Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
ATVIN N \3AUGL ÝSINGAR
Atvinna
Nemar í framreiðslu
Gaukur á Stöng óskar eftir að ráða ungt og
hresst fólk á samning í framreiðslu.
Upplýsingar veittar á staðnum í dag og á
morgun milli kl. 15-16. Ath. ekki í síma.
Patreksfjörður
Umboðsmaður óskast til þess að sjá um
dreifingu blaðsins.
Upplýsingar í síma 94-1149 eða á afgreiðslu
blaðsins í síma 83033.
Óskum að ráða aðstoðarfólk í brauðgerð.
Vinnutímar frá kl. 05-15
og frá kl. 08-16. Einnig í ræstingar. Vinnu-
tími frá kl. 14-18.
Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra, ekki
í síma.
Brauð hf., Skeifurmi 19.
Hjúkrunarfræðingar
Lausar stöður: Fræðslustjóra 50% starf.
Möguleiki á auknu stöðuhlutfalli við hjúkrun.
Aðstoðardeildarstjóra 80-100% starf. Hjúkr-
unarfræðinga, starfshlutfall eftirsamkomulagi.
Skjól er nýtt hjúkrunarheimili aldraðra. Þar
er góð starfsaðstaða og miklir möguleikar á
uppbyggingu hjúkrunar og fræðslu.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
688500.
Sölumenn óskast
Við seljum vel þekktar vörur beint til við-
skiptavinarins og þurfum nú fleiri sölumenn.
Eins og er höfum við áhuga á þér sem býrð
á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Gott starf!
-Hvað þýðir það fyrir þig?
- Hærri laun?
- Eigin ábyrgð?
- Samgang við fólk?
- Þroskar hæfileikana?
Ef þú svarar þessum spurningum játandi og
ert þar að auki á aldrinum 20-40 ára og
hefur ökuréttindi og eigin bifreið, getum við
boðið þér gott sölustarf á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Þú þarft ekki að hafa unnið við
sölumennsku áður, þú getur í dag verið starf-
andi í verslun, við iðnað, á skrifstofu eða
eitthvað sambærilegt. Ef þú ert metnaðar-
gjarn og röskur, getum við gert þig að góðum
sölumanni.
Hringdu í síma 688166 og spurðu eftir
Ómari Sigurðssyni.
Sundþjálfari
Sundfélag Hafnarfjarðar óskar að ráða aðal-
þjálfara; þarf helst að geta byrjað 1. maí.
Góð aðstaða, tvær 25 metra laugar og þrek-
æfingaaðstaða með sundbekkjum o.fl.
Upplýsingar gefur Sævar Stefánsson í síma
91-52631 eða 985-31676.
Danshúsið í
Glæsibæ
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
1) Markaðs- og veitingastjóri.
Viðkomandi þarf að vera framreiðslumaður
og hafa reynslu í stjórnun.
2) Framreiðslumenn á bar.
3) Ræstingar.
Unnið er á daginn við þrif á eldhúsi og veislu-
sölum. Góð laun.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.,
merktar: „Danshúsið - 7653“, fyrir 20. mars.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
LANDSPÍTALINN
Barna- og unglinga-
geðdeild
Landspítalans
Hjúkrunarfræðingar óskast á unglingageð-
deild nú þegar og í sumarafleysingar. Um
er að ræða fullt starf í vaktavinnu.
Hjúkrunarfræðingar, fóstrur og þroska-
þjálfar óskast á legudeild nú þegar og í
sumarafleysingar. Um er að ræða fullt starf
í vaktavinnu.
Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur
Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 602550. Umsóknir
sendist hjúkrunarframkvæmdastjóra.
Reykjavík, 11. mars 1990.
Frá menntamálaráðuneytinu
Auglýst er eftir umsóknum um störf nám-
stjóra í grunnskóladeild menntamálaráðu-
neytisins (áður skólaþróunardeild). Á verk-
sviði deildarinnar eru einkum þróunarverk-
efni á grunnskólastigi, sbr. aðalnámskrá
grunnskóla. Bæði er um að ræða 4-5 stöður
við deildina og hins vegar verkefnaráðingu
til ákveðins tíma.
A) Fjórar til fimm stöður námstjóra:
Verkefni þeirra verða:
Að stuðla að almennri skólaþróun og stjórna
og vinna með starfshópum, sem sinna þróun
í ákveðnum námsgreinum, námsgreinaflokk-
um og á ákveðnum aldursstigum.
Námsstjórar:
- Vinna með fræðsluskrifstofum, skólum,
sem annast kennaramenntun, Námsgagna-
stofnun og öðrum sem sinna skólaþróun.
- Skipuleggja og hafa með höndum eftirlit
og ráðgjöf.
- Fylgjast með þróun skólamála innanlands
og utan.
