Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
Nýborg-#
auglýsir:
Höfum flutt
Rosenthalverslunina,
Laugavegi 91, í nýja,
bjarta og glæsilega
verslun í Ármúla 23.
boróbúnaður, postulíns skartgripir
°g gjafavara.
Thomas borðbúnaður og gjafavara.
Sopienthal borðbúnaður. Keramik
borðbúnaður. Hnífapör í úrvali.
Koparvörur. Silkiblóm. Reyr- og
bastvörur. Kinverskir vasar
og glerblóm. Handmálaðir
postulínslampar. Steinagrill. Minni
húsgögn og skóskápar.
Leikföng og margt fleira.
Gjafavörur við öll tækifæri.
Verð við allra hæfi.
Ein stærsta gjafavöruverslunin.
Nýborgp#
Ármúla 23, sími 83636.
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA.
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Nýstárleg- fláröílun við orgelkaup í Hallgrímskirkju:
Yfir fimm þúsund orgel-
pípur seldar almenningi
Sö&iunarátak fyrir orgel í
Hallgrímskirkju í Reykjavík er
nú að fara af stað en það verður
í því fólgið að fólki verður gefinn
kostur á að kaupa orgelpípur
af ýmsum stærðum og gerðum.
Alls verðá um 5.200 orgelpípur
í þessu stærsta orgeli landsins
sem smíðað verður hjá Klais-
orgelsmiðjunni í Bonn í Þýska-
landi. Minnstu pípurnar kosta
tvö þúsund krónur en þær
stærstu 100 þúsund krónur.
Heildarverð orgelsins verður
milli 60 og 70 milljónir íslenskra
króna. Laugardaginn 14. apríl
hefst þessi íjáröflun en þá verða
haldnir einir lengstu í Hallgr-
ímskirkju tónleikar sem um get-
ur. Hefjast þeir kl. 11 og standa
óslitið til klukkan 22 um kvöld-
ið. Á annað hundrað tónlistar-
menn koma þar fram og um leið
geta menn pantað orgelpípu og
skoðað teikningar og myndir af
hinu nýja orgeli. Jafníiramt
verða seldar veitingar.
Samið var við Klais-orgelsmiðj-
una í Bonn í haust um smíði orgels-
ins sem tekur um tvö ár og binda
forráðamenn Hallgrímskirkju vonir
við að orgelið komist í gagnið um
mitt árið 1992. Hönnunar- og
teiknivinna er nú á lokastigi og var
Hörður Áskelsson organisti Hallgr-
ímskirkju í Bonn á dögunum til að
ræða við orgelsmiðina um lokafrá-
gang og var hann spurður um gang
mála:
„Orgelið verður með 72 raddir
sem skiptast á fjögur hijómborð og
fótspil. Útlitshönnun önnuðust
Klaus Fliigel orgelhönnuður í sam-
vinnu við Hans Gerd Klais forstjóra
orgelsmiðjunnar og Garðar Hall-
dórsson húsameistara. Raddir valdi
Hans Gerd Klais í samvinnu við
prófessor Hans-Dieter Möller og
mig.“
Klaus Fliigel orgelhönnuðurinn situr við tölvuskjáinn og að baki
honum eru Hans Gerd Klais forstjóri Klais-orgelsmiðjunnar (sitj-
andi) og HÖrður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju.
Hvernig var vali á orgelsmið
háttað - var leitað tilboða?
Erfitt val
„Valið fór þannig fram að við
sendum upplýsingar tii nokkurra
stærstu orgelsmiðjanna og sýndu
margar mikinn áhuga á þessu verk-
efni, sendu okkur hugmyndir um
verð og útlit og komu hingað og
kynntu sér málið. Þetta voru orgl-
smiðir frá Þýskalandi, Danmörku,
Austurríki og Kanada og má segja
að síðustu fimm eða sex árin hafi
þessar upplýsingar verið að safnast
að okkur.
Fljótlega þrengdum við hringinn
ef svo má segja og fengum við
nokkra organista til liðs við okkur.
