Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 8
8' (3* MORGUNBLAÐIÐ, FIMMT-UDAGUR 12. APRÍL 1990- Bílarnir hafa batnað en umferðin versnað Rætt við Sigurgest Guðjónsson sem starfað hefiir við bíla í 60 ár Ævistarfið hefur snúist um bíla. Hann byijaði á að læra sitthvað um þá og vann í framhaldi af því við viðgerðir. Hann lærði að sjálfsögðu að aka þeim og vann við það líka og siðast annaðist hann skoðun, ekki venjulega skoðun á venjulegum bílum heldur tjónaskoðun á skemmdum bílum og meta hvortjjað svaraði kostn- aði að lappa upp á þá eða bara losa sig við þá. I sumarfríinu - það er að segja eftir að það kom til - ók hann síðan með fjölskyld- unni eitthvað út um landið í eigin bíl. Sigurgestur Guðjónsson bifvélavirkjameistari rekur hér brot úr ferli sínum meðal bíla sem staðið hefur i sextíu ár. „Það var nú knappt um vinnu ors. Þetta voru Chevrolet, GMC, á Stokkseyri þar sem ég fæddist Buick, Pontiac og fleiri tegundir, árið 1912 svo fjölskyldan fluttist allt saman amerískir bílar sem við til Reykjavíkur þegar ég var 14 fengumst við. Frá Þýskalandi vor- ára og fékk ég fyrst vinnu sem um við með Opel og Blitz og sendill. Fyrst var ég hjá Benóný físksala í Kolasundi og síðar á planinu við Tryggvagötu hjá Jóni og Steingrími en Steingrímur var síðar kenndur við Fiskhöllina," segir Sigurgestur og hann vann við eitt og annað á næstu árum. Eitt sumarið reyndi hann fyrir sér á sjónum, skrapp á sfld norður í land og var á bát frá Vestmanna- eyjum. Enginn sjómaður „Sjómennskan átti ekki við mig og haustið 1929 þegar ég leitaði fyrir mér um vinnu varð úr að ég hóf að starfa hjá Jóhanni Ólafs- syni og Co. sem rak meðal annars bflaverkstæði á Hverfísgötu 18. Hann tók menn í vinnu og ég réðist í þriggja mánaða kauplausa vist og átti að fá tækifæri til að læra eitt og annað á þessum tíma og fá síðar 100 króna kaup á mánuði ef vinna héldist. En skömmu síðar ætlaði einn starfs- félaginn að hætta og þá var okk- ur boðin vinna. Kaupið var fyrst 1,50 á tímann en tímakaup verka- manna var þá 1,20 krónur. Þetta þótti ágæt vinna og þegar leið á veturinn var nóg að gera en gall- inn var náttúrlega sá að þegar enginn þurfti að láta gera við vorum við kauplausir." Á þessum árum fór Sigurgestur einnig að huga að bílprófi sem menn gátu tekið 18 ára gamlir. Hann sagðist hafa séð að gott gæti verið að kunna að keyra líka. En voru mörg bílaverkstæði í Reykjavík þá? „Þau voru líklega ein sex. Fyr- ir utan verkstæði Jóhanns Ólafs- sonar ráku Sveinn Egilsson, Egill Vilhjálmsson og Páll Stefánsson stærstu verkstæðin og svo ein- hverjir smærri verkstæði. Við gerðum við bíla frá General Mot- Chevrolet árgerð 1946 en Sigurgestur hefiir átt allmarga bíla af þeirri gerð. Þennan bíl gerði smíðaði hann og útvegaði sér varahluti úr öðrum bílum en upphafiega var honum gefin grind- in. Bilinn notaði hann til sumarferða með fjölskylduna í mörg ár. Sigurgestur Guðjónsson er hér í tjónaskoðunarstöð Vátryggingarfélags íslands þar sem hann vann allt fram á þetta ár. Starfsævi hans er þá orðin 60 ár í bílunum. Vauxhall og Bedford frá Bret- landi. En hvað voru þá margir bílar á götum Reykjavíkur á þessum árum? Um 800 bílar „Þeir hafa verið um 800 því ég man að alþingishátíðarárið komust númerin yfír 800 en við þekktum hvem mann sem átti bfl af þessum tegundum sem við gerðum við. Það var annað en við þekkjum í dag og umferðin eftir því - allt hefur þetta breyst, bflamir batnaó en umferðin versn- að. Ég vann síðan næstu árin á verkstæðinu eða í 27 ár - þá var ég orðinn leiður á þessu og vildi skipta um. Allan þennan tíma hafði ég verið á verkstæðinu en gripið í að afgreiða í varahluta- versluninni stöku sinnum en það er vart orð á því gerandi. Þetta var árið 1956 og ég var þá búinn að fá nóg af brælunni og óhreinindunum. Menn þekktu þá ekki nógu vel hversu mikið óloft þetta var, loftræsting var aldrei nógu góð og menn áttu það til að láta bflana ganga meira en góðu hófí gegndi inni á verkstæð- unum án þess að lofta vel út. Eftir þetta keypti ég mér sendibfl og stundaði af og til keyrslu næstu árin en vann einnig við uppherslu og stillingu á bflum sem