Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 34

Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 34
34 C ÉÓRét'N'BLADlb, FlMMTUDÁbÚR líÚAPRÍLTMO mmmn Ást er ... ... að kunna að njóta fegurðar vetrarins. 1M Reg. U.S. Pat Off — all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Ef þú vilt endilega vita það, þá eru þetta hrotu- tarnirnar þínar í vik- unni... Það er vonlaust að ætla sér að flytja það enn einu sinni. HÖGNI HREKKVÍSI „HANN BAOÐ HUNDAFANG/M2ANU/M OG FJÖLSKVLDU HANS.'" Félagsleg fátækt Til Velvakanda. Ég þakka Einari Ingva Magnús- syni fyrir að vekja máls á þörf fólks í andlegri og tilfinningalegri kreppu fyrir að hafa einhvern að tala við. En ég er samt ekki sammála honum um að skriftastóll sé eina rétta lausnin, þó hún geti dugað sumum. Ég tel hinsvegar að það sé löngu kominn tími til að íslenska þjóðin leggi niður það fornaldarhrós „hann, hún bar ekki tilfinningar sínar á torg“, þar sem það á alls ekki við lengur og hefur í raun snúist í and- stæðu sína hjá þjóðinni. Það er kominn tími til að íslenska þjóðin í heild opni sig fyrir því að hver einstaklingur er tilfinningavera og náunginn einnig, hvað svo sem allri svokallaðri „skynsemi“ líður. íslendingar telja sig mjög næma á dulræn fyrirbrigði og anda frá annarri tilveru. En þeir ættu að ein- beita sér meira að því að stilla þetta næmi sitt inn á þá sem lifa hér og nú í kringum þá. Þeir ættu að víkka þetta næmi sitt til samborgaranna með því að láta þá vita að þeir viti að þeir séu tilfinningaverur og þeim sé annt um andlega og tilfinningalega líðan þeirra. Það hefur alit of lengi viðgengist að jafnvel nánustu ættingjar og vin- ir þeirra sem átt hafa í sálar- og tilfinningakreppu hafa slegið á öll merki um beiðni um hjálp með því að segja: „Hvað er þetta maður, vertu ekki með þetta væl. Það er ekkert að þér, þú hefur það gott og hefur allt til alls.“ Þetta allt til alls. eru venjulega jarðneskar eigur. Einnig hefur uppeldi í heild og viðhorf sumra íjölskyldna í tilfinn- ingalegum efnum oft komið í veg fyrir að einstaklingar gætu tjáð sig um andlegan og tilfinningalegan vanda við neinn. Sektarkennd við- Afgefhu tilefni Af gefnu tilefni er þess sér- staklega óskað að sem flestir skrifi í Velvakanda undir nafni. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. - Ritstj. komandi vegna ástandsins sem hann telur að sé jafnvel sjálfum sér að kenna hefur grafið um sig og marg- faldar því vandann. Síðan hrekkur fólk við þegar kem- ur í ljós að afnejtun þeirra á ástand- inu hafi valdið úrslitum um það að viðkomandi stytti sér aldur. 011 von um hjálp er úti þegar jafnvel fólk sem átti að þykja vænt um viðkom- andi afneitaði öllum möguleikum um að eitthvað væri að. Það er í raun talandi dæmi um viðhorf íslensku þjóðarinnar að það var ekki fyrr en ég kom hingað til Ástralíu að ég heyrði að íslendingar ættu einna hæstu sjálfsmorðstíðni í heiminum. Það viðhorf sem lýsir sér í að ekki sé talað um vandamálið og reynt að finna lausn er öruggasta aðferðin til að viðhalda ástandinu eins og það hefur verið. Er ekki kominn tími til að snúa þessu við? Er það ekki verðugt verkefni fyr- ir íslensku þjóðina í tilefni þúsund ára afmælis kristni í landinu að þjóð- in sýni að: „Hún gæti bróður síns“ í öllum skilningi. Væri ekki dásam- legt ef þessi litla þjóð sem oft hrós- ar sér af að vera eins og ein fjöl- skylda getur velt því taki í þessum efnum að hægt verði að segja í framtíðinni: Að enginn íslendingur hafi á síðastliðnu ári séð ástæðu til að stytta sér aldur. Matthildur Björnsdóttir Þarft framtak Til Velvakanda. Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir hinar stórgóðu Shakespeare myndir sem sýndar hafa verið að undanförnu, nú síðast Óveðrið. Hér er um að ræða menningarviðleitni sem þjóðin metur að verðleikum. Þetta er þarft framtak. Allt of mik- ið er af ódýru drasli í ljósvakamiðl- unum og er þetta kærkomin til- breyting frá því. Allar þær ódýru ofbeldismyndir sem sýnar eru hafa áreiðanlega slæm áhrif á æsku landsins og afleiðingin er aukið of- beldi og minni virðing fyrir mannlíf- inu. Meira af góðum myndum sem skilja eitthvað eftir. Jóhann Óeðlileg forréttindi Til Velvakanda. Óeðlilegt er að útgerðarmenn verði gerðir eigendur fiskstofnanna við landið og öðrum bannað eða gert að greiða fyrir ieyfi til tóm- stundaveiða á smákænum. Þetta tómstundagaman hefur löngum verið stundað allt í kringum land og verið fyrstu kynni margra sjómanna af starfinu. Furðulegt er að heyra talað um sölu einstaklinga á veiðileyfum til útgerða, sem settar hafa verið hjá við úthlutun valdhafa. Hve miklar gjafir hafa þannig verið gefnar af almannaeign og hverjir eru þyggj- endurnir? Hvaðan er komið vald til þessara stórgjafa af almannafé og hvers vegna er úthlutað til manna veiði- heimildum til þess að braska með? Á sama hátt er óeðlilegt að bænd- ur taki gjald af mönnum, sem fara til rjúpna eða veiða á stöng í ám og vötnum. Réttur bóndans til bú- skapar getur varla gefið honum rétt umfram aðra landsþegna til ijúpnaveiða, stangveiða í ám og vötnum og beijatínslu, þarna hljóta allir að vera jafnbornir til réttar. Það er löngu tímabært að ýmis óeðlileg forréttindi verði afnumin og alþingi sjái til þess að mismuna ekki þegnunum með þessum hætti. Einar Vilhjálmsson Víkverji skrifar Páskar eru elzta hátíð kristinna manna og eru haldnir til minningar um upprisu Krists. í Rímfræði Menningarsjóðs segir m.a. um þessa miklu og fornu hátíð: „Nafnið (páskar) er komið frá samnefndri hátíð gyðinga, á hebr- esku „pesakh“, sem merkir yfir- hlaup, og er sagt vísa til þess, að drottinn hlífði ísraelsmönnum í Egyptalandi, þegar hann deyddi frumburði Egypta. í fyrstunni héldu kristnir menn í Gyðingalandi páskahátíð á sama tíma og aðrir gyðingar, þ.e.a.s. við fyrstu tunglfyllingu eftir jafndægur að vori. A 3. öld náði sú stefna hins vegar yfirhendinni, að páska- dagur skyldi vera sunnudagur, og þá fyrsti sunnudagur eftir fullt tungl eftir voijafndægur. Þessi stefna var staðfest af kirkjuþingi í Nikeu árið 325 e. Kr. Fullkomin eining um páskahald náðist þó ekki fyrr en á 8. öld. Voru páskar upp frá því haldnir fyrsta sunnudag eftir tunglfylling- ardag frá og með 21. marz. Tungl- fyllingardagurinn (nánar tiltekið 14. dagur tunglmánaðar) var ákveðinn eftir sérstökum reikni- reglum, en ekki eftir beinum athug- unum á gangi tunglsins hveiju sinni. Eins og um hnútana var búið gat páskadagur ekki orðið fyrr en 22. marz og ekki síðar en 25. apríl, og er svo enn.“ Og enn segir í Rímfræðinni: „Með tilskipun Gregoríusar páfa 13. um breytt tímatal árið 1582 fylgdu nýjar reglur um það, hvernig reikna skyldi út tunglfyllingardag páska- tunglsins. Flestar þjóðir tóku þessar reglur upp jafnhliða hinu nýja tímatali. Innan grísk-kaþólsku kirkjunnar náðist þó ekki samstaða um að tímasetja kirkjulegar hátíðir eftir tímatalinu. Afleiðingin varð sú, að páskar eru yfirleitt haldnir seinna meðal grísk-kaþólskra en á Vesturlöndum. Á ráðstefnu grísk- kaþólskra manna í Konstantínópel árið 1923 var auk þess samþykkt, að páskarnir (þ.e. voijafndægur og páskatungl) skyldu ákvarðaðir með beinum stjörnufræðilegum athug- unum, en ekki með föstum reikni- reglum.“ XXX Og um leið og Víkveiji lýkur þessum fróðleik um páskana er kannski ekki úr vegi að minnast dagsins í dag, sem er skírdagur. Hann hét að fornu skíri dagur eða skíri þórsdagur og er fimmtudagur fyrir páska, helgidagur til minning- ar um hina heilögu kvöldmáltíð. Nafnið mun dregið af því að Krist- ur þvoði fætur lærisveina sinna þennan dag. Síðar varð venja að æðri stéttar menn þvægju fætur fátæklinga á þessum degi. Á morgun er síðan föstudagurinn langi, sem að fornu var nefndur langi fijádagur, föstudagurinn fyrir páska. Hann er hátíðlegur haldinn til minningar um krossfestingu Krists. Saman eru þessir tveir dag- ar kallaðir bænadagar, en slíkir dagar eru sérstaklega helgaðir fyr- irbænum. Eftir siðaskipti voru yfir- leitt fyrirskipaðir 3 til 4 bænadagar á ári, sbr. kóngsbænadag. Þessi siður var síðan endurvakinn að nokkru leyti 1952 með hinum al- menna bænadegi þjóðkirkjunnar, sem haldinn er 5. sunnudag eftir páska ár hvert. XXX Víkveiji óskar öllum lesendum sínum gleðilegra páska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.