Morgunblaðið - 14.03.1990, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1990
[h
„ Léku feir hcrfnaboLtex, á, þessum bmur»Tv
... erfiðaðfótasigá.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
° 1990 Los Angeles Tlmes Syndicate
Með
morgnnkaffinu
Nú hefúrðu dottið í það rétt Nú er pabbi alveg hættur að
eina ferðina enn. blóta nefni hann þig á nafn ...
HOGNI HREKKVISI
„HANN HAFÐl ERKI TÍMA T>L AO BAÐA SIG.
Þessir hringdu ...
Gömlu góðu dagarnir
Gestur hringdi:
„Skemmtiklúbburinn Gömlu
góðu dagarnir hefur starfað að
undanfömu en sennilega vita fæst-
ir af því. Þetta er 14 manna dans-
hljómsveit, sem nokkrir áhugasam-
ir menn eru að reyna að halda-
gangandi. Þeir spila á sunnudags-
kvöldum í Glym, annan og Ijórða-
hvern sunnudag. Þetta er áhuga-
starf hjá þeim og gefur áreiðanlega
ekki mikið af sér í peningum.
Hljómsveitin spilar vinsæl dægur-
lög frá árunum 1930 til 1960 og
hefur náð góðum tökum á þeim.
Ég keypti mér mánaðarkort og hef
farið á skemmtanir þeirra og eru
þetta mjög menningarleg kvöld.
Þegar ég fór á skemmtun hjá þeim
í febrúar voru aðeins mættir 40
manns. Það er synd að ekki skuli
nást meiri mæting því þetta gengur
ekki nema fleiri komi. Ég vil hvetja
menn til að koma og njóta góðarar
tónlistar og styrkja þannig þetta
framtak.“
Lyklakippa
Lyklakippu með Nissan bíllykli
merkt „JSJ“ tapaðist við hafnar-
bakkann fyrir framan Hafnarhúsið,
2. mars. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 17368.
Kvótakerfíð
M.G. hringdi:
„Fyrir nokkru var fjallað um
sjávarútvegsmál í Velvakanda og
kvótakerfið gagnrýnt harðlega.
Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir
nokkra galla hefur kvótakerfið
bjargað íslensku fiskistofnunum.
Auðvitað hefur þetta kerfi sína
annmarka, en væri ekki ráð að
bæta úr þeim fremur en að spilla
þeim árangri sem náðst hefur með
því að leggja kerfið niður. Smá-
fiskadrápið er sennilega það alvar-
legasta og verður að leita leiða til
að stemma stigu við því. Enginn
hefur hag af því og smáfiskadrápið
er allra tap þegar til lengri tíma
er litið. Fiskimiðin eru sameiginleg
eign íslensku þjóðarinnar og við
verður að iæra að umgangast þessa
auðlind okkar með virðingu."
Kettlingur
Grábröndóttu kettlingur með
rauða ól tapaðist frá Rjúpuifelli sl.
fimmtudag. Vinsamlegast hringið
í síma 79483 ef hann hefur ein-
hvers staðar komið fram.
Mögnuð uppfærsla
Ánægðir óperugestir höfðu
samband:
„Okkur langar að þakka ís-
lensku óperunni fyrir frábæra
skemmtun og magnaða uppfærslu
á verkunum Carmina burana og
Pagli acci. Oit hafa kraftaverk
gerst í íslensku óperunni og þetta
er eitt af þeim. Sem sagt frábær
skemmtun og til hamingju.“
Páfagaukur
Blár páfagaukur tapaðist. Vin-
samlegast hringð í Ásgeir í síma
680780 að deginum eða síma
628010 eftir kl. 18.
Hanskar
Loðfóðraðir leðurhanskar töpuð-
ust fyrir skömmu, sennilega á leið
frá Akraseli að Engjaseli. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 685337.
Frakki
Frakki og leðurhanskar voru
teknir í misgripum á veitingastaðn-
um 22 við Laugaveg. Vinsamlegast
hringið í síma 678512 eða 22722.
I
I
/&
%
A
Persónulegar árásir
Til Velvakanda.
Vegna náms míns í
indó-evrópskri samanburðarhljóð-
fræði hafði ég viðkomu í Lögbergi,
húsi lagadeildar Háskóla íslands.