Bifreiðar og landbúnaðarvél- ar flutti inn. Moskvits var þá aðal sölubfllinn hjá þeim og það var mikið keypt af honum enda ódýr en það þurfti líka að fara yfír þá og herða eitt og annað upp og stilla áður en þeir voru afhentir kaupendum," segir Sigurgestur og vill ekki segja neitt ljótt um Moskvits - það var mesta furða hvað þeir vom seigir og menn komust á þeim eftir misjöfnum vegum sagði hann. Sigurgestur var einn af frum- kvöðlum að stofnun Félags bif- vélavirkja. Hann sat í stjórn fé- lagsins í fjóra áratugi, í 25 ár sem ritari og síðan sem formaður. Hann sagði að bamaskólalær- dómurinn frá Stokkseyri hefði dugað sér nokkuð vel í þessum félagsmálum. Hins vegar -tók hann nokkra skriftartíma til að betra handbragð væri á ritarabók- unum þegar hann tók að sér rit- araembættið. Þess má einnig geta að hann hefur mætt á alla félags- fundi í gegnum árin nema einn en af þeim fundi missti hann vegna misskilnings um fundar- boðið. Árið 1965 réðst Sigurgestur til Brunabótafélags íslands sem tjónaskoðunarmaður. „Bmna- bótafélagið var þá að ráðast í bíla- tryggingar sem það hafði ekki gert fram að því nema hvað varð- aði flutning á bílum og ég hafði lítillega skoðað bfla fyrir þá sem höfðu skemmst í flutningi. Þessi tjónaskoðun hefur verið aðalstarf mitt síðustu árin og alveg þar til nú í janúar sl. að ég hætti enda orðinn 77 ára og er því víst mál að Jinni. Ég hafði aðsetur á skrifstofu félagsins á Laugaveginum og • bflana skoðaði maður bara á stæð- unum þama fyrir utan. Þar var engin aðstaða að sjálfsögðu og stundum þurfti að skríða undir og skoða en væra bílar illa skemmdir og ekki ökufærir eftir tjón skoðaði ég þá á verkstæðum eða geymslum fyrir skemmda bfla. Þessi aðstaða er auðvitað allt önnur í dag eftir að tjónaskoð- unarstöðvarnar komu til. Þá gát- um við tekið bílana inn og skoðað þá almennilega - lyft þeim upp og skoðað undirvagninn og leitað eftir skekkjum með sérstökum mælitækjum. Það fer ekki hjá því að Sigur- gestur minnist aftur á umferðina og margt ljótt bílflakið hefur hann séð eftir árekstur. Ökunemar þyrftu að skoða tjónabíla „Það er stundum engu líkara en menn aki með lokuð augun, svo furðulegir eru árekstrarnir, veltumar, aftanákeyrslurnar og slysin stundum og iðulega sjáum við dæmi um það að menn aka í hálku og ófærð eins og á sumar- degi. En það er fyrst og fremst hraðinn sem veldur þessum slys- um. Menn aka alltof hratt miðað við aðstæður og geta því engu bjargað ef eitthvað óvænt gerist. Við verðum nefnilega að sætta okkur við það að þó að við teljum okkur góða ökumenn þá erum við ekki einir í heiminum og margir aðrir á ferðinni sem geta kannski gert axarsköft og við það fáum við ekkert ráðið.“ Er hægt að ráða bót á þessu ástandi? „Ekki hef ég nú neina töfra- lausn á því en hins vegar hygg ég að ökumenn þyrftu að gera sér betur grein fyrir hugsanlegum afleiðingum árekstranna. Það gera þeir best með því að skoða skemmda bfla. Það ætti að skylda alla ökunema til að heimsækja til dæmis tjónaskoðunarstöð þar sem þeim væra sýnd bílflök. Um leið og bílarnir væra skoðaðir gætu kennarar rakið fyrir nemendum hvað andartaks gáleysi getur haft í för með sér, til dæmis ölvun við akstur eða of hraður akstur - við höfum- dæmi um þetta allt. Ég er sannfærður um að ungir öku- menn gleyma ekki strax slíkri kennslustund og að hún myndi fljótt skila sér í bættri umferð. - DISKAR Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 Opið í Kola- portinu á laugardag VENJULEGA er lítið við að vera fyrir þá sem dveljast í höfuðborg- inni um páskana, en markaðs- torgið í Kolaportinu verður að venju opið á laugardaginn og þá verður þar einmitt sérstaklega mikið um að vera. Kolaportsmarkaðurinn heldur þá upp á ársafmælið með sannkallaðri karnivai-stemmningu. Auk um eitt hundrað söluaðila verður ýmislegt gert til skemmtunar bæði fyrir börn og fuilorðna. Leikhópar og aðrir listamenn verða með uppákomur og vonast er til að bæði seljendur og gestir mæti óvenjulega klæddir og í hátíðarskapi. Talið er að yfir hálf milljón gesta hafi sótt Kolaportið heim á fyrsta starfsárinu. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.