Þeir fóru yfir tillögurnar og gáfu
umsögn sem síðan voru skoðaðar
af byggingarnefnd og sóknarnefnd
kirkjunnar. Þessar umsagnir félaga
minna úr stétt organista höfðu mjög
mikið að segja og voru mér mikill
stuðningur því þetta var erfitt val
og margt sem þurfti að taka tillit
til. Jafnframt var þetta að nokkru
leyti tilfinningalegs eðlis - hug-
myndir um útlit og ýmsa möguleika
í frágangi eru stundum byggðar á
smekk eða persónulegu mati. En
eftir að þessar umsagnir lágu fyrir
var ljóst að Klais-orgelsmiðjan þótti
um margt hafa nokkra yfirburði og
því var gengið til samninga við
hana og skrifað undir sl. haust.“
Um 25 tonn
Við undirskrift samninganna var
þriðjungur kaupverðsins greiddur
sem var um 20 milljónir króna.
Dijúgur hluti þess voru framlög og
gjafir einstaklinga síðustu 10 árin.
Orgelinu verður komið fyrir yfir
inngöngudyrum kirkjuskipsins en
Hörður segir að staðsetningin hafi
verið eitt umræðuefnið á fundunum
með organistum. Orgelhúsið er úr
eik og er hver hlutur sérhannaður
og handsmíðaður fyrir þetta orgel.
Það vegur 25 tonn, pípurnar eru
alls um 5.200, þær stærstu 10
metra langar en þær minnstu að-
eins um 1 cm að lengd. IStærsta
pípan framkallar tón sem liggur við
neðri mörk mannlegrar heyrnar en
sú minnsta myndar tón við efstu
heyrnarmörk.
Gerið þið ykkur vonir um að
hægt verði að ijármagna kaupin á
smíðatímanum og að áætlanir um
afhendingu takist?
„Já, við gerum okkur vonir um
það. Fjáröflunarnefndin sem fór
nýlega af stað kom fljótlega með
þessa nýstárlegu hugmynd að bjóða
pípurnar til sölu. Þannig geta menn
lagt þessu lið með eftirminnilegum
og skemmtilegum hætti. Pípurnar
verða í nokkrum verðflokkum,
2.000, 5.000, 10.000, 25.000 og
100 þúsund krónur og hafa verið
gefin út litprentuð og tölusett gjafa-
bréf. Nöfn gefenda verða skráð á
Páskahelgi á Lækjarbrekku
V erið velkomin til okkar um helgina
Við höfum opið:
Skírdag og laugardag frá kl. 11.30-23.30
Föstudaginn langa - páskadag -
annan dag páska frá kl. 18.00-23.30
Fjölbreyttar veitingar alla daga
—
yjfgSTAURANT
■ FRJÐRIK Vignir Stefánsson,
organisti í GrundarIjarðarkirkju,
heldur orgeltónleika í kirkjunni kl.
17 á föstudaginn langa, 13. apríl.
Hann mun kynna og leika föstu-
sálmforleiki eftir ýmis tónskáld.
Einnig leikur hann önnur verk eftir
Bach, Albinoni, Pachelbel og
Langlais. Aðgangur er ókeypis.
■ SAMEIGINLEG samkoma trú-
félaganna á Reykjavíkursvæðinu
verður í Fíladelfíukirkjunni, Há-
túni 2, á annan dag páska. Samkom-
an hefst kl. 20.30 með lofgerðarsöng
tónlistarsveitar undii' stjórn Samúels
Ingimarssonar. Hafliði Kristins-
son, forstöðumaður Fíladelfíusafn-
aðarins predikar og ávarp flytur
Miríam Oskarsdóttir frá Hjálpræð-
ishernum. Björn Ingi Steíánsson,
forstöðumaður Vegarins og Gunnar
Þorsteinsson, forstöðumaður
Krossins stjórna samkomunni. Kjör-
orð þessarar sameiginlegu samkomu
er: „ÖIl sem eitt“.
A/SS. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ
Alþýðubankinn hf
FRAMHALDS-
AÐALFUNDUR
í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignarhaldsfé-
lagsins Alþýðubankinn hf. sem haldinn var hinn
27. janúar sl., er hér með boðað til framhaldsaðal-
fundar í félaginu, sem haldinn verður í Átthagasal
Hótels Sögu, Reykjavík, sunnudaginn 29. apríl og
hefst kl. 15.00.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06 í sam-
þykktum félasins.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka
hf., Laugavegi 31, 3. hæð, frá 25. apríl nk. og á
fundarstað. Arsreikningur félagsins ásamt tillög-
um þeim, sem fyrirfundinum liggja, verða hluthöf-
um til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn,
þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi
20. apríl nk.
Reykjavík, 3. apríl 1990.
Stjórn Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf.