Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 27
ei jiíí'ia .sr fluaAauTMMW .aiaAjaviuoflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL T990
3
C
Baldvin Þ. Kristjáns-
son - Afinæliskveðja
Góður vinur og samstarfsmaður
um árabil, Baldvin Þ. Kristjánsson,
hefur fyllt áttunda áratuginn nú
þann 9. apríl 1990. Leiðir okkar
lágu fyrst saman austur í Neskaup-
stað um 1950, þ.e. þá fyrst sá ég
kempuna, snaran í hreyfingum, tal-
andi af eldmóði, afburðamælskan
og áheyrilegan.
Já, fólkið á landsbyggðinni
hlakkaði til heimsókna Baldvins Þ.
og það lét sig ekki vanta á fræðslu-
fundina sem hann hélt víðsvegar
um landið, fyrst á vegum Sambands
ísl. samvinnufélaga og síðar um
langt árabil sem fulltrúi Samvinnu-
trygginga, er hann,ræddi umferðar-
öryggismál og félagsmál, sérstak-
lega í klúbbnum Öruggur akstur.
En hver er maðurinn?
Baldvin Þ. Kristjánsson fæddist
9. apríl 1910 að Stað í Aðalvík. Þar
vestra var hann í Núpsskóla
1927-29, sem þá var landsþekktur
héraðsskóli undir stjórn séra Sig-
tryggs Guðlaugssonar, mennta- og
menningarfrömuðar.
Næst liggur svo leiðin í Sam-
vinnuskólann 1929-31, þar er
skólastjóri sá stórbrotni gáfumaður
Jónas Jónsson frá Hriflu. Trúlega
var vistin á þessum tveimur skólum
hið mótandi afl fyrir ungan hug-
sjónamann og þau leiðarmerki sem
eftir var siglt síðar á ævinni.
Baldvin heyjaði sér fróðleik síðar
með námsdvölum og fræðsluferð-
um, einkum í Svíþjóð. Hann var þar
m.a. 1937-38 í lýðháskóla og 1948
í sænska samvinnuskólanum Vár
gárd. Hann heimsótti oft „Foiks-
am“, sænska samvinnutrygginga-
félagið.
Auk þessa er Baldvin Þ. einn
þeirra sem með góðum árangri hafa
alla ævi stundað sjálfsnám. Bóklest-
ur og yfirgripsmikil þekking hans
á íslenskum skáldskap er mikil.
Leika honum ljóð á tungu og oft
hefur hann tilvitnanir á hraðbergi
og þá ekki sótt nema í gullkistu.
Lífsbaráttan hefst fyrir vestan, —
en þangað hefur ávallt legið hin
ramma taug fornra föðurtúna til.
Sjómennska og verkamannastörf í
Hnífsdal og á ísafirði árin 1924-
1931, síðar eða til ’34 skrifstofu-
maður hjá Samvinnufélagi ísfirð-
inga. Næst er sviðið Siglufjörður,
þar sem Baldvin Þ. starfar hjá
Síldarútvegsnefnd um 10 ára skeið
eða 1934-44. Áfram við störf að
sjávarútvegi, en til Reykjavíkur
flyst Baldvin Þ. og gerist erindreki
LIÚ 1945-46. Þaðan liggur svo leið-
in til samvinnuhreyfingarinnar og
starfað þar til hin lögboðnu verklok
koma um 70 ára aldurinn — og
raunar nokkru betur því enn var
starfað við bókaskráningu og safn-
uppbyggingu á vegum Samvinnu-
trygginga til 73 ára aldurs.
Félagsmálastörfin eru yfirgrips-
mikil allt lífshlaupið. Þau spanna
þátttöku í flokkspólitík jafnaðar-
manna, setu í bæjarstjórn, kaupfé-
lagsstjórn í starfsmannafélögum
samvinnumanna og fjölmargt fleira
mætti telja, en gefst ekki færi á, i
því sem á að vera stutt afmælis-
kveðja.
Það sem undirritaður þekkir best
til og vill því leyfa sér að víkja að
er hið mikla og árangursríka starf
Baldvins Þ. að umferðaröryggis-
málum.
Það afl sem enn býr að á þessum
vettvangi var stofnun klúbbanna
Öruggur akstur frá 1965, 33
víðsvegar um allt land, svo og lands-
samtök þeirra. Þrátt fyrir það að
samtök þessi væru undir merkjunr
og stuðningi Samvinnutrygginga
var lífsandi þeirra og áhrifamáttur
Baldvin Þ. Kristjánssyni að þakka.
Á meðan við Baldvin Þ. störfuð-
um saman í 10 ár 1964-74 hjá
Samvinnutryggingum fór ég á.
marga fundi og síðar eftir að ég
flutti út á landsbyggðina lét ég til-
ieiðast að starfa um nokkur ár í
landsstjórn klúbbanna.
Ég hafði lengi gælt við þá hugs-
un að komast á Vestfirði með Bald-
vini Þ. og það varð að veruleika
haustið 1979.
Fundir þessir voru afar lær-
dómsríkir og stórskemmtilegir. Það
kvað að Baldvini í ræðustól, engin
lognmolla og talað tæpitungulaust.
Fundurinn á ísafirði varð ógleym-
anlegur, þar var fullt hús, bæði af
ungmennum sem og fullorðnu fólki.
Greinilegt var, að þeir sem voru
komnir af léttasta skeiði voru þarna
til að hlusta á sinn mann — vænt-
ingarnar voru miklar — og ekki
brást Baldvin, hann fór á kostum
og lagði sig allan í túlkunina, hon-
um er hálfvelgjan lítt töm. Tilfinn-
ingarnar urðu sterkar og snertu
viðkvæma strengi, ekki síst í bijósti
ræðumannsins, sem er maður með
heitt hjarta og mikla tilfinninga-
kviku. Þessu öllu til viðbótar var
sviðið ísafjörður, upphaf lífsstarfs,
vagga hugsjóna ræðumanns.
Baldvin Þ. er vel ritfær maður.
Störf hans að þýðingum merkra
ritverka erlendra eru einnig sönnun
þess hversu vel hann túlkar texta.
Allt frá því að Baldvin byijar hjá
samvinnuhreyfingunni er hann rit-
stjóri málgagna þeirra, fyrst
„Hlyns“, blaðs SÍS, síðar „Gjallar-
hornsins", blaðs samvinnutrygg-
ingamanna.
Á þessum vettvangi var Baldvin
afkastamikill og eftirtektarverður,
óhræddur við að ræða nær hvaðeina
og fór þá ávallt eftir eigin sannfær-
ingu. Þetta hristi upp í lesendum
og var ekki alltaf vinsælt hjá „vald-
höfunum", en boðskapurinn fór
ekki framhjá neinum.
Lífshlaupið hefur ekki ávallt ver-
ið dans á rósum hjá Baldvini Þ.
Hann hefur m.a. glímt við erfið
áföll heilsufarslega, en þar sem í
öðrum lífsins stormum staðið allt
af sér og hvergi látið deigan síga.
Hinsvegar er slíkum kempum oft
eliin nokkuð þung, þeim finnst að
til lítils sé lifað, að vera áhorfandi,
ekki lengur þátttakandi og mega
ekki bregða brandi.
Á þessum merku tímamótum vil
ég persónulega þakka Baldvini Þ.
Kristjánssyni skemmtileg og lifandi
kynni. Ég þakka vinsemd hans, því
oftar en einu sinni hefur hann bor-
ið fyrir mig skjöld þá að var sótt
og höggva skyldi.
Enn er „klukkuverk höfuðsins
vel smurt“, húmorinn sá sami og
umræðan uppbyggjandi, það fann
ég í haust er fundum bar saman.
Baldvin Þ. og kona hans, Gróa
Ásmundsdóttir, dvelja um þessar
mundir á sænskri grund.
Hugheilar kveðjur og framtíðar-
óskir.
Friðjón Guðröðarson
Sr. Bjartmar Kristjáns
son - Afinæliskveðja
synir.
Ég ætla að segja nokkur orð um
afa minn, sr. Bjartmar Kristjáns-
son, sem á 75 ára afmæli þann 14.
apríl. Hann fæddist á Ytri-Tjörnum
í Eyjafirði, sonur hjónanna Kristján
Helga Benjamínssonai' hreppstjóra
og Fanneyjar Friðriksdóttur er þar
bjuggu. Þar ólst afi minn upp í stór-
um systkinahópi, en þau systkinin
voru alls tólf, sex bræður og sex
systur sem öll komust til manns,
en þrjú þeirra eru nú látin.
Afi kvæntist önimu minni, henni
Hrefnu Magnúsdóttur, þann 9.
október 1943. Hún er líka úr Eyja-
firðinum, dóttir Magnúsar Jóns
Árnasonar járnsmiðs og Snæbjarg-
ar S. Aðalmundardóttur sem
bjuggu um skeið í Litla-Dal í Eyja-
firði. Afi stundaði nám í Mennta-
skólanum á Akureyri en síðan lá
leið hans í Háskóla Islands þar sem
hann nam til prests. Árið 1946
fluttu afi og amma ásamt elsta
barni sínu, þá eins árs gömlu, að
Mælifelli í Skagafirði þar sem afi
var prestur í tuttugu og tvö ár. Þar
voru þau einnig með búskap, auk
þess var símstöð á Mælifelli og því
var í nógu að snúast. Börnin þeirra
urðu alls sex, fjórar dætur og tveir
I Skagafirðinum leið þeim vel,
en þó kom að því að þau færðu sig
um set. Þegar sr. Benjamín bróðir
afa lét af störfum sem prestur á
Syðra-Laugalandi í Eyjafirði tók afi
við af honum og var þar prestur á
æskustöðvum sínum næstu átján
árin og jafnframt prófastur þar
síðustu ár prestskapar síns. Þegar
afi lét af störfum fyrir íjórum árum
byggðu þau amma sér hús skammt
frá Syðra-Laugalandi sem þau
nefna Álfabrekku. Alltaf er gott að
heimsækja þau afa og ömmu og
hef ég stundum dvalið hjá þeim
bæði á Laugalandi og í Álfabrekku.
Þar sem þau eru nú mikið tvö ein
finnst þeim upplífgandi að hafa
smáfólk eins og mig í kringum sig
og á það við um öll barnabörnin
þeirra sem nú eru orðin fjórtán tals-
ins, en ég ei' þar tíundi í röðinni.
Það er líka gaman að koma til afa
og ömmu og ýmislegt hægt að hafa
þar fyrir stafni. Afi kallar barna-
börnin gjarnan ýmsum gælunöfnum
og kallar mig oftast Snáða sinn og
líkar mér það vel. Ég vil senda elsku
afa og ömmu, sem einnig á stóraf-
mæli um þessar mundir, hjartanleg-
ar hamingjuóskir og óska þeim hins
alls besta í framtíðinni. Eg vona
að við eigum eftir margar góðar
samverustundir i Álfabrekku um
ókomin ár.
Magnús Jón
V^terkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamióill!
Ráðstefna og aðalfundur
Félags íslenskra læknaritara
í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13, Hf.,
laugardaginn 28. apríl 1990 kl. 9.30.
Kl. 9.30 Mæting. Kaffiveitingar
Kl. 10.00 Fyrirlestrar: Ami ]. Geirsson, læknir,
Erna ]óna Arnþórsdóttir, sjúkraþjálfari,
Anna Ólöf Sveinbjömsdóttir, iðjuþjálfi
Kl. 12.30 Hádegisverður
Kl. 14-00 Aðalfundur
Fundarstjóri Sólveig Agústsdóttir
Kl. 15.30 Kaffi. Umræður
Ráðstefnugjald kr. 2.000.- (Hádegisverður ogkaffiinnifalið).
Þátttaka tilkynnist fyrir 25. apríl til Lizzíar s.696434 eða Eddu s.601117.
LYFJATÆKNASKOLI
ÍSLANDS
AUGLÝSING UM INNTÖKU NEMA
Lyfjatækninám er þriggja ára nám. Umsækjandi
um skólavist skal hafa lokið tveggja ára námi í
framhaldsskóla (fjölbrautaskóla).
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja ára
heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hiið-
stæðu eða frekara námi að mati skólastjórnar,
skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skóla-
stjórn er heimilt að meta starfsreynslu umsækj-
anda og er einnig heimilt að takmarka fjölda
þeirra nema, sem teknir eru í skólann hverju
sinni. Upplýsingar eru veittar í skólanum alla
daga fyrir hádegi.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1. Staðfest afrit prófskírteinis.
2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skólinn
lætur í té.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda, ef vill.
Umsóknarfrestur er til 8. júní.
Eyðublöð fást á skrifstofu skólans.
Umsóknir skal senda til:
Lyfjatæknaskóla íslands,
Suðurlandsbraut 6,
108 Reykjavk.
Skólastjóri.
HITAMÆLINGA-
MIÐSTÖÐVAR
Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða
tuttugu og sex mælistaði. - Ein og sama miðstöðin
getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Ceicius-h
200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi
lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. -
Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. - Ljósstaf-
ir 20 mm háir. - Það er hægt að fylgjast með afgas-
hita, kælivatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum,
frystum, lestum, sjó og fleiru.
SöimrDsEogiiyF c=g/i^
Vesturgötu 16 - Símar 14680 - 21480 - Telef. 26331
I