- Miðla upplýsingum um skólamál.
Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1990.
B) Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um
störf námsstjóra, sem ráðið verður í tíma-
bundið í eitt til fjögur ár frá 1. ágúst 1990
til að sinna sérstökum verkefnum. Ráðning
í hálft starf kemur til greina.
Þau verkefni, sem fyrst um sinn verður lögð
áhersla á eru eftirfarandi:
Ráðgjöf um námsmat, umsjón með sam-
ræmdum grunnskólaprófum og könnunar-
prófum, íslenska, stærðfræði, list- og verk-
greinar, umhverfismennt.
Auglýst er eftir fólki í öli þessi störf, sem hef-
ur menntun í uppeldis- og kennslufræðum,
menntun á ákveðnum greinasviðum og reynslu
af störfum í skólakerfinu. Störfin krefjast frum-
kvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipulags-
hæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra.
Um laun fer samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 30. mars nk.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf skulu sendar til
menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík.
FERÐAFELAG
^ ÍSIANDS
WLfNNSLA
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
Wélagslíf
I.O.O.F. 7 = 171314872 = 9.0.
□ GLITNIR 59901437 = 1.
I.O.O.F. 9 = 171314872 =
□ HELGAFELL 59903147IVA/ 2
Stúkan Einingin nr. 14
Munið árshátíðina í Hallarseli í
kvöld kl. 20.00.
Æt.
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Vetrarfagnaður F.í.
Vetrarfagnaður F.í. verður hald-
inn í góðum salarkynnum í Ris-
inu, Klúbbnum, Borgartúni 32,
laugardaginn 17. mars. Dag-
skráin hefst með fordrykk kl.
19.30 og borðhald hefst kl.
20.00. Það verða sannarlega
„söguleg" skemmtiatriði í um-
sjón skemmtinefndar F.l. Enginn
ætti að missa af vetrarfagnaðin-
um. Hljómsveit leikur fyrir dansi
fram á nótt. Frábær skemmtun
fyrir alla aldurshópa. Miðar á
skrifstofunni. Ennfremur verða
miðar seldir á aðalfundinum á
miðvikudagskvöldið. Pantið
tímanlega. Ferðafélag íslands.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn kl. 20.00. samkoma í kvöld
m Útivist
Helgarferðir 16.-18. mars
Húsafell - Þingvellir
Gönguskíðaferð. Fyrstu nóttina
verður gist í húsi, síðari nóttina
i tjaldi. Spennandi ferð fyrir
frískt fólk. Undirbúningsfundur
miðvikud. 14. mars á skrifstofu
Útivistar, Grófinni 1, kl. 20.
Helgarferð að Húsafelli
Gist í góðu húsi, sundlaug á
staðnum. Tilvalið að taka
önguskíðin með.
Útivistarferð eru allir velkomnir.
Árshátfð Útivistar
verður laugard. 24. mars að
Efstalandi, Ölfusi. Fordrykkur i
hlöðunni. Ljúffengur matur.
Óvæntar uppákomur. Stöðin
mætir á staðinn. Hrókarnir leika
fyrir dansi. Miðar á skrifstofu,
Grófinni 1, sími/símsvari 14606.
Sjáumst!
Útivist.
1 Stefánsmót
- stórsvig
verður haldiö helgina 17.-18.
mars. Á laugardag verður keppt
í flokkum 13-14 ára og 15-16
ára. Sunnudag keppt í flokkum
9-10 ára og 11-12 ára.
Nánari dagskrá verður afhent á
fararstjórafundi í KR-heimilinu,
Frostaskjóli, föstudaginn 16.
mars kl. 19. Þátttökutilkynningar
berist í síma 54066 fyrir kl. 22,
fimmtudag. Stjórnin.
Reykjavíkurmeistaramót
í 30 km skíðagöngu verður hald-
ið laugardaginn 17. mars kl. 13
í Skálafelli. Skráning og upplýs-
ingar í síma 75971.
Skíðadeild Hrannar,
Skálafelli.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bibjíulestur í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
SAMBAND ÍSLENZKFiA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma verður [
Seltjarnarneskirkju i kvöld kl.
20.30.
Jesús og Nikódemus. Upphafs-
orð: Baldvin Steindórsson.
Ræðumaður: Benedikt Arnkels-
son. Efni: Jónas Þórisson um
Eþiópíu. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S-11798 19533
Aðalfundur
Ferðafélagsins
Aðalfundur Ferðafélags íslands
verður haldinn í Sóknarsalnum,
Skipholti 50a, miðvikudaginn 14.
mars og hefst hann stundvíslega
kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar-
störf. Ath.: Félagsmenn sýni
ársskírteini frá árinu 1989 við
innganginn.
Stjórn Ferðafélags íslands.