1988 og 1989. Arið 1988 vóru
að auki afskrifaðar um 190 m.kr. í þinggjöldum einstaklinga og fyrir-
tækja. Vitað er um 60 m.kr. hliðstæða afskrift 1989, en þar eru ekki
öll kurl komin til grafar, vantar t.d. afskriftir þess árs í höfúðborginni.
MÞMKSI
Fjármálaráðherra hefur svarað
fyrirspurn Margrétar Frímannsdótt-
ur (Abl-Sl) um fjárhæðir, sem hafa
tapast af opinberum gjöldum í gjald-
þrotamálum sl. tvö ár. I svari ráð-
herra kemur m.a. fram að afskriftir
á söluskatti vegna gjaldþrota árið
1988 námu rúmum 110 m.kr. og
árið 1989 rúmum 118 m.kr. Að auki
hafa tapazt um 270 m.kr. af dráttar-
vöxtum þessi tvö ár. Þá kemur fram
í svari ráðherra að afskrifuð þing-
gjöld 1988, vegna gjaldþrota, námu
um 190 m.kr., þar af 95 m.kr. hjá
fyrirtækjum og 95 m.kr. hjáeinstakl-
ingum. Samsvarandi upplýsingar
fyrir árið 1989 liggja ekki fyrir frá
Reykjavík, en annars staðar hafa
verið afskrifaðar rúmar 56 m.kr. af
þinggjöldu.m þess árs.
lögum, sem m.a. miða að því, að
ábyrgðarheimildin geti spannað allt
að 50% ábyrgð í stað 37,5% og að
sólarlagsákvæði ábyrgðarinnar leng-
ist um eitt ár, verði íjögur ár í stað
þriggja. Með breytingartillögunum
er stigið skref í þá átt, sagði Friðrik,
að tryggja eldisfyrirtækjum sam-
bærileg afurðalán og tíðkast í helztu
samkeppnislöndum okkar.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, sagði breytingartillög-
ur meirihluta nefndarinnar auka
ábyrgðarþunga og áhættu ríksins
verulega og ganga þvert á þau sjón-
armið serh Sjálfstæðisflokkurinn hafi
fram sett varðandi ríkisforsjá og
það, að atvinnulífið eigi að standa á
eigin fótum. Ráðherra taldi hins veg-
ar að breytingartillagan um lengingu
sólarlagsákvæðisins styddizt við efn-
isleg rök.
Guðmundur G. Þórarinsson (F-
Rv) sagði raunalegt að hiusta á
grundvailéirmisskilning ijármálaráð-
herrans. íslenzka ríkið hefur ekkert
íjármagn lagt í fískeldi, sagði þing-
maðurinn, og engar ábyrgðir axlað.
Mergurinn málsins væri að búa fisk-
eldi sambærilega starfsaðstöðu og
það nyti hvarvetna annars staðar,
m.a. í EFTA- og EB-ríkjum. Deilan
snýst um veð í lifandi físki, sagði
þingmaðurinn.
Stefán Valgeirsson (SJF-Ne)
sagði að frumvarpið, óbreytt, væri
spor aftur á bak. Óhjákvæmilegt
væri að binda ábyrgðarákvæði við
50%.
Þórhildur Þorleifsdóttir (SK-
Rv) sagði tilburði fjármálaráðherr-
ans til að þvo af sér ríkisforsjársvip-
inn og setja upp fijálshyggjuandlit
nánast bijóstumkennanlega. Ekki
væri verið að senda fiskeldisfyrir-
tækjum óútfylltan víxil á ábyrgð
skattgreiðendá. Hér væri um heim-
ildafrumvarp að ræða og heimildim-
ar háðar ákvörðunum fjármálaráð-
herrans sjálfs.
Fleiri tóku til máls, þótt ekki verði
frekar rakið. Atkvæðagreiðsla um
breytingartillögur meirihluta fjár-
hags- og viðskiptanefndar fer fram
kiukkan tvö í dag í neðri deild Al-
þingis.
Stuttar þingfi-éttir
■ BORN VINNI EKKl
HÆTTULEG STÖRF: Guðrún
Agnarsdóttir og Danfríður Skarp-
héðisdóttir flytja frumvarp til breyt-
ingar á lögum um aðbúðnað, holl-
ustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Fmmvarpið varðar ákvæði iaga um
vinnu barna og unglinga. Sam-
kvæmt frumvarpinu má aðeins ráða
börn yngri en 14 ára til léttari og
hættulítilla starfa. Ekki má láta
börn á aldrinum 14 og 15 ára, né
heldur yngri börn, vinna við hættu-
legar vélar né við hættulegar að-
stæður. Stjórn Vinnueftirlits ríkis-
ins setur leiðbeinandi skilgreiningar
um hvað teljast létt og hættulítil
störf, hættulegar aðstæður og
hættulegar vélar, að höfðu samráði
við barnaverndarráð Islands.
Vertíðin sunnan- og vestanlands:
Rysjótt en þokkalegur afli ef gefiir
RYSJÓTT tíð hefur hamlað veiðúm minni báta, einkum við Snæfellsnes
og Suðurnes, það sem af er vertíðar. Afli hefur verið svipaður og í fyrra
þegar gefúr, þó meiri hjá Þorlákshafnar- og Sandgerðisbátum. Almennt
búast menn við að iiskurinn fari að ganga að ráði upp úr miðjum mán-
uði og binda vonir við næstu þijár vikur. Þó eru dæmi þess, einkum
frá Sandgerði, að bátar séu langt komnir með kvóta og menn óttist
verkefúaleysi síðari hluta árs. Morgunblaðið kannaði aflabrögð í gær
og ræddi við vigtarverði á nokkrum vertíðastöðum sunnan- og vestan-
lands.
