Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 1
JMtargttitlifofrfö PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 BLAÐ SAMTAL VIÐ Texli: Jóhanna Kristjónsdóttir Ljósmyndir: Ragnar Axelsson HUN seg'ir að sér þyki gaman að eldast og minnist orða Sig- urðar Nordal um að árin eftir sextugt séu skemmtilegust svo fremi heilbrigði og iífsgleði séu með í för. Vigdís Finnbogadótt- ir hefur gegnt forsetaembætt- inu i tæp tíu ár og er fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörin í lýðræðislegum kosning- um til slíks embættis. Hún verð- ur sextug á páskadag. Við töluðum saman á skrifstofu hennar í Stjórnarráðinu vegna þessara timamóta. Ég spurði: Hvernig heldurðu að þú hafir ver- ið sem lítil stelpa? „Ja. Mig grunar að ég hafi verið skelegg stelpa. í útliti var ég grindhoruð, óttaleg beina- sleggja og freknótt. Ég var sem sagt ekki neitt fríðleiksbarn. Kannski lét ég að mér kveða vegna þess að ég varð að gefast upp á því að vera falleg lítil Shir- ley Temple - og fara inn á annað ról. Fólkið mitt í Geldingaholti, þar sem ég var í sveit, segir að ég hafi alltaf tekið að mér að hafa orð fyrir krökkunum. Strax í bemsku fékk ég þennan mikla leikhúsáhuga. Það var leikið í stofunum heima og rennihurðirn- ar á milli stofanna voru ágætis tjald. Það var leikið oft, alltaf í afmælum, frumsamið eða af fing- rum fram, en flest eitthvað stælt úr því sem við höfðum séð í Iðnó. Foreldrar mínir voru skilningsrík- ir á þetta og mamma lánaði kjól- ana sína í sýningarnar. Ég átti skemmtilegt bernskuheimili, föð- urforeldrar bjuggu hjá okkur og móðuramma mín kom alltaf í sunnudagssteikina. Ég á svo margar minningar frá því þegar við sátum öll saman á sunnudög- um og talað var og skeggrætt um allt milli himins og jarðar. Á laug- ardagskvöldum fengum við systk- inin að vaka og hlusta á útvarps- leikritin. Þetta voru góðar stund- ir. Ég finn að ég hef verið ræktað barn; foreldrum mínum fannst H| . ; . mM ■H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.