Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 13
dauða afl skrifræðisins" bírókratana sem skammta og styrkja og skipu- leggja atvinnulífið og nú síðast ætla sér að ráðskast með byggðina í landinu undir nafninu „byggða- stefna". Kontóristar og byggðastefha Þegar ríkisvaldið hefur með af- skiptum sínum í ýmsu formi lamað allt einstaklingsfrumkvæði út um hinar dreifðu byggðir og svipt byggðarlögin sjálfræði, hefst „byggðastefna" ríkisvaldsins, eink- um í formi styrkveitinga og enn frekari afskipta af innansveitarmál- efnum, sem eykur á ósjálfstæði þeirra og kemur algjörlega og end- anlega í veg fyrir allt frumkvæði bæði einstaklinga og byggðarlaga. Síðan er tekið að ráðskast með byggðina, fólk ræður ekki lengur hvar það kýs að eiga heima. Yfir- kontóristar ákveða byggðunum til- verurétt. Þar með hefur ríkisvaldið náð alræðisvöldum yfír landsbyggð- 'inni. Alþýðubandalagsmenn ráða nú ríkisfjármálum og þar með skatt- heimtunni. Hún miðar öll að því að takmarka allt frumkvæði til fram- kvæmda og að stórauknum afskipt- um um allan rekstur og eignarhald. Skattur er nú lagður á fiskpöddur sem veiddar eru við bryggjur og úr smábátum á grynnstu miðum, bryggjukóð eru skattlögð öll nema marhnútar. Skattur skal lagður á hóffjaðrir, það má .búasf við að saumur verði skattlagður innan tíðar. Fyrir daga frönsku stjórnar- byltingarinnar var vegagjald inn- heimt ásamt brúargjaldi. Þetta fyr- irkomulag þótti ákafiega vafasamt og var eitt af því sem var afnumið strax á Stéttaþinginu 1789. Nú 1990 eru ráðagerðir uppi um að taka upp vega-, brúar- og jarð- gangagjald hér á landi. Allar þessar ráðstafanir ríkisvaldsins auka á skriffinnskuna, kaup og sala krefst skýrslna í þrí- eða fjórriti, leyfa- og yfirlýsingaaðila. Bókaútgáfa er enn frjáls hér á landi, en skattur er iagður á bæk- ur, sem veldur hækkandi verði. Þeg- ar þetta er gagnrýnt svarar menn- ingarfulltrúi Alþýðubandalagsins i ríkisstjórn: Hluta skattsins má nota til þess að verðlauna „verðugar" bækur. Hér er tæpt á stefnu komm- únista, að valdstjórnin ráði útgáfu „verðugra“ bóka. Þannig hefst rítskoðunin, sem er ríkjandi í ríkjum sósíalismans, t.d. Kína og Sovétríkj- unum. Menn geta ímyndað sér risið á íslenskri bókaútgáfu þegar Náms- gagnastofnun og útgáfustjórar hennar ráða íslenskri bókaútgáfu. Smásmygli höfuðpaura forsjár- hyggjunnar er orðin fremur leiðin- leg, afskiptasemin nær á einhvern hátt til allra þegna samfélagsins. Málsvörn martraðar Atburðirnir í Austur-Evrópu, byltingarnar, virðast ekki hafa haggað stefnumörkun þeirri sem kommúnistar innan ríkisstjórnar- innar leggja mesta áherslu á, sem er samskonar stefna og var ríkjandi í Austur-Evrópu. Þeir hafa kenning- ar marxismans að leiðarljósi, einskis virði einstaklingsins, réttleysi hans og þýðingarleysi nema sem hluta hópeflisins á leið til sósíalis- mans/kommúnismans. Þótt ölium heimi sé nú ijós hin marxíska mar- tröð telur málgagn íslenskra komm- únista sig vera „málsvara sósíal- isma, þjóðfrelsis og verkalýðsbar- áttu“. í raunveruleikanum þýða þessi orð: Svartnætti sósíalískrar kúgunar, fátæktar og volæðis/þjóð- frelsi, þýðir hrikalegustu landráð og eyðileggingu allra þjóðlegra verð- mæta, þar sem kommúnistar hafa náð völdum/verkalýðsbarátta þýðir algjöra kúgun verkalýðsins og auk þess er sú stétt svívirt á hinn and- styggilegasta hátt, með því