Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 14.03.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990 35 UnnurA. Amadóttir Akranesi — minning* Fædd 19. febrúar 1913 Dáin 6. inarz 1990 í dag verður Ásta Árnadóttir lögð til hinstu hvíldar í Akraneskirkju. Gengin er góð kona. Því miður hef ég ekki tök á að vera viðstödd kveðjuathöfnina og vil því með þessum orðum kveðja og minnast ömmu minnar. Ásta fæddist í Bolungarvík 19. febrúar 1913 og voru foreldrar hennar hjónin Sigríður Guðmunds- dóttir húsmóðir og Árni Sigurðsson sjómaður. Ásta var elst 5 systkina sem nú kveðja systur sína. Ásta giftist Sigmundi Ingvars- syni 1931, Sín fyrstu búskaparár bjuggu þau fyrir vestan en fluttust búferlum á Skagann 1943 og bjuggu þar síðan. Eignuðust þau einn son, Ingvar, fæddur 1931. Einnig tóku þau í fóstur Árnýju Kristjánsdóttur og ólu upp sem sína eigin dóttur. Sigmundur starfaði lengst af sem vörubílstjóri. Hann lést árið 1975 eftir löng veikindi. Heimilið og börnin (seinna barna- börn og barnabarnabörn) lágu Ástu næst hjarta og í því fólst lífsstarf hennar. Hún var mikil húsmóðir og hélt heimili með reisn. Komu gestir aldrei að tómum kofunum, heldur var boðinn matur og kaffi að göml- um sið. Ásta var sú kona sem mótaði ömmuímyndina í mínum huga. Ást, umhyggja, hlýja og öryggi er það sem urnlék mig þegar ég var í heim- sókn hjá ömmu. Þýí fylgdi alltaf tilhlökkun að koma til hennar og vera hjá henni, hvort sem um var að ræða styttri eða lengri tíma. Amma hafði alltaf tíma til að sinna því sem barnssálinni lá á hjarta og var þá ekkert mál of lítið eða of stórt. Enda fundu börn fljótt hvaða sál hún hafði að geyma og hænd- ust að henni. Á erfiðri stundu huggaði ég dótt- ur mína með þeim orðum að nú liði ömmu vel, hún væri orðin engill hjá Guði eins og afi og saman horfðu þau niður til okkar og pössuðu okk- ar. Barnstrúin er einlæg og huggar unga sem aldna þegar á reynir. Mér var jafnmikil huggun í þessum orðum eins og dóttur minni. Ömmu líður vel, en við sem eftir lifum syrgjum liðna tíð og söknum þess sem var. Ég er þakklát fyrir þær sam- verustundir sem ég átti með henni og öllu því sem hún miðlaði mér. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðjur til vina og vanda- manna á íslandi. Megi minning hennar lifa í hjörtum okkar allra. Margs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Gunnur Helgadóttir og fjölskylda. í dag verður jarðsungin frá Akra- neskirkju, Unnur Ástríður Árna- dóttir, fædd 19. febrúar 1913 í Bolungai-vík við ísafjarðardjúp. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness, eftir stutta legu 6. marz 1990. Foreldrar hennar woru heiðurs- hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Árni Sigurðsson sjómaður, búandi þá í Bolungarvík, þau eru bæði lát- in, blessuð sé minning þeirra. Ásta, eins og hún var alltaf kölluð af fjöl- skyldunni, var elst sex barna, sem foreldrar okkar eignuðust og kom- ust til fuliorðinsára, þijár dætur og þrír synir. Það varð því fljótt hlut- verk Ástu að hjálpa til og annast yngri systkini sín. Var hún fórnfús og ljúf við þau störf bæði þá og síðar. Árin liðu, foreldrar okkar fluttust til ísafjarðar þegar börnin stækkuðu og þörf varð fyrir fram- haldsnám þeirra. Þar kynntist Ásta verðandi eiginmanni sínum Sig- mundi Ingvarssyni bílstjóra, ágætis manni, og giftu þau sig 1931. Þau eignuðust einn son, Ingvar Sig- mundsson, sem búsettur er á Akra- nesi, giftur Steinunni Kolbeinsdótt- ur frá Stóra Ási í Borgarfirði. Stein- unn og Ingvar eiga þijár dætur og barnabörnin orðin sjö. Ennfremur ólst upp hjá Ástu og Sigmundi, Árný Kristjánsdóttir frá unga aldri til manndómsára. Árný e_r dóttir Guðmundu yngri systir Ástu og hennar manns Kristjáns Sigurgeirs- sonar. Árný er gift Helga Sigurðs- syni og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. Fyrir hönd látinnar syst- ur okkar, viljum við færa fram alúð- arþakkir til Ingvars, Steinunnar, Árnýar, Helga, bamabarna