Rakst ég þar á rit eitt sem gefið
er út af laganemum og heitir
Grímur geitskór. Ég vissi það fyrir
að tilgangur blaðsins er að fjalla
um hin ýmsu lögfræðilegu álitaefni
svo sem tengsl lögfræðinnar og
þjóðfélagsvísindanna og hugtök í
stjórnsýslurétti sem taka stöðugum
breytingum. Ég varð því ákaflega
undrandi þegar ég opnaði blaðið og
sá efnistök ritstjórnarinnar á hinum
lögfræðilegu álitaefnum. Blaðið var
uppfullt af persónulegum árásum á
nafngreinda laganema. Ég bókstaf-
lega trúi því ekki að nokkur laga-
nemi með óbrenglaðan húmor geti
brosað að slíkum ósóma. Ég beini
því þeirri áskorun til hins heilbrigða
laganema að stöðva þessar ritsmíð-
ar og taka upp upphaflega tilgang
blaðsins.
7155 4007
(
Víkverji skrifar
Isíðustu viku ræddi Víkverji um
þá skuggalegu hlið á ríkis-
styrkjum til dagblaða, sem blasir
við útgefendum málgagns breska
kommúnistaflokksins Morning
Star, eftir að Sovétstjórnin hætti
að kaupa helming upplags blaðs-
ins. Þar með er blaðið komið á
vonarvöl.
Morning Star hefur ekki þau tök
á ráðamönnum í Kreml, að blaðið
geti þrýst á og fengið þá til að
eyða dýrmætum gjaldeyri til að
styðja útgáfu blaðsins. Hér á landi
sjást þess hins vegar glögg merki,
að dagblöð, sem geta ekki lifað
án þess að fá opinbera styrki, leit-
ast við að telja mönnum trú um
að þau séu ómissandi. Ráðamenn
í Kreml hafa vafalítið tekið
ákvörðun um að kaupa hálft upp-
lagið af Morning Star og flytja
það til Sovétríkjanna í því skyni,
að blaðið gæti komið hinum helm-
ingnum á framfæri í Bretlandi.
Þessi stuðningur frá Kreml við
blaðaútgáfu í Bretlandi leiðir hug-
ann að umræðum um það hér
hvort Sovétmenn eða fylgifiskar
þeirra annars staðar í löndum
kommúnista hafi stutt við bakið á
útgáfustarfsemi hugsjónabræðra
á Islandi. Hræðslan við hreínskiln-
ar umræður um fortíð Þjóðviljans
hefur komið í veg fyrir, að_ þetta
mál sé brotið til mergjar. Á hinn
bóginn á blaðið nú í miklum fjár-
hagslegum erfiðleikum eins og
Morning Star. Fer það ekki fram
hjá neinum.
XXX
Maður af erlendu bergi brotinn
sem hér er búsettur kom að
máli við Víkverja á dögunum og
lýsti undrun sinni yfir því að virð-
isaukaskattur væri lagður á bæk-
ur, sem einstaklingar pöntuðu eða
fengju sendar beint frá útlöndum.
Sagðist hann hafa verið í bóka-
klúbbi í ættlandi sínu og hafi það
verið mikilvægt fyrir sig að geta
haldið þeim tengslum. Frá og með
síðustu áramótum hefðu opinberar
álögur á bækur, sem hann fengi,
vegið svo þungt, að nú þyrfti hann
að endurskoða þátttöku sína í
krlúbbnum.
Hér nefnir Víkverji aðeins eitt
dæmi af mörgum um það, hver
áhrif þessi furðulega skattheimta
hefur. Þetta dæmi sýnir hins veg-
ar í hnotskurn, hvers vegna menn^
ingarlegar ríkisstjórnir sem vilja
stuðla að menntun og sköpun
meðal borgara i löndum sínum
gæta þess að leggja ekki stein í
götu prentaðs máls með óhóflegri
og ósanngjarnri skattheimtu.
xxx
Yikverji leyfir sér að fullyrða,
að hinn þungi skattur sem |
nú er lagður á bækur frá útlöndum
verði til þess að lækka menntunar-
stig þjóðarinnar auk þess sem (
hann brýtur í bága við grundvall-
arsamþykktir um menningarsam-
starf og mannréttindi. Á sama ^
hátt og ríkisvaldið getur haldið
úti blöðum sem enginn vill kaupa
með því að veita þeim opinbera
styrki getur það drepið önnur,
lamað útgáfustarf og svipt al-
menna borgara lesefni með of
háum sköttum.