að hafa hana sem skálkaskjól „morðingja- hyskis“ sem telur sig ganga erinda hennar og stundar myrkraverk sín í hennar nafni. Hrun lygamúrsins, lygamúrs sós- íalismans, haggar ekki vissu íslenskra kommúnista um ágæti og réttlæti marxískra kennisetninga. Þeir skreyta sig nýjum orðleppum og virðast æfa sig fyrir framan spegil í þvi að breyta svipnum í svip „manneskjulegs kommúnista". OhCí JIH9A .21 flUOÁqUTMMtl .UMAJaMUOflOM Q SI MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 C 13 Öflug starfsemi hjá USVH á Hvammstansfa Hvammsfcinga. ÁRSÞING Ungmennasambands V-Húnvetninga var haldið nýlega. Skýrslur aðildarfélaganna, sem eru 6 að tölu, voru ræddar og starfsem- in metin. Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í íþróttum á liðnu ári. Skráðir félagar i sambandinu eru 624 alls. Þá var íþróttadeild Hestamanna- félagsins Þyts tekin í USVH á ár- inu. Á þinginú var m.a. rædd nauð- syn þess að koma upp aðstöðu fyrir innanhússíþróttir í héraðinu, en íþróttahús á Reykjaskóla þykir of iítið og gamalt. Iðkendur íþrótta inn- anhúss hafa því oft stundað æfingar á Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu en þangað eru um 50 km..Fjárhagur sambandsins er þungur, halli á rekstri ársins var 159.000 krónur en velta ársins var 2.370.000 krónur. Stjórnir nefnda og þjálfarar höfðu valið íþróttamann ársins og hlaut I skýrslum félaganna kom fram að mikið starf er unnið í íþrótta- og félagsmálum í héraðinu. Fótbolti er mikið æfður ög lék lið USVH í 3. deild, bæði utanhúss og -innan. . Sundhópur sambandsins hefur tekið þátt í flestum mótum innanlands og hefur á að skipa efnilegum ung- mennum. Einnig er virk þátttaka í fijálsum íþróttum. Sambandið hefur staðið fyrir ýmsum mótum í héraðinu og nýtast þá vel nýgerð íþrótta- mannvirki, svo sem sundlaug Hvammstanga og íþróttaaðstaða í Kirkjuhvammi. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Hressir krakkar á sundæfingu á Hvammstanga. Fremri röð f.v.: Helga, Friðrik, Vilhelm, Hrönn og Tinna. Aftari röð f.v.: Katrín, Hafdís, Þórdís, Kristianna, sem var valin íþróttamaður ársins hjá USVH, Ragnheiður og Elísabet. þann titil Kristianna Jessen, en hún Gunnarssyni, sem er formaður, er dugmikil sundkona og ijölhæf í Sveini Benónýssyni, Ögn M. Magn- öðrum íþróttum, aðeins 14 ára göm- úsdóttur, Inga Bjarnasyni og Sig- ul. rúnu Ólafsdóttur. Stjórn USVH er nú skipuð Eyjólfi - Karl Iactacyd léttsápan fyrir viokvæma núð! Ungböm hafa viðkvæma húð sem verður fyr- ir mikilli ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápurmi dregur vemlega úr kláða og sviða. Húðin er í eðli sínu súr og er það vöm hennar gegn sýklum og sveppum. Þetta þarf að hafa í huga við val á sápu. Mikilvægt er að eðlilegt sýmstig húðarinnar raskist ekki við þvott. „Venjuleg" sápa er lútarkennd (hefur hátt pH-gildi, 10-11) og brýtur niður náttúrulega vöm húðarinnar. Lactacyd léttsápan hefur hins vegar lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar vamir hennar. Það er því engin tilviljun að margir læknar mæla með Lactacyd léttsápunni fyrir ung- böm og fólk með viðkvæma húð. Þegar Lactacyd léttsápan er notuð á ungböm skal þynna hana með þremur hlutum vatns. Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuð- um og að sjálfsögðu í næsta apóteki. Höfmidur cr ritlwfmuhir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.