og ann- arra fyrir allt það fórnfúsa og góða er þau gerðu fyrir hana. Árið 1943 fluttu þau Ásta og Sigmundur suður til Akraness, og komu sér þar vel fyrir á Suðurgötu 115 og undu hag sínum vel. Ásta missti mann sinn 1975, hún bjó áfram í sínu húsi og hélt ölju í góðu horfi til síðasta dags. Ásta t Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, ÁSTÞÓR ÆGIR GÍSLASON, Hávegi 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 15. mars kl. 13.30. ÓmarÆgisson, Jón Guðni Ægisson, Gísli Theodor Ægisson, Álfheiður Hulda Ægisdóttir, Guðný Ægisdóttir, Svala Lind Ægisdóttir, móðir, tengdabörn, systkini og barnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR HAMMARSTRÖM, Lötgatan 6, Sundbyberg, Svíþjóð, lést á heimili sínu 1. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram. Karl Gustav Hammarström, Ulla og Kristinn Hammarström og börn. var mjög vel gerð kona, dugleg, skapmild og góð, vildi öllum gott gera, og alltaf var nóg húsaskjól og góðgerðir á þeim bæ. Það var oft margt um manninn hjá Ástu og fjölskyldan hændist að henni. Sonardætur hennar voru mikið hjá Ástu ömmu, sín byijunar mann- dómsár. Ásta var trúuð kona, og því mótlæti sem að bar á lífsleið- inni, tók hún með guðs hjálp 'af skapfestu og þolinmæði. Nú þegar elskuleg systir okkar er öli og leiðir skilja að sinni, viljum við minnast með virðingu allra góðu samverustundanna í bernsku og síðar á lífsleiðinni. Við þökkum inni- lega langa og trausta samleið og munum ylja okkur við góðar minn- ingar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir .allt og allt. (V. Briem) Systkini hinnar látnu. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN HELGA JÓNSDÓTTIR, Staðarbakka, Miðfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstudaginn 16. mars kl. 15.00. Sætaferð verður frá Laugarbakka sama dag kl. 9.00. Magnús Guðmundsson og börn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HELGASONAR, Akraseli 18, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ástrós Guðmundsdóttir, Eygló Guðmundsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Helgi Magnússon, Ágústa Magnúsdóttir, Páll Björgvinsson, Bragi Kristinsson, Guðmundur Símonarson, Guðrún Björnsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS Ó. PÁLSSONAR, Dvalarheimiiinu Felli, Skiphoiti 21, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Páll Friðriksson, Susie Bachmann, Kristján Friðriksson, Concordia Konráðsdóttir, Einar Friðriksson, Ólafur Þór Friðriksson, Bjargdís Friðriksdóttir, Karl Kristinsson, Jón Friðriksson, Randy Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. F Iræðslumiðstöð RAUÐA KROSS ÍSLANDS IS]tarfslok FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUDA KROSS ÍSLANDS gengst fyrir námskeiði um STARFSLOK að Hótel Lind laugardaginn 17. mars 1990 frá kl. 10-16. IdJagskrá 1. Trygginga- og lífeyrismál aldraðra Margrét H. Sigurðardóttir fulltrúi. 2. íbúðamál aldraðra Asgeir Jóhannesson framkvæmdastjóri. 3. Fjármál við starfslok Fjárfestingarfélag íslands. 4. Nýtt skipulag á þjónustu við aldraða í Reykjavík. Sigurbjörg Sigurðardóttir félagsráðgjafi. 5. Undirbúningur starlsloka Erla Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur. 6. Ábyrgð á eigin heilsu Grímur Sæmundsen læknir. 8. Námskeið fyrir eldri borgara íbanda- rískum háskólum og Háskóla íslands Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri H.í. 9. Önnur námstækifæri Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri. 10. Kynning: Félag eldri borgara, Bergsteinn Sigurðsson. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, Soffía Stefánsdóttir íþróttakennari. Umræður, námskeiðsmat og námskeiðssiit. Námskeiðsgjald er kr. 1.000. - Vinsamlegast skráið ykkur í síma 91 -2 6722 fyrir kl. 17 á föstudag. Námskeiðið er öllum opiö en fólk sem komið er um og yfir sextugt er sérstaklega velkomið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.