I Ólafsvík höfðu alls borist á land
3.605,5 tonn á mánudag í 740 lönd-
unum. Þar af lönduðu trillur 464,5
tonnum. 25 bátar, stærri en tíu tonn,
leggja upp í Ólafsvík og 16 trillur.
Aflahæstu bátar á mánudag voru
Lómur með 253 tonn í 27 róðrum,
Garðar II með 234 tonn í 28 róðrum
og Steinunn með 216 tonn í 30 róð-
rum. Heildaraflinn er nokkru minni
en á sama tíma í fyrra, þegar um
4.600 tonn höfðu borist á land þann
12. mars. Loðnan er nú farin að láta
sjá sig við Snæfellsnesið og í gær-
morgun voru bátar að leita og kasta
rétt utan við Ólafsvík.
Á Rifi höfðu um 2.500 tonn borist
á land á mánudag í 378 róðrum.
Aflinn er svipaður og í fyrra. I fyrra-
dag voru bátar að koma inn með allt
upp í 22 tonn, þrír höfðu yfir 20 tonn.
18 bátar Ieggja upp á Rifi, þar af
þijár trillur frá Patreksfirði. Hæstu
bátar eru Rifsnes með 387 tonn í 31
róðri, Hamrasvanur með 360 tonn í
28 róðrum og Tjaldur með 340 tonn
í 28 róðrum.
Vertíðin hefur verið heldur daufleg
á Akranesi, þó hefur veiðin giæðst
síðustu daga í netin. Línubátar hafa
kroppað sæmilega og fengið nær ein-
göngu steinbít, sem ér óvenjulegt á
þessum slóðum. Nokkrir hafa prófað
að fara á handfæri, en lítið eða ekk-
ert fengið. Um 40 bátar leggja úpp
á Akranesi, allir undir 30 tonnum.
Aflabrögð eru heldur lakari en í fyrra,
enda miklar ógæftir. Ekki lágu fyrir
aflatölur í gær.
Afli Keflavíkurbáta hefur verið
svipaður og undanfarin ár. Ekki
liggja fyrir aflatölur, þar sem nokkur
hluti aflans fer í gáma og er ekki
skráður á vigtina. Þá landa bátarnir
oft annars staðar, svo að ekki er
hægt að fá afla einstakra báta.
Ógæftir hafa verið miklar, minni
bátar og trillur jafnvel ekki komist á
sjó nema tvisvar til þrisvar í viku.
Einn bátur rær enn á línu, aðrir eru
komnir á net. 5 til 6 vertíðarbátar
leggja að jafnaði upp í Keflavík og
12 til 15 minni bátar.
Til Sandgerðis höfðu borist 5.488,3
tonn úr 1.003 sjóferðum um síðustu
mánaðamót og er það aukning um
2.215,1 tónn frá sama'tíma f fyrra,
þegar 3.273 tonn höfðu borist á land
úr 673 sjóferðum. Skýringin er að
fleiri bátar leggja þar uþp nú og afli
er meiri á bát. Þar eru menn farnir
að óttast verkefnaleysi í vor, þar sem
nokkrir bátar eru þegar langt komn-
ir með kvóta sinn. Allmargir bátar
hafa landað í Sandgerði, 106 það sem
af er marsmánuði. Þar af eru 45
bátar stærri en 12 tonn. Tveir norðan-
bátar róa frá Sandgerði, frá Húsavík
og Ólafsfirði. Aflahæstu bátar í San-
gerði um síðustu mánaðamót voru
Arney með 449,9 tonn í net í 41 sjó-
ferð og Einir með 273 tonn á línu í
17 sjóferðum. Þeir hafa báðir landað
einhverju annars staðar þannig að
aflinn er meiri en þessar tölur gefa
til kynna. Þá hefur Jón Gunnlaugs
landað 266,4 tonnum úr 18 róðrum.
Janúar og febníar bárust 4.780
tonn á land í Þorlákshöfn. Þar af
voru 950 tonn loðna og 545 tonn úr
togurum. Þetta er nokkru meiri afli
en í fyrra. Þá var landað 3.750 tonn-
um í febrúarmánuði, þar af 1.300
tonnum af loðnu. í febrúar síðastliðn-
um komu alls 4.038 tonn á land í
Þorlákshöfn. Allajafnan landa um 25
bátar á dag í Þorlákshöfn og eru
þeir af öllum stærðum, hefur afli
þeirra farið upp í 44 tonn í róðri.
Þeir stærstu róa langt, draga tvisvar
til þrisvar í róðri og landa því ekki
daglega. Hæstu bátar voru síðastlið-
inh laugardag Jóhann Gíslason með
597 tonn í 19 löndunum, Friðrik Sig-
urðsson með 397 tonn í 19 iöndunum.
hann hefur landað nokkru að auki í
gáma og hluti aflans er slægður físk-
ur, Fróði með 341 tonn í 37 löndunum
og Arnar með 315 tonn í 26 löndun-
um.
Vestmannaeyjabátar hafa sumir
verið að flýja þorskinn vegna kvóta
og sótt í ufsann. Reytingsafli hefui
verið í troll og koli er farinn að gefa
sig, einn bátur landaði um 15 tonnun
af kola í gám nýlega. Trillur hafa
sömuleiðis reytt sæmilega þegar viðr-
ar, en rysjótt tíð hefur tafíð þær frá.
Önnur aflabrögð eru svipuð og i
fyrra. Engar tölur liggja fyrir um
heildarafla eða afla einstakra báta,
þar sem mikið af fiskinum fer ýmist
í gáma, til Reykjavíkur á markað,
eða annað. ■' 1'