Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
C 23
Séra Sigurður hefur tekið virkan
þátt í sönglífi kirkjunnar og haft
vakandi áhuga á kirkjukórastarf-
semi. Fræðslu- og skólamál eru
honum hugleikin sem og margvísleg
félagsstörf í menningarlífi þjóðar-
innar. Embættisstörf hans hafa
kallað hann til forustustarfa í mál-
efnum kirkjunnar. Sérstakar þakkir
flyt ég honum fyrir þann tíma, er
hann gegndi starfi biskups íslands
í forföilum mínum.
Þann 12. febrúar 1944 kvæntist
séra Sigurður eiginkonu sinni, Aðal-
björgu Halldórsdóttur frá Ongul-
stöðum í Eyjafirði, og hefur hún
dyggilega stutt eiginmann sinn í
þjónustu hans og embættisverkum.
Eg og Sólveig eiginkona mín óskum
séra Sigurði og frú Aðalbjörgu,
börnum þeirra, tengdasonum og
dætrum og allri íjölskyldu innilega
til hamingju með afmælisdaginn,
annan páskadag. Þar fer saman
mikil trúar- og afmælishátíð á Hóla-
stað. Fer vel á því á þessum 7 0 ára
afmælisdegi vígslubiskups Hóla-
stiftis. Einlægar heillaóskir. Guð
vaki yfir ykkur og blessi á þessari
hátíð og um alla framtíð.
Pétur Sigurgeirsson
Dorgveiðikeppni um
páskana í Hvammsvík
Dorgveiðikeppni verður
haldin um páskana á
Hvammsvíkurtjörn í Kjós, en
þar hefúr Laxalón lengi verið
með regnbogasilungseldi og
selt veiðimönnum stanga-
veiðileyli. Keppnin verður í
gangi alla daga hátíðanna og
verða veitt vegleg verðlaun
fyrir helstu afrek.
Verðlaun verða veitt fyrir
stærstu og næst stærstu fiska
sem veiðast, en líklega ekki
fyrir flesta veidda silunga því
veiðileyfin hækka eftir því sem
menn farga fleiri silungum og
myndu því ekki allir sitja við
sama borð. Keppni þessi var
haldin í fyrra og þótti þá heppn-
ast svo vel að framhald verður
nú. Það eru Laxalón, Verslunin
Veiðivon og Sportveiðiblaðið
sem standa að keppninni.
ÓSÓTT VEIÐILEYFI
TIL SÖLU
Þar sem töluvert er ósótt af fráteknum veiðileyfum viljum
við benda félagsmönnum á, að þau hafa nú þegar verið sett
í sölu á almennum markaði.
Því viljum við þenda áhugasömu veiðifólki á að við eigum
nokkra lausa daga í eftirtöldum ám:
Norðurá, Laxá í Leirársveit, Langá á Mýrum, Gljúfurá, Svartá,
Sogi, Breiðdalsá og á vatnasvæði Hvítár í Árnessýslu.
Verðskrá og upplýsingar um lausa daga liggur frammi á af-
greiðsiu félagsins alla virka daga vikunnar frá kl. 13.00-18.00.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur,
Háaleitisbraut 68, Austurveri,
símar 686050 eða 83425, fax 32060.
<
Þarna sérðu Hauk. Hann er sæll
því nú hefur hann efni ó betri veiðisvæðunum.
Haukur er mikill áhugamaður um
veiðar. Par til fyrir nokkrum árum lét
hann sér nægja silungsveiðar og að
hlusta á veiðisögur annarra úr „stóru“
ánum. Það var svo fyrir 3 árum, þegar
yngsta barnið flutti að heiman, að þau
hjón minnkuðu við sig húsnæðið og
losuðu þannig um 4.000.000 kr. á
núvirði. Að ráðum ráðgjafa Verð-
bréfamarkaðar Fj árfestingarfélagsins
keyptu þau Tekjubréf fyrir þessa
upphæð. Miðað við 9% raunávöxtun
fá þau 30.000 kr. skattfrjálsar útborg-
aðar mánaðarlega. Þetta þýðir að nú
geta hjónin veitt sér eitt og annað sem
þau áður þorðu ekki að láta sig
dreyma um og nú er það Haukur sem
segir veiðisögurnar. Ef þeim dytti í
hug að njóta lífsins í enn ríkari mæli
eiga þau þann möguleika að ganga á
höfuðstólinn. Fjóru milljónimar
þýddu þannig 40.000 kr. mánaðarlaun
í 15 ár miðað við 9% raunvexti. Eða
eins og Haukur orðar það: „Þeir fiska
sem róa“!
VERÐBRÉFAMARKAÐU R
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI28566